5.4.2014 | 12:14
Hafur, huðna, kiðlingur. Ær, hrútur, lömb?
Bara svona held að kind og geit séu frekar takmarkaðar upplýsingar um þetta, hélt reyndar að það væri aðeins hægt með huðnu og hrúti, eða ær og hafri. Og þá er spurningin hvort var það?
Kind og geit eignuðust afkvæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Satt segirðu. Ég var undrandi á fréttinni og hélt satt að segja, að þetta væri nú ekki góð blanda, og veit ekki, hvernig þetta kemur út. Finnst þetta líka óskapleg vitleysa. Nú þurfa írskir orðabókarmenn að setjast niður og reyna að finna nafn á þetta. Á meðan verður afkvæmið nafnlaust, held ég, enda veit ég ekki, hvað væri best að kalla þetta. Ég get ekki sagt annað, en ekki sé öll vitleysan eins.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 12:29
Kiðlamb ef til vill.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2014 kl. 12:35
Þetta er ekkert ótrúlegra en það að hestur og asni, sem eru mismunandi dýrategundir, geta eignast afkvæmi, sem eru múlasnar eða múldýr. Reglan er samt sú, að afkvæmi tveggja tegunda verður ófrjósamt, svo að þetta kiðlamb myndi sennilega aldrei geta eignast sín eigin afkvæmi, þótt það fengi að lifa til kynþroskaaldurs.
Pétur D. (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 12:56
Ásthildur, ef þú lest greinina í Irish Farmers Journal, sem vísað er í í fréttinni, þá sést að þetta var ær og það sést líka á myndskeiðinu. Í írsku fréttinni fyrirkemur líka orðið "hogget" sem ég hef ekki séð áður, en mun vera veturgömul ær ("a live domestic sheep between one and two years of age"), sem er sama og gemsa á íslenzku. Svo að nú vitum við að þetta var ung kind, sennilega var þetta frumburður og faðirinn var óþekktur geithafur, en síðan verðum við að bíða eftir niðurstöðum dna-rannsóknar áður en faðirinn er fundinn og dæmdur til að gangast við afkvæminu. Því að ekki er víst, að kindin sjálf geti bent á hann, sennilega var hún upptekin við grasát meðan lambið kom undir.
-
Varðandi fyrri athugasemd mína, þá er ég ekki viss um hvort svona tegundablönduð afkvæmi verði ófrjó eða hvort afkvæmi þeirra sjálfra fæðist andvana. En Arnar Pálsson erfðafræðingur veit allt um þetta.
Pétur D. (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 13:22
Takk Pétur, þetta svarar spurningunni. Ég held að svona dýr séu ófrjó, allavega múldýr og múlasnar. En við fáum örugglega að fylgjast með þessu dýri áfram, svo er spurningin hvort kynið afkvæmið er.
Ætli hún hafi verið í geitarhúsi að leita ullar.... :)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2014 kl. 13:37
Það hafa sem sagt verið ær og geithafur sem áttu saman afkvæmi. Það er erfitt að sjá í fréttinni hvort kynið var af hvorri tegund. Vissulega hefði það verið nokkuð kindarlegt ef ær og huðna hefðu átt saman afkvæmi, eða hrútur og hafur. Það hefði vissulega verið stórfrétt.
Gunnar Heiðarsson, 5.4.2014 kl. 16:16
Gunnar, þeir/þær gætu ættleitt lamb eða kið (eða eitthvað annað). Þessi húsdýr verða að fylgja með tímanum eins og allir aðrir. :)
Pétur D. (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 17:29
Jamm,þetta er í besta falli kindarleg uppákoma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2014 kl. 18:11
Ég er ekki vitlausari en svo, að ég sé á myndbandinu að móðirin er ær, svo að faðirinn er tvímælalaust geithafur. Svo heyrist bóndinn tala um ungviðið í karlkyni, svo að það má ljóst vera. Einnig kemur fram í fréttinni að „vinnuheitið" er geep. Það var yfirfært á íslensku sem gind, sem er afleitt orð. En fréttin er bara skemmtileg og uppákoman kindarleg, eins og Ásthildur segir :=)
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 5.4.2014 kl. 21:55
Gind! haha takk fyrir þessar upplýsingar Anna. Ef til vill væri betra að tala um Keit.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2014 kl. 11:30
Ég var líka að velta Keit fyrir mér, en fannst það frekar líkt keitu, sem er afar ófrítt orð fyrir lítið blandað dýrabarn. Hvað um: kið og lamb = kimb.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 10.4.2014 kl. 00:40
Kimb já það er betra, fallegra orð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2014 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.