Kvótakerfið stangast á við stjórnarskrá.

Fermingarbróðir minn, Ólafur Björn Halldórsson skrifaði frábæran pistil í Bæjarins besta.  Sjá hér:  http://bb.is/Pages/82?NewsID=187556

Hann segir:  

Hlýðum á boðskapinn Margt orðið hefur fallið síðan rekstaraðilinn, sem hefur atvinnu og lífsviðurværi fólksins í sinni hendi, tilkynnti að hann hygðist leggja sína starfsemi á Þingeyri niður.

Eðlilega vekur mesta athygli það sem hann hefur að segja. Skoðum þessar málsgreinar:

„Við meinum það sem við segjum að við ætlum að leggja mikið upp úr því að þetta verði einungis breyting en ekki starfslok. Að fólk sé annað hvort að fá nýja vinnu á sama stað eða sömu vinnu á nýjum stað. Við meinum það og vonandi verðum við dæmdir af því í lokin.“

Við skulum spyrja að leikslokum en óneitanlega minnir þessi framsetning á hugmynd Kristjáns VII. Danakonungs að flytja landann suður á Jótlandsheiðar nema nú er boðið upp á flatlendi Suðurnesja. Það skal þó sagt konungnum til varnar fyrir hans fráleitu hugmynd að óáran hafði geisað á Íslandi af völdum náttúrunnar en engu slíku er til að dreifa í dag. Því tekur það engu tali að leggja til að grafið sé enn frekar undan tilraunum til endurreisnar með skipulögðum brottflutningi fólks. Það er sömuleiðis í algjörri þoku hvað þeir eigi að taka til bragðs sem ekki þekkjast þetta „kostaboð“. Frásögn forráðamannsins um „stóíska ró” fólksins á Þingeyri verður að taka með þeim fyrirvara að það stendur frammi fyrir þeim sem hefur örlög þeirra í hendi sér og því ekki víst að sú sálarró standist samanburð við lífsspeki Stóumanna í Hellas hinu forna.

Ennfremur segir Ólafur;

 Tilkynningin um að vinnsluhúsið verði afhent heimamönnum „að gjöf” hefur vakið nokkra athygli. Starfsmenn fyrirtækisins upplýstu á borgarafundinum fjölmenna að „húsgögn” fylgdu ekki með gjöfinni því til stæði að vélar og tæki yrðu fjarlægð. Vart verður því gjöfinni líkt við þá gjöf sem segir frá í þeirri bók sem Íslendingar hafa nú sett í fremsta sæti allra íslenskra bóka, Brennu-Njáls sögu, er Gunnar á Hlíðarenda hafði þessi orð við Njál vin sinn: „Góðar er gjafir þínar en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.” Fremur mætti líkja þessari væntanlegu gjöf við yngra máltæki. „Hver er sínum gjöfum líkur.“

Að lokum segir Ólafur:

 Gerum stjórnmálamönnum ljóst hvað fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlaganna raunverulega þýðir og að við ætlumst til að eftir henni sé farið. Það samræmist íslenskri réttlætiskennd að gera þá grein virka. Réttlát löggjöf getur varið hagsmuni þeirra byggða sem hafa ekki afl til að etja kappi með ofursterkt vald fjármagnsins. Eða, eins og Einar Benediktsson orðaði það: „Vilji er allt sem þarf.“ Látum því Þingeyri verða talandi dæmi um hvernig við viljum lifa saman í réttlátu þjóðfélagi sem stendur saman þegar á reynir.

Ég ætla að ljúka þessu með blaði sem ég hef geymt, því miður fann ég ekki bls. 1 af tveimur, en sú seinni er svona:

Gerum uppreisn gegn þessu kerfi og ólýðræði sem viðgengst í sjávarútvegsmálum Íslendinga.

Ef kjörnir þingmenn setja ólög sem bitna á þjóðarheildinni og lýðræðinu eru þeir ekki lengur þingmenn fólksins í landinu.  Þá eigum vð að bregðast við sem frjásir menn en ekki þrælar.

Smábátasjómenn, róið og fiskið.  Það er ykkar réttur þó svo að ráðstj´ronin, sem settist hér að þegar Sovétríkin hrundu, setji á ykkur kvótaólög.  Þið megið altént veiða þann afla sem ég á lögbundinn í stjórnarskrá.  Þann afla harðbanna ég sjálfskipuðum kvótasægreifum að nýta.  Látum ekki eftirfarandi lengur yfir okkur ganga.   

(Það sama segi ég, ég harðbanna að sá kvóti sem mér er í lögum úthlutað sé nýttur af sækvótagreifum).

Svo er hér eitt kvæði sem fjallar um kvótakerfið:

Í heimi hörðum

haustar að,

fólk í fjörðum

finnur það.

Hafsins hetjur

halda á mið,

aflann étur

auðvaldið.

 

Bjargir brenna,

blekkt er þjóð,

rentur renna

í ríkra sjóð.

Þjóðin þrælar,

þögul, þreytt.

Harðir hælar

hlífa ei neitt.

 

Fátækt fer um fold og mar,

sultur sér um sálirnar,

Fæðu er fegnast

fólkið þreytt,

örbirgð eignast

aldrei neitt.  

 

405936_206724336080341_848349422_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þetta er Húni, dæmi um bát sem hefur verið sviptur veiðirétt, en hefur fengið nýtt hlutverk á listasviðinu.  Gott í sjálfu sér, en hvorki fæðir né klæðir fólkið í dreyfbýlinu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband