1.3.2007 | 21:52
Ég var ekki búin að segja ykkur frá því....
En ég sendi Hagstofunni bréfið mitt í dag, með mynd af legsteini afa míns með nafninu Cesilíus og alles. Nú er að sjá hvort þeir taka við sér þar og leyfa mér að skrifa nafnið mitt eins og ég vil, en ekki eins og presturinn rangskrifaði í kirkjubók fyrir rúmum 60 árum.
Ég get ekki séð neina skynsamlega ástæðu fyrir því að það sé réttara að skrifa Secil heldur en Cesil. En hvað veit ég svo sem. Sennilega fæ ég skýringu á þessu.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
C hefur svona ts framburð en s er hreint sssss hljóð. Þú yrðir Ásthildur tSesil (Cesil) Mér finnst Cesil vera fallegra í skrift. Cecil á ensku er drengjanafn. Cesil ku vera Hebreskt nafn og vísa í stjörnumerkið stóra björn eftir því sem ég kemst næst. Annars var Cesilius eða Cecilius algengt í noregi og danmörku í eina tíð. Annars er þetta ýmist skrifað með c eða s í miðju eftir löndum. Margar aðrar tengingar eru til og bendi ég hér á einn link: http://www.thinkbabynames.com/meaning/1/Cecil Vona bara að þér verði að ósk þinni og þessir tréhestar láti undan. Þessir mannanafnaspekingar eru annarrs svo anal að ég hugsa að þeir geti klippt 16mm kambstál með rassgatinu og ættu því mikið frekar að vera í byggingavinnu.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2007 kl. 22:52
Hey takk bæði tvö. Ég ætla mér að setja hér inn svarið sem ég fæ.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 00:00
Gangi þér vel...hlakka til að sjá svarið!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.3.2007 kl. 02:37
Takk, já ég skal birta það hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 09:45
Takk, já ég skal birta það hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 09:47
Það verður gaman að sjá hvað þeir gera nú
Arna Hildur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 11:07
Hagstofan er undarlegt bákn. Maður gæti haldið að dagskipunin hjá þeim væri að flækja málin sem mest og gera fólki eins erfitt fyrir og mögulegt er. Skynsamleg rök er eitthvað sem ekki finnst í þeirra orðabók. Baráttukveðjur,
Sigríður Jósefsdóttir, 2.3.2007 kl. 13:44
Bíð spennt eftir niðurstöð kæra Cesil. Hagstofan er ekki lamb að leika við
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 15:29
Takk stúlkur mínar. Já það verður spennandi að sjá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 15:54
Styð þig fyllilega í þessu, gangi þér vel.
Ragnar Bjarnason, 2.3.2007 kl. 19:38
Takk minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 19:51
Miðað við réttmætan óhug sem sest að Íslendingum þegar það heyrir orðið netlögga er ótrúlegt hvað við erum umburðarlynd gagnvart nafnalöggunni. Að fólk fái ekki að gefa sér og sínum nöfn að eigin vali og stafsetja þau eins og smekkur býður. Mannanafnanefnd er til óþurftar eins og 90% allra ríkisnefnda. Það er ótrúlegt að á 21. öld skuli svona fasískt fyrirbæri líðast. Ég þarf að biðja Sigurjón Þórðarson að taka á þessu máli niðri á þingi, næst þegar ég hitti hann.
Á Hagstofunni virðist hafa safnast hrokafull möppudýr sem beita öllum brögðum til að fá að þreifa á embættisvaldi sínu. Þetta verður að breytast.
Á þeytingi mínum um landið hefur verið gaman að heyra staðbundin mannanöfn. Þau gefa lífinu lit.
Það tók mig áratugi að fá að skrá mig Jens Guð í símaskrána. Það var ekki fyrr en manneskja, sem kannaðist við að fáir þekkja mig undir öðru nafni, fór að vinna hjá Símanum. Þá var þetta skyndilega ekkert mál.
Jens Guð, 3.3.2007 kl. 21:36
Takk minn kæri, Ég get ekki skilið hvað opinberir aðilar hafa á móti Céinu. Það ætti að gilda sama jafnræði með þann staf eins og aðra íslenska stafi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.