Hvað óttumst við svona mikið við að veita flóttamönnum hæli?

Ég verð alltaf jafn sorgmædd, þegar ég les um að verið sé að senda fólk úr landi, fólk sem vill búa hér og hefur meira að segja fengið vinnu og er að læra íslensku, eins og rússneska konan hér í vor, með syni sína.  Við hvað erum við eiginlega hrædd?

Ég veit að þetta er ekki mannvonska í tilheyrandi stofnunum, heldur eru lög og reglur um þessi mál aftan úr grárri forneskju.  

Það er líka sorglegt að vita að það eru bara tilfellin sem komast í fréttir sem löguð eru, eða þannig sýnist manni það vera.

Hér þarf virkilega að endurskoða sýn okkar á þessi mál.  Við erum fá og smá, og getum svo vel tekið á móti fleira fólki, og við erum að tala um fólk sem vill setjast hér að, hefur metnað til að standa sig og verða íslendingar.  

 

Hvað er það sem hræðis svona?

Mér finnst besta mál að krefjast sakarvottorðs og heilbrigðisvottorðs, þega fólk kemur hingað.  En svo eigum við að skoða mál þeirra með jákvæðum hætti og taka tilllit til hvaðan fólk kemur, til dæmis frá ofsafengnum alræðisríkjum, eða fátækt.  

Ég hef bara góða reynslu af því fólki sem hingað hefur flutt, þau hafa auðgað mannlífið og sýnt fram á ný markmið og verkefni.  Svo margt sem við getum lært af bræðrum okkar og systrum sem hingað leita sér til bjargar.  

Gleymum þessu fjandans sáttmála, hann er hvort sem er bull.  En leggjum frekari vinnu í að skoða hvert einstakt mál og hverja persónu og opnum frekar arma okkar fyrir þeim farfuglum sem hingað leita í von um betra líf.  Ekki vera eins og óhræsið í ljóðinu fræga um rjúpuna.   


mbl.is Izekor sleppt og ekki send burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Búið er að ákveða að manneskja fái ekki dvalarleyfi og þurfi að fara úr landi og það tilkynnt til hennar.

Manneskja giftir sig eftir þetta.

Á það að breyta réttarstöðunni, mánaðargamalt hugsanlegt "sýndarhjónaband"?

Ættir að kynna þér hvernig ýmsar aðrar þjóðir hafa þetta.  Kjánalegt.

Það yrði aldeilis straumurinn frá Nígeríu ef þínar hugmyndir yrðu ofaná.  Þetta þarf einfaldlega að vera stíft.

Hvumpinn, 12.5.2014 kl. 19:04

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki eru það láglaunakjör útlendinga sem freista, í láglauna-verkalýðs-skattpíndasta og kaupmáttarsviknasta norðurlandinu Íslandi!

Hvað bíður þessa fólks á Íslandi? Það er til háborinnar skammar, hvernig farið er með saklaust og varnarlaust fólk á Íslandi!

Annað hvort tökum við raunverulega mannúðlega við fólki, og sköpum því mannsæmandi líf hér á landi, eða sleppum þessari glæpsamlegu sýndargóðmennsku!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2014 kl. 21:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Anna, það þarf að vera ákveðni og traust í þessum málum sem öðrum, en ekki eihver handabaksvinna. Það þarf að skapa réttlátar reglur um málin og fylgja því síðan eftir. Hvumpinn auðvitað hefur hún hitt mann og orðið ástfangin, ekkert að því.

Við getum alveg tekið við fólki og búið því betra líf. VIð þurfum bara að vera á verði gagnvart misyndismönnum sem koma í leit að tækifærum til að svindla og svíkja. Þess vegna þarf að hafa kvöð um sakarvottorð og heilbrigðisvottorð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2014 kl. 22:49

4 Smámynd: Jens Guð

"Ég veit að þetta er ekki mannvonska í tilheyrandi stofnunum, heldur eru lög og reglur um þessi mál aftan úr grárri forneskju."

Jú, þarna stjórnast fólk af einhverju sem í raun er mannvonska. Vinafólk mitt frá Asíu, búsett hérlendis, hefur af og til þurft að eiga samskipti við Útlendingastofu. Þar hefur mætt þeim ekkert nema hroki og einbeittur vilji til að vera með leiðindi og gera fólkinu erfitt fyrir. Setja stein í götu þeirra með öllum ráðum.

Ég hef oft þurft að aðstoða þetta vinafólk mitt við svo einfalda hluti eins og að fá systkini og foreldra í heimsókn. Það hefur stundum reynst snúið og ekki alltaf gengið upp. Og afgreiðsla mála verið eintóm leiðindi.

Jens Guð, 12.5.2014 kl. 23:15

5 identicon

Já, láglaunalandið Ísland.

Það hvarflar kannski ekki að fólki að kjörin séu bara enn verri annarsstaðar?

Það eru tugir, ef ekki hundruð miljóna félagslegra flóttamanna og væntanlegra flóttamanna, ef þeir hefðu tækifærin.

Ef landamærin væru opin, þá flæðir fólkið yfir, það þarf engan sérstakan vísindamann til að sjá það.

Ekkert land myndi þola óheftan innflutning, nákvæmlega ekkert. Það er enginn infrastrúktúr til, það eru ekki til störf, það er ekki til húsnæði. Og árangurinn yrði nákvæmlega sá, að gera Ísland að fátæku innflytjendalandi með tilheyrandi skerðingum hjá okkar fátækasta fólki.

Það er beinlínis hlægilegt að sjá mann gang undir manns hönd þegar einhverjar "flóttamaðurinn" boðar eigin dauða ef yrði sendur úr landi. Það er alveg sama hvaðan fólki kemur, þess bíður alltaf vís dauði. Jafnvel þó þetta fólk komi frá 30 miljóna manna landi eins og Afganistan, 175 miljóna manna landi eins og Nígeríu og eða hvaða miljóna landi sem er.

Þetta fólk fær aðstoð frá íslenskum sérfræðingum, sem fá borgað fyrir hvern flóttaamannahaus, og þ.a.l. er þetta orðinn bisness sem veltir ágætum upphæðum, og færir góð laun á heimili nokkurra lögfræðinga. Því lengri sem ferillinn er, því fleiri áfrýjanir, því betra. Og eftir því sem sérhæfingin og þekkingin verður betri, því tárvotari verða sögurnar og kerlingar þessa lands, hvors kyns sem er, skrifa tárvotar í athugasemdadálka blaðanna um mannvonsku Íslendinga.

Flóttamannabisness hefur gríðarlega veltu, og þar eru margir sem vilja sneið af kökunni, sem er að stórum hluta í boði skattgreiðenda. Og ef fólk ætlar sér að "vera á verði gagnvart misyndismönnum" þá hefur það mistekist hrapalega hingað til, enda eru helstu aðstandendur þessa iðnaðar gjörspilltir ofan í kjölinn. Munurinn er bara sá, að þeir réttlæta spillinguna með tilvísun í "mannúð"

Hilmar (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 23:25

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Fólk hefur það vonnt víða um heim. Um 24000 manns svelta í hel á degi hverjum. Ég skil ekkert í því hvers vegna íslendingar bjóða ekki nokkrum milljónum manns að koma og njóta sælunnar á Íslandi, annars bíður þeirra jú vís dauði, grínlaust, vegna matarleysis, lyfjaleysis eða sjúkdóma sem stafa af óhreinu vatni. Opnum fyrir öllum þeim farfuglum  sem til Íslands leita í von um betra líf. Íslendingar verða þá orðnir 10 milljónir plús, áður en við vitum af.

Hús af þeirri stærð sem íslendingum finnst hæfa einni fjölskyldu eru víða um heim notuð til að hýsa 20 eða 30 manns. Það er því nóg húsnæði handa öllu þessu fólki, það færu bara tvær fjölskyldur inn hja þeim sem eiga íbúð og fjórar inn til þeirra sem eiga einbýlishús. Ég skil satt að segja ekki bofs í því hvað fólk óttast við þetta. Það fengi að kynnast öðrum siðum og menningu í návígi.

Hörður Þórðarson, 13.5.2014 kl. 02:06

7 Smámynd: Hvumpinn

Lausnin er fundin.  Einn íslenskur "do-gooder" flytur til Nígeríu á móti hverjum sem kemur þaðan!

Hvumpinn, 13.5.2014 kl. 05:17

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð ágætir. Ég talað hvergi um óheftan innflutning. Sagði enda að það þyrfti að krefja fólk um sakarvottorð og heilbrigðisvottorð.

Enda eru innflytendur frá fleiri ríkjum en Nigeríu, m.a. frá Rússlandi. Ég þekki konu frá Króatíu sem fær ekki að flytja hingað, þrátt fyrir að eiga fjölskyldu hér fyrr en hún er orðin 67 ára. Og þegar verið er að vísa burt fólki sem á hér fjölskyldu og vini, og hefur sýnt að það hefur metnað til að læra tungumálið og vinna fyrir sér, þá skil ég ekki af hverju þarf að senda þá burtu.

Jens ég get að mörgu leyti tekið undir með þér með Útlendingastofnun, þau reyndust mér hins vegar vel, með mína litlu Alejöndru frá El Salvador og fyrir það er ég þakklát. Hún stefnir í að verða dúx frá Menntaskólanum á Ísafirði vegna hæfileika sinna og námsvilja. Hún verður góður íslendingur og á eftir að gera það gott. Í El Salvador hefði hún ekki átt þá möguleika.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2014 kl. 10:22

9 identicon

Hörður - Þetta er góður svartur húmor, en þú gleymdir einu. Fyrstu innflytjendur eiga að vera sígaunar frá Rúmeníu, svona eins og 10.000 til að byrja með, til að létta undir fyri hinum norðurlöndunum.

Svíar hafa þegar komið upp fríum hjólhýsastöðum, einvöðungu ætluð sígaunum og dagheimili eru þegar komin víða,að sjálfsögðu ókeypis. Svenni banan borgar eins og venjulega.

Nú fá allir umsækjendur um dvalarleyfi og þá sérstaklega múslimar, fría tannviðgerðir /og aðra heisugæslu. Skilyrði er að vera vegabréfslaus og einn í heiminum, þótt fjölskyldan sé að sjálfsögðu með.

Réttur hælisleytenda er hærri en sænsk landslög og því er bannað af hinu opoinbera að kanna hvort umsækjandi ljúgi eða ekki um sig og sína.

Nú vantar bara að Gnarrinn og kratafíflin taki við sér og verði sér og þjóðinni til skammar eins og venjulega.

Um næstu áramót taka ný lög gildi í Svíþjóð " Bannað er að tala niðrandi um múslima og aðra umsækjendur, á opinberum vettfangi að viðurlögðum sektum og jafnvel fangelsi. Þetta eru LÖG.

Það er ekki bannað að tala niðrandi um annað fólk eins og t.d. Svenna banan og íslendinga.

Þau eru sterk vinstri öflin í Svíþjóð með umhverfispartíið í fararbroddi.

v.johannsson (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 10:24

10 identicon

Allt í lagi Ásthildur, ekki þá sem eru veikir, eða á sakaskrá. Eða voru það þeir fötluðu sem á að útiloka sjálfkrafa?

Hefur þú kynnt þér hversu áreiðanlegar sakaskrár eru út um hinn víða heim? Ætli Boko Harum félagar séu á sakaskrá í Nígeríu?

Og eigum við að segja sjálfkrafa við alvöru flóttamann frá Sýrlandi, "nei félagi, þú ert eftirlýstur af Assad"

Þetta er alveg brillijant. Veikur flottamaður sem sannarlega þarf á hjálp að halda er sendur til baka, og fullkomlega heilbrigður morðingi og nauðgari fær að vera, af því að í landinu hans er ekki miðlæg skrá yfir sakamenn.

Það yrði skemmtilesning, lögin sem yrðu samin til að framfylgja þeirri stefnu.

Nema náttúrulega að það eigi ekki að setja ný lög, bara að fara eftir tilfinningaflóðinu sem lögfræðingar og "aðgerðarsinnar" ná að kalla fram í það og það skipti.

Ætli þau lög myndu útiloka "fréttir" af "flóttamönnum" sem falla í dá að morgni, eftir nokkurra daga föstu, en spranga um eins og nýslegnir túnskildingar eftir hádegi í mótmælum fyrir utan Útl?

Hilmar (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 15:21

11 identicon

Það vantaði orðið "óskrifuðu" í síðustu setningu:

Ætli þau óskrifuðu lög myndu útiloka "fréttir" af "flóttamönnum" sem falla í dá að morgni, eftir nokkurra daga föstu, en spranga um eins og nýslegnir túnskildingar eftir hádegi í mótmælum fyrir utan Útl?

Hilmar (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 15:26

12 Smámynd: Jens Guð

Hvumpinn (#1), þú ert dálítið hvumpinn. Það er gróft að saka fólk um sýndarhjónaband. Slíkt er glæpur. Bæði ásökun um það og ef um það er að ræða. Í þessu tilfelli er afar villandi og kjánalegt að tala um mánaðargamalt og "hugsanlegt sýndarhjónaband". Þetta var átta mánaða ferli. Nígería er ekki með sendiráð á Íslandi og það tók áðurnefnda átta mánuði að græja þá pappíra sem til þurfti.

Jens Guð, 13.5.2014 kl. 22:53

13 identicon

Ég hef mjög góða lausn á flóttamanavandamálum íslendinga.

Gnarrin, sem er mikill fjölmenningarmaður, tekur upp á arma sína stóra sígaunafjölskyldu og eina sómalíufjölskyldu og sér til þes að börnin fari í skólann, þótt foreldrarnir séu mótfallnir því. Mjög gott fordæmi.

Svein Agnarsson, formaður múslimafélagsins tekur tvær sígaunafjölskydur upp á sína arma og þá getum við sagt, að fjölmenningin sé farin að virka. Tamimi tekur þátt í pessum prósess og getur jafnvel boðið sígaunum í ferð til Palestínu, til að sýna þeim barnagiftingar. Að sjálfsögðu eiga sígaunar frjálsan aðgang að moskuni í Ýmishúsinu, sem eru hitt liðið, þótt þeir aðhillist ekki þá trú.

Þetta er mjög góður vísir og fordæmi að friðsömu fjölmenningar samfélagi. Að sjálfsögðu taka þingmenn, lögmenn og ráðherrar þátt í pessari þróun.

Ég tek það fram, að ég tek ekki á móti neinum. Aldrei!

Kv.

v.johannsson (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 22:59

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hilmar þú er vísvitandi að snúa út úr. Það hefur komið upp til dæmis í Rússlandi að fjölónæmir berklar eru þar viðloðandi, og slíkt, hér er ekki verið að tala um aðra sjúkdóma en þá sem ógna samfélaginu í heild, til dæmir Eboly. Með sakarvottorði er verið að ræða um að menn þurfi að hafa hreint sakarvottorð, sem mér finnst lágmarkskrafa þegar verið er að veita nýbúum landvist. Og þá er ekki verið að ræða um búðarhnupl eða slíkt heldur eitthvað sem við viljum ekki fá hingað inn.

Sumir hér eru aumkvunarverðir, þó ég skilji að menn vilji varðveita stofninn, þá er það bara þannig að við erum öll manneskjur, hér er nóg landrými og það er fullt af fólki, góðu fólki sem vill koma hingað og auðga okkar samfélag, og gerir okkur bæðí ríkari og umburðarlyndari.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2014 kl. 00:30

15 identicon

Sakarvottorð og heilbryggðisvottorð - ok, en hvað á þá að gera við þessa raunverulegu flóttamenn, sem koma frá Afríku til Möltu, Ítalíu og Spánar á bátum yfir Miðjarðarhafið?

Þeir hafa enga pappíra og geta aldrei útvegað þá.

Á að senda þá til baka eða til Svíþjóðar?

Svíþjóð er eina landið í heiminum, sem ekki gerir nokkrar kröfur til flóttamanna og er betra að vera pappírslaus (vegabréf) en ekki. Þeim er boðin læknisskoðun að frjálsum vilja og það eru 99% sem hafna henni. Sjúkdómarnir eru komnir.

BRÁ, sem er ráð í Svíþjóð,(Brottsförebyggande rádet), sem, samkvæmt nafninu reynir að draga úr afbrotum, var beðið, af háfu ríkisstjórnarinnar, að gera könnun á öllum upplýstum nauðgunum í Svíþjóð. Niðurstaðan var að 95% af öllum nauðgunum í landinu vöru framin af mönnum frá Norður-Afríku og Asíu nær, semsagt allt múslimar!

Skýrslan fór ofan í skúffu samdægurs og hefur aldrei verið umræða um málið síðan. Af hverju? Eru múslimar heilagir?

Að venju hafa íslenskir kratar alltaf tekið fávitaskap sænskra stjórnmálamanna sér til fyrirmyndar, svo það er bara spurning um tíma, hvar á að koma öllum þessum flóttamönnum fyrir. Hvað getur t.d. Ísafjarðarbær tekið á móti mörgum, ólæsum og óskrifandi frá Afríku? 1000 kannski? Svo má ekki gleyma því, að Afríkubúar (múslimar) aðlagast ekki vestrænum samfélögum að neinu leiti, en þeir kunna að nýta kerfið.

Það er ok. að geta þess, að ef innflytjandi svo mikið sem hnupplar úr búð á Möltu, þá er hann og öll fjölskyldan send úr landi til þess lands sem þau komu frá. Þannig fyrirbyggir samfélagið aukin afbrot.

v.johannsson (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband