Sannarlega gott hjá þeim, ég verð að viðurkenna að mér datt ekki í hug að þeir kæmust áfram. En ég er bara ánægð fyrir þeirra hönd og Íslands. Held að þetta með kjólana hafi gert stórt trikk, og eins einlægnin og gleðin sem skein af þeim.
Var reyndar ánægð með úrslitin almennt, öll bestu lögin komust áfram. Var samt að hugsa hvort þetta hefði verið "live" því ég sá ekki betur en söngkonan frá Arzbætjan, eða hvernig sem það er nú skrifað var búin að loka munninum þegar endatónarnir glumdu. Og það voru ótal bakraddir sem ekki sáust, til dæmis hjá rússnesku tvíburunum. Bara svona pæling.
Þetta virðist allt meira svona mixað í dag en áður var. Reyndar heyrðist frekar lítið í söngvaranum sem kom fyrst, eins og söngurinn væri ekki í sömu hæð og undirspilið, en ég er reyndar farin að heyra dálítið illa og þegar önnur hljóð koma, þá er erfitt fyrir mig að greina sundur hljóðin.
Það er samt ekki jafn spennandi er þetta er allt orðið tæknivænt og ekki í beinni.
Endalaus gleði og þakklæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Íja mín, það eru víst leikskólabörn úti um alla Evrópu :-)
Sigríður Jósefsdóttir, 7.5.2014 kl. 09:00
Já sem betur fer, þau skynja oft miklu betur en við hin um hvað málin snúast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2014 kl. 10:47
Já, furðulegt nokk, þá höfðu þeir þetta, enda var þetta nú ekki sem verst hjá þeim á endanum. Nú er að sjá, hvar við lendum á laugardaginn. Hins vegar sýndist mér þetta fastir liðir eins og venjulega eftir að austantjaldslöndin komu inn í þetta, að þau röðuðu sér í efstu sætin, svo að manni hefur stundum þótt nóg um. Ég geri ráð fyrir, að það endurtaki sig í seinni umferðinni. Annars var ég að lesa það inn á vef Jótlandspóstsins áðan, að það sé hætt við að Úkraínudeilan blandist inn í stigagjöfina þarna, því að fólkið í Úkraínu muni aldrei kjósa rússnesku tvíburana undir þessum kringumstæðum, sem nú eru ríkjandi á þessu svæði, og spurning, hvort Rússar muni kjósa úkraínska lagið. Þetta geti gerst, þrátt fyrir það þótt þessarri söngvakeppni sé ekki ætlað að vera pólitísk. Það geti samt haft sín áhrif fyrir því. Það getur vel verið. Ég held annars, að ég sé sammála veðbönkunum um það, að annaðhvort danska eða sænska lagið vinni, því að þau eru ansi góð og skemmtileg. Annars var ég dálítið hrifin af laginu frá San Marino og eins kökulaginu, sem datt út, og ég held, að hafi verið frá einu Eistrasaltlandinu, Litháen eða Lettlandi. Það var ansi fjörugt. En það er bara að bíða og sjá, hvernig þetta fer allt saman á laugardaginn.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 10:49
Sammála þér með sænska og danska lagið. Þau eru bæði afar flott, ég vona líka að Run lagið um heimilisofbeldi nái langt líka, mjög gott. Reyndar finnst mér lögin hafa batnað í keppninni undanfarin ár, meira lagt upp úr því að vera öðruvísi en ekki svona týpisk júróvisjón lög, eins og var alltaf.
Það verður gaman að sjá hvar okkar menn hafna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2014 kl. 12:08
Sá á netinu að margir vinir heilluðust af því hllrnska ,(vonandi man ég það rétt) en sonur minn í Noregi sendi þá lag sem hann ofl.telja ansi mikið líkt því Hollenska. Ég týndi því égar ætlaði að hlusta. Þetta er nú öll tölvufærnin.
Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2014 kl. 23:58
ÆÆ Hollenska ekki hiz?za,mætti halda að ég sé að leggja fyrir þig stafarugl,eins og í Útsvari.
Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2014 kl. 23:59
Já Hollenska lagið var skemmtilegt og þau bæði flott, minnti mig á Fleet Wood Mac.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2014 kl. 00:37
Fleedwood Mac á það að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2014 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.