18.3.2014 | 11:05
Upphaf umsóknar inn í ESB.
Hér er ályktun alþingis um ESB umsóknina. Þar segir:
Tillaga til þingsályktunar
um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. (Lögð fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.)
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.(leturbreyting mín)
Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.
Tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að sambandinu þegar hann liggur fyrir.
Umsókn að ESB jafngildir þannig ekki aðild enda er það íslensku þjóðarinnar að komast að endanlegri niðurstöðu hvað hana varðar. Jafnframt verði lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál sem ríkisstjórn eða Alþingi ákveða að leggja fyrir þjóðina.
Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, svo sem sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjaldmiðilsmála, og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna.
Skoðað verður hvort unnt sé að ná fram samstarfi í gjaldmiðilsmálum samhliða viðræðum um hugsanlega aðild til að styðja við gengi krónunnar.
Áhersla er lögð á opið og gagnsætt ferli og reglubundna upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila.
Fagleg viðræðunefnd við ESB verður skipuð af ríkisstjórn Íslands. Henni til fulltingis verður breiður samráðshópur fulltrúa hagsmunaaðila sem nefndin leitar ráðgjafar hjá, og upplýsir jafnóðum um framvindu viðræðna.
Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðugleika, sjálfbæra þróun, réttlæti og velmegun um allan heim.
Málsaðilar áskilja sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda eru settir margvíslegir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið.
Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:
* Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.
* Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
* Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.
* Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.
* Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
* Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt. Stefnt er að því að Alþingi setji á fót sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB.
Svo mörg voru þau orð. Hér kemur það fram að "loknum viðræðum við sambandið, verði haldinn þjóðaratkvæðagreiðslau um VÆNTANLEGAN AÐILDARSAMNING."
Hér er svo úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans.
Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust formlega á ríkjaráðstefnu í Brussel þann 27. júlí 2010. Þar lagði Evrópusambandið fram samningsramma aðildarríkjanna þar sem gerð var grein fyrir þeim grundvallarreglum sem skyldu gilda um viðræðurnar. Þar er meðal annars tilgreind sú afstaða Evrópusambandsins að frávik í ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið feli ekki í sér fordæmi í viðræðunum. Ísland lagði fram skriflega yfirlýsingu varðandi helstu hagsmuni landsins og var þar m.a. lögð sérstök áhersla á þátt landbúnaðar í íslensku samfélagi og efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegs.
Takið eftir að hér er strax byrjað að gefa eftir frá samþykkt alþingis, um að hér sé um samningsviðræður að ræða en ekki einhliða ákvörðun ESB.
En áfram skal haldið.
Í framhaldi af rýnifundunum gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út rýniskýrslur fyrir aðildarríki sambandsins. Í skýrslunum kom fram mat á stöðu Íslands og eftir atvikum fjallað um hvort Ísland þyrfti að uppfylla einhver viðmið áður en hægt væri að hefja samningaviðræður um viðkomandi kafla. Það verklag gilti í viðræðunum að Evrópusambandinu var heimilt að setja opnunarviðmið fyrir einstaka samningskafla og þurfti þeim viðmiðum að vera náð áður en viðræður væru opnaðar. Að sama skapi var Evrópusambandinu heimilt að setja lokunarviðmið til að hægt væri að loka viðkomandi kafla til bráðabirgða. Oftast snúast slík opnunar- og lokunarviðmið um stjórnsýslulega getu umsækjanda til að hrinda í framkvæmd sameiginlegri löggjöf sambandsins.
Gagnaðili Íslands í aðildarviðræðunum var framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, eða nánar tiltekið stækkunarskrifstofa framkvæmdastjórnarinnar, sem starfar í umboði aðildarríkjanna. Þá gátu ólíkar stjórnarskrifstofur Evrópusambandsins komið að málum er snertu ólíka málaflokka.
A.4 Framvinda viðræðna
Þegar samningahóparnir höfðu lokið greinargerðum um einstaka kafla til samninganefndarinnar voru þær yfirfarnar af nefndinni en því næst kynntar í ráðherranefnd um Evrópumál, síðan í utanríkismálanefnd Alþingis og að síðustu í ríkisstjórn. Því næst hófust tvíhliða fundir samningahópanna og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um hvern samningskafla fyrir sig.
Á þessum fundum voru kaflarnir rýndir og eftir þá rýni átti að liggja fyrir samanburður á löggjöf Íslands og réttarreglum ESB, sem snertu viðkomandi málaflokk. Að því loknu ætti að liggja fyrir hvaða atriði þyrfti að semja um og hvort breytingar væru nauðsynlegar á löggjöf eða stofnunum á Íslandi ef að aðild yrði.
Fyrstu rýnifundirnir fóru fram í nóvember 2010 en þeir síðustu í júlí 2011. Rýnifundir voru haldnir um einstaka samningskafla hvort sem þeir voru innan gildissviðs samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða utan þess. Í framhaldi af rýnifundunum gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út rýniskýrslur fyrir aðildarríki sambandsins. Í skýrslunum kom fram mat á stöðu Íslands og eftir atvikum fjallað um hvort Ísland þyrfti að uppfylla einhver viðmið áður en hægt væri að hefja samningaviðræður um viðkomandi kafla. Það verklag gilti í viðræðunum að Evrópusambandinu var heimilt að setja opnunarviðmið fyrir einstaka samningskafla og þurfti þeim viðmiðum að vera náð áður en viðræður væru opnaðar.
Að sama skapi var Evrópusambandinu heimilt að setja lokunarviðmið til að hægt væri að loka viðkomandi kafla til bráðabirgða. Oftast snúast slík opnunar- og lokunarviðmið um stjórnsýslulega getu umsækjanda til að hrinda í framkvæmd sameiginlegri löggjöf sambandsins.
Ef lagt var til í rýniskýrslu framkvæmdastjórnarinnar að opnað skyldi á samningaviðræður um einstaka kafla gat Ísland lagt fram samningsafstöðu sína á viðkomandi sviði. Þegar hlé var gert á viðræðunum árið 2013 höfðu 27 kaflar verið opnaðir og 11 þeirra lokað til bráðabirgða. Sex kaflar höfðu ekki enn verið opnaðir en samningsafstaða hafði verið lögð fram í tveimur þeirra, þ.e. kafla um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði og kaflanum um dóms- og innanríkismál.
Samningsafstaða lá ekki fyrir í sjávarútvegskafla, landbúnaðarkafla, kafla um frjálsa fjármagnsflutninga og kafla um 6 staðfesturétt og þjónustufrelsi en síðastnefndu tveir kaflarnir tengjast kaflanum um sjávarútveg.
Í Sjávarútvegsmálum segir til dæmis:
Í framvinduskýrslum framkvæmdastjórnarinnar um stöðu samningskaflans frá október 2012 og 2013 er það niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar að Ísland haldi áfram að beita stjórnkerfi sem hafi svipuð markmið og þau sem er framfylgt í ESB en að sumar reglur séu umtalsvert frábrugðnar reglum sambandsins. Í heildina séð sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglurnar samkvæmt skýrslunum. Þá séu núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti, frelsi til að veita þjónustu og frjálsum 15 fjármagnsflutningum ásamt stjórn á sameiginlegum fiskistofnum ekki í samræmi við réttarreglur ESB.
Já þetta er tekið úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans og upphafið ályktun aþingis.
Þegar haft er í huga orðalag ályktunarinnar um: að loknum viðræðum við Evrópusambandið verði haldinn þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan samning.
Og síðan skoðuð skilyrðin:
Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:
* Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.
* Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
* Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.
* Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.
* Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt. * Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt.
Þá spyr ég, getur það samrýmst ályktun alþingis með þessi grundvallarskilyrði að ESB taki algjörlega forystuna í málefnum "samningsins". Þetta áttu að vera viðræður um að kikja í pakka, en urðu að innleiðingarumræðum, þar sem ESB hafði tögl og haldir. Því það kom svo á daginn að þetta voru ekki samningaviðræður heldur Aquis ekki umsemjanlegt heldur aðlögun að regluverki Sambandsins eins og marg oft hefur komið fram.
"Accession negotiations Accession negotiations concern the candidates ability to take on the obligations of membership. The term negotiation can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates adoption, implementation and application of EU rules some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for that which has been agreed) are not How the enlargement process works: meeting the requirements negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidates implementation of the rules."
Átti þetta dæmi ekki að vera sjálfhætt fyrir löngu síðan, þar sem samninganefndir fóru út fyrir verksvið sitt, með því að fara að vinna að breytingum á lagasetningum til að Ísland yrði samþykkt inn í ESB?
Hér er svo ágæt grein Guðbjörns Jónssonar, skilmerkileg og góð um þetta efni.
http://gudbjornj.blog.is/users/98/gudbjornj/files/slide1.jpg
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og mönnum finnst það varða þjóðarhagsmuni að viðræðum verði framhaldið? Það hljóta allir heilvita menn sem eru með fulla fimm (í það minnsta hálffimm), að sjá hers kona endaleysa þetta er orðin.
Jóhann Elíasson, 18.3.2014 kl. 11:47
Já mikið rétt. Þetta er komið í algjöran farsa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2014 kl. 12:40
Það er greinilegt að íslenskir ráðamenn hafa ekki gert sér grein fyrir hvað var í farvatninu við "samningsgerð" þannig að þeir virðast hafa litið svo á að hér væri um eiginlega samningagerð að ræða, þar sem báðir aðilar gætu sett fram sín sjónarmið. En því fer fjarri, eins og lesa má, ESB tók strax afgerandi stefnumörkun, enda hefur komið fram í skýrslu ESB til íslenskra ráðamanna að EKKI VÆRI GERT RÁÐ FYRIR AÐ RÍKI SÆKI UM AÐILD NEMA BÆÐI ÞINGS OG ÞJÓÐARVILJI VÆRI FYRIR HENDI UM AÐ GANGA INN Í SAMBANDIÐ.
Það var strax ljóst í upphafi vinnunnar. Svo það er með ólíkindum að menn skyldu samt sem áður halda þessu ferli áfram, og hvar er gegnsæið og upplýsingarnar á ferlinu til almennings, eins og kveðið er á um í ályktun alþingis?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2014 kl. 12:51
Hvað ætli það sé sem rekur menn áfram, með bæði augun opin, en mér liggur við að segja samt í blindni, að færa útlendingum í hendur þjóðfélag okkar, landið okkar með öllum þeim gæðum og auði sem hér er? Ég held ekki að menn séu svo vitlausir eða svo blindir að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera. Ég er farinn að hallast að því að hér sé eitthvað meira, eitthvað dýpra sem almenningur á ekki að fá að sjá eða gera sér grein fyrir.
Er verið að beita menn þýstingi erlendis frá? Hafa þessir svokölluðu ESB-sinnar einhverra hagsmuni að gæta? Af hverju verða menn eins og Bjarni Benediktsson reikulir í spori, þrátt fyrir afgerandi vilja flokksþings Sjálfstæðisflokksins?
Getur verið að menn séu undir þrýstingi frá NWO [New World Order] sem Bush feðgar, Gordon Brown, José Manuel Barroso svo einhverjir séu nefndir, hafa talað svo opinskátt um, en fáir tekið eftir?
Þeir sem fylgjast með því sem er t.d. að gerast í Bandaríkjunum og við sjáum vera að gerast í Evrópu. Þá er leynt og ljóst verið að þrýsta á almenning og gera hann getulausan til að standa gegn þeim öflum sem eru að taka yfir stjórn landanna, fólk sem aldrei hefur verið kosið af almenningi, en eru nú á góðri leið með að festa Evrópu og Bandaríkin í fátæktargildru.
Menn státa sig af kosningum til Evrópuþings á næstu mánuðum, en þeir sem þangað eru kosnir hafa ekkert að segja, þeir eru áhrifalausir. Evrópuþingið er einn stór blekkingarleikur, til þess að láta líta út fyrir að lýðræði sé í gangi, sem það er ekki.
Það væri hægt að segja ýmislegt fleira um þetta, en ég kýs að gera það ekki, allavega ekki að sinni.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2014 kl. 14:09
"hlé var gert á viðræðunum árið 2013 höfðu 27 kaflar verið opnaðir og 11 þeirra lokað til bráðabirgða. Sex kaflar höfðu ekki enn verið opnaðir"
Sem sagt, 11 kaflar alveg kláraðir.
Var þá búið að "aðlaga" einhver ósköp af lögum og reglum? Var Evrópusambandið kannski búið að taka yfir Ísland á þeim sviðum sem þessir 11 kaflar varða?
Einar Karl, 18.3.2014 kl. 15:01
Einar. Hver er þín skýring? Hversvegna var gert hlé í jan.2013 ?
Hvers vegna telur þú að stjórnarmeirihlutinn hafi fellt tillögur á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um að halda viðræðum við ESB áfram á sama tíma og þeir gera hlé?
Eggert Guðmundsson, 18.3.2014 kl. 15:19
Tómas ég veit ekki hvað veldur, en ég heyrði rætt um það af manni sem þekkir vel til í Luxremburg, vinnur þar að þar byggju margir af þeim sem hafa unnið að innlimun landa sinna, þeir bjuggu í lúxussvæði í stórum einbýlishúsum með flotta bíla og einkabílstjóra, börnin ganga í einkaskóla og hlaðið undir rassinn á þeim á allann hátt. Ef þetta er satt, þá má segja að það sé ávinningur fyrir menn sem vinna vinnuna sína vel og koma landi sínu inn í ESB.
Góð spurning Eggert.
Einar ég gríp hér niður í einn kaflann sem var samþykktur:
5.1 Kafli 1: Frjálsir vöruflutningar
Samningskaflinn tekur til frjálsra vöruflutninga, sem eru grunnstoð innri markaðarins, og
hafa efnisreglurnar verið hluti EES-samningsins frá upphafi, á þeim sviðum sem EESsamningurinn
tekur til. Rýmkun reglnanna til þeirra sviða sem EES-samningurinn tók ekki
til mun ekki hafa veruleg áhrif að því er varðar frjálsa vöruflutninga, en um áhrif þeirra
breytinga að því er varðar tolla vísast til umfjöllunar um samningskafla 29 og 30.
Ísland hefur fallist á reglur Evrópusambandsins eins og þær stóðu 1. mars 2012, með
fyrirvara um niðurstöðu samningaviðræðnanna og með ósk um tvær sérlausnir og hefur
verið fallist á aðra þeirra og upplýsinga óskað um hina, þ.e. beiðni Íslands um frávik frá
reglum um markaðsleyfi lyfja, þ.m.t. tungumálaskilyrði.
Í framvinduskýrslum framkvæmdastjórnarinnar kemur fram að sviðið sé vel samræmt
vegna EES-samningsins en innleiðingu ekki lokið, m.a á sviðum sem falla undir nýja
aðferð og heildaraðferð við vörulöggjöf. Lokunarviðmið lúta að því að Ísland sýni fram á
árangur í skipulagningu markaðseftirlits og aðlögun reglna að reglum ESB um
markaðseftirlit auk þess sem frekari innleiðing reglna um lyf fyrir dýr og menn er sett sem
lokunarskilyrði.
Ísland hefur fallist á, og beðið um frávik frá reglum þar sem önnu var samþykkt,
Það er nú málið, þeir kaflar sem höfðu verið leiðréttir til að þjóna EES samningnum var hægt að samþykkja, vegna þess að íslendingar höfðu þegar samþykkt þau gildi. Það voru sem sagt ekki undanþágur, heldur minniháttar frávik sem réðu för.
En svo þegar kom að stóru málunum eins og Sjávarútvegi og Landbúnaði, þá var annað uppi, ESB neitaði að opna pakkann og þess vegna var málið sett á ís, það var ósamrímanlegt skilyrðum alþingis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2014 kl. 16:55
"Ísland hefur fallist á reglur Evrópusambandsins eins og þær stóðu 1. mars 2012, með fyrirvara um niðurstöðu samningaviðræðnanna og með ósk um tvær sérlausnir og hefur verið fallist á aðra þeirra og upplýsinga óskað um hina, þ.e. beiðni Íslands um frávik frá reglum um markaðsleyfi lyfja, þ.m.t. tungumálaskilyrði."
Þetta sýnir svart á hvítu að það er EKKI ÞANNIG eins og sumir hafa blákalt haldið fram að aðildaviðræðurnar feli í séir UPPTÖKU á alls konar reglum! Heldur einmitt eins og þarna kemur fram að umsóknarríkið sé FÆRT UM að innleiða reglurnar EF af samningi verður, þ.e. "".
Býsna skýrt! Takk fyrir að upplýsa um þetta.
Einar Karl, 18.3.2014 kl. 17:35
Nei þetta er ekki býsna skýrt Einar nema þú vilir hafa það skýrt. Vegna þess að það kemur fram æ ofan í æ að ESB er ekki að semja heldur innlima. Það er með ólíkindum hve glámskyggir vel gefnir menn eru þegar kemur að því að vilja hafa hlutina á sinn veg.
Í fyrsta lagi þá kemur það fram í upphafi á ályktun alþingis skilyrði um hvað Ísland er tilbúið að ganga langt. Síðan kemur í ljós að einungis eru opnaðir og samþykktir kaflar sem er enginn ágreiningur um. En þegar kemur að málum eins og Landbúnaði og sjávarútvegi þá er allt stopp.
Þú mátt einfalda þessa hluti mín vegna, en með því set ég ákveðna stöðu við skynnsemi þína því miður.
Nú er ég búin að koma með mörg rök og upplýsingar hvað hefur þú sjálfur lagt til málanna? Það er nefnilega harla fátt, nema þá afstöðu þína að vilja ganga í ESB. Nei minn ágæti þú ert hér á afskaplega þunnum ís. Lestu allt máli frá A til Ö. En ekki grípa fyrsta hálmstráið sem að þér er rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2014 kl. 18:56
Hvernig ætli standi á því að harðir INNLIMUNARSINNAR, hafa aldrei viljað að almenningur yrði upplýstur um það hvað var "SAMIÐ" um í þessum 11 köflum sem var lokið? Það ætti að vera kominn hluti af "samningi" þar í það minnsta ætti sá "samningur" að gefa fyrirheit um framhaldið...................
Jóhann Elíasson, 18.3.2014 kl. 21:49
Það hentar þeim ekki að upplýst verði um allar þversagnirnar og missagnir sem viðhafðar hafa verið. Það er eiginleg það versta við þetta allt. Össur og hans Evruvíkingasveit eru að þvæla sjálfi sínu í þessu máli og vilja ekki viðurkenna ósigur sinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2014 kl. 22:21
Einar Karl. Hvernig gat "Ísland" fallist á reglur Evrópusambandsins eins og þær stóðu 1. mars 2012, með fyrirvara um niðurstöðu samningaviðræðnanna og með ósk um tvær sérlausnir og hefur verið fallist á aðra þeirra og upplýsinga óskað um hina, þ.e. beiðni Íslands um frávik frá reglum um markaðsleyfi lyfja, þ.m.t. tungumálaskilyrði.
Hvernig gat eiginlega "Ísland" fallist á eitthvað í þessum marklausu flækjuferlum, án þess að spyrja þjóðina á Íslandi? Það er ekki svo lítið talað um það þessa dagana, að það verði að spyrja þjóðina. En hvað þýðir þannig málflutningur frá fólki, sem ekki hefur virt þjóðaratkvæða-rétt né niðurstöður bindaandi þjóðaratkvæða-skoðanakannana (orð sem eru ekki til í orðabók stjórnaskrárinnar), hingað til?
Umsóknarferlið gat ekki hafist án þess að í lokin væri einungis um ráðgefandi þjóðaratkvæða-skoðanakönnun að ræða, sem ríkisstjórn Íslands hefur sýnt og sannað á síðasta kjörtímabili, að ekki er tekið mark á í raun.
Semsagt, allt gert án samþykkis þjóðarinnar?
Hvað segir ESB við þannig vinnubrögðum? Bara í góðu lagi að svíkja þjóðina um aðkomu að ákvörðunum í þessum svokallaða samningi?
Ekki traustvekjandi ESB-friðar/jafnréttisbandalag hér á ferð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2014 kl. 01:58
Ásthildur, Jóhann og Tómas,
Segjum sem svo að ESB mundi fallast á öllum kröfum Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Mynduð þið þá vilja ganga í ESB?
Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 07:48
Takk fyrir gott innlegg Anna Sigríður mikið rétt. Og sammála þér.
Jean ef svo ólíklega vildi til að ESB myndi fallast á allar kröfur Íslands í sjávarútvegi og landbúnaði, um alla framtíð órjúfanlega, myndi ég allavega vera miklu jákvæðari í að sækja um. Því vissulega er margt gott þarna, þó það ef til vill henti ekki alltaf smáþjóð að vera með reglur milljóna samfélaga.
En þá spyr ég þig sömu spurningar. Ef ESB myndi ekki fallast á kröfur íslendinga um sjálfstæði sjávarútvegs og landbúnaðar, myndi þú samt vilja ganga inn?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 14:18
Jean Rémi Chareyra. Það mun engu skifta fyrir þetta fólk þó að allir fyrirvarar okkar væru samþykktir Þessi afstaða er genatísk og hefur ekkert með skynsemi að gera. Þeir hagsmunir sem þau berjast fyrir með kjafti og klóm eru slíkir að ekkert mun breita afstöðu þeirra.
Bergur Ketilsson (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 14:21
Takk fyrir svarið, Ásthildur, og eðlilegt að ég svari nú sömu spurningu.
Ég tel það alveg útilokað, eins og þú, að ESB mundi fallast á ALLAR kröfur Íslands, en ég tel ekki útilokað (ólíkt þér), að ESB gæti fallist á einhverjar þeirra. Og þá er spurningin, hvað þýðir þetta fyrir okkur? Eru þessar breytingar endilega til hins verra? Þurfum við ekki að skoða það og ræða það? Hefur t.d. landbúnaður lagst niður í ESB-ríkjum eftir inngöngu?
Þannig að svarið mitt er ekki afdráttalaus: ég vildi fá að sjá nákvæmlega hvað innganga þýðir fyrir Ísland, en ekki bara heyra spár Heimssýnarmanna heldur geta myndað mér skoðun sjálfur, og með því að hlusta á sérfræðingar í þessum málum, sem nú geta ekki svarað vegna óvissu.
Ég hef það hins vegar á tilfinningunni, að hjá mörgum andstæðingum aðildar sé skoðunin ekki byggð á staðreyndum heldur frekar tilfinningum og fordómum gagnvart ESB: að það er alveg sama hvað mundi koma út úr viðræðunum, þá vildu menn bara ekkert hafa að gera með ESB vegna þess að það er "gjörspillt", "ólýðræðislegt", "stórríki", "ósjálfstæðar þjóðir" sem eru öfundssjúkar út í auðlindir okkar vegna þess að þar ríkir "hungursneyð".
Það gleður mig að heyra það ef þú ert ekki í þeim hópi. En hvað hefurðu þá á móti því að klára viðræður og af hverju viltu frekar hlusta á Jón Bjarnason og aðrir heimssýnarmenn til að mynda þér skoðun frekar en að hlusta á sérfræðingar í ESB-málum?
Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 14:37
Takk fyrir svarið Jean, málið er að ég hef lesið skýrslu ESB http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf, sérstaklega kaflan þar sem segir að hér sé ekki um eiginlegan samning að ræða heldur aölögun að regluverki ESB upp á 100.000 bls, ég trúi því að þarna sé verið að segja sannleikann um hvernig málið er snúið.
Ég hef líka lesið skýrslu Haffræðistofunan H.Í. sjá hér: http://www.althingi.is/altext/143/s/pdf/0610.pdf Þar sem er gerð heiðarleg úttekt á því hvernig málin eru stödd í dag.
Þar segir í formála eftirfarandi:Leitað var til fjölmargra aðila um upplýsingar og fræðslu.
Þá voru haldnir fundir með embættismönnum og stjórnmálamönnum í Brussel og veitti
Þórir Ibsen, sendiherra, ómetanlega aðstoð við að skipuleggja þá. Ber sérstaklega að
þakka Simon Mordue: Head of Cabinet Commissioner Füle, Cristian Preda, MEP,
Theodoros Sotiropoulos, Greek Permanent Representative to the EU, Pieter de Gooijer,
Dutch Permanent Representative to the EU, Peter Tempel, German Permanent
Representative to the EU, Alexandra Cas Granje, Director DG Enlargement,, Morten
Jung, Head of Unit DG Enlargment, Stefano Sannino, Italian Permanent Representation to
the EU.
Þessi upptalning sýnir að hér hefur verið leitað til margra sérfræðinga um þetta mál, og ég tek mark á þeim.
Þessar tvær skýrslur eru ekki eitthvað heimsýnarblaður, heldur beint frá ESB sjálfu og þeim sem unnu að málinu með samninganefnd Íslands.
Síðan las ég alla pistla Björns Bjarnasonar. Það getur vel verið að þér finnist hann ekki heiðarlegur, en ég er á öðru mðáli, hvað sem má segja um Björn, þá fór hann bæði til Brussel og Berlínar til að ræða við ráðamenn fá öllum hliðum, og pistlar hans báru þess merki. Að mínu mati er Björn Bjarnason maður orða sinna.
Ég hef líka lesið það sem Jón Bjarnason hefur verið að skrifa, og fylgst með hvernig honum var bolað úr embætti, því hann var ekki nógu leiðitamur við Samfylkinguna og vildi ekki hliðra sannleikanum í þáu utanrikisráðuneytisins. Það má ef til vill eitthvað segja um Jón Bjarnason, en að mínu mati er hann afar trúverðugur maður og traustur.
Af því sem ég hef kynnt mér, þá er það alveg ljóst að við erum ekki að gera samning, heldur erum í aðlögun að sambandinu.
Ég hef líka fylgst með fréttum til dæmis frá spáni, þar sem þeir bíða eftir að komast inn í okkar landhelgi, svo er einnig um Portugal og Breta, þetta er auðvitað ekki inn í ferlinu og ekki endilega það sem verið er að semja um í E
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 15:11
Æ þetta fór af stað í miðjum klíðum.
Þetta er auðvitað ekki endilega það sem kemur frá ESB sjálfu, heldur vita þessar þjóðir sem er að ef við göngum inn, þá fer yfirráðin yfir auðlindinni til Brussel, þar sem verður sameiginleg sjávarútvegsstefna, þar sem kvótanum verður úthlutað samkvæmt jafnréttisreglu sambandsins, þannir að allir verða að fá aðgang. Þetta hefur líka komið fram.
Ég get ekki komið þessu betur til skila, en um leið og menn átta sig á því að hér er ekki um samning að ræða, heldur aðlögun að sambandinu, þá verður þetta skýrt. Þetta er það sem ESB hefur verið að reyna að benda okkkur á, en þeir sem vilja ganga inn, sjá þetta ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 15:14
Anna Sigríður,
það var EKKI þannig hugsað að efir hvern kafla, eða hvern einstakan fund, að íslenska samninganefndin færi heim og héldi þjóðaratkvæðagreiðslu um HVERT EINASTA SAMNINGSATRIÐI, heldur samþykkti nefndin þau jafnóðum og um þau samdist með fyrirvara um niðurstöðu samningaviðræðnanna.
Þ.e.a.s. samningsnefndin samdi í umboði Alþingis Íslendinga, með þeim fyrirvara að endanleg samningsniðurstaða yrði staðfest og samþykkt í þjóðartkvæðagreiðslu!
Ekki flækja hluti sem eru ekki flóknir!
Einar Karl, 19.3.2014 kl. 15:19
Já Einar mikið rétt. Þess vegna gat samninganefndin ekki opnað sinn kafla um sjávarútveginn, þó hann væri klár frá Íslands hönd, því það bar himin og haf milli vilja ESB og íslenskra stjórnvalda. Samkvæmt fyrirvörum frá alþingi þá var það sett inn að sjávarútvegsauðlind íslendinga yrði ávalt undir íslenskum stjórnvöldum:
Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
* Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.
Þess vegna voru þessir kaflar ekki opnaðir, þó lögð hafi verið áhersla á það frá íslenskum stjórnmálum, meira að segja fór Steingrímur sjálfur út til að fá þessa kafla opnaða, en varð ekki að ósk sinni. Vegna þess að það var svokallað" himin og haf" milli íslands og ESB.
Samninganefndin gat ekki látið að vilja ESB um að gefa yfirráð auðlinda okkar til sambandsins, það gat sambandið ekki sætt sig við, og þess vegna var umræðunum sjálfhætt.
Einnig hefur það komið fram að kaflar yrðu ekki opnaðir né lokað nema með ákvörðun ESB, og að köflum yrði ekki lokað nema Ísland hafði viðurkennt lög og regluverk sambandsins í einu og öllu, með einhverskonar loforðum um einhverjar undanþágur ef til vill, en ekki varanlegar. En það væri alfarið í höndum ESB hvort þær undanþágur fengjust eða ekki.
Það er því afskaplega erfitt að kjósa um "samning/aðlögun" þar sem Ísland er búið að undirgangast lög og reglur ESB, þó segi "með fyrirvara". Þá verður búið að innleiða regluverkið og erfitt að snúa til baka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 15:30
Ásthildur,
Ég held að allir Íslendingar gera sér ágætlega grein fyrir því að Ísland sé að sækja um aðild að ESB en ekki öfugt! Það er því sjálfsagt að ef til inngöngu kæmi þyrfti Ísland að aðlaga sig að ESB-regluverkinu, nema að undanþágur hafi fengist. Það er hins vegar hægt að semja endalaust um HVERNIG og HVENÆR þessi aðlögun fer fram, svo að þetta ERU SAMNINGAVIÐRÆÐUR.
Það er hins vegar ekki rétt að aðlögun þurfi að fara fram ÁÐUR en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. ESB getur að vísu gert kröfur um það en hingað til hafa aðeins kröfur um ÁÆTLUN komið fram.
Og jafnvel EF slíkar kröfur kæmu fram, þarf það endilega að þýða að við ættum að hætta viðræðum? Eigum við ekki að velta fyrir okkur hvort þessi aðlögun sé okkur holl eða óholl? Er íslenskur landbúnaðarkerfi best í heimi og hafið yfir öll gagnrýni? Þú talar hér um áherslur á "fæðuöryggi" og "matvælaöryggi", en hvað heldur þú að áherslur séu í landbúnaðarstefnu ESB?
Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 16:26
Já Jean, þá segi ég, ef við hvort sem er þurfum að aðlaga okkur að regluverki ESB, eins og svo marg oft hefur komið fram, af hverju getum við þá ekki lesið okkur til um þær reglur? Þær liggja víða frammi.
Hér er talað um Aðlögun að sambandinu á vefnum sem þú sendir mér:
"Af þessu má sjá að ekki er útilokað að ESB krefjist aukinnar aðlögunar Íslands að reglum sambandins á meðan á aðildarviðræðum stendur. Spurningin er hvort íslenskum stjórnvöldum takist að komast hjá þess konar aðlögun með því að leggja í staðinn fram nákvæmar áætlanir um hvernig Ísland ætli að innleiða lög og reglur ESB eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, ef niðurstaða hennar yrði jákvæð".
Og þegar tekið er tilliti til þess að það er ESB sem opnar og lokar viðræðum og köflum, er ljóst að þeir hafa bæði tögl og haldir í málinu. Hins vegar er gott að vita að því er haldið opnu, að forminu til allavega að við megum kjósa um málið. Það eru bara nokkrar gildrur á leiðinni, sem þarf að varast. Þær varast maður ekki með því að gera eins og við, hrópandi hvert á annað, heldur með því að standa saman um að verja hagsmuni íslensku þjóðarinnar og fullveldið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 16:39
Ásthildur, þú spyrð:
"af hverju getum við þá ekki lesið okkur til um þær reglur? Þær liggja víða frammi."
Við getum alveg gert það, ég mæli meira að segja með því að við gerum það...
"Það eru bara nokkrar gildrur á leiðinni, sem þarf að varast. Þær varast maður ekki með því að gera eins og við, hrópandi hvert á annað, heldur með því að standa saman um að verja hagsmuni íslensku þjóðarinnar og fullveldið."
Ég sé ekki alveg af hverju þú vilt endilega kalla hugsanlegar kröfur um fyrirfram-aðlögun "gildrur", en annars gæti ég ekki verið meira sammála í þessari setningu þinni. Við erum ekki að verja hagsmuni okkar með því að rífast endalaust um hvað gæti gerst í viðræðunum og hvað ekki, hvað þá eftir inngöngu. Klárum dæmið og þá komumst við að því loksins... Ef ESB ákveður að krefjast einhverja fyrirfram-aðlögun þá verðum við að treysta ríkisstjórn okkar til að taka rétta ákvörðun í málinu. Þurfum við ekki á hverjum degi að treysta ákvarðanir hennar, þó við séum oft ósammála?
Stöndum saman, klárum dæmið saman, ræðum málið saman og tökum svo ákvörðun saman!
Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 17:50
Gildrurnar stafa frá minni hendi sem afleiðing af stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar í þessu ferli. Ég treysti þeim ekki fyrir horn í þeim viðræðum. Ég myndi betur treysta þessari ríkisstjórn, og þá er ég að tala um þetta einstaka fyrirbæri en ekki öðru. Gildrurnar liggja í því hversu mikið ESB ríkinn vilja okkur inn af ýmsum ástæðum, ég veit að portúgalar, spánverjar og fleiri þjóðir vilja komast í landhelgina okkar, og margir fjárfestar vilja svo gjarnan geta keypt kvótann okkar, þá höfum við ansi lítið eftir til að byggja þjóðfélagið á.
Það er nefnilega alltaf þessi græðgi sem er til staðar, sem við ráðum svo illa við. Peningar ganga alltaf fyrir öllu öðru, hvað sem hver segir, og þeir sem eiga nóg af þeim, geta keypt hvað sem þeir vilja. Það gerðist á Spáni, Grikklandi, Ítalíu og fleiri löndum sem voru illa farnir af peningaskorti.
En fyrst og fremst hef ég mikla trú á landi mínu og þjóð, við höfum haft það gott hér núna í mörg ár, meira að segja betra en margar aðrar þjóðir, við getum verið sjálfum okkur meira en nóg í flestu ef við sýnum skynsemi og aðhaldssemi, en erum ekki endalaust að eltast við endann á regnboganum.
Ef til vill lesum við öðru vísi úr því sem stendur í þessum skýrslum, þegar ég sé varnaðarorð þá sérð þú ef til vill tækifæri. Málið er að ég er orðin svo gömul og hef lifað svo margt að ég tek öllu slíku með fyrirvara. Enda gerir enginn neitt fyrir ekkert.
En takk fyrir góðar umræður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 21:54
Takk sömuleiðis fyrir góðar umræður.
Ég skil það svo sem mjög vel að menn hafi áhyggjur af afdrifum sjávarútvegsins eftir inngöngu í ESB, sérstaklega í ljósi sögu sjávarútvegsins á Íslandi (Þorskastríðið). Kannski ætti ég sjálfur að hafa meiri áhyggjur af því.
Ég er þó ekki viss um "hversu mikið ESB ríkin vilja okkur inn" eins og þú talar um.
Þú segir: "ég veit að portúgalar, spánverjar og fleiri þjóðir vilja komast í landhelgina okkar". Geturðu bent á heimildir?
Ég held að ég hafi nú þegar bent þér á regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem tryggir að Ísland fái áfram sama aðgang að kvótanum sínum. Nú auðvitað er hægt að detta í alls konar svartsýnisgetgátur: öll 27 ríki ESB gætu skyndilega snúist gegn Íslandi og afnumið þessari reglu (26 af 27 neituðu að breyta henni síðast). En jafnvel þá væri ennþá 1 mjög einföld lausn fyrir Ísland: að segja sig úr ESB. Og þá spyr ég: við hvað eru menn hræddir?
Auðvitað getum við "verið sjálfum okkur meira en nóg í flestu ef við sýnum skynsemi og aðhaldssemi". En staðreyndin er sú að í sögu mannkyns hefur alltaf gengið betur þegar menn hafa reynt að vinna saman frekar en að vera hver í sínu horni. Samvinna er í hag okkar allra, og um það snýst ESB, en ekki um að stela auðlindir frá hvor öðrum, annars hefðu þessi 27 ríki aldrei samþykkt valdaframsalið sem felst í aðild.
Jean Rémi Chareyre, 20.3.2014 kl. 16:24
Ég get ekki flett því upp, því miður, en ég sá frétt um þetta bæði frá spanverjum og portugölum, hefði átt að setja þetta á favourit.
En svo er þetta hér, sem ber að varast.
Líkt og ítarlega er fjallað um í Viðauka III eru heimildir Evrópusambandsins til að setja
löggjöf í sjávarútvegmálum mjög víðtækar og fer sambandið með óskipt vald yfir
varðveislu auðlinda í sameiginlegri fiskveiðistefnu. Varðveisla nær ekki einungis yfir
reglur um leyfilegan hámarksafla og tæknilegar verndarráðstafanir, heldur til stjórnunar í
víðari skilningi, s.s. til markaðsmála og skiptingu kvóta milli aðildarríkja.
Stofnanir Evrópusambandsins ákveða leyfilegan heildarafla úr öllum helstu nytjastofnum
og hvernig hann skuli skiptast á milli einstakra aðildarríkja. Við slíkar ákvarðanir er stuðst
við meginreglu um hlutfallslegan stöðugleika. Sú regla gildir þó ekki við úthlutun nýrra
veiðiréttinda en í slíkum tilvikum er horft til hagsmuna sérhvers aðildarríkis.
Með úthlutunum landskvóta er einstökum ríkjum tryggð ákveðin hlutdeild í heildarafla.
Einstökum aðildarríkjum er heimilt að setja reglur er koma í veg fyrir svokallað
kvótahopp ef hægt er að sýna frammá að slíkt sé nauðsynlegt til að tryggja efnahagsleg
tengsl milli veiða og aðildarríkisins. Slík reglusetning er þó einungis möguleg þyki sýnt að
hún stangist ekki á við meginregluna um stofnsetningarrétt eða rétt launþega til frjálsrar
farar.
Þá er ljóst að Evrópusambandið hefur eitt vald til að vera í fyrirsvari og gera
þjóðréttarlega samninga við ríki utan sambandsins er snerta fiskveiðar, sem og aðra
samninga er varða alþjóðleg hafsvæði.
Reynsla af inngöngu annarra þjóða sýnir að erfiðlega hefur gengið að fá varanlegar
undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.15 Hins vegar hafa fengist
tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf
sambandsins til að eiga við sérstök vandamál sem upp hafa komið. Þannig fengu
Maltverjar undanþágur frá fiskveiðistefnunni þar sem mælt er fyrir um breytingar á
reglugerð um tæknilegar verndarráðsstafanir vegna viðgangs fiskistofna í Miðjarðarhafi.
Skyldu þessar breytingar ganga í gegn áður en Malta yrði meðlimur í Evrópusambandinu.
Þessar tilhliðranir er nú að finna í gerðum Evrópusambandsins og þeim verður einungis
breytt á vettvangis þess.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2014 kl. 17:14
"Ef til vill lesum við öðru vísi úr því sem stendur í þessum skýrslum" sagðir þú hér fyrir ofan. Það er greinilega hárrétt, vegna þess að þetta sem þú ert að sýna mér hér finnst mér bara ansi jákvætt:
"Við slíkar ákvarðanir er stuðst við meginreglu um hlutfallslegan stöðugleika" (sama og ég var að segja)
"Einstökum aðildarríkjum er heimilt að setja reglur er koma í veg fyrir svokallað kvótahopp ef hægt er að sýna frammá að slíkt sé nauðsynlegt til að tryggja efnahagsleg tengsl milli veiða og aðildarríkisins" Þú hafðir einmitt áhyggjur af því að útgerðir frá öðrum ríkjum ESB myndu kaupa íslenskan kvóta.
"í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál sem upp hafa komið" Þetta finnst mér þó toppurinn á öllu. Ekki undanþága heldur miklu betra en það: breyting á löggjöf sambandsins sem pínulitla ríkið Malta náði fram (er ekki alltaf talað um að það sé aldrei hlustað á rödd lítilla ríkja innan ESB?)
Þú telur kannski þetta neikvætt: "Reynsla af inngöngu annarra þjóða sýnir að erfiðlega hefur gengið að fá varanlegar
undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins" en það sem kom fram á undan sýnir einmitt að Ísland þarf ekkert endilega á undanþágum að halda. Og það er einmitt það sem er svolítið skrýtið í þessari undanþágu-umræðu: menn segja að undanþágur séu ekki til, en ef maður spyr: "hvaða undanþágu myndir þú vilja fá?" þá hafa menn ekkert svar...
Hvað er það að þínu mati sem þarf að varast í þessum skrifum? (og úr hvaða skýrlsu er þetta?)
Jean Rémi Chareyre, 20.3.2014 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.