3.3.2007 | 10:27
Pælingar um pólitík.
Ég hef verið að spá í pólitíkina núna undanfarið Og ætla um að setja þær hugsanir á blað. Vona að mér fyrirgefist það.
Ég er næstum viss um að núverandi ríkisstjórn fellur í vor. Það sé á og heyri í kring um mig, óánægja allstaðar og þreyta meðal ráðamanna og áhugaleysi þeirra að að leysa málin.
Ég held líka að hvorki Vinstri grænir eða Samfylking fari í samstarf með öðrum hvorum stjórnarflokknum. Þeir vita sem er að þeir yrðu einungis önnur hækja og ég veit um marga sem myndu ganga út úr þessum flokkum ef þeir tækju þátt í þeim dansi.
Ég hygg að þeir muni láta reyna á samstarf stjórnarandstöðunnar núverandi. Og til þess að svo megi verða, verður Frjálslyndi flokkurinn að koma þar að málum.
Vinstri grænir eru á blússandi siglingu og er það bara hið besta mál. Ég hef samt ekki trú á að þeir haldi þessum miklu yfirburðum fram að kjördegi. Ég byggi það á tvennu.
Á landsfundi þeirra eru aðallega tvö mál sem standa upp úr í umræðunni. Eflaust hafa þar verið mörg góð mál og brýn. En sum sé það sem stendur uppúr og almenningur þekkir eru Netlöggan og lög um jafnan aðgang karla og kvenna til landsmálum.
Netlögga er eitthvað sem ég held að íslenskur almenningur kaupi ekki. Við erum svoddan anarkistar í eðli okkar að ég er andi hrædd um að menn vilji ekki að einhver augu séu að krúkka í þeirra málum til að leita að klámi.
Hvað varðar hitt atriðið eða feminisman, þá man ég að Steingrímur var einn af þeim fyrstu til að taka sér fæðingarorlof sem var mjög flott og kúl. En svo kom bókin hennar Margrétar Frímanns, og þó ég hafi ekki lesið bókina, þá hefur því verið rækilega komið til skila að í þeirra samskiptum var sá sami Steingrímur hið mesta karlrembusvín, sorrý Steingrímur minn.
Og svo er hitt að í kring um hann eru einmitt konurnar sem hvað hæst létu í múgæsingunni um daginn með klámframleiðendur sem vildu koma hingað í skemmtireisu. Þar var farið með þvílíku offorsi að það hálfa væri nóg, og það held ég að unnist hafi orusta en stríðinu tapað. Það á reyndar eftir að koma í ljós þegar lengra líður og æsingurinn sjatlast niður. Ég veit bara að mín tilfinnig er þessi.
Ég sé því fyrir mér að þeir missi töluvert af þessu meinta fylgi en fái samt góða kosningu sem betur fer.
Samfylkinginn gæti náð að stækka enn meira, ef þeir bara fara að fylkja sér um formanns sinn. Mér finnst Ingibjörg Sólrún vel frambærileg kona og fylgin sér í sínum málflutningi, hins vegar hafa ummæli hennar oft verið slitin úr samhengi og snúið út úr. Hún hefur sýnt að hún er sterkur karakter og heldur sínu striki. Sem konur mættu taka til greina þ.e.a.s. samfylkingarkonur sem sagt er að hafi farið yfir á Vinstri græna. Ég ætla líka að minna ykkur á það að í valdatíð Ingibjargar sem borgarstjóri var mjög fljólega komið á gott jafnvægi milli karla og kvenna í borginni. Þar voru enginn boð og bönn, heldur skipulega ráðnar í embætti sterkar konur sem stóðu sig fyllilega í samkeppni um störf. Nokkuð sem ekki gerist allstaðar. Hvernig er staðan núna þar til dæmis ?
En það er með Ingibjörgu Sólrúnu eins og svo margar aðrar konur að þær þurfa að standa sig 110% til að vera viðurkenndar, og mér finnst þessi togstreita vera af þeim toga. Menn fyrirgefa körlum ýmislegt en ekki konum. Og þess vegna gera þær ofurkröfur á sjálfar sig. Og þora of ekki að standa í forsvari, af því að þær treysta sér ekki til þess. Á þessu þarf að taka, en ekki með lagasetningum, heldur áróðri og uppfræðslu.
Samfylkinginn á því góða möguleika á góðri kosningu ef þeir koma vel og sameinaðir út úr landsfundi.
Frjálslyndi flokkurinn er minnstur þessara flokka en ekki þýðingarminnstur. Aðalmálefni flokksins eru sjávarútvegsmálin og innflytjendamálin í jákvæðri og góðri meiningu.
Forystumenn hafa alltaf verið sjálfum sér samkvæmir í málflutningi sínum um sjávarútvegsmál. Þeir hafa farið mikið um landið og rætt við fólkið í byggðum landsins. Þannig heyrðu þeir líka um áhyggjur fólks af innflytjendum sem atvinnurekendur og vinnuleigur voru að flytja inn. Fólk sem kom hér til að vinna og var á strípuðum töxtum, seinna hefur svo komið í ljós að oft er aðbúnaður til algjörrar skammar og réttindi fyrir borð borin. Það er því þörf á að skoða þessi mál vel og hvað hægt er að gera í stöðunni. Til að allir geti haft mannsæmandi aðbúnað og laun.
Mínir menn eru líka með góðar lausnir á fiskveiðistjórnuninni. Sem ég er viss um að muni reisa minni sveitarfélögin út úr fátæktargildrunni og ánauðinni. Og sterk landsbyggð gerir sterkari höfuðborg..
Þar með er Kaffibandalagið það besta sem þjóðin gæti fengið yfir sig í dag. Ég er bara hrifin af því að Ingibjörg Sólrún verði fyrsti kvenforsætisráðherra okkar. Og vel treysti ég Steingrími J. Steingrímssyni til að vera skeleggur utanríkisráðherra. Og við munum að sjálfsögðu vilja fá Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið.
Þetta yrði góð velferðarstjórn, og það er alveg öruggt að við yrðum ekki látin taka þátt í innrásum né stríðsbrölti neinstaðar í heiminum.
Það er margt sem þessir þrír flokkar hafa sameiginlegt. Til dæmis velferðarmálin og aðbúnaður þeirra sem minna mega sín. Og mér sýnist umhverfismálin myndu verða í góðum höndum. Þar yrði þessu virkjanabrjálæði hætt. Og einkavinavæðinginn stöðvuð. Sumir eru hræddir við efnahagsstjórn vinstrimanna. En það er bara gömul mýta og áróðursbragð. Og reyndar er skuldasöfnun og óráðsía núverandi stórnar skelfileg.
Þetta getur verið óskhyggja hjá mér. En mikið lifandi skelfing vildi ég sjá þetta gerast í vor. Það er einfaldlega kominn tími á breytingar, og komin tími til að breyta um áhöfn á skipinu. Þá munu ferskir vindar blása. Og margt breytast þjóðinni til heilla það er ég viss um.
En til þess að þetta megi gerast, þá þurfum við öll sem eitt í stjórnarandstöðu að fara að tala einum rómi. Standa saman og sýna það svart á hvítu að við getum starfað saman, sýna svo ekki verði um villst að þetta sé valkostur.
Gefa fólkinu í landinu skýran valkost. Nýtt velferðar og velfarnaðarvor okkur öllum landsmönnum til heilla.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bros kemur í góðar þarfir svona snemma á laugardagsmorgni mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2007 kl. 11:04
Fyllilega rétt að setja hugsanir sínar um þessi málefni niður á blað. Þær eru ekki réttminni en aðrar slíkar. Svo er þetta eins og gengur og gerist, að fólk getur verið sammála og ósammála.
Ragnar Bjarnason, 3.3.2007 kl. 13:38
Já það er alltaf skemmtilegra að rökræða við þá sem eru manni ósammála. Þ.e.a.s. ef það er gert á málefnalegan og fordómalausan hátt. Þá líka opnast frekar víðsýni manns og maður sér víðara yfir svæðið. Það er öllum til góðs.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2007 kl. 14:43
Sammála Ragnari. Málefnaleg umræða getur aldrei verið til annars en góðs. Mikið yrði ég glöð þegar sá dagur rennur upp að við tölum um stjórnmálamenn en kyngreinum ekki...(konur eru líka menn )Það hlýtur alltaf að vera einstaklingurinn sem skiptir máli, ekki kyn, trú eða kynþáttur
Katrín, 3.3.2007 kl. 14:57
Eða þegar stjórnmálamenn og allt fólk sest niður og finnur lausnir í sameiningu sem eru góðar fyrir alla. Ekki bara fyrir flokkinn. Hlustar með athygli á hugmyndir hvers annars og er tilbúið að yfirgefa sínar eigin þegar þeir fyrirhitta eitthvað sem þjónar öllum betur. Að þetta sé ekki endalaus hanaslagur..og barist skal svo lengi meðan blóð rennur.
Hlusta, skilja, vaka, vilja, og gera sitt besta fyrir okkur öll.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.