Útvarp þjóðarinnar/útvarp allra landsmanna.

Sá gamlan mogga í dag og þar frétt um nýja útvarpsstjórann.  Og mér lýst vel á hann, þar segir: 

Jafnrétti gagnvart starfsfólki og vinmælendum RÚV.

"Rúv á að vera mannúðleg stofnun þar sem jafnrétti er í hávegum haft, það á að ríkja gagnvart starfsfólki, viðmælendum í þáttum og umfjöllunarefnum.  Við eigum að stefna að jafnri stöðu kynjanna og landsmanna út frá búsetu.  Ég vil efla starfsemi á RÚV á landsbyggðinni" Segir Magnús Geir Þórðarson, nýr útvarpsstjóri, m.a. í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Magnús Geir kemur til starfa í Efstaleiti eftir helgina, en hann hefur sem kunnugt er verið leikhússtjóri Borgarleikhússins síðustu misseri.  Hann segir að eitt af helstu áhersluatriðum sínum í starfi útsvapsstjóra verði "að opna samtalið um Ríkisútvarpið, inn á við og út á við.  Ég vil að RUV hvetji til umræðu og skoðanaskipta, að starfsfólk hlusti á þjóðina og þannig hafi eigendur meira um starfsemina að segja.  Ég vona að þetta leiði til aukinnar sáttar um Ríkisútvarpið og meiri uppbyggilegrar umræðu."

 

Mér lýst vel á þessi orð, og mun gefa þessum ágæta manni mitt tækifæri til að sanna sig.  Með því að hugsa til landsbyggðarinnar, vona ég að landshlutaútvörpin verði tekin  upp aftur, þau voru hluti af landsmenningunni og ekkert getur komið í stað þeirra.  Ég held meira að segja að það sé lítið mál að endurreisa þau og koma í gang.  Ég sakna til dæmis afar mikið RUVVEST.  

Vissulega má segja að þessi orð hans þýði að hann hefur fylgst með og séð að það er eitthvað að hjá RUV, sem þarf að lagfæra,  þar má segja til dæmis einelti á vinnustað, hlutdrægar fréttir, að minnsta kosti í hugum margra.  

Ef til vill get ég aftur farið að hlusta á fréttir á útvarpi og sjónvarpi, og kastljósið, án þess að vera svellandi af reiði yfir hvernig málin eru tekin fyrir og oft snúið á haus að mínu mati.  

bffd050279-380x230_o

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég óska þessum unga manni góðs gengis, og vona að útvarpið geti verið sá miðill sem við viljum hafa og treystum.  Verð að segja að það eru margir þættir þarna sem ég hlusta á og fylgist með, en það eru aðallega dægurþættir eins og Virkir morgnar, síðdegisútvarpið, þegar þeir sleppa pólitíkinni og fleiri slíkir.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hér undir góðar óskir þínar til nýs útvarpsstjóra, Ásthildur. :)

Sannarlega er það gott hjá Magnúsi Geir að vilja hafa "jafnrétti í hávegum ... gagnvart starfsfólki, viðmælendum í þáttum og umfjöllunarefnum. Við eigum að stefna að jafnri stöðu kynjanna og landsmanna út frá búsetu," segir hann, og ég hjó sérstaklega eftir þessu fyrirheiti hans: "að opna samtalið um Ríkisútvarpið, inn á við og út á við. Ég vil að RUV hvetji til umræðu og skoðanaskipta, að starfsfólk hlusti á þjóðina og þannig hafi eigendur meira um starfsemina að segja. Ég vona að þetta leiði til aukinnar sáttar um Ríkisútvarpið og meiri uppbyggilegrar umræðu."

Allt veit þetta á gott, í stað þess að Ríkisútvarpið haldi áfram að vera hálf-lokað inn í sig, jafnvel sem sjálfstýriapparat, eins og ég hef oft kallað það, og of hallt undir Samfylkingu, VG Icesave-greiðslumálsvara, Gnarrista, 101-viðhorf og ESB-innlimunarstefnuna. Þar hefur í seinni tíð sjaldan verið opnað á neinar verulegar umræður almennings á útvarpsrásunum tveimur. Vonandi verður nú bót á í þessum anda hins nýja útvarpsstjóra.

Jón Valur Jensson, 20.3.2014 kl. 09:41

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... VG, Icesave-greiðslumálsvara,

(tvö atriði, ekki eitt)

Jón Valur Jensson, 20.3.2014 kl. 09:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Jón Valur, þetta lofar allt góðu. Og einnig byrjunin sýnir að honum er alvara með því að segja upp öllum sviðsstjórum og ætlar einnig að skipta upp aftur rás eitt og tvö, sem eiga enga samleið að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2014 kl. 11:41

4 identicon

Mér líst líka vel á Magnús og vona, að hann geti gert þetta að þeirri góðu stofnun, sem Ríkisútvarpið var á árum áður og á að vera. Það er líka rétt hjá honum, að það þarf að skipta um húsnæði. Þessi höll þarna inní Efstaleiti er alltof stór gámur og hentar illa fyrir starfsemina. Björn Bjarnason hefur talað um, að það henti frekar lögreglunni en útvarpinu. Vera má, að það sé rétt. Það gæti líka verið rétt, sem ég hef heyrt sagt, að lögreglustöðin við Hlemm myndi henta útvarpinu nokkuð vel. Ég vona bara, að áætlanir Magnúsar gangi upp og skili árangri, og honum gangi vel í starfi. Ég treysti honum vel til þess, enda gekk honum vel í Borgarleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar, svo að það er engin ástæða til að ætla annað en að hann muni standa sig með ágætum þarna líka og rífa þetta upp úr doðanum, sem það hefur verið í.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 13:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég tek undir það að vonandi tekst honum að koma útvarpi allra landsmanna upp úr doðanum. Og þar er örugglega hægt að nýta peningana betur sem nú fara í þetta óhagkæma hús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2014 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband