18.4.2014 | 22:16
Aldrei fór ég suður.
Jamm hér sit ég og horfi á beina útsendingu á Aldrei fór ég suður, Páll Óskar er að trylla lýðin hér í næsta húsi. Ég get farið úr fyrir dyrnar og hlustað á múskik og fagnaðarlæti. En það er miklu notalegra að vera heima og horfa á í tölvunni.
En það er sumt sem við erum aldrei reiðubúin til að upplifa og það er þegar ungarnir okkar fá bílpróf. Að vísu er ár í leiðbeiningarakstur, þar sem þau aka undir okkar stjórn til að verða reiðubúin til að takast á við ökumennsku. En svo gerist það óhjákvæmilega að þau fá bílpróf, og þá hefst nú svona sjokkerandi tímabil. En þessar elskur þurfa að fá að fljúga ekki satt?
Ég segi nú bara fyrir mig, ég held að bæði pabbi hans og mamma hafi vakað yfir drengnum sínum þetta kvöldið, það mátti ekki miklu muna.
Og þá kemur að því að það er sennilegra ódýrara að kaupa bíl fyrir afkvæmið, en að resikera einkabílnum
En þá er það auðvitað þannig að maður kaupir ódýran bíl, sem þá þarf að gera við.
Þá er eins gott að ungarnir fái sjálfir að ráða fram úr vandanum, þeim er engin greiður gerður með að púkka endalaust upp á þá, því lífið must go on, og þau þurfa að vera eins sjálfbjarga og hægt er. þurfa að læra að bjarga sér.
Ef við viljum ungunum okkar vel, þá þarf að sleppa takinu og láta þá sjálfa standa fyrir sínu ekki satt?
Það er allavega það sem ég var alin upp með, faðír minn þekkti vel hve mikilvægt var að fólk þurfti að bjarga sér sjálft, og hann svo sannarlega kom því til skila við okkur börnin sín, og fyrir það getum við þakkað honum að við erum öll dugleg og vellátin í vinnu.
Hér er svo unginn minn að elda mat fyrir okkur, hér með fylltri papriku sem var æðislega góð, hann kann svo sannarlega að elda, eins og reyndar allir drengirnir okkar Ella, eru listakokkar, og hafa gaman af að elda gurmemat.
Veðrið var misjafnd í dag, en að mestu leyti gott og sólríkt, þó endalaust væri klifað á viðvörun um storm og ólæti, þá fór það algjörlega fram hjá eins og oft áður.
Þessar myndir voru teknar um fjögur í dag.
En í heimsókn eru barnabörn og sonur, svo gott að hafa þá hér. Hvað er drengurinnn með?
Jú Davíð Elías fann mús.
Og hér er Arnar Milos.
Og hér er verið að undirbúa að fara á Aldrei fór ég suður, það var frekar hráslagalegt og ungur maður frá El Salvador er ekki vanur slíku, svo það var um að gera að klæða hann vel.
Já hér þarf að huga að öllu, áður en lagt er í hann, þó það séu bara nokkrir metrar.
Og namminamm snjórinn smakkast vel, beint ofan af himninum.
Maður þarf svo sem að fara og sækja hann.
Og nú er afi komin í gírinn líka.
Úlfur nýkomin og rétt farin aftur.
Og afi, við eru reyndar öll fjölskyldan í kúlunni búin að spila á Aldrei, ég Úlfur og Elli, gaman að segja frá því, og á morgun mun Elli spila undir með Helga Björns í stórsveitinni. Helgi er okkar maður eins og svo margir aðrir tónlistarmenn.
Já og þá er bara að labba af stað og njóta alls þess sem boðið er upp á.
Það er hægt að hlusta á þetta allt beint á aldreifór ég suður.
Hér: http://aldrei.is/
Eigið góða páska elskurnar.
Aldrei fór ég suður formlega opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já eigið þið gleðilegt páska í kúlu og rokkhát!
Kv. Erla
Erla (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 11:34
Takk mín kæra, já ekki gátum við ímyndað okkur í þá daga að svona mikil hátíð yrði nánast í garðhorninu hjá okkur <3
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2014 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.