Hlutleysi RUV og nokkrar myndir.

Svona aš gamni, ég var aš hlusta į vikulokin sem er aš mörgu leyti įgętis žįttur um dęgurmįlin, Hallgrķmur THorsteinsson stżrir honum.

Og af žvķ aš veriš var aš męla hlutdręgni fjölmišla, žį fannst mér endinn į spjallinu sem var viš Rögnu Įrnadóttur, Birgi Įrmansson og Jón Traysta Reynisson, vera ansi sérkennilegur.  

Undir blįlokin kemur umręšan aš ESB umręšunni og žjóšaratkvęšagreišslunni, Hallgrķmur spilar bśt śr žingręšu Birgis.  Sem žarf svo aš śtskżra aš žarna er hann aš svara įkvešinni fyrirspurn en ekki aš ręša mįliš frį eigin brjósti.  Žaš er svo dįlķtil umręša um žetta en svo ķ blįlokin, grķpur stjórnandinn frammķ og spyr Jón Trausta um mįliš og hann fęr aš loka umręšunni um kosningasvik rķkisstjórnarinnar, og žįtturinn bśinn.

Žarna er greinilega veriš aš koma skilabošum į framfęri.  Žegar veriš er aš kanna hlutdręgni/hlutleysi fjölmišla, žį er bara ekki hęgt aš fletta upp ķ svona aškomu aš mįlinu.  

Žetta hefur marg oft gerst lengi, til dęmis ķ Speglinum žar sem Sigrśn Davķšsdóttir hefur fengiš ansi lausan taum, og fleiri dęmi.  Žaš er bara svo erfitt aš benda į žetta, nema mašur grķpi žaš um leiš.  

Eša finnst ykkur žetta vera ķ lagi ķ śtvarpi "allra landamanna" og śtvarpi "žjóšarinnar"

 Hér er hęgt aš hlusta og žetta er ķ blįlokin: 

http://ruv.is/sarpurinn/vikulokin/22032014-0

Žaš er einmitt svona sem gerir aš verkum aš ég er aš mestu hętt aš hlusta į fréttir į RUV almennt.  Žaš var eiginlega tilviljun aš ég heyrši žetta.  

Vonandi nęr nżr śtvarpsstjóri aš breyta žessu žannig aš hlutleysi og sanngirni sé gętt ķ hvķvetna hjį žessari annars įgętu stofnun.

Ég ętla aš setja inn myndir sem ég var aš taka, eftir óvešriš ķ gęr og fyrradag.

IMG_4742

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dįsamlegt aš fį sólina eftir žetta dimma vešur.

IMG_4741

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjį mį hefur snjóaš töluvert.

IMG_4740

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nś žarf ég aš setja į mig snjóžrśgurnar og arka upp ķ gróšurhśs til aš sinna plöntunum mķnum, og ķ kvöld ętla ég į bókamessu į Flateyri til aš hitta góšan vin minn Bjarka Karlsson, sem ętlar aš lesa upp śr frįbęrri ljóšabók sinni.  

Eigiš góšan dag elskurnar. Heart 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svipaš var um daginn, žį var spilaš af žingi ķ śtvarpi, umsögn utanrķkismįlarįšherra um forsetann.  Žetta hljómaši eins og Gunnar Bragi vęri aš tala frį eigin brjósti um aš forsetinn ętti ekki aš reka eigin utanrķkismįlastefnu.  Ķ sjónvarpsfréttum kom svo fréttin öll og žį sįst aš Gunnar B. var aš svara fyrirspurn frį Gušmundi Steingrķmssyni.

                   Varšandi žįttinn vikulokinn žį var ķ sķšasta žętti (eša žarsķšasta) rętti viš 3 stušningsmenn ašildar.  Žetta eru smįatriši sem mašur hefur hnotiš um nżlega. Mér fer eins og žér aš ég er hęttur aš treysta rķkisśtvarpinu.     Gagnrżnin umręša er svo varla finnanleg į žeim bę.  Žaš er alveg lķšilegt aš smįstöšin Śtvarp Saga skuli mala rķkisśtvarpiš ķ upplżsandi og gagnrżnni umręšu um helstu stórmįlin sem eru į baugi hverju sinni. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skrįš) 22.3.2014 kl. 16:04

2 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Jį žaš er örugglega hęgt aš nefna mörg svona dęmi um lśmskan įróšur sem erfitt er aš henda reišur į. Vonandi breytist žetta meš nżjum Śtvarpsstjóra.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 22.3.2014 kl. 16:38

3 identicon

Įttu ekki viš "nżjum dagskrįrstjóra og fréttastjóra" ? Žaš er bśiš aš rįša nżjan śtvarpsstjóra.

Pétur D. (IP-tala skrįš) 22.3.2014 kl. 17:14

4 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Nei eiginlega meinti ég hinn nżja Śtvarpsstjóra, en aušvitaš skiptir lķka mįli aš vel takist til meš nżjan dagskrįrstjóra og fréttastjóra, allir žurfa aš starfa vel saman og hafa sannleikann aš vopni og hlutleysiš.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 22.3.2014 kl. 18:15

5 Smįmynd: Gunnar Heišarsson

Sęl Įsthidur og takk fyrir skemmtilegar myndir.

Varšandi žį könnun sem fréttastjóri ruv (vonandi frįfarandi) felur sig bakviš, er lķklegt aš sś könnun hafi einungis veriš geršar um sjįlfar fréttir fréttastofunnar og lķklegt aš einungis fyrirsagnir lįtnar rįša vali į žvķ hvort fréttin var jįkvęš eša neikvęš ESB.

Sjįlfur bż ég viš žaš ķ minni vinnu aš heyra einungis śtsendingar ruv2 og žar sem ég vinn vaktavinnu žarf ég aš lįta mér linda aš hlusta į hvern einasta žįtt žeirrar stöšvar. Žęr fréttir sem fluttar eru ķ sjįlfum fréttatķmunum eru ķ flestum tilfellum nokkuš sakleysislegar, žó oft megi finna žar tślkun sem kannski ekki stenst frekari skošun. En vel mį vera aš hęgt sé aš gera könnun um aš ekki halli žar į annan vęnginn.

Žaš eru aftur hinir żmsu "fréttaskżringažęttir" žar sem trśveršugleikinn er enginn. Žar er markvisst unniš aš įróšri fyrir ESB ašild og gegn įkvešnum stjórnmįlaöflum. Žś nefnir pistla Sigrśnar Davķšsdóttur ķ žķnum skrifum. Žeir eru ófįir pistlarnir sem hśn sendir frį "London", hvar sem hśn er stödd ķ heiminum. Žaš er gegnumgangandi aš žessir pistlar hennar eru allir į einn veg, gagnrżni į öll žau stjórnmįlaöfl sem andvķg eru ESB, hvort sem žaš er hér į landi eša erlendis. Žį mį nefna gamla Silfriš hanns Egils, sem betur fer er hętt aš framleiša. Fleiri žętti mį nefna sem beinlķnis eru nżttir ķ trśboši ESB.

Morgunśtvarpiš, sķšdegisśtvarpiš og spegillinn eru žęttir žar sem aldrei eru kallašir til višręšna andstęšingar ESB ašildar, nema žeim męti žį fulltrśar ašildarsinna. Hins vegar fį ašildarsinnar veglegann tķma ķ žessum žįttum til einręšu. Daglega fį ašildarsinnar aš halda sķna įróšurspistla ķ žessum žįttum.

Žaš er vonandi aš hinum unga śtvarpsstjóra takist žaš ętlunnarverk sitt aš gera śtvarp allra landsmanna aš śtvarpi ALLRA landsmanna. En til žess žarf hann sennilega aš sżna meiri festu en hann nokkurntķmann įšur hefur žurft aš gera. Fyrri verk žessa manns gefa honum gott orš, žar sem honum tóklst aš vinna tvö leikfélög upp śr eymd til velsęldar.

Aušvitaš munu vinstriöflin verša erfiš, enda sjį žau žarna fram į aš tapa valdi sķnu yfir öšrum af stęšstu fjölmišlum landsins. Aš alsherjarvaldinu į žessu sviši verši hnekkt. Žarna mun verša hart rįšist gegn žessum unga manni og hann sakašur um pólitķska undanlįtsemi. Sś umręša er žegar hafin.

Žaš mį kannski segja aš žaš sé einskonar pólitķsk afskipti aš afnema yfirrįš eins stjórnmįlaflokks yfir fréttaflutningi rķkisrekinar śtvarpsstöšvar, svona śt frį sjónarhóli žeirra sem žeim flokk fylgja. En frį sjónarhóli allra annara kallast slķkt tiltekt.

Markmiš hins nżja śtvarpsstjóra er einungis eitt, aš efla žessa stofnun. Hann gerir sér fulla grein fyrir žvķ aš til aš svo megi verša veršur aš slķta ÖLL pólitķsk tengsl, aš koma žeim frį völdum innan stofnunnarinnar sem eru įsakašir fyrir slķk tengsl. Hann žarf engar sannanir, oršrómur er nęgur til aš standa ķ vegi žess aš hęgt sé aš efla stofnunina. 

Honum vęri aušvelt aš tķna til sannanir um halla į starfsemi fréttastofu og tengsl viš įkvešinn stjórnmįlaflokk, en ég treysti žvķ aš hann sé svo skynsamur aš fara ekki žį leiš, heldur halda įfram į sinni braut. Honum ber engin skylda til aš rökstišja sķnar geršir į annan hįtt en aš hann sé aš efla stofnunina. Aš allt sem hann gerir sé gert ķ žeim tilgangi.

Žaš veršur svo hęgt aš dęma hann af įrangrinum, žegar hann kemur fram. Žį mį skoša hvort allir njóti sannmęlis ķ sķnum višskiptum viš stofnunina.

Gunnar Heišarsson, 22.3.2014 kl. 20:40

6 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Takk fyrir žinn pistil Gunnar, ég er alveg sammįla žér aš žaš er algjör slagsķša til samfylkingarinnar į RUV ķ dag, žess vegna var žaš alveg hįrrétt hjį honum aš segja žeim upp. Viš veršum svo aš fylgjast meš hvernig tekst til. Lżst vel į žetta, ef honum veršur ekki svelt upp śr samfylkingar tjöru og fišri, eins og žś segir žaš er žegar byrjašur söngurinn.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 23.3.2014 kl. 01:05

7 identicon

 Žakka žér góšan pistil og fallegar myndir. Ég segi žaš sama og žś. Ég var farin aš hugsa: Guši sé lof, einn žįttur įn žess aš ESB sé ašalumręšuefni žįttarins. Loksins laus viš žaš. - En nei, nįttśrulega žurfti eitthvaš varšandi žetta eilķfšarmįl aš koma ķ blįendann. Žį spyr ég, hvort žetta verši svona žaš sem eftir er, eša hvort Magnśsi tekst aš losa okkur alveg viš žetta ESB-rugl śr fréttatķmum og umręšužįttum. Viš skulum vona, aš honum takist žaš, og nżr fréttastjóri komi meš nżjar įherslur. Sį fréttastjóri veršur samt helst aš vera utan śr bę og NEI-sinni, en ekki einn af innanhśsslišinu. Ég var annars aš hugsa til žess vegna umręšunnar um kratana og kommana ķ śtvarpinu, aš žetta er nś engin nżlunda, aš slķkt fólk sé žarna innanbśšar į žeim bęnum, žvķ aš Pétur Pétursson var krati, Jón Mśli, Stefįn Jónsson(žingmašur Abl.) og Margrét Indrišadóttir voru kommar, en žrįtt fyrir žaš tókst žeim aš višhalda hlutleysi Rķkisśtvarpsins og datt aldrei ķ hug aš misnota žaš ķ pólitķskum tilgangi, eins og žetta liš, sem nś er žarna innanbśšar, gerir. Ég skil žess vegna ekki, hvaš hefur breyst ķ žessum efnum, žegar hlutleysi śtvarpsins er svona žverbrotiš allt ķ einu, eins og ekkert sé sjįlfsagšara. Magnśs žarf greinilega aš hreinsa meira śt śr fréttastofunni heldur en aš henda Óšni śt. Furšulegt lķka, aš hann skuli hafa lesiš fréttina af eigin uppsögn. Žaš į ekki aš gerast.

 Žaš er annars gaman aš žessum myndum žķnum og vekur góšar minningar hjį mér, en ég var žarna į Ķsafirši ķ heimsókn hjį vinafólki mķnu, sem bżr skammt frį žér eša ķ Mištśninu, įriš 1996, og žį tók ég lķka margar myndir af fallegu landslaginu žarna. Aldrei aš vita nema ég komi žarna aftur.

Gušbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skrįš) 23.3.2014 kl. 10:56

8 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Takk fyrir innlitiš Gušbjörg og hlż orš. Gaman aš heyra aš žś hafir veriš hér. Jį ég er sammįla žér aš žaš veršur aš laga žessa slagsķšu į śtvarpi allra landsmanna. Man eftir Mślanum, Stefįni og Margréti, man aš afi gamli sem var sjįlfstęšismašur sagši alltaf " žeir vita hvar žeir eiga aš troša sér žessir vinstri menn" ég brosti oft aš žessu, en er žaš svo broslegt žegar fólk svķst enskis til aš koma bošskap sķnum į framfęri į kostnaš hlutleysis.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 23.3.2014 kl. 12:19

9 Smįmynd: Siguršur Žorsteinsson

Tek undir hvert orš. Žaš er alvega sama hvort ég er sammįla eša ósammįla viškomandi įróšri, faglegur mįlflutningur er žaš sem skiptir mįli. Žegar kemur aš samfylkingu eša VG, žį žykir ešlilegt aš žeirra liš fįi aš misnota fjölöšmišanna, ekki bara žį sem Jón Įsgeir į, heldur rķkisfjölmišlana lķka.

Siguršur Žorsteinsson, 23.3.2014 kl. 14:32

10 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Sammįla eins og svo oft įšur Siguršur minn. Žaš er óžolandi aš einhver "klķka" skuli hafa öll rįš ķ hendi sér um įróšur beinan eša óbeinan ķ rķkisfjölmišlum. Og sammįla, žaš er alveg sama hver ķ hlut į, jafn slęmt fyrir žvķ.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 23.3.2014 kl. 14:39

11 Smįmynd: Jón Valur Jensson

Fallegar myndirnar žķnar, Įsthildur!

Góšur lķka pistillinn.

En Hallgrķmur Thorsteinsson er nįttśrlega ESB-sinni fram ķ fingurgóma. Einhverjir mestu uppįhalds "įlitsgjafar hans" -- eilķfir augnakarlar ķ Vikulokunum rétt eins og Speglinum og sķšdegisžįttum Rįsar 2 og ķ fréttatķmum Rśvsins -- voru Baldur Žórhallsson (varažingmašur Samfylkingar) og Eirķkur Bergmann Einarsson. Bįšir höfšu žeir žó veriš styrkžegar ESB, Baldur upp į milljónir, en Eirķkur fyrst beinn starfsmašur ESB og sķšan óbeinn styrkžegi žess (Bifrastarnįmsleišin į hans vegum styrkt af evrópskri stofnun sem vinnur aš sameiningu Erópu og sjįlf er styrkt af fé Evrópusambandsins!).

Jį, hann kann aš velja višmęlendur og stżra umręšunum hann HTh.!

Er hann ekki bśinn aš "žjóna" nógu lngi žarna? Eša į žaš aš gefa honum rétt til aš hafa fram į lķfeyrisaldur įhrif į sannfęringu landsmanna? ab>Og į hann ekki aš žjóna lżšveldinu Ķslandi?

Jón Valur Jensson, 23.3.2014 kl. 16:42

12 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Takk Jón Valur, jį ég er sammįla žér meš žessa ESBsinna sem sjį ekki, eša žykjast ekki vita af įróšrinum sem žeir stunda. Eirķkur Bergmann er aš kenna um evróprétt į Bifröst, žar sem hann telur fólki trś um aš viš žurfum ekki aš óttast aš missa réttinn til veiša ķ okkar lögsögu, žvķ žar sé um aš réša veiširétt vegna sögu okkar ķ veišum. Žetta er einfaldlega alrangt og löngu sannaš. En hvar ķ heiminum fęr svona mašur aš kenna žessi fölsku fręši óįreittur, og žaš į mešan veriš er aš banna kristilegan bošskap ķ skólum? Ekki aš ég sé aš andmęla žvķ per se, heldur žaš viršist ekki vera sama hvaš og hverjir eiga ķ hlut.

Og versta er aš žessir menn eru kallaši inn til rįšgjafar sem ÓHĮŠIR AŠILAR.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 23.3.2014 kl. 17:22

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Įsthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frį upphafi: 2022157

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband