24.3.2014 | 12:51
Bókahátíð á Flateyri.
Ég fór á bókahátíð á Flateyri síðast liðið laugardagskvöld. Ég fór nú aðallega að hitta gamlan vin minn, sem var það að lesa upp Bjarka Karlsson.
Þetta var frábær skemmtun og margir skemmtilegir upplesarar að lesa ljóðin sín.
Hörður Steingrímsson var fyrstur hann var svona frekar þunglyndislegur ungur maður, en fór ágætlega með ljóðin sín.
Nærstur kom svo Bjarki Karlsson, með sína verðlaunaljóðabók, hann tók nokkrar skemmtilegar útgáfur á afi minn fór á honum rauð, og gerði sér upp hvernig helstu skált landsins hefðu ort þetta ljóð, vakti það mikla kátínu gesta og var mikið hlegið. Bjarki fór vel með ljóðin sín og er frábær skemmtikraftur.
Þá kom Björn E. Hafberg, og flutti nokkur ljóð sem hann hafði samið fyrir 30 árum eða svo, og upp úr ljóðabók sem hann og vinir hans höfðu safnað þegar hann var ungur, hann útilokaði ekkert að hann myndi byrja aftur að setja í ljóð aftur.
+
Bjarni Bernhafður Björnsson kom þvínæst. Bjarni byrjaði á því að lýsa því yfir að hann hefði verið þorpsfíflið i sinni sveit. Hann las upp nokkur skemmtileg ljóð, hann lýsti því svo yfir í lokaljóði eða yfirlýsingu að hann væri hættur að yrkja, en ætlaði að einbeita sér að málaralistinni.
Og ég fór að hugsa hver er munurinn á kóngnum og fíflinu, báðir skrautlegir.
Næst kom svo Björk Þorgrímsdóttir. Algjörlega frábær upplesari og skemmtilegur penni.
Lokaljóðið hennar situr enn í mér, en það kallar hún Svona kona. Gaman að sjá svona ungt hæfileikaríkt ljóðskáld.
Verð ég svona kona. Frábær.
Eiríkur Örn Norðdal sló svo botninn í upplesturinn, tíminn hafði hlaupið frá okkur og sú sem var síðust á dagskránni komst ekki að Kristín Eiríksdóttir. En Eiríkur var svo sannarlega hressandi og kjarnyrtur.
Hann hafði lofað að senda mér myndir, Eiríkur??? Ég horfði á eldri dömur vinkonur mínar sem sátu á móti mér við borðið, það var alveg kostulegt að sjá svipinn á þeim, þegar mest gekk á í upplestrinum. Þær misstu alveg andlitið á köflum.
Það var alveg þess virði að skella sér á Flateyri á bókahátíð, skemmtileg nýbreytni og ég óska þeim sem að þessu stóðu til hamingju með framtakið. Eyþór Jóvinsson stóð að mestu að baki þessu, en svona er ekki hægt nema að hafa gott fólk -með sér.
Til hamingju kæru flateyringar með þessa glæsilegu Bókahátíð og kærar þakkir fyrir mig. Hlakka til að koma aftur að ári.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
P.S. fékk þessar myndir "lánaðar" frá auglýsingunni um hátíðina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2014 kl. 13:00
Æðislega flott myndin af versluninni í vetrarskrúða. Sem gamalreyndur grafískur hönnuður þykist ég þekkja að merking verslunarinnar sé meira en hálfrar aldar gömul. Það er skemmtilegur sjarmi yfir svona uppsetningu. Er þessi verslun á Flateyri?
Jens Guð, 24.3.2014 kl. 21:51
Já minn kæri, og bækur eru seldar eftir vigt. Svo sannarlega skemmtileg heim að sækja eins og þú munt komast að þegar þú kemur í heimsókn í sumar, og gistir í kúlunni og skoðar lífið hér í heild sinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2014 kl. 01:03
Takk kærlega fyrir komuna og góð orð Ásthildur.
Jens, skiltið er rétt tæplega 100 ára gamalt.
EJ :)
Eyþór Jóvinsson (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 16:49
Eyþór þetta var virkilega skemmtilegt kvöld og nú er ég með fleiri myndir sem ég mun setja inn fljótlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2014 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.