Kosningar um hvað!

Ég tók þátt í Búsáhaldabyltingunni af heilum hug.  Fór bæði niður á Silfurtorg á Ísafirði og á Austurvöll og skrifaði mikið um málið.  Enda var ég algjörlega sammála þeim markmiðum að ríkisstjórnin færi frá og skipt yrði um seðlabankastjóra, man ekki það þriðja í augnablikinu  

Stjórnin féll og skipt var um seðlabankastjóra, það urðu kosningar og Samfylkingin og Vinstri græn unnu glæsilegan sigur.  Vinstri græn að mínu mati mest út á þau loforð að ekki yrði sótt um inngöngu í ESB og ekki yrði makkað við AGS.  Það kom fljótlega í ljós að Steingrímur og hans fólk meinti ekkert með þessu, því það kom fljótlega í ljós að ákveðið var að sækja um aðild.  Það þurfti að snúa upp á handleggi nokkurra, og hóta stjórnarslitum, því var hafnað að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, því nokkuð ljóst var að meirihluti íslendinga var ekki á því að ganga þarna inn.  

Það var sagt að við gætum kíkt í pakka og séð hvað væri í boði.  Það reyndist því miður rangt, það var bara til heimabrúks, því það var alltaf stefnan hjá ESB að þjóð sækti ekki um, nema að það væri þjóðarsátt um að vilja ganga inn í sambandið.  Þetta las ég m.a. í bloggi Björns Bjarnasonar,sem fór út til Brussel og Berlínar beinlínis til að kynna sér afstöðu ráðamanna þar.  

Því til ítekunar sendu þeir íslenskum ráðamönnum skýrslu um að þetta væru ekki samningaviðræður heldur aðlögun að regluverki Sambandsins upp á 100.000 bls.  Þetta hefur margoft komið fram og verið staðfest af fólki sem þekkir til, m.a. í skýrslu H.Í.  Hagfræðideildar háskólans ef ég man rétt.  

Ég tók líka þátt í undirskriftum og baráttu gegn því að borga Icesave.  Við vorum kölluð öllum illum nöfnum, svikarar, þjófar og ég veit ekki hvað, og við myndum verða Kúpa norðursins, helkuldi myndi ríkja hér á landi, og við yrðum útskúfuð meðal þjóða.

Þetta reyndist ekki rétt, og þegar málið fór fyrir dóm unnum við það mál.  

Nú standa menn á Austurvelli einn ganginn enn vill þjóðaratkvæðagreiðslu, og safnar undirskriftum.  Það er auðvitað besta mál að fólk rísi upp, þegar því finnst sér misboðið.  

En í þetta sinn, er málið ekki svona kvitt og klárt.  Því þegar maður spyr:  Um hvað á að kjósa?  Þá vandast málið.  Sumir segjast bara vilja ráða sjálfir hvað þeir gera, og allt í lagi með það, aðrir segjast vilja gjaldreyrishöftin burt og verðtrygginguna.  Þessi tvö atriði skipta reyndar engu máli í sambandi við ESB.  Þetta eru heimatilbúin vandamál.  Enn aðrir eru bara að mótmæla til að hanka ríkisstjórnina, það er líka skiljanlegt. 

En hefur fólk sest niður og skilgreint hvað það vill, ef svo vill til að það verði ofaná að það verði farið að óskum fólksins.  Um hvað á að kjósa?  Afturköllun á frumvarpi utanríkisráðherra?  Og hvað svo.  

Er hægt að kjósa um að hætta við stjórnarfrumvarp?  Ég bara spyr.  

Og er það nægilegt að það verði kosið um að draga frumvarpið til baka, eða ætla menn líka að láta kjósa um leið um inngöngu í ESB?

Eða vilja menn láta þetta bara "Malla" eins og einn stjórnmálafræðngurinn orðaði það svo skemmtilega?

Ég er ekki viss um hvernig er hægt að taka á þessu máli með vitrænum hætti.  Og það fyndna við þetta er að það fólk sem mest óskapast núna um þjóðaratkvæðagreiðslu sem einu lýðræðislegu leiðina, hafnaði marg oft að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um umsóknina í ESB og um áframhald viðræðna.  Það er nú öll lýðræðisást Össurar, Steingríms, Róberts, Guðmundar Steingríms og fleiri góðra manna.

 Svo það væri ágætt að heyra hvað er um að ræða og hvað fólk vill, svona fyrir utan bara að kjósa, um hvað á að kjósa og hvernig skal því framfylgt?  Spyr sú sem ekki veit.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er krafan orðin að fá kosningar? Spyr því ég er fluttur út og er ekki eins vel inni í málunum, þó ég kíki auðvitað á vefmiðlana.

Ég er sammála þér að ég skil ekki af hverju það verður uppreisn vegna ESB-málsins, meðan flestir kyngdu svikunum í verðtryggingarmálum, skattalækkunum og hvað höftin varðar, að ekki sé minnst á ósvífnina í umhverfis(eyðingar)málum, a.m.k. urðu engin fjöldamótmæli vegna þessara mála. Kannski var ESB-málið dropinn sem fyllti mælinn, en mér finnst stjórnin sýna almenningi fádæma mikla lítilsvirðingu hvernig hún hefur komið fram í málinu.

Theódór Norðkvist, 26.2.2014 kl. 14:33

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Er ekki best að beita sömu "lýðræðisást Össurar, Steingríms, Róberts, Guðmundar Steingríms og fleiri góðra manna"?

Sleppa kosningum þar sem tilgangurinn virtist helga meðalið í upphafi þessa máls. Það væri best að málið endaði á ruslahaug sögunnar sem eitt stærsta "flopp" Íslandssögunnar að þessarri hreinu vinstristjórn meðtalinni sem samþykti gjörninginn í upphafi.

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 26.2.2014 kl. 14:40

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nefnilega máli "menn eru ekki með það alveg á hreinu hverju er verið að mótmæla".  Miðað þessa miklu "lýðræðisást" sem virðist vera kviknuð, hjá sumum. ER ÞÁ EKKI EÐLILEGAST AÐ LEYSA UPP ALÞINGI OG ÞJÓÐIN ÁKVEÐI ÖLL SÍN MÁL Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUM??????  Mér segir svo hugur, að þeir sem mest tala um lýðræði, viti ekki alveg hvað lýðræði er....

Jóhann Elíasson, 26.2.2014 kl. 16:58

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það hafa reyndar fleiri mótmælt á Austurvelli svona til þess að nota tækifærið.  Námsmenn er einn hópur, eldri borgarar annar. 

Enda hafa sumir tekið eftir þeim og sagt "þarna eru tómir krakkar" eða "vill allt þetta gamla fólk í ESB".

Kolbrún Hilmars, 26.2.2014 kl. 17:27

5 identicon

Þetta er einmitt mergurinn málsins, um hvað á að kjósa. Meirihluti þjóðarinnar er á móti inngöngu í ESB, svo er manni sagt. Enn fremur er sagt að meirihluti þjóðarinnar vilji áframhaldandi eða klára viðræðurnar.  Nú er ljóst að viðræður snúast ekki um hvort heldur hvernig og hvenær.  Engar varanlegar undanþágur, umráðarétturinn yfir fiskimiðunum á endanum til Brussel.

Þannig að ef meirihluti kjósenda á að fá vilja sínum framgengt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá er sá vilji A. að ganga ekki í ESB og B. að ganga í ESB.    Slíkt gengur náttúrulega ekki upp, er venjulega kallað þversögn. Hún verður ekkert minni fyrir það að kjósendur almennt geri sér ekki grein fyrir henni.

Eini tæki kosturinn í þjóðartkvæðagreiðslu væri, viltu að Ísland gangi í ESB, já eða nei?

Eins og þú og fleiri hafa marg bent á þá mátti als ekki spyrja þessarar sjálfsögðu spurningar áður en umsókninni var hent inn. Ég efa raunar að enn megi (af hálfu ESB sinna) spyrja þessa.  Lýðskrumið og fárið allt gengur út á að nýta eins og hægt er slitrurnar af blekkingarvefnum mikla og þvæla fólki í að kjósa um ótæka kosti til að halda lífi í andvana umsókn. Virðinginn sem fyrr enginn, ekki fyrir þjóðinni sjálfum sér eða viðsemjendum.  

Ég horfði á útsendingu frá alþingi þar sem maður sá hálsæðarnar þrútna á stjórnarandstöðuþingmönnum í heilagri vandlætingu á loforðasvikum stakra Sjálfstæðismanna (einhverra hluta virðist enginn telja neitt á því að græða að krefjast efnda af Framsóknarmönnum ;-)   )    Ekki virtist það koma nokkurn skapaðan hlut við þá, t.d. Steingrím, stóru svikin varðandi aðildarumsóknina, eða Samfylkingarþingmenn að hafa samþykkt í fyrra lög um að ekki mætti blanda saman þjóðaratkvæðagreiðslum og sveitastjórnakosningum, eins og Bjarni Ben benti á en krefjast þess nú að þetta tvennt fari saman.   

Rembdust eins og uppblásnir froskar á grein að gera aðalatriði að aukaatriðum og öfugt.  

Ég held að það sé ábyrgðarhluti að láta þetta pólitíska viðundur, aðildarumsókn að ESB ekki valda meiri skaða en orðið er. Sé tækifæri að kveða þetta niður í jörðina nú þá á ekki að láta það ónotað.  Séu einhverjar siðferðilegar hugmyndir að trufla vegna lýðræðislegara krafna um að þjóðin fái að segja hug sinn með jái/eða neii við aðild að ESB (aðrir valkostir eru rugl eins og bent var á hér að ofan)  þá má réttlæta slíkt með því að ferlið allt er í sjálfu sér siðlaust þar sem þjóðin var ekki spurð í upphafi heldur nörruð í ferlið og stöðugt blekkt í framhaldinu.   Vissulega er óbragð af því að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu um þennan valkost svona svipað og þegar menn réttlæta fóstureyðingu vegna nauðgunar.  

Þeir sem nörruðu og véluðu þjóðina ættu a.m.k. að sjá sóma sinn í að hafa sig hæga ef þeir vilja halda í einhvern snefil af þeirri virðingu sem Alþingi ætti að hafa meðal þjóðarinnar.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 21:39

6 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Þarna eru  Íslendingar  (þessu tilviki Samfylking og bjartir )  í essinu sínu.     Rífast um form, vinnuaðferðir, og næstu skref í bjarmalandsför.   En  EKKI  aðalmálið.   a) Stöðuna hjá Evrópusambandinu.  b) Hvað sé þangað að sækja.  c) Ískalt mat á hvað áframhaldandi aðlögun þýðir.   "Samningaviðræður"  er meiningarlaust orðskrípi í nákvæmlega þessu samhengi.      Þetta liggur allt morgunljóst fyrir, en meirihluti mótmælenda við Alþingishúsið nennir greinilega ekki að kynna sér málið.        Er með frestunaráráttu og misskilningssröskun þegar kemur að því að kynna sér aðlögunarskilmála.    Búið að festa í kollinum  að um eitthvað óvænt  og giska gott verði "samið" við Brussel menn.

P.Valdimar Guðjónsson, 26.2.2014 kl. 22:45

7 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég er nú ein af þeim sem vilja fá að kjósa. Og ég vil færa mig upp á skaftið og heimta líka að fá að vita hvað kosið er um. Eina leiðin til þess held ég að sé að ljúka viðræðunum og leggja samninginn á borðið fyrir framan okkur svo að við getum myndað okkur afstöðu. Nú veit ég ekki margt, mest af því sem ég heyri er eintómir sleggjudómar og hræðsluáróður sem ég hrökklast undan. En eitt skiptir mig máli og það vonast ég til að ESB geti fært mér, það kemur þá í ljós þegar samningurinn liggur á borðinu hvort svo er. Ég vil að það verði endir bundinn á þetta kunningjasamfélag sem er búið að stjórna samfélaginu okkar alltof lengi. Ég held að regluverk ESB leyfi ekki að einn maður geti lagt undir sig ríkisfyrirtæki eins og Kögun og annar geti eignað sér alla hitamæla í landinu. Þeir sem skiptu ríkisbönkunum á milli sín brutu alvarlega á okkur eigendunum, þetta voru nefnilega sameiginlegar eignir okkar sem voru gefnir vildarvinum fáeinna stjórnmálamanna. Síðan var Þjóðhagsstofnun lögð niður, bindiskylda bankanna afnumin og öllum köttunum sleppt lausum. Og enginn þykist bera ábyrgð á neinu. Ég vil leyfa mér að trúa því að regluverk ESB hefði ekki leyft þetta og menn hefðu verið látnir sæta ábyrgð í stað þess að fá bara meiri vegtyllur. En það þurfa mér fróðari aðilar að skera úr um. En ég veit að allt verðlag væri mun stöðugra ef við værum í ESB og losnuðum við krónuna. Ef við gætum jafnvel fengið húsnæðislán á sömu kjörum og tíðkast innan ESB og komist upp úr þessari fátæktargildru. En það kemur allt í ljós þegar samningurinn liggur fyrir. Þetta er það sem ég geri mér vonir um og ef það stenst þá kýs ég inngöngu, annars ekki.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 26.2.2014 kl. 22:55

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Muniði hvernig var á meðan verið var að "kíkja í pakkann"? Eins og verið var að gera, nema hvað það hét ekki að kíkja í pakkann, heldur aðildarviðræður. Á meðan á þeim stóð tókum við upp (og erum enn að taka við fleiri) reglum ESB. Alveg eins og við værum smám saman að verða hluti af EB.

Þannig að: það er verið að fara frammá að við kjósum um að halda áfram að renna saman við EB, nema það verður kallað "að halda áfram aðildarviðræðum." Sem er ekki það sama og að "kíkja í pakkann," nema það er það sama. En samt ekki. Þó það sé það.

Það er verið að eyna að plata sem flesta til að ganga í EB með því að kalla það "aðildarviðræður."

Hve mikið fær samfylkingin borgað fyrir þetta?

Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2014 kl. 00:21

9 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Við erum búin að vera að innleiða allskonar evróputilskipanir í 20 ár, það er ekkert nýtt. Við tökum við þeim þegjandi og hljóðalaust og höfum ekkert um það að segja - vegna þess að við erum ekki í ESB. Það eru athugasemdir eins og hjá síðasta ræðumanni, þ.e. hve mikið Samfylkingin fái fyrir þetta, sem gjaldfella þessa umræðu. Þetta er alvarleg ásökun og ef hún er sönn þá er það glæpur. Hingað til hafa aldrei verið leidd nein rök að því að Samfylkingin hafi fengið peningagjöf fyrir að koma okkur inn í ESB en ef Ásgrímur hefur vitneskju um annað þá er um að gera að koma þeim upplýsingum á framfæri.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.2.2014 kl. 00:34

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Margrét Birna.

Þú gasst fengið keypt hlutabréf í hvaða banka sem er í ríflega 3 ár á markaðsverði. Síðan voru þeir verðlagðir af tveinur óháðum erlendur matsfyrirtækjum og t.d. þegar Björgólfsskrattakollarnir keyptu Landsbankann þá voru þeir að kaupa hvert hlutabréf á hærra verði en þú gast keypt það daginn áður.

Skattgreiðendur fengu bankana 100% greidda.

Þjóðhagsstofnun var auka byrði á skattgreiðendum að gera sama og tvær aðrar stofnanir voru að gera fyrir utan einkafyrirtlki. Hún var fjárhagslegur baggi á skattgreiðendum.

Bindiskyldan var aldrei afnumin á bönkunum. Hún sveiflaðist upp og niður eftir því sem var í helstu samkeppnislöndum enda erum við á EES svæðinu og þetta eftir regluverki ESB .

„Pakkann” eða samninginn eins og hann verður hefur þú getað skoðað á heimasíðu ESB árum saman, um 100.000 síður af reglum sem við verðum að innleiða. Einu undanþágurnar er að sumar reglur fáum við einhverra mánaða frest, jafnvel ár til að klára að innleiða. Hvers vegna heldur þú að dr. Össur hafi ekki viljað láta ræða fiskveiðikaflann og landbúnaðarkaflann strax í upphafi ? Af því hann vissi að þá kæmist upp um að hann væri að ljúga að þjóðinni og þinginu.

Dr. Össur taldi sjálfum sér og hluta þjóðarinnar trú um að viðræðurnar snerust um að fá undanþágur á meðan það er kristaltært að sambandið veitir ekki umsóknarríkjum undanþágur, heldur er verið að semja um dagsetningar sem á að taka allt laga- og regluverk Evrópusambandsins inn hjá okkur.

Líttu nú á hvernig toppar Evrópusambandsins ráku ofan í kokið á dr. Össuri þegar hann talaði um að hann teldi að við værum að kíkja í pakkann og myndum fá eftirgjöf af aðlögun okkar að laga- og regluverki Evrópusambandsins.

Skrítið - eða not- að engin fjölmiðill sagði frá þessum fjölþóðlega og fjölmenna blaðamannafundi dr. Össurar úti í Brüssel - kíktu á dr. Össur tekinn í bakaríið með klisjuna sína um að semja um undanþágur á þessari slóð :

.

.

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

.

.

.

.

HVAÐ SEGIR RÁÐHERRARÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS UM ÞETTA PAKKATAL OG UNDANÞÁGUR ?

Ráðherraráð ESB ítrekaði á fundi sínum í desember 2012 að Íslandi bæri að taka upp allt laga- og regluverkið án undantekninga og má lesa um það á íslensku hér :

.

.

.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/12/radherrarad-esb-adildarvidraedur-ganga-vel-en-island-tharf-ad-samthykkja-allan-lagabalk-esb/

.

.

Dr. Össur skildi þetta ekki einu sinni eftir að toppar í Evrópusambandinu leiðréttu hann á blaðamannafundinumn, nema hann hafi verið með leikrit í gangi því hann setti dreyrrauðan þegar Füle setti ofan í við hann eins og sést upptökunni á blaðamannafundinum. En allt bendir þó til að dr. Össur hafi vitað allan tímann en haldið leikritinu gangandi í bjölluati sínu úti í Brüssel.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.2.2014 kl. 04:39

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já eitt enn, það er ekki búið að innleiða nema 4-5% af því sem okkur hefur borið að gera fram að þessu ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.2.2014 kl. 04:41

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Margrét mín það er nú mergurinn málsins, það er enginn samningur í gangi,heldur aðlögunarviðræður. Þar sem Íslandi ber að taka upp regluverk ESB upp á 100.000 bls.

Hér er kafli úr skýrslu ESB til fyrrverandi ríkisstjórnar. Og eitt enn, þarna kemur fram að nauðsynlegt sé að það sé eining um að ganga inn í bandalagið. Maður getur spurt sig hvort slíkt sé til staðar hér, þar sem skoðanakannanir sýna svo ekki verður um vills að mikil andststaða er við að ganga inn í ESB:

Accession negotiations

Accession negotiations concern the candidate’s

ability to take on the obligations of membership.

The term “negotiation” can be misleading.

Accession negotiations focus on the conditions and

timing of the candidate’s adoption, implementation

and application of EU rules – some 100,000 pages of

them. And these rules (also known as the acquis,

French for “that which has been agreed”) are not

How the enlargement process works:

meeting the requirements

negotiable. For candidates, it is essentially a

matter of agreeing on how and when to adopt and

implement EU rules and procedures. For the EU, it

is important to obtain guarantees on the date and

effectiveness of each candidate’s implementation

of the rules.

Negotiations are conducted between the EU

Member States and each individual candidate

country and the pace depends on each country’s

progress in meeting the requirements. Candidates

consequently have an incentive to implement the

necessary reforms rapidly and effectively. Some of

these reforms require considerable and sometimes

difficult transformations of a country’s political

and economic structures. It is therefore important

that governments clearly and convincingly

communicate the reasons for these reforms to the

citizens of the country. Support from civil society

is essential in this process. Negotiating sessions

Af þessu má sjá að í fyrsta lagi er hér ekki um samning að ræða heldur upptöku regluverks ESB, og engar varanlega undanþágur í boði. Í öðru lagi er þess krafist að samstaða sé með yfirvöldum og íbúum umsóknarlands.

Þannig að samning á borðið er ekki í umræðunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 11:40

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

-Orð skulu standa! - Eftir höfðinu dansa limirnir! - Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það!

Orð skulu standa! Alltof margir - þ.m.t. undirritaður þurfa að játa á sig að hafa gengið á bak orða sinna og svikið, jafnt sjálfa sig sem aðra um að efna gefin loforð.

Ráðherra er ekki maður úti í bæ. Alþingismaður er í vinnu hjá þjóð sinni við að setja henni lög, rammann utan um samfélagsreglurnar.

Fjórir ráðherrar hétu þjóð sinni því að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB. Fjórir ráðherrar, ekki minna en FJÓRIR ráðherrar eru búnir að lýsa yfir að þeir hyggist ekki efna þessi heit við kjósendur!

Snýst málið um það; ég spyr ykkur sem hér að ofan hafið tjáð ykkur; - snýst málið um það hvort það sé skynsamlegt að efna til þessarar atkvæðagreiðslu?

Það er ekki mjög málefnalegt að vísa þessu máli til kjósenda á því stigi sem það er í dag.

Það er bara allt önnur saga. Það er allt annað - og sjálfstætt - umræðuefni.

Það umræðuefni er bara ekki í boði hér í færslu síðuritara.

Hér hafið þið - flest, í það minnsta - skautað framhjá því hvort þið sættið ykkur við að ómerkilegir svikarar sitji í fjórum ráðherrastólum þjóðar okkar!

Fólk sem kakar við rass að uppfylla fyrirheit sem það birti þjóð sinni í beinni útsendingu í leit að atkvæðum!

Hvers væntum við af störfum þess fólks sem telur sér sæma að sækja um vinnu hjá okkur með svona "myndarbrag"?  

Það kæmi mér á óvart ef ekki birtist bráðlega "svar" við þessari athugasemd minni.

Og þar verði ég spurður hvort mér hafi fundist þessi eða hinn úr fyrri ríkisstjórn betri þegar hann sagði eða gerði þetta eða hitt, ellegar sagði ekki og gerði ekki þetta eða hitt.

Þannig er pólitísk umræða orðin í dag á Íslandi.

Og hún segir mikla sögu um pólitískt siðferði þjóðmálaumræðu okkar.

Og segir frá því að á þeirri umræðu er ekki mikill bragur. 

Árni Gunnarsson, 27.2.2014 kl. 13:44

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get alveg verið sammála þér að það er ekki mikil reisn yfir þjóðfélagsumræðunni, en það nær ekki lengra. Það er hálf pínlegt að sjá hvernig stjórarandstaðan hamast á því að það hafi verið framin kosningasvik. Hafa þeir efni á slíku? 'Eg segi nei, þeir lofuðu að klára ESB umræðuna drolluðu í fjögur á og gáfust svo upp og settu málið á ís. Þau lofuðu skjaldborg og nýrri sjávarúvegsstefnu. Hvar eru þau loforð?

Síðan er það "samningurinn" það var nefnilega enginn samningur, ekkert samningaferli heldur aðlögun að regluverki Sambandsins, það hafa fyrirsvarsmenn lengi talað um og reynt að segja íslendingum, en sumir hafa þráskallast við og vilja ekki vita sannleikann.

Auðvitað var það ekki gott hjá Bjarna ef hann hefur sagt það beint að hann myndi hafa þjóðaratkvæðagreiðslu, en hann hefur útskýrt það vel.

Einnig hefur komið fram í skýrslu ESB að enginn sæki um nema að þjóð og þing séu því samþykk. Á þeim tíma sem farið var í umsóknarferlið var ljóst að ekki var meirihlutavilji hjá þjóðinni að ganga inn. Þess vegna ÞORÐI FYRRI RÍKISSTJÓRN EKKI AÐ LÁTA FARA FRAM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU um hvort sækja bæri um eða ekki, og mörgum sinnum á ferlinum hafnaði þetta sama fólk því að leyfa þjóðinni að kjósa um ferlið. Þetta er nú öll lýðræðisást þessa fólks.

Það er reyndar ekki lýðræðisást sem knýr það áfram heldur hefur það fengið blóð í munninn af reiði yfir því að ESB draumurinn hangir á bláþræði. Þetta fólk er nefnilega ekki þjóðlegra en svo að það hefur enga trú á landi eða þjóð, og telus sig best borgið undir pilsfaldi eins mesta spillingarsambandi á jörðinni og er þá mikið sagt. Ef þetta væri ekki svona ógeðslegt þá væri það drepfyndið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 14:41

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Árni Gunnarsson !

Kaust þú Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn ? ? ?

Hér er verulega forvitnilegt myndband sem fólk ætti að líta á með því að copiera slóðina hér fyrir neðan og setja inn i vafrahausinn sinn :

HIN SANNA ÁSJÓNA EVRÓPUSAMBANDSINS The Real Face of The European Union

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1359483/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.2.2014 kl. 15:00

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stundum dettur manni í hug að ESB-kosning á þessu fáránlega og stjórnlausa stigi, þýði í hugum sumra, að Angela Merkel sé væntanleg, eins og frelsandi engill af himnum ofan? Bara sí-sona. 

Og í sjálfboðastarfi muni sá frelsandi engill, Merkel, afnema með töfrasprota sínum, ólöglega verðtryggingu á Íslandi, og líklega lækka stýrivexti seðlabankans í leiðinni!

Merkileg þróun mála! Sumir eru svo barnalegir að trúa því að Jesús komi og frelsi bara hvítflibba, eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Hansakaupmenn nútímans á Íslandi og víðar, vilja fleiri verðlaus kauphallar-verðbréf í boði stritandi skattborgara Evrópu, og eru því farnir að mótmæla á Austurvelli! En þeir mótmæla að sjálfsögðu ekki verðtryggingarbölinu, né vaxtaokrinu heimatilbúna?

Mikil er villutrú sumra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2014 kl. 15:01

17 Smámynd: Einar Karl

Hvað í þessu evrópska regluverki er svona hræðilegt?

Bann við að sópa upp eldgömlu hvalamjöli og setja í bjór??

Einar Karl, 27.2.2014 kl. 16:27

18 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég vil nú bara fá að kjósa, það er allt og sumt. Eins og margsinnis hefur verið lofað. Hvað er svona slæmt við það?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.2.2014 kl. 18:18

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Margrét Birna.

Það er búið að lofa þér því að það verður ekki sótt um inngöngu í ESB nemra halda um það þjóðaratkvæði. Fyrir liggur í ótal mörgum skoðanakönnunum að meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í ESB. Þjóðin er nýbúin að kjósa til Alþingis og raðaði þar inn 36 þingmönnum sem vilja ekki ganga í ESB og var vitað þegar þeir voru kosnir. Eini flokkurinn sem hefur það sem stefnu, nánast einu stefnuna sem þeir hafa, fékk einungis 12,9 % atkvæða, Þeir guldu mesta afhroð sem þekkt er í vestrænum samfélagögum undanfarin 700 ár. Það bendir ekki til þess að þjóðin almennt hafi áhuga á inngöngu í ESB miðað við síðustu kosningar auk margra skoðanakannana sem ýms fyritæki hafa haldið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.2.2014 kl. 18:29

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú spyrð eins og barn Einar Karl ég hélt satt að segja að þú værir sæmilega vel gefin, en ég er farin að efast um það. Hefurðu lesið regluverkið? Eða kynnt þér til dæmis það sem þeir vilja með yfirráð yfir sjávarauðlindinni og landbúnaðinum? Hefurð gert þér grein fyrir því að um leið og við förum inn, er öllum frjálst að kaupa sig inn í hvaða fyrirtæki sem er á Íslandi, bæði sjávarútveg, jarðir og fyrirtæki. Peningaflæðið verður mikið, en eignarhald færist til fjárfesta um allan heim. Þetta gerðist til dæmis á Spáni og Grikklandi, erlendir fjárfestar komust í brunaútsölu og allt verðlag hækkaði. Maður sem ég hitti á sölutorgi í Eisenstadt sagði mér að hann mætti ekki selja afurðir sínar úr hunangi á torginu, heldur yrði hann að kaupa þær vörur frá stórfyrirtækjum í Þýskalandi. Þó hann framleiddi sjálfur nákvæmlega sömu afurðirna. Bretar kvarta yfir því að erlendir aðilar, Spánverjar, Portugalar og fleiri hafi keypt upp allan kvótann þar. Það er bara svo mikill barnaskapur að halda að við verðum svo vel sett bara við að fara inn í ESB, að manni fallast hendur að fullorðið fólk, sem maður hélt jafnvel að væri vel gefið, skuli halda svona máli fram, það segir mér bara að þú hefur ekki kynnt þér skýrslu ESB eða það sem fólk hefur verið að benda á

Margrét þú vilt bara fá að kjósa.... en um hvað ætlarðu að kjósa. Viltu ekki segja okkur það?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 18:30

21 Smámynd: Einar Karl

Nú þegar er það svo að það megir allir (innan EES a.m.k.) kaupa hér allt sem þeim sýnist, jarðir, hús, fyrirtæki - allt nema hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum.

Þú segir að Bretar kvarti undan því að Spánverjar og Portúgalar hafi "keypta allan kvótann". En bíddu nú við, þú ert nú sjálf á Vestfjörðum og veist allt um það þegar einhver kemur og kaupir "allan kvótann", skiptir það fólkið á Flateyri máli hvort það sé Guðmundur vinalausi eða Guillermo frá Bilbao sem fer með kvótann?

Íslendingar eru færir að reka sjávarútvegsfyrirtæki og veiða heilan helling úti fyrir ströndum Afríku, frá Seattle, og víðar. Ég myndi alveg treysta íslenskum útgerðarmönnum í samkeppni við aðra, alveg eins og íslenskum lyfjafyrirtækjum, Marel (sem er nú hollenskt fyrirtæki), öðrum iðnfyrirtækjum, líftæknifyrirtækjum (eins og ameríska fyrirtækinu deCODE genetics).

Einar Karl, 27.2.2014 kl. 20:09

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá hefur þú meira traust á Útvegsmönnum en ég. Þeir hugsa í peningum, enda hafa þeir tekið milljarða út úr sjávarútveginum til að byggja hallir í Reykjavík og víðar. Ef nóg er boðið, þá munu þeir selja án þess að hugsa sig um. Þeir hafa svo sannarlega sýnt að þeim er nákvæmlega sama um í íbúa byggðanna, bara ef þeir fá sitt. Þess vegna voru sett þessi lög um að útlendingar mættu ekki eiga meira en var það ekki 12%? man ekki tölurnar.

Að þeir fari ránshendi um veiðilendur annara þjóða kemur mér ekkert á óvart heldur, en það er ekki okkar að verja slíkar veiðislóðir.

Og já ég ítreka að bretar kvörtuðu yfir því að þeir ættu ekki kvóta lengur, því spánverjar og fleiri þjóðir hefðu gleypt allt saman, og ég veit allt um það þegar gróðapungar fara með kvótann úr byggðalaginu og skilja það eftir í rúst.

Ég hef hingað til vonað að einhver ríkisstjórn hefði bein í nefinu til að breyta þessum ólögum, sem nóta bene brjóta stjórnarskrá okkar, án þess að nokkuð hafið verið að gert.

Ekki myndi ástandið batna ef yfirráðin færðust til Brussel, og í því sambandi má til dæmis nefna flökkustofna eins og Makrílinn, við hefðum tapað milljörðum í haust ef við hefðum verið innan ESB, því þá hefðum við ekki haft neinn samningsrétt þar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 20:20

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einar Karl. Auðvitað skiptir það fólkið í sjávarplássunum máli hvort kvótinn er keyptur af útlendingum eða íslenskum sægreifum. Það skiptir bara ÖLLU máli.

Kvótinn sem seldur hefur verið úr landi (gegn gildandi lögum þó) verður ekki endurheimtur. Hinsvegar getum við sjálf breytt þessu og hindrað glæpastarfsemina með aukningu á aflaheimildum sem yrði til þess að stórlækka verð í braskinu sem er orðin þjóðarskömm. 

En þessu verður ekki komið í kring með núverandi ríkisstjórn sem er ríkisstjórn L.Í.Ú eins og allir vita sem þora að viðurkenna fyrir sjálfum sér. Það reynist mörgum örðugt. Með óskertu frelsi til handfæraveiða sem eru sjálfsögð mannréttindi yrði kvótabraski og veðsetningu aflaheimilda veitt náðarhöggið sem enginn stjórnmálaflokkur þorir að láta falla.

Árni Gunnarsson, 27.2.2014 kl. 22:43

24 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

„það fyndna við þetta er að það fólk sem mest óskapast núna um þjóðaratkvæðagreiðslu sem einu lýðræðislegu leiðina, hafnaði marg oft að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um umsóknina í ESB og um áframhald viðræðna.  Það er nú öll lýðræðisást Össurar, Steingríms, Róberts, Guðmundar Steingríms og fleiri góðra manna“

Nákvæmlega!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.2.2014 kl. 23:32

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt hjá þér Rakel. Síðasti meirihluti ásamt fylgihnöttum þeirra á þingi mun hafa drepið einar 12 tillögur um þjóðaratkvæði um ESB.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.2.2014 kl. 00:10

26 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Valdís Steinarsdóttir gerði nokkuð nákvæma samantekt á þessu hér: http://ast.blog.is/blog/ast/entry/1358233/ Þar sést að eftirtaldin: Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Birgitta Jónsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Róbert Marshall, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson eiga mörg vannýtt tækifæri, til að styðja við þjóðaratkvæðagreisðlur um ESB-aðila, á síðasta kjörtímabili.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.2.2014 kl. 00:28

27 Smámynd: Einar Karl

Rakel, þú talar um "þetta fólk" og telur upp nöfn 18 einstaklinga.

Á síðunni thjod.is hafa yfir 39.000 manns skráð nafn sitt og skorað á stjórnvöld að halda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Einar Karl, 28.2.2014 kl. 06:46

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það fólk sem skrifar undir þjóðaratkvæðagreiðslu, veit það um hvað málið snýst. Mér sýnist á svörum sumra að þeir hafi ekki hugmynd um hvað þeir eru að skrifa undir, sumir vilja bara fá samninginn á borðið og kjósa svo, einfalt? Nema það er enginn samningur bara aðlögun að sambandinu. Aðrir telja sig vera að mótmæla gjaldeyrishöftum, verðtryggingu og ég veit ekki hvað. Aðrir eru að reyna að koma ríkisstjórninni frá. Svo á endanum þá verður spurning um hvernig þetta endar. Mín trú er sú að þetta springi allt saman í andlitið á þeim sem draga þennan vagn, þ.e. fólkinu sem Rakel taldi upp hér að framan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2014 kl. 11:26

29 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er svo innilega sammála þér Ásthildur.

Í þessu samtali Össurar við ESB ráðamenn kemur fram afstaða ESB í varanlegum undanþágum  Þetta myndskeið þyrfti að texta og dreifa á netinu.  

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.2.2014 kl. 20:31

30 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ekki veit ég hvernig ég fór að því að fá þennan hvíta grunnlit á athugasemdina En  hér er slóðin á samræður Össurar og Stefan Fule stækkunarstjóra ESB http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8&feature=share

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.2.2014 kl. 20:37

31 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðrún.

Dr. Össur er sá sem var sett ofan í við og hann leiðréttur - samt talar hann eins og hann hafi ekki verið leiðréttur af Füle !

Hvað eiga vesalings almennu kjósendurnir að halda ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.2.2014 kl. 20:43

32 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég er alltaf að verða betur og betur sannfærðari um að það skilur stór hluti ekki þetta orð:

AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR

það er ekki það sama og SAMNINGAVIÐRÆÐUR

Byrja á því að læra muninn og síðan skulum við ræða saman. . . Ekki einn að glamra ELO lag og hinn Napalm Death. . . .

Sindri Karl Sigurðsson, 28.2.2014 kl. 20:47

33 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Predíkari, þetta er mjög skýrt hjá Stefan Fule. Getur verið að fólk skilji bara ekki enskuna í þessu samtali? Kanski skilur Össur hana ekki heldur Það er nauðsynlegt að texta þetta myndskeið. Hver getur gert það?

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.2.2014 kl. 20:57

34 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðrún !

Sennilega gætir þú beðið Jón Val á síðu hans http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/

Hann er einn af þeim sem kann öll trixin eð þekkir einhvern sem gæti gert þetta. Auk þess er hann heitur í þessu máli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.2.2014 kl. 21:26

35 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk fyrir ábendingurna prédíkari. Ég benti Jóni á þetta núna, vonandi getur hann reddað þessu.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.2.2014 kl. 21:43

36 Smámynd: Einar Karl

Í kommenti #17 spurði ég hvað væri slæmt við "aðlögunar"-reglur. Hef enn engin svör fengið.

Ég skil mætavel það sem þið eruð að segja, land þarf að aðlaga ýmislegt í sínum lögum, reglum og stjórnsýslu áður en það gerist aðildarríki. En nákvæmlega HVAÐA aðlögunarreglur er það sem þið óttast?

Þið vitið að jafnvel þó svo við verðum búin að aðlaga einhverjar reglur, þá verður ENDANLEGUR SAMNINGUR borinn undir þjóðina, til samþykktar eða synjunar. Jafnvel þó svo xB og xD gætu átt það til að svíkja okkur um slíka atkvæðagreiðslu, þá krefst ESB hennar.

Einar Karl, 28.2.2014 kl. 21:57

37 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Einar. Hvað eru aðlögunarviðræður? Þú spyrð spurningarinnar eins og þú vitir það, þannig að nú gefst þér tækifæri á að útskýra hvað er aðlögun og í hverju felst hún, sérstaklega þegar hin spurningin kemur upp, hvað eru samningar og í hverju felast þeir?

Tvær spurningar og tvö svör, ekki lengri en ein setning.... Svaraðu nú !

Sindri Karl Sigurðsson, 28.2.2014 kl. 22:10

38 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Til að hjálpa þér og undirstrika komment nr. 32 hjá mér þá skal ég spila lag númer 4 af Time með ELO.

.

.

Svona til að hjálpa þér aðeins þá mæli ég með laginu Multinational Corporations af plötunni Scum með Napalm Death. . . .

Sindri Karl Sigurðsson, 28.2.2014 kl. 22:28

39 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Vefst það virkilega fyrir einhverju, okkur var lofað fyrir kosningar ( eins og marg hefur verið sannað) að við fengjum að ráða því sjálf sem þjóð hvort haldið yrði áfram með aðildarviðræðurnar eða ekki, og við það á að standa. Eg-f það verður samþykkt að halda áfram er það þá ekki ljóst að þjóðinn vill það, og þá og ef núverandi stjórnarherrar treysta sér ekki til að framfylgja vilja meirihluta þjóðarinnar, eiga þeir að sjálfsögðu að víkja og fá öðrum völdin sem treysta sér til þess. Þjóðarvilji er mun mikilvægari en hvort strákarnir SDG og BB haldi ráðherraembættum sínum. Fólk vill einfaldlega ekki láta draga sig lengur á asnaeyrunum eins og núverandi stjórnvöld hafa gert, frá því þeir tóku við, með sviknum kosningarloforðum

Guðmundur Ingólfsson, 28.2.2014 kl. 22:31

40 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Einar Karl !

Fyrst þú veist þetta ekki enn þó það sé búið að reybna að sýna þér þetta, þá vona ég að þú getir esið ensku, því ég skal benda þér á etta enn á ný :

HVAÐA REGLUR SEGIR EVRÓPUSAMBANDIÐ SJÁLFT - EKKI DR. ÖSSUR OG MEÐREIÐARSVEINAR HANS - AÐ GILDI UM AÐLÖGUNARFERLI UMSÓKNARRÍKIS ? ? ?

.

.

Þetta er allt mjög skýrt á hemasíðu Evrópusambandsins hérna um hvaða reglur gilda í aðlögunarferlinu :

.

.

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

.

.

Þarna er talað um að umsóknarþjóð skuli taka allt laga- og regluverk ESB inn í sitt eigið og samið verði um tímapunktana. Þeir segja : „They are not negotiable” og ekki nóg með það þeir feitletra inni í setningunni „NOT EGOTIABLE” alveg eins og þeir leiðrétta dr. Össur með í myndbandinu sem er hér :

.

.

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

.

.

Helgi Seljan, og aðrir fjölmiðlamenn, hefði átt meiri þakkir skildar hefði hann komið dr. Össuri og þeim sem trúðu honum um aðlögunarferlið að það væri umsemjanlegt. Pakkinn lá fyrir frá upphafi í heilu lagi á heimasíðu sambandsins, sem og kröfurnar í aðlöguninni eins og hér var bent á.

Þá væri ekki þessi hávaði í mörgum, enda mun þriðjungur þjóðarinnar ekki skilja skrifaða né talaða ensku virðist vera.

Fyrir ykkur sem enn berjið höfðinu við steininn ættuð að lesa leiðbeiningarbækling Evrópusambandsins sem er á heimasíðu þess og í honum er ferlinu lýst fyrir umsóknarríkjum :

.

.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

.

.

Málið er bara að það getur enginn beðið eftir góðum samningi. Samningurinn/pakkinn liggur fyrir á heimasíðu Evrópusambandsins, ewinungis um 100.000 blaðsíður af laga- og regluverki ESB. Þetta vilja fullveldisafsalsmenn akki skilja, kannski af því þeir lesa ekki ensku eða skilja hana ekki.

Aðlögun sú sem búið er að stöðva felur í sér að samið er um tímapunkta hvenær allt regluverkið er tekið upp hjá umsóknarríkinu Íslandi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.2.2014 kl. 22:36

41 Smámynd: Einar Karl

"Aðlögunarviðræður" eru til að lönd eins og Serbía, Albanía, og slík lönd séu búin að uppfæra óskilvirka stjórnsýslu og frumstæða löggjöf á mörgum sviðum, ÁÐUR en þau fá að ganga í ESB.

Ísland þarf ekkert mikið að "aðlaga", því við erum - sem betur fer - aðeins þróaðri en Serbía. En nú er ég farinn að svara mínum eigin spurningum. Það eru aðrir en ég sem segjast óttast aðlögunina, þess vegna spyr ég í þriðja sinn ykkur sem óttast, HVAÐ óttist þið?

Einar Karl, 28.2.2014 kl. 22:37

42 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Einar Karl !

Líttu á þennan þátt sem vefslóðin að neðan vísar í og heyrðu hvað þeir sem búa í sældarríkinu segja um veru sína þar - þar á meðal þingmenn Evróðusambandsins. Þá kemstu að því hvers íslendingar óska sér ekki.

HIN SANNA ÁSJÓNA EVRÓPUSAMBANDSINS - The Real Face of The European Union :

.

.

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1359483/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.2.2014 kl. 22:45

43 Smámynd: Einar Karl

Æ sorrý Predikari, nenni ekki að horfa á einhverja 43 mín. "heimilda"-mynd sem ég þekki engin deili á. Getur þú ekki bara sagt mér hvaða aðlögunarreglur eru hættulegar?

Einar Karl, 28.2.2014 kl. 22:54

44 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Einar . . . .

Skv. http://www.ordabanki.hi.is/

aðlögun -> sameinig

[sh.] aðlögun [sænska] integration [danska] integration [sh.] fusion [finnska] yhdentyminen [sh.] integroituminen [norskt bókmál] integrasjon [enska] integration [Stjórnsýsluorð ]

Ég óttast ekki neitt nema fávisku og heilaþvott. Hlusta á lag nr. 4 af Time og lag nr. 1 af Scum.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.2.2014 kl. 22:56

45 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Benda á önnur lönd er engin lausn. Þau sóttu um aðild, þau kíktu ekki í pakkann er það?

Sindri Karl Sigurðsson, 28.2.2014 kl. 22:59

46 Smámynd: Einar Karl

Hér er fátt um svör.

Ég kíki hingað aftir á morgun. Er til í rökræður! Góða nótt.

Einar Karl, 28.2.2014 kl. 22:59

47 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Einar Karl.

Hraðspólaðu þá því þarna er rætt við æðstu verndara stjórnarskrarinnar í Bretlandi, 2-3 þingmenn á Erópusambandsþinginu og ótal margt fleira athyglisvert. Þetta ættir þú að skoða og meta fyrir þig en þú hefur kannski ekki áhuga að heyra hvað þeir segja um ESB sem eru þar þingmenn og staðreyndir um rekstur þess ?

Þú vilt kannski bara halda áfram sleggjudómunum sem sagðir eru í ræsi bloggsins og ýmissa þingmanna á Íslandi sem eru að tala og fullyrða hluti sem þeir pottþétt vita um að eru ósannir, samanber þessi eina og hálfa m´núta þar sem Füle leiðréttir dr. Össur en samt er hann búinn að segja 180°gegn því serm Füle leiðréttir hann með ! Þú hlýtur að þola að eyða í það rúmri einni mínútu ? ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.2.2014 kl. 23:03

48 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allt í lagi við skulum halda þjóðaratkvæðagreiðsu, við skulum spyrja um það sem átti að spyrja um í upphafi þessa ferils. Við skulum spyrja íslenginga; viljið þið ganga í Evrópusambandið, Nei eða Já? þá fæst svar og við skulum una niðurstöðunni. Málið dautt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2014 kl. 01:26

49 Smámynd: Einar Karl

Hvað meinarðu Ásthildur? Að við sendum samninganefnd til Brussel og segjum við gagnaðilann, "Ja sko, komiði bara með eitthvað, samningurinn er fyrirfram samþykktur."

Einar Karl, 1.3.2014 kl. 07:35

50 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Einar Karl.Já - því það eru ekki leyfð frávik út fyrir laga- og regluverk ESB - þeir margítreka það.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.3.2014 kl. 10:09

51 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég er að tala um að við höldum þjóðarkosningu um hvort við viljum ganga í ESB já eða nei, ef meirihlutinn segir já, þá má halda áfram þessu ferli, því það stendur nefnilega í skýrslu ESB að bæði þjóð og þing verða að vera sátt við málið.

Ef svarið verður nei, ber að slíta viðræðunum strax. Þá ættu allir að vera sáttir ekki satt?

Það er grundvallaratriði að við sem þjóð viljum ganga inn í ESB. Það er spurningin sem átti að byrja á að spyrja í upphafi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2014 kl. 11:14

52 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að spyrja fólk hvort það vilji halda viðræðunum opnum, krefst þess að við gerum hreint fyrir okkar dyrum og segjum fólki að hér sé um aðlögun að regluverki ESB að ræða en ekki samning, það er grundvallar munur á því, og með þeirri spurningu er enn og aftur verið að blekkja fólk um að það sé einhver pakki til að kíkja í.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2014 kl. 11:16

53 identicon

Hjartanlega sammála Ásthildur - þín skoðun og rökstuðningur eru eins og töluð út úr mínu hjarta.

Það hefði átt að vera búið að spyrja þjóðina um þessa vegferð fyrir löngu síðan. Það var fljótt ljóst að þetta er innlimunar- en ekki aðildarferli í hnignandi batterí, allavega þeim sem fylgdust með því að reglum Evrópusambandsins var breytt eftir að Noregur leyfði sér að segja 2x nei.

Fannst þó þessi ákvörðun að slíta viðræðum ansi brött og studdi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitastjórnarkosningum um stund. Við nánari umhugsun og hlustun á veikar raddir sem ná í gegnum alla dramatíkina þá held ég að þetta sé útrás fólks fyrir annars konar svekkelsi og rómantískar hugmyndir um huggulegt Já eða Nei um að hafa einhver áhrif á eitthvað. En það er ekki alveg svo einfalt.

Ef kosið væri í dag þá væru allir svo upprifnir að þeir myndu segja JÁ! Og hvar erum við þá stödd? E.t.v. með lélegri samningsstöðu skv. t.d. Björgu Thoroddsen, ríkisstjórn sem er ekki sannfærð um ágæti þessa fyrirkomulags og ESB sinna sem segðu ef einhverjir kæmust að því að samningurinn sé lélegur að það sé þessari ríkisstjórn að kenna.

Reyndar er sumum sama um lélegan samning sbr. Róbert Marshall í Bjartri framtíð - þeir vilja bara inn, sama hvað það þýðir fyrir þjóðina. Hvað er að!!!!

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 20:32

54 Smámynd: Einar Karl

Enginn hefur enn nefnt eina einustu slæma reglu sem við þurfum að taka upp sem hluta af "aðlögun". Ekki eina einustu. Getur verið að skoðanir margra á aðildarviðræðum séu byggðar á misskilningi? Kannski kominn tími til ða endurskoða þær? Það er engin skömm að því að skipta um skoðun.

Þetta hér sá ég að Guðmundur Steingrímsson þingmaður skrifaði á netið:

Rök fyrir að slíta viðræðum við ESB hafa verið margskonar, en haldið litlu vatni að mínu mati:

1) Evrópa brennur, var hrópað fyrir ca ári síðan. Þá var kreppuástand. Nú tala fáir um það.

2) Viðræðurnar eru aðlögun! Enginn hefur þó getað nefnt þau lög, reglur eða stofnanir sem hafa þurft að taka breytingum vegna viðræðnanna. Meira að segja var gert sérstakt samkomulag milli viðræðunefndanna um að Ísland myndi ekki breyta neinu í regluverki sínu eða stofnanaumhverfi fyrr en að samþykktum samningi í þjóðaratkvæði.

3) Ungir Íslendingar munu þurfa að ganga í Evrópuher! Þetta var algjör ímyndun. Og kaflanum um öryggis- og varnarmál hefur verið lokað. Þar er m.a. sérstakt ákvæði um að Íslendingar reki ekki her né gangi í heri, til þess að fyrirbyggja allan misskilning.

4) Sjálfstæðið er í húfi! Jú, vissulega minnkar aðild sjálfsákvörðunarrétt ríkja, en í staðinn koma ýmsir kostir, svona eins og í góðu hjónabandi. Maður er vissulega frjálsari einn, en mögulega hamingjusamari með öðrum. En verst fyrir sjálfstæðisrökin er sú staðreynd að Ísland þiggur nú þegar, umyrðalaust, lagabálka frá ESB í gegnum EES. Við fengjum hins vegar aðgang að ákvarðanatökunni með aðild, og því er aðild í raun betri fyrir sjálfstæðið. Og svo er hitt: Alltaf hefur gengið illa fyrir talsmenn þessara viðhorfa að sannfæra t.d. Dani, Finna, Frakka eða, nú síðast, Möltubúa um að þessar þjóðir séu ekki sjálfstæðar. Þær eru í ESB.

5) Landbúnaður á Íslandi fer á hliðina! Raunar sýna hagfræðiúttektir að t.d. sauðfjárbúskapur myndi líklega njóta betri skilyrða við inngöngu. Svo er eitt hið merkilegasta við hina nýju skýrslu Hagfræðistofnunar, að þar eru rakin þau viðhorf ESB að ESB myndi ekki gera miklar athugasemdir við það að Íslendingar styrktu sinn landbúnað til að vega upp á móti tollfrelsi. Spurningin lýtur bara að því hvað við viljum gera: Hvað viljum við ausa miklu fjármagni í landbúnað? Viljum við kannski frekar efla samkeppni? ESB virðist vera alveg sama.

6) Íslendingar eru á móti aðild samkvæmt skoðanakönnunum! Fylgi við aðild hefur sveiflast mjög ef litið er til síðustu tíu ára. Stundum er meirihluti, stundum minnihluti. En ef skoðanakannanir skipta mestu máli, ættu þær nýjustu væntanlega að vega þar mest. Tveir þriðju vilja klára viðræðurnar, samkvæmt fréttum dagsins.

7) Við eigum að eiga viðskipti við allar þjóðir ekki bara ESB þjóðir! Þessu er ég sammála. En hér vill gleymast, að með aðild að ESB fá Íslendingar aðild að öllum fríverslunarsamningum sem ESB gerir. Meðal þeirra yrði væntanlegur fríverslunarsamningur við Bandaríkin, svo dæmi sé tekið, sem Íslendingar hafa verið að reyna að fá um langt árabil en ekki fengið.

8) Það er um ekkert að semja! Þetta er nýjasta röksemdin fyrir því að hætta þessu. Fullyrt er að ESB geri engar undanþágur frá regluverki sínu og búi til engar sérlausnir. Þetta er einfaldlega rangt. Dæmi um sérlausnir og undanþágur í aðildarsamningum ríkja eru mýmörg. Það er almenn samningsafstaða ESB, skiljanlega, að vilja gera þá kröfu að viðræðuríki taki upp regluverkið óbreytt. En svo höfum við önnur sjónarmið. Þjóðir hafa sérstöðu. Hún er augljós í sjávarútvegsmálum, í okkar tilviki. Til dæmis veiðum við mestmegnis úr eigin stofnum, sem engin önnur þjóð veiðir úr, sem yrði einsdæmi innan ESB. Þeirri sérstöðu þyrfti að mæta. Þetta hafa Íslendingar alltaf sagt. Og nákvæmlega eins og í EES viðræðunum, sem voru strembnar um sjávarútvegsmál, og í útvíkkun landhelginnar, að þá láta Íslendingar auðvitað ekki sjónarmið viðsemjenda sinna ráða förinni. Við stöndum á okkar.

Semsagt: Ýmsu hefur verið tjaldað til. Mig grunar stundum að sumir vilji bara slíta af því bara. Þau eru bara á móti. Eða kannski vegna þess að ESB aðild borgar sig ekki fyrir suma sem eru í bisness. Þeir sem búa við ofurvernd í landbúnaði, samkeppnisleysi eða hentugar sveiflur í krónunni, eða sjá möguleika í haftaumhverfinu, eru kannski ekki áhugasamir um breytingar.

Einar Karl, 2.3.2014 kl. 08:26

55 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Taakk fyrir þitt innlegg Sigrún.

Einar Karl ég hef ekki tíma núna til að svara þér, því miður, en ætla mér að lesa þetta yfir og skoða málin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2014 kl. 12:43

56 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona að þetta komist til skila Einar Karl:

Rök fyrir að slíta viðræðum við ESB hafa verið margskonar, en haldið litlu vatni að mínu mati:

1) Evrópa brennur, var hrópað fyrir ca ári síðan. Þá var kreppuástand. Nú tala fáir um það.

::

Já Evrópa brann og engin veit hvernig hún mun líta út á næstu árum, meðan Ísland er hægt og sígandi að komast upp úr lægðinni, og ekki síst vegna krónunnar okkar.

::

2) Viðræðurnar eru aðlögun! Enginn hefur þó getað nefnt þau lög, reglur eða stofnanir sem hafa þurft að taka breytingum vegna viðræðnanna. Meira að segja var gert sérstakt samkomulag milli viðræðunefndanna um að Ísland myndi ekki breyta neinu í regluverki sínu eða stofnanaumhverfi fyrr en að samþykktum samningi í þjóðaratkvæði.

::

Þetta er einfaldlega rangt. Hér kemur fram að hér er um að ræða aðlögun en ekki samning. http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

„Accession negotiations concern the candidate’s

ability to take on the obligations of membership.

The term “negotiation” can be misleading.

Accession negotiations focus on the conditions and

timing of the candidate’s adoption, implementation

and application of EU rules – some 100,000 pages of

them. And these rules (also known as the acquis,

French for “that which has been agreed”) are not

How the enlargement process works:

meeting the requirements

negotiable. For candidates, it is essentially a

matter of agreeing on how and when to adopt and

implement EU rules and procedures. For the EU, it

is important to obtain guarantees on the date and

effectiveness of each candidate’s implementation

of the rules.“

Þessu vilja ESB sinnar ekki vita af og reyna að segja okkur að þetta sé nú ekki svona, heldur séu þér bara að segja þetta til öryggis. En við erum hér ekki að ræða saman á jafnréttisgrundvelli, hér er stórveldi að leyfa okkur að innlimast í þeirra raðir, með því að aðlaga okkur og taka upp regluverk ESB.

::

3) Ungir Íslendingar munu þurfa að ganga í Evrópuher! Þetta var algjör ímyndun. Og kaflanum um öryggis- og varnarmál hefur verið lokað. Þar er m.a. sérstakt ákvæði um að Íslendingar reki ekki her né gangi í heri, til þess að fyrirbyggja allan misskilning.

::

Það er eins og alltaf er, menn reyna að hræða aðra frá þátttöku, það virkar í báðar áttir, hvað með til dæmis mýtuna um að ef við göngum ekki inn í Esb verðum við úti í kuldanum alein og botnfrosin.

::

4) Sjálfstæðið er í húfi! Jú, vissulega minnkar aðild sjálfsákvörðunarrétt ríkja, en í staðinn koma ýmsir kostir, svona eins og í góðu hjónabandi. Maður er vissulega frjálsari einn, en mögulega hamingjusamari með öðrum. En verst fyrir sjálfstæðisrökin er sú staðreynd að Ísland þiggur nú þegar, umyrðalaust, lagabálka frá ESB í gegnum EES. Við fengjum hins vegar aðgang að ákvarðanatökunni með aðild, og því er aðild í raun betri fyrir sjálfstæðið. Og svo er hitt: Alltaf hefur gengið illa fyrir talsmenn þessara viðhorfa að sannfæra t.d. Dani, Finna, Frakka eða, nú síðast, Möltubúa um að þessar þjóðir séu ekki sjálfstæðar. Þær eru í ESB.

::

Það má benda á ýmislegt sem ætti að hringja viðvörunarbjöllum til dæmis þegar danir vildu efla varnir sínar við smygli og annari óáran. Og allskonar hótanir, þegar danir vildu standa með færeyingum í makríldeilunni og margt fleira sem ég bara man ekki lengur.

Gott hjónaband getur aldrei orðið nema báðir aðilar séu jafn réttháir. Það er ljóst að í þessu hjónabandi verða lög og reglur ESB ofar

landslögum Íslands. Og eftir að hafa séð kaflan um sjávarauðlindina og séð að yfirráð hennar mun flytjast til Brussel þá sé ég ekki hvaða við erum að sækjast í, einnig umbylting landbúnaðarmála. Að við fengjum aðgang að ákvarðanatöku er úti á túni, við værum þarna sem 0,06 eitthvað. Þetta er svo mikill barnaskapur að það hálfa væri nóg.

::

5) Landbúnaður á Íslandi fer á hliðina! Raunar sýna hagfræðiúttektir að t.d. sauðfjárbúskapur myndi líklega njóta betri skilyrða við inngöngu. Svo er eitt hið merkilegasta við hina nýju skýrslu Hagfræðistofnunar, að þar eru rakin þau viðhorf ESB að ESB myndi ekki gera miklar athugasemdir við það að Íslendingar styrktu sinn landbúnað til að vega upp á móti tollfrelsi. Spurningin lýtur bara að því hvað við viljum gera: Hvað viljum við ausa miklu fjármagni í landbúnað? Viljum við kannski frekar efla samkeppni? ESB virðist vera alveg sama.

::

Vísa bara hér í blogg Jóns Bjarnasonar, og hann vann að þessum málum og þekkir þau því betur en Guðmundur Steingrímsson. http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/

::

6) Íslendingar eru á móti aðild samkvæmt skoðanakönnunum! Fylgi við aðild hefur sveiflast mjög ef litið er til síðustu tíu ára. Stundum er meirihluti, stundum minnihluti. En ef skoðanakannanir skipta mestu máli, ættu þær nýjustu væntanlega að vega þar mest. Tveir þriðju vilja klára viðræðurnar, samkvæmt fréttum dagsins.

::

Að klára viðræðurnar á fölskum forsendum, því eins og ég benti á hér að framan, þá eru þetta ekki samningaviðræður heldur aðlögun að regluverki ESB. Milljóna samfélag sem við eigum að samsama okkur við 350.000 hræður, það sér hver maður að við myndum drukkna í slíku samfélagi.

Það sýnir sig líka að þegar spurt er vilt þú ganga í ESB eru yfir 70% á móti. En menn vilja „kíkja í pakkan“ sem þeim var lofað af fyrri ríkisstjórn. Sá pakki er reyndar öllum opin og vel hægt að sjá hvernig hann lítur út með því að lesa sér til.

::

7) Við eigum að eiga viðskipti við allar þjóðir ekki bara ESB þjóðir! Þessu er ég sammála. En hér vill gleymast, að með aðild að ESB fá Íslendingar aðild að öllum fríverslunarsamningum sem ESB gerir. Meðal þeirra yrði væntanlegur fríverslunarsamningur við Bandaríkin, svo dæmi sé tekið, sem Íslendingar hafa verið að reyna að fá um langt árabil en ekki fengið.

::

Ég sé ekki að íslendingar hafi ekki getað gert hagstæða samninga við önnur lönd, þó smá séum, nýlega við Kína til dæmis og örugglega Bandaríkin líka og fleiri ríki.

::

8) Það er um ekkert að semja! Þetta er nýjasta röksemdin fyrir því að hætta þessu. Fullyrt er að ESB geri engar undanþágur frá regluverki sínu og búi til engar sérlausnir. Þetta er einfaldlega rangt. Dæmi um sérlausnir og undanþágur í aðildarsamningum ríkja eru mýmörg. Það er almenn samningsafstaða ESB, skiljanlega, að vilja gera þá kröfu að viðræðuríki taki upp regluverkið óbreytt. En svo höfum við önnur sjónarmið. Þjóðir hafa sérstöðu. Hún er augljós í sjávarútvegsmálum, í okkar tilviki. Til dæmis veiðum við mestmegnis úr eigin stofnum, sem engin önnur þjóð veiðir úr, sem yrði einsdæmi innan ESB. Þeirri sérstöðu þyrfti að mæta. Þetta hafa Íslendingar alltaf sagt. Og nákvæmlega eins og í EES viðræðunum, sem voru strembnar um sjávarútvegsmál, og í útvíkkun landhelginnar, að þá láta Íslendingar auðvitað ekki sjónarmið viðsemjenda sinna ráða förinni. Við stöndum á okkar.

::

Hvaða undanþágur. Þær undanþágur sem hafa verið gerðar eru til dæmis við Möltu um fiskerí upp við landsteina, sem er svona eins og einn eða tveir frystitogarar hér, smábátar að fiska upp við land. Það er enginn fórn að gefa slíkt eftir. Veit ekki betur en undanþágur sem gerðar voru við finnska bændur í norðri séu nú að renna út.

Og svo er ekki tekið með í reikningin að um leið og við erum komin inn í ESB, þá er algjörlega frjálst flæði til að kaupa upp allt sem máli skiptir, ég er ekki í nokkrum vafa um að gráðugir útgerðarmenn munu gleypa við því að selja kvóta og útgerðir sínar hæstbjóðanda erlendis, það gerðist í Bretlandi, spánverjar og porúgalar hafa keypt upp kvótann í Bretlandi, svo sjómenn þar fá ekki að veiða. Það var það líka sem gerðist á Spáni og Grikklandi, erlendir fjárfestar keyptu allt sem var þess virði að kaupa og allt hækkaði í verði.

::

Semsagt: Ýmsu hefur verið tjaldað til. Mig grunar stundum að sumir vilji bara slíta af því bara. Þau eru bara á móti. Eða kannski vegna þess að ESB aðild borgar sig ekki fyrir suma sem eru í bisness. Þeir sem búa við ofurvernd í landbúnaði, samkeppnisleysi eða hentugar sveiflur í krónunni, eða sjá möguleika í haftaumhverfinu, eru kannski ekki áhugasamir um breytingar.

::

Það getur verið að einhverjir vilji bara slíta þessum viðræðum af því bara, og ég held líka að margir vilji bara halda þessu áfram af því bara. Fólk nennir ekki að kynna sér hlutina, þekkir ekki til, eða trúir þeim stjórnmálaöflum sem þeir ""tilheyra.

En ég hef reynt að kynna mér þessi mál vel, á og les skýrsu ESB oft og vitna í hana, ég las á sínum tíma allt bloggið hans Björns Bjarnasonar, þegar hann fór til Brussel og Berlínar til að kynna sér málin og ræða við ráðamenn, það voru afskaplega fróðlegir pistlar, og enginn vænir Björn um að fara með fleipur.Og ég las þá af því að ég vildi vita meira um þessi mál en þær upplýsingar sem almenningur á Íslandi fékk hjá fyrri ríkisstjórn, því það var eins og með mannsmorð að það mætti gagnrýna þessi mál. Ég hef fylgst með bloggi Jóns Bjarnasonar, sem ég álít strangheiðarlegan mann, sem aldrei myndi ljúga til að fylgja eftir málstað sínum. Ég hef rætt við menn sem búa erlendis, m.a. í Lúxemburg sem hafa sagt mér hvernig menn sem hafa verið í eldlínunni um að koma löndum sínum í ESB eru þar eins og furstar, með börnin í einkaskólum og aka um á dýrustu bílum og búa í millahverfum. Eg hef líka dvalið í Austurríki, Þýskalandi og átt þar fjölda vina sem allir sem einn segja að við höfum ekkert þarna inn að gera, og ég trúi því að þeir meini það.

Hvað hagvöxt varðar þá hefur hagvöxtur verði meiri á Íslandi en í ESB en utan. Hagvöxtur á Íslandi var 3% á árinu 2013 samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, en -0,4% á evrusvæðinu

Læt að lokum fylgja með ágætis færstu frá Vinstri vaktinni. http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1360458/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2014 kl. 15:02

57 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir góð og fullgild svör við spurningum Einars Karls. Ég hvet þig til að horfa á myndbandið sem ég var áður búinn að pósta :

HIN SANNA ÁSJÓNA EVRÓPUSAMBANDSINS - The Real Face of The European Union :

.

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1359483/

.

Hvað varðar herskylduna, þá getum við einas og er vísað í samninga við ýmsar þjóðir sem skiptast á að sinna vörnum við landið síðan heildarsamningurinn um hernaðarsamvinnu okkar við Bandaríki Ameríku lauk, en þetta er einnig nauðsynlegt fyrir okkur vegna veru okkr í NATO.

Hitt er annað að þegar til kastanna kemur eftir einhver ár og það kann vitaskuld að koma til hernaðar sem ESB þarf að senda her í. Þá mun koma sú stund að aðrir íbúar þessara Bandaríkja Evrópu sem er í kortunum að af hverju senda aðrar þjóðir ungdóm sinn á vigvöllunn einir og leyfa íslenska fólkinu í útjaðri Bandaríkja Evrópu að ríghalda í sinn undóm og leggja ekki sitt af mörkum? Þá mun lögum Bandaríkja Evrópu einfaldlega verða breytt og við ráðum ekkert við það, við verðum með í mesta lagi 0,06% atkvæða á þinginu og fer minnkand ef Úkraína og fleiri stórþjóðir ganga þarna inn og það eru nú þegar þrjár í umsóknarferli þar fyrir utan.

Já það er búið að skoða hveru mikið maltverjar veiða eftir þessari undanþágu. Það mun vera eins og einn línubátur á Íslandi veiðir á ári.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.3.2014 kl. 18:34

58 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir myndbandið Prédikari virkilega fróðlegt og sýnir svo ekki verður um villst hve "frjáls" ríki eru innan ESB, svart á hvítu. Sannarlega hrollvekjandi myndband.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2014 kl. 21:39

59 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekkert svar frá Einari Karli :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2014 kl. 11:13

60 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl verið þið.

Hér er myndrænt blað frá Evrópusambandinu um aðlögunina til að verða aðildarríki. Þessi skref eru sett upp á skemmtilegan og einfaldan hátt.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/factsheet_en.pdf

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.3.2014 kl. 21:49

61 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Prédikari. Sett upp á einfaldan hátt og skilmerkilega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2014 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband