Pollapönk og allt það.

Elsku krúttin, vonandi verður þetta skemmtilegt ævintýri hjá þeim þarna í Danamarka, en málið er að það er alveg saman hvað er reynt að gera mikla stemningu um þetta framlag okkar í júróvisjón, þá held ég að það dugi ekki til.  Þetta lag fer ekki áfram.  En Rúv ber, tel ég ábyrgð á því að af öllum þessum góðu lögum fór þetta lag áfram og því verður ekki breytt.  Rúv hefur nú síðan úrslitin voru, gert allt til að skapa stemningu um lagið, og svo sem allt í lagi með það.  En því miður held ég að það dugi ekki til.

Það kom í ljós í þættinum "Alla leið", sem ég nenni reyndar ekki að horfa á (eftir fyrsta þáttinn) mér leiðist nefnilega þegar verið er að gera grín að fólki sem ekki getur svarað fyrir sig, hlægja og setja út á. Finnst það niðurlægjandi og ömurlegt.  Reglurnar sagðar þannig að það eigi að kjósa eftir því hvaða lög fólk telur að fari áfram, en svo allt í einu má breyta reglunum og kjósa eitthvað sem manni finnst sjálfum flott.  Og auðvitað voru þau öll svo rosalega ánægð með "Enga fordóma".  

Ég vona að mér fyrirgefist að segja þetta hreint út, það breytir ekki því að Pollapönkarar eru algjör krútt og skemmtilegir og að börnin völdu þá.  Það er auðvita jákvæði punkturinn í þessu öllu. Málið er nefnilega að mínu mati að textinn eins og hann var saminn, höfðaði til fólks, og var eiginlega sigurvegari lagsins, en nú verður hann sunginn á ensku og ég er alveg klár á því að það skilar sér ekki út í Evrópu nema ef til vill til þeirra sem tala ensku.  Eiginlega hélt ég að við hefðum fengið okkar skammt af fíflagangi með því að senda Sylvíu Nótt út.

En svo gerast alltaf kraftaverk..... Smile 


mbl.is Skiptir kjólfötunum út fyrir Pollapönk-galla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband