5.3.2007 | 21:35
Veður!!!
Það snjóar úti. Þá er gott að kúra sig inni og hafa það gott fyrir framan tölvuna, eða sitja með kaffibolla, bjór eða rauðvín við eldhúsborðið og ræða lífsgátuna við besta vin sinn, eiginmanninn. Þá er gjarnan kveikt á kertum gott að setja góða músikk á gjarnan frá Latin Amerika, það eru glaðlegir tónar. Eða jafnvel Argentískir tangóar. Það er gott að láta hugann reika, þegar ljúfir tónar liðast saman við floktandi kertaljósin og manns eigin lágværu raddir.
Maður getur gleymt veðrinu sem geisar úti. En samt, það er líka notalegt að vita að snjórinn sveipar hvítu teppi yfir kalda jörðina og hlýfir gróðrinum. Allt er þetta spurning um afstöðu til lífsins, umhverfisins og sjálfs sín. Við getum alveg ráðið hvað það er sem við viljum láta stjórna lífi okkar.
Í kvöld er ég alveg tilbúin í svona kertaljós og notalegheit.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022157
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig langar í kúluhús....og rauðvín....og tangó
Har det hyggeligt i aften
Katrín, 5.3.2007 kl. 22:43
Það shjóar ekki hér...í Kópavoginum!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.3.2007 kl. 23:25
Jamm Arna mín þetta var kósý og notó og gott að skríða í holuna sína
Jamm kúluhús eru sko best Katrín mín hehehe... og rauðvín og tangó oj oj oj
Ég skal gefa þér snjókorn elskuleg mín, gullin snið er í þeim alveg eins og í húsinu mínu Anna Benkovic
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2007 kl. 23:47
Það er auðvelt að finna fyrir þakklæti þegar maður situr inni í ylnum og stormur geysar úti. Vona að Botti sé búinn að kúka frá sér vitið og sé að hressast.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 00:13
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.3.2007 kl. 00:44
Aleg rétt hjá þér Arna Hildur mín.
Botti hefur ekki kúkað enn, en Prakkarinn virðist alveg vera orðin frískur, ég hugsa að ég geri aðra tilraun á Botta í dag eða á morgun ef hann lagast ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 10:40
Ummm ég elska sjón, rigningu og storma. Að heyra vindinn gnauða er dásamlegt. Ég er fædd í janúar það skýrir væntanlega þennan undarlega veðursmekk.
Vona að kveldið hafi verið hyggeligt
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 14:12
Ójá Jenný mín, það var þvílíkt flott . Fyrst settum við Schubert á fóninn Die schöne Müllerin, og síðan var sett á Carin Costa Latinband. Kertaljós og bjór.... Hefði náttúrulega átt að vera rauðvín og ostar eða svoleiðis...... En við kveiktum á kertum og ilmolíukertastandi, og svo var rabbað um blóm, fjölgun plantna, sáningu og alles. Úti geisaði stormur og hríð, en inni var svooooo notalegt. Svona kvöld bjarga sálinni alveg heilmikið skal ég segja þér. Ræddum komandi fegurðarsamkeppni og svoleiðis líka Minn er bara svo ánægður með mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 14:34
Já það er fátt jafn ljúft og að sitja með ljúfa tónlist og góða bók í miðju óveðri, nema ef væri að skella sér í smá ævintýri í miðjum byl, berjast við hríðina og koma svo inn í hlýjuna og fá heitan kakóbolla að launum.
Annars finnst mér flestir gleyma því að með snjónum kemur birta í skammdegið sem lyftir andanum og vekur barnslega gleði náungans að ég tali ekki um barnanna, einnig hve mikilvægur snjórinn er náttúrunni.
Jenný Anna, já það myndi útskýra ansi margt.... Ísdrottningin er líka fædd í janúar, í snjókomu á Ísafirði og elskar fátt meira en jökla, snjó og jeppaferðir.
Ísdrottningin, 6.3.2007 kl. 19:26
Já þetta með að fara út í bylinn er spennandi..... hélt mig samt inni. En það er alveg rétt hjá þér Ísdrottning að það birtir svo mikið þegar snjórinn kemur, og svo hlífir hann gróðrinum og börnin geta farið á sleða og skíði.
Gaman að heyra frá þér Ísdrottning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.