24.4.2014 | 10:44
Borgarbúar og dreyfbýlistúttur?
Það sem ég les út úr þessari frétt er tvennt. Í fyrsta lagi hvernig menn geta ærurænt fólk, kallað það öllum illum nöfnum eins og hómófóbíu og kvenhatara. Guðni var ekki á þingi þegar hann lét þau orð falla, ég er þó ekki að mæla með svona persónulegum bröndurum, en eitt er að segja þá annað að birta á víðlesnum stað. Veit ekki hvort er verra. Það er því miður þannig að fólk er farið að hugsa sig um tvisvar ef það er beðið um að standa í forsvari fyrir pólitískan flokk. Þetta er sorgleg afstaða í þjóðarsálinni, þessi illkvittni og rætni.
Annað sem ég hef séð er, að Reykvíkingar líta ekki á landsbyggðarfólk sem almenning í landinu. Alveg eins og þegar "utanbæjarmaðurinn" Halldór Halldórsson gaf kost á sér í oddvitasætið í höfuðborginni. Það heyrðust þær raddir að landsmbyggðamaðurinn Guðni ætti ekkert erindi í borgapólitíkina.
Ég veit að svona hugsunarháttur viðgengst víða í smærri samfélögum, og jafnvel á Akureyri, en ég hélt satt að segja að svona hugsunarháttur væri ekki í höfuðborg ALLRA LANDSMANNA. Því ég held að það sé ekki til það krummaskuð á Íslandi sem á ekki einn eða fleiri íbúa sem núna búa í Reykjavík. Veit satt að segja ekki hvor er fjölmennari bornir og barnfæddir reykvíkingar, eða fólk annarsstaðar af á landinu.
Ég er viss um að það er fullt af góðu fólki og efnilegu sem aldrei myndi gefa kost á sér sem leiðtoga út af svona viðbrögðum. Og þar með missum við af mörgum góðum leiðtoganum af báðum kynjum. Þetta var auðvitað alltaf svona, en með netinu þá verða árásirnar nánari og þrengja sér inn í alla króka og kima. Og þegar farið er að draga fram áratuga gömul viðtöl við fólk sem þá var á menntaskóla, og láta liggja að allskonar kenndum persónunnar, þá finnst mér bara allt of langt gengið.
Mér finnst stundum eins og Íslendingar séu illkvittnasta þjóð heimsins. Ég verð aldrei vör við svona illgirni hjá öðrum þjóðum þ.e. hjá því fólki sem ég þekki utan Íslands, þetta er ef til vill vegna smæðarinnar og nálægðar okkar hvert við annað.
Annars á maður ekki að vera tuða svona á svo fallegum degi, þegar sólin skín og vor í lofti, svo ég enda þetta bara á því að segja GLEÐILEGT SUMAR!
Framsóknarfundi frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðni hefur nú verið drjúgur gegnum tíðina við að tala niður höfuðborgina og það landsvæði sem er utan hennar upp. Er ekki líklegt að það hafi eitthvað að segja en hvernig heldur þú að viðbrögðin væru á Ísafirði ef þessu væri snúið við?
Annars held ég að fleira komi til en þetta.
Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 11:55
Ásthildur hrokinn gagnvart landsbyggðinni er ekki það versta. Í vaxandi mæli finnur maður fyrir hatri gagnvart landsbyggðarfólki, bændum, kristnu fólki og Framsóknarmnnum. Þetta hatur kemur fyrst og fremst frá fólki sem notar rauða kúlu, hvort sem hún er á nefnu á þeim eða í barminum. Það vill í ESB, það vildi að við samþykktum Svavarsútgáfu Icesavesamningsins, óséðan og það vill skilyrðislausa hlíðni, annars er fólk kallað kettir. Ég flokka þetta undir heimsku, fremur en greindarskort. Þú þarft ekki að fara langt til þess að finna fyrir þessu viðhorfi Ásthildur. Heyrði þessar raddir þegar Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og Súðavík runnu inn í Ísafjörð. Sannarlega eru talsverð tækifæri fjárhagslega í slíkri sameiningu, en þá þarf að gæta vel að því að félagsleg verðmæti glatist ekki. Hér á höfðuðborgarsvæðinu er snobbað á milli hverfa. 101 telur sig ofar öllu. Fyrrum borgarfulltrúi sem ætlaði sér að verða borgarstjóri, vorkennir ferðamönnum sem álpast inn í Kópavog. Heimskan fellst í hrokanum gagnvart öðrum, og virðingarleysinu. Oftast nær bera utanbæjartútturnar af.
Sigurður Þorsteinsson, 24.4.2014 kl. 22:20
Já það er satt Sigurður, þetta eilífa stríð milli bæja, bæjarkjarna og nágranna. Við gerum sjálfum okkur verst með þessu. Ég verð að viðurkenna að ég bara skil ekki hvað þetta fólk er að hugsa sem sér ekkert annað til bjargar en ESB og evruna. Það er löngu komið í ljós að dæmið gengur enganveginn upp, nema eins og þú segir menn séu tilbúnir til að afsala sér auðlindunum, og verða svo mataðir af gæsku risans. Hér áður fyrr hefði þetta verið kallað undirlægjuháttur, og bleyðugangur en ekki víðsýni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2014 kl. 00:52
Ég hef tvisvar hef lent í því að bæjarstjórn í bæ á landsbyggðinni talaði við væntanlegan vinnuveitanda um hvort hann gæti ekki notast við heimamann. Vinnuveitanda var einnig tjáð að fyrirgreiðslur getu orðið erfiðara að sækja réði hann utanbæjarmann. Þetta þótti mér fyndið vegna þess að þetta þekkist ekki á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma gat ég fengið vinnu samdægurs nær allstaðar annarstaðar í Evrópu. Ég skil vel hræðslu fólks við að ganga í ESB sem hugsar svona. Það er ekki hluti af heild, það er í sjálfskapaðri einangrun.
Eins og Ásthildur bendir á þá er sennilega meirihluti höfuðborgarbúa af landsbyggðinni. Og hún skilur ekki hvers vegna viðhorf þeirra hafa breyst eftir flutninginn. Upplifun þeirra aðfluttu er að Reykvíkingar líta á landsbyggðarfólk sem almenning í landinu og spyrja ekki hvaðan fólk er. Heimabærinn, með sína klíku innfæddra þar sem utanaðkomandi er bannaður aðgangur, skoðast í allt öðru og meira ljósi en múrar þorpsins hleyptu inn. Þröngsýni landsbyggðarinnar skolast burt og Ásthildur fyllist undrun. Einangrunartilfinning landsbyggðarfólks er eingöngu tilkomin vegna eigin heimóttarskapar og hræðslu við að missa eitthvað við það að verða hluti af heildinni. Það er nefnilega oftast landsbyggðarfólkið sem ekki vill vera hluti af almenningi í landinu, þeir telja sig fyrst og fremst hluta af sinni heimbæjaraklíku. Sjálfsköpuð einangrun.
Ufsi (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 00:35
Það sem ég var að undra mig á Ufsi var, að heyra talað um "utanbæjarmenn", og í því sambandi benti ég á að það væru sennilega flestir "reykvíkingar" aðfluttir, eða afkomendur aðfluttra. Hefur nákvæmlega ekkert með ESB að gera, og því síður sjálfskipaða einangrun. Það er góður siður að lesa og skilja það sem skrifað er áður en hafist er handa við að "leiðrétta" eða "gagnrýna"
En aðallega var ég að tala um hvernig ráðist er að æru manna, ef þeir vilja stíga fram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2014 kl. 11:13
"Hefur nákvæmlega ekkert með ESB að gera" en samt er Sigurður að tengja þetta við ESB í spjalli ykkar hér að ofan og þú að leggja blessun þína yfir þá tengingu. Tenginguna bjó ég ekki til, hún kom frá ykkur.
Og talið um "utanbæjarmenn" þegar stjórnmálamenn ákveða að skipta um lögheimili fyrir feit embætti er eðlilegt. Það er nokkuð lágkúrulegt að láta hugsjónir og baráttu fyrir heimabyggð víkja fyrir snobbjobbi. Og eðlilegt að gagnrýni komi úr báðum áttum. Gamlir uppgjafa pólitíkusar sem ásælast embætti eru ekki að "stíga fram".
Árásir á æru manna eru hvimleiður þáttur í eðli Íslendinga sem orðið hefur meira áberandi með tilkomu netsins. Og svo þegar við bættist kreppan þá opinberuðust fjölmargir miður æskilegir þættir í Íslensku þjóðarsálarinnar. Lestu til dæmis spjall ykkar Sigurðar og segðu mér svo hvað fær ykkur til að alhæfa og tala svona um ykkar næstu nágranna, vini og ættingja? Það er nefnilega einnig góður siður að hugsa sig um áður en maður kallar stóran hóp fólks heimskingja, undirlægjur, bleyður o.s.frv. Hvernig var þetta með bjálkan og flísina?
Ufsi (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 15:02
Ég undan skil mig ekki þegar ég tala um rætni og illkvitni. "Við gerum sjálfum okkur verst með þessu. Ég verð að viðurkenna að ég bara skil ekki hvað þetta fólk er að hugsa sem sér ekkert annað til bjargar en ESB og evruna."
Og ég stend við það að ég bara skil ekki fólk sem einblínir á ESB eins og bjargvætt sem á að bjarga öllu. Þegar það hefur marg komið fram og verður ekki hrakið að íslendingar fá engar varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu ESB. Nema í einhverri mýflugu mynd, yfirráðim myndu flytjast til Brussel. En ég nenni ekki að rífast við þig um það. Tilefnið af þessu bloggi var að mér ofbauð hvernig fólk getur ráðist á annað fólk sem ætlar að stíga fram, já stíga fram, Guðni ætlaði sér að stíga fram og fara í oddvitasæti í borginni, en hætti við vegna viðbragða á netinu.
Ég hef aldrei sagt né skrifað að ég sé eitthvað betri, en ég er alveg örugglega ekki jafn slæm og sumir þeirra sem tjá sig um þessi mál. Annar bloggari talaði um að hann hefði fengið allskonar hótanir og árásir á sig og fjölskylduna af fólki sem ekki var á hans máli um hlutina. Það virðist vera eitthvað mikið að í þjóðfélaginu, og mörgum virðist líða illa, sem er sorglegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2014 kl. 15:35
Það getur sjálfsagt enginn undanskilið sig frá því að vera sekur um vanhugsaða sleggjudóma. Enda væri lítið gaman ef allir væru dýrlingar. Lúkasarmálið sýndi okkur snemma að netverjar eru ekki hópur sem almennt er jarðbundinn og í jafnvægi.
Guðni ætlaði sér, eftir eitthvað plott flokkseigendafélagsins, að skipta um kjördæmi, taka upp vinsælli stefnu í flugvallarmálinu til atkvæðakaupa og fara í oddvitasæti í borginni undir flokksheitinu "Framboð Framsóknarflokksins og Flugvallarsinna í Reykjavík" , en hætti við vegna höfnunar Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík á þeirri taktík. Guðni er alvanur skítkasti netverja og fjölmiðla og fer varla á gamals aldri að láta það stjórna sér.
Það einblínir enginn á ESB eins og bjargvætt sem á að bjarga öllu. En ESB gæti bætt margt, og þá sérstaklega afkomu almennings. Og margoft hefur það komið fram og verður ekki hrakið að íslendingar hafa þegar fengið varanlega undanþágu og það hefur ekki reynt á það hvort varanlegar undanþágur fáist frá fiskveiðistefnu ESB. Það er ekki eins fjarlægur möguleiki og margir hafa haldið fram. Við hreinlega vitum ekkert hvernig samningurinn kæmi til með að líta út. Og ég skil ekki fólk sem telur sig vita hver niðurstaðan verður áður en samningum er lokið og vill ekki láta á það reyna. Hafi fólkið rétt fyrir sér verður samningurinn bara felldur en hafi það rangt fyrir sér eru það verulegar hagsbætur fyrir allan almenning í landinu. Hverju er að tapa? Ég get skilið fólk sem vill ekki í ESB sama hvernig samningurinn yrði, þó við fengjum allt eins og við framast gætum óskað og rúmlega það. Það get ég skilið. En fólk sem setur skilyrði fyrir inngöngu og neitar svo að semja skil ég ekki. Það er svona eins og að segja við krakka að hann fái að fara í bíó ef hann lagar til í herberginu og læsa svo herberginu.
Nóg um ESB og Guðna, vorverkin kalla.
Ufsi (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.