23.2.2014 | 14:22
Hvað er málið?
Ef ályktunin sem vitnað er í hljómar svona:
" Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."
Hvernig í ósköpunum getur fólk þá lesið það út að hér sé um svkik að ræða? Þarna segir svart á hvítu, landsfundur telur að hagsmunum Íslands sébetur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eru menn orðnir svo blindir að þeir skilja ekki lengur sitt eigið tungumál. Hvar er hægt að lesa út úr þessu að þeir lofi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðlögunarviðræðna. Það þarf ansi góðan vilja til þess.
Verði hætt, er skírt og klárt og kvit um að viðræðum verði slitið, ekki settar á ís, ekki frestað, verði hætt er alveg skírt í mínum huga. Þetta er rétt eins og annar málflutningu ESB sinna, þeir skilja ekki mismun á aðildarviðræðum og aðlögunarviðræðum. Þeir heyra ekki þegar sambandið sjálft segir að hér sé ekki um samninga að ræða heldur aðlögun að sambandinu, þeir sögðu meira að segja að Ísland væri að gagna í sambandið en ekki sambandið í Ísland. Svo ofan á allt þegar opinberaður er kafli ESB um sjávarútvegsmálin, og í ljós kemur að yfirráðin verði færð til Brussel, þá reynir fólk að gera það tortryggilegt. Hvaða æsingur er þetta og af hverju þessi ótti og hatur? Ef fólk langar svona mikið í Evrópusambandi þá má benda á að það er hægt að flytja sig um set. Enginn mun halda í það fólk sem getur ekki hugsað sér lífið án ESB.
og ef mönnum er svona mikið í mun að þjóðaratkvæðagreiðsla sé málið. Þá má benda á að fyrri ríkisstjórn datt ekki í hug að spyrja þjóðina hvort hún vildi fara í þessar viðræður. Og höfnuðu því tvisvar að kjósa um málið.
Undirskriftum safnað gegn afturköllun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ góða vertu ekki svona djöfull vitlaus með þennan fáránlega útúrsnúning. Báðir flokkarnir LOFUÐU þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál í aðdraganda kosninga. Þó eitthvað allt annað hafi verið sagt og skrifað löngu áður á landsfundi sjalla þá breytir það því ekki AÐ VERIÐ ER AÐ SVÍKJA ÞJÓÐINA UM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU SEM HAFÐI VERIÐ LOFAÐ.
Óskar, 23.2.2014 kl. 15:06
Hvað er málið spyrð þú mín ágæta Ásthildur, jú þar kemur fram í kommentinu hans Óskars hér að ofan, allt rétt og satt sem hann segir nema það, að þú Ásthildur ert langt í frá að vera vitlaus, þó þú sért ánægð með að draga til baka umsóknina og fylla þann flokk margra, að forsætis og fjármálaráðherrar eru að svíkj sín kosningaloforð !
Þorkell Sigurjónsson, 23.2.2014 kl. 15:54
Þorkell þakka þér hlý orð, læt sem ég sjái ekki síðustu málsgreinina.
Svona hljóðar stjórnarsáttmálinn sem flokkarnir gerðu með sér í kaflanum um utanríkismál:
Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sem sagt EKKI VERÐUR HALDIÐ LENGRA Í AÐILDARVIÐRÆÐUM VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ NEMA AÐ UNGANGENGINNI ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU.
Þetta hljómar fyrir mér ekki sem loforð um að það verði kosið um framhaldið, heldur að ekki verði haldið áfram nema kosið sé um það. Stefna beggja flokkanna var skýr, yfirlýsingar þeirra var loforð um að ekki yrði haldið áfram með innlimunina nema þjóðin fengi að segja sitt. Þetta var loforð til þeirra sem vildu ekki inn.
Það var alveg ljóst að þessi ríkisstjórn vill ekki innlimast í ESB. Hvað eruð þið að biðja um, að þvinga stjórnvöld gegn betri vitund um að halda áfram með þann gjörnin Samfylkingarinna, sem nóta bene var aldrei borin undir þjóðina, og þar að auki neitaði þetta saman fólk að spyrja þjóðina um áframhald árið 2010.
Það er alveg sama hvernig þið snúið þessu og hveru mikið ykkur langar að segja álit ykkar, þá hefur engu slíku verið lofað. Aftur á móti var lofað að halda ekki áfram nema spyrja þjóðina, á þessu er mikill munur.
Og mistök síðustu ríkisstjórnar var að láta ekki fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi, svo ég sný þessu upp á þá sem nú allt í einu vilja þjóðaratkvæði, af hverju báðuð þið ekki um hana í upphafi, ef ykkur er svona annt um lýðræðið?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 16:13
Þú hefur rétt fyrir þér, Ásthildur. Óskar og Þorkell hafa rangt fyrir sér. Það var bara lofað þjóðaratkvæðagreiðslu ef ætlunin var að halda áfram með aðlögunina, en EKKI ef ætlunin var að draga umsóknina tilbaka. Margir harðnaðir ESB-sinnar skilja ekki muninn þar á milli, þótt hann sé greinilegur.
.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna nú kæmi þá í staðinn fyrir þá atkvæðagreiðslu sem vinstristjórnin neitaði að halda 2009. En þar sem enginn vilji er til staðar til að halda áfram, þá er rökrétt að draga umsóknina tilbaka. Fyrst ekki var boðið til þjóðaratkvæðagreiðslu þá, þá þarf enga þjóðaratkvæðagreiðslu núna til að hætta við.
.
Ef stjónarflokkarnir drægju ekki umsóknina tilbaka pronto, þá væru þeir að svíkja kosingaloforð sín.
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 17:48
Nákvæmlega það sem ég var að hugsa Pétur, takk fyrir innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 17:58
Sæl Ásthildur, þú ert eina manneskjan sem ég veit um sem fer beint í landsfundarsamþykktir til að komast að því hvað frambjóðendur í þínu kjördæmi ætla að gera næstu fjögur árin ef þeir komast á þing.
Frambjóðendur lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu í sínum kosningaauglýsingum. "Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram" en þeir fjarlægðu þetta af XD.IS núna fyrir helgi. Landsfundur var ekki í framboði og var ekki kosinn á þing og er valdlaus þar. Stjórnarsáttmálinn var saminn eftir kosningar og fríar frambjóðendur ekki undan kosningaloforðunum.
Það má benda á að fyrri ríkisstjórn datt ekki í hug að spyrja þjóðina hvort hún vildi fara í þessar viðræður, og lofaði því heldur aldrei. Og höfnuðu því tvisvar með stuðningi framsóknarflokks að kjósa um málið. Það er munur á því að gera ekki það sem lofað var og að gera ekki það sem aldrei var lofað.
Og til að tryggja að EKKI VERÐUR HALDIÐ LENGRA Í AÐILDARVIÐRÆÐUM VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ NEMA AÐ UNDANGENGINNI ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Næsta stjórn er ekki bundin af stjórnarsáttmála þessarar stjórnar og gæti því strax farið í aðildarviðræður án þjóðaratkvæðagreiðslu.
..Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.. er nokkuð auðskilið og var dreift inn á öll heimili fyrir kosningar.
Ufsi (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 18:01
Kjörtímabilið er ekki búið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því þrjú ár til að efna þetta meinta "loforð við kjósendur". (Eins og það hafi nú einhverntímann verið lenska að efna kosningaloforð... en látum það liggja milli hluta.)
Þannig fæst ekki séð að neitt hafi verið svikið... enn.
Framsóknarflokkurinn er hinsvegar í góðum málum, búinn að ná því fram að efna sín loforð í Evrópumálum.
En ámátlegt er það vælið sem nú heyrist úr herbúðum Samfylkingarinnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2014 kl. 18:44
Kosningaloforð hafa frá því ég man eftir verið svikinn að meira eða minna leyti, það sem sagt er í kosningabaráttu oft orðum aukið. Þetta er ekki fallegt, né heiðarlegt, en svona hefur þetta verið án þess að fólk hafi hlaupið upp til handa og fóta og heimtað undirskriftalista. Eins og Guðmundur bendir á hér, þá eru ennþá þrjú ár eftir af kjörtímabili ríkisstjórnarninnar, svo þeir geta ennþá ef vilji þeirra er fyrir hendi sett fram frumvarp um að byrja upp á nýtt með innlimunarferlið. Það er þó ólíklegt því báðir flokkarnir hafa lýst því yfir að þeir telji þjóðina betur setta án þátttöku í ESB. Þetta ber að virða.
Ef vinstri stjórnin hefði haft áhuga á lýðræði og þjóðarvilja, hefði hún byrjað á að bera umsóknina undir þjóðaratkvæði, en ekki heimta hana svona eftir á, eins og bent hefur verið á, segjum svo að þið ESB sinnar getið safnað nógu mörgum undirskriftum til að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla, og meirihlutinn vilji halda áfram með innlimunina, þá hvað? verður þá önnur undirskriftasöfnun um að ríkisstjórnin segi af sér? Eða ætlið þið virkilega að fara áfram með málið með þá vitneskju að hvorugur flokkurinn vill halda viðræðunum áfram. Eða hafið þið ekki hugsað máli til enda, hefur ofstopagangurinn gengið af skynseminni dauðri?
Haldið þið virkilega að það þjóni tilgangi ykkar að menn sem eru alfarið á móti inngöngu semji um hana? Eða eruð þið svo græn að halda að þeir muni senda Össur og Árna Pál í samningaviðræður, nú eða þá Svavar Gestsson ef út í það er farið. Eða hvernig hafið þið hugsað ykkur framhaldið ef?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 19:26
Ekki rekur mig minni til þess að Steingrímur og Jóhanna hafi verið í samninganefnd. Og það má finna ESB sinna bæði í framsókn og sjálfstæðisflokki sem vel gætu samið ef það þurfa endilega að vera flokksmenn. Annars er enginn skortur á fólki sem treystandi er til að ná sem bestum samningi. Við verðum að vona að stjórnvöld vinni með þjóðarhag í huga frekar en persónulegar langanir og óskir......þó það hafi ekki verið til siðs í þessum flokkum hingaðtil. Sem minnir mig á það hvort þú sért búin að þakka framsókn fyrir kvótakerfið, vísitölutengingu lána og stuðninginn við umsóknina að ESB?
Ufsi (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 19:47
Eins og Guðmundur bendir á hér, þá eru ennþá þrjú ár eftir af kjörtímabili ríkisstjórnarninnar, svo þeir geta ennþá ef vilji þeirra er fyrir hendi sett fram frumvarp um að byrja upp á nýtt með innlimunarferlið.
Leiðrétting: Aðeins annars stjórnarflokkurinn hefur þrjú ár til að standa við það sem meint er að hann hafi lofað, sem er einungis að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður að nýju. Sá flokkur hefur hinsvegar hvorki lofað því að farið verði eftir niðurstöðu slíkrar skoðanakönnunar, eða hvort yfir höfuð verði sótt um aðild að nýju.
Hinn stjórnarflokkurinn er aftur á móti nú þegar búinn að uppfylla kosningastefnu sína í Evrópumálum. Sá flokkur hefur líka lofað leiðréttingum fyrir heimilin, sem eflir þá trú að það sé einlæg stefna þess flokks. Sjáum svo til með hinn...
Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2014 kl. 20:25
Já einmitt Guðmundur.
Ufsi þetta er útúrsnúningu hjá þér. Það þarf enga esbsinna úr sjálfstæðisflokki til að gera eitt eða neitt. Þjóðin, þingið og stjórnin vilja ekki inn í þetta samband nema örfáir hávaðaseggir sem geta ekki einu sinni lesið það sem að þeim er rétt, þó meira að segja það sé beint frá Evrópusambandinu sjálfu, eins og skýrslan sem þeir sendu ríkisstjórninni til áréttingar þess efnis og til að leiðrétta að hér væri ekki um samningaviðræður að ræða heldur aðlögun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 20:38
Hér verð ég að vera ósammála þér, Ásthildur (og Guðmundur.) Bæði Sigmundur og Bjarni lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna bæði í sjónvarpi og á xd.is eins og fram kemur hjá Ufsa hér að framan.
Þrátt fyrir þá afstöðu flokksins til ESB sem þarna er viðruð, kemur ekkert fram um hvort það að stjórnin muni hlíta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sé háð því hver útkoma hennar verður og ekki heldur að þjóðaratkvæðagreiðslan sé háð afstöðu flokksins til ESB-viðræðna.
Þau rök að þjóðaratkvæðagreiðslu hafi aðeins verið lofað, ef ætlunin var að halda áfram viðræðum, stenst engan veginn. Það er auðvelt að sýna fram á það.
Það er alveg ljóst að ef stjórnarflokkarnir ætla einungis að fara eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna, ef þær eru í samræmi við stefnu stjórnvalda, þá er alveg tilgangslaust að halda þjóðaratkvæðagreiðslur yfirhöfuð. Hver er tilgangurinn með að láta þjóðina kjósa, ef stjórnvöld ætla aðeins að fara eftir vilja þjóðarinnar þegar hann er í samræmi við stefnu þeirra sjálfra?
Theódór Norðkvist, 24.2.2014 kl. 00:10
Guðmundur ath.semd 7, það hefur þegar komið fram að ef viðræðum verður slitið, þarf að byrja aftur á byrjunarreit og það geta liðið 15-20 ár þangað til. Það eru allt að því fimm kjörtímabil, meira ef stjórnir springa, sem þær eiga til.
Theódór Norðkvist, 24.2.2014 kl. 00:12
Ég skil ekki hvað fólk er að draga inn einhvern landsfund í umræðuna. Kjósendur í Alþingiskosningum kusu flokka og frambjóðendur, sem settu fram ákveðin loforð og ákveðna kosningastefnuskrá fyrir kosningar.
BÁÐIR FLOKKAR lofuðu skýrt og greinilega að þjóðin fengi að greiða atkvæði um það hvort haldið skyldi áfram aðlidarviðræðum.
"AÐ SJÁLFSÖGÐU VERÐUR ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA sagði forsætisráðherra þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur á Laugarvatni.
Með því skrefi sem utanríkisráðherra hefur boðað er það EKKI LENGUR Í HÖNDUM ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA hvort og hvenær aðildarviðræður geti haldið áfram. Þannig væru BÁÐIR FLOKKAR að svíkja mikilvægt kosningaloforð.
Alveg að óþörfu!
12.399 undirskriftir í þessum skrifuðum orðum, á einum sólarhring.
Einar Karl, 24.2.2014 kl. 09:27
Ef allir flokkar á öllum tímum hefðu alltaf staðið fastir á því að efna öll sín kosningaloforð að fullu hefði Ísland verið stjóornlaust. Það er þannig að íslandi hefur alltaf verið stjórnað af samsteypustjórnum. Þegar slíkar stjórnir eru settar saman semja aðilar um málefnin og báðir aðilar verða að geefa eftir eitthvað af sínum málum (loforðum). Niðurstðan er stjórnarsáttmáli og hér er verið að vinna samakvæmt stjórnarsáttmála. T.d. hefði síðasta stjórn ekki orðið til öðruvísi en VG gaf eftir það loforð sitt að berjast gegn ESB aðild af öllum kröftum. Það frávik frá meintum lofforðum er mun stærra heldur en nú er talað um.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 10:12
Stefán Örn:
Báðir stjórnarflokkar lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur með mjög skýrum hætti, en Framsóknarflokkur líka.
"AÐ SJÁLFSÖGÐU VERÐUR ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA" sagði forsætisráðherra á Laugarvatni.
Einar Karl, 24.2.2014 kl. 11:34
Stefán Örn kemur loksins með aðalatriðið í þessu. Nema svo hátti að eitt framboð nái hreinum meirihluta (hefur gerst í sveitastjórnum hér en ekki á alþingi) gilda kosningaloforðin aðeins fram að stjórnarsáttmála. Þar semja framboðin svo um framhaldslíf loforðanna eins og Stefán Örn bendir á. Það hefur því tiltölulega litla þýðingu núna að ærast yfir einhverju sem menn sögðu áður en gengið var frá stjórnarsáttmála, rétti tíminn var þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur. Enn síður hefur það eitthvað að segja að aðrir en kjósendur tiltekins framboðs séu að fjargviðrast yfir kosningaloforðum annara framboða.
Hafi einhver forystumanna ríkisstjórnar gefið loforð um eitthvað annað en stendur í stjórnarsáttmálanum eftir að hann var kláraður og breytir ekki í samræmi við annaðhvort þau lofort eða stjórnarsáttmálann skuldar hann afsökunarbeiðni og þá ekki bara til sinna kjósenda.
Það að draga umsóknina um ESB-aðild til baka er ekki í ósamræmi við stjórnarsáttálann eins og hann stendur, en hvort það er í ósamræmi við eitthvað sem menn hafa sagt opinberlega eftir að hann var staðfestur er svo hugsanlega annað mál.
kv.
ls.
ls (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 11:36
Aðalmálinu er reynt að dreifa með því að fjargviðrast um kosningaloforðasvik. En þó er töluvert samræmi í því að umsókn sem byggir á svikum fari í ruslið með svikum.
Kolbrún Hilmars, 24.2.2014 kl. 12:33
Rétt Kolbrún.
Og Is góður punktur hjá þér; hér er sáttmáli ríkisstjórarinnar, þar stendur hreint og klárt.
"Utanríkismál
Meginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu er að gæta hagsmuna lands og þjóðar á alþjóðavettvangi. Það er grundvallaratriði í samskiptum þjóða að alþjóðalög séu virt og að þjóðir leysi deilumál með friðsamlegum hætti. Samstarf þjóða er mikilvægt til þess að takast á við þær ógnir sem þjóðir standa frammi fyrir þvert á landamæri og leikreglur alþjóðakerfisins.
Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu".
Það er þetta sem á að fara eftir en ekki hverju menn voru að lofa fyrir kosningar. Enda standa fyrrverandi stjórnarflokkar afar illa í sviknum kosningaloforðum, Skjaldborgin, ekki ESB, Stjórnarskrármálið, sjávarútvegsmálin, og margt fleira. Ætli þessir ágætu menn séu búnir að gleyma því sem þeir voru að segja bæði fyrir og eftir kosningar þá?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 13:17
Það er alveg ljóst að kjósendur B og D hafa verið hafðir að fíflum. Athugasemdir nr. 15 og 17 benda til að a.m.k. sumir þeirra eru svo blindir að þeir gera sér ekki einu sinni grein fyrir því að þeir séu hafðir að fíflum.
Báðir flokkarnir lofuðu þessu og þurftu því ekki að gera málamiðlanir við neinn nema sjálfa sig.
Theódór Norðkvist, 24.2.2014 kl. 13:21
Smá leiðrétting til Theódórs, jafnvel þó það komi málinu ekkert við: Ég er hvorki B eða D kjósandi.
ls.
ls (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 13:31
Theodor ég er hér að ofan að tala um sáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvað sem þeir lofuðu í kosningabaráttu fer ofan garð og neðan. Og ef á að fara að tala um kosningasvik, hvað þá með kosningasvik Vinstri stjórnarinnar, þess sama fólks sem nú stendur á hælunum og glefsa í allar áttir fullir af vandlætingu. Lestu sáttmálann, það er hann sem gildir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 13:37
Og best að það komi fram hér að ég hef aldrei kosið Framsóknarflokkinn, og allmörg ár ekki Sjálfstæðisflokkinn, og mun ekki kjósa hann. Ég er bara að tala um prinsipp. Menn eiga ekki að ætla öðrum það sem þeir gera ekki sjálfir.
Þetta væri í rauninni fyndið ef það skipti ekki svona miklu máli. Fólk sem klúðraði flestu síðustu fjögur árin, rís nú upp fullt af vandlætingu eins og þeir hafi aldrei séð annað eins, þeir ættu ef til vill að líta í eigin barm og skoða hvernig staðið var við þau loforð sem þau gáfu þjóðinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 13:41
Ásthildur, ég skil ekki alveg hvað þú átt við. Stjórnarsáttmáli kemur eftir kosningar. Kosningaloforð koma fyrir kosningar. Því getur stjórnarsáttmáli á engan hátt innifalið kosningaloforð. Hann er aðeins uppfyllingin á kosningaloforðum (eða svik í þessu tilfelli.)
Það að síðasta ríkisstjórn hafi svikið sín loforð, gefur þeirri næstu ekki rétt til að gera það sama. Ef einhver rænir banka á morgun, þá gefur það mér ekki rétt til að gera það sama.
Theódór Norðkvist, 24.2.2014 kl. 13:43
Skilurðu það ekki Theodór þó menn hafi í hita leiksins sagt og lofað einhverju fyrir kosningar, þá gildir það ekki þegar fleiri en einn stjórnmálalfokkur þarf að semja. Og þessi samþykkt stendur því í stjórnarsáttmálanum, ef þeir hefðu EKKI gert það sem þar stendur væru þeir að svíkja kjósendur sína.
Þú er að bera saman epli og appelsínur. Það hlýtur alltaf að vera stjórnarsáttmálinn sem gildir en ekki hvað menn voru að segja í aðdraganda kosninga, ég er ekki að mæla því bót, en því miður þá er þetta frekar viðtekinn venja en einhver útúrdúr. Það væri gaman að taka saman gegnum tíðina hversu miklu stjórnmálamenn hafa lofað í kosningabaráttu og svikið. Þess vegna kýs ég ekki flokk út frá loforðum fyrir kosningar hef meira að segja varað við því. Það á að horfa á efndir en ekki loforð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 13:53
Um hvað var að semja, fyrst báðir flokkarnir lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu?
Theódór Norðkvist, 24.2.2014 kl. 14:36
Jú báðir flokkar lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu EN, það sem fór í stjórnarsáttmálann er það sem stendur. Það verður ekki haldið áfram í aðlögun nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu(minn skilningur og líklega allra vitinborinna manna/kvenna).
Til hvers á að hafa þjóðratkvæði til að slíta aðlögunarferlinu formlega þegar við, ég, þú, og öll hinir fengum ekki að kjósa um það hvort sækja ætti um í upphafi?
Það hefur heldur ekkert uppá sig að halda áfram með sjálfsblekkinguna um "að kíkja í pakkann" enda nákvæmlega það, sjálfsblekking. Það er mjög einfallt ef fólk hefur eitthvað vit í kollinum að "kíkja í pakkann" með því að fletta því upp á netinu. Get bent á að meistari google er góður í að finna upplýsingarnar um hvað þarf að gera ef þjóð vill selja sitt heimaland til Brussel ásamt öllum þeim fiskikvótum og fylgihlutum. Segi fyrir mitt leiti þá er ekkert sem heillar mig í þessum pakka enda ekki um neitt að semja þar sem við verðum að taka upp allt regluverkið og engar varanlegar undanþágur eða hvað menn vilja kalla það...
Ólafur Björn Ólafsson, 24.2.2014 kl. 15:29
Sæl Ásthildur.
Samþykkt landsfundar var mjög afdráttarlaus og þú hefur hana orðrétt eftir. Mér rann hinsvegar kalt vatn milli skinns og hörunds á fundinum í Nordica, þar sem kosningabarátta flokksins hófst, þegar Bjarni álpaðist til að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og hún væri aðalmálið. Aðalmálið var viðræðuslit. Þjóðaratkvæðagreiðsla var varnagli gegn framtíðarhugmyndum um ESB aðild. Þetta var klaufalegt og vanhugsað af Bjarna, en hugsanlega var hann að taka tillit til samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins. Þetta glappaskot hans nota já-sinnar til hins ítrasta
Kristján Þorgeir Magnússon, 24.2.2014 kl. 15:32
Ef á að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál, á spurningin að vera: Vilt þú að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu?
Svarmöguleikar: JÁ eða NEI
Punktur.
Kristján Þorgeir Magnússon, 24.2.2014 kl. 15:35
Ólafur Björn, ég er ekki hlynntur inngöngu í ESB, enda eru fæstir þeirra sem vilja klára viðræðurnar ESB-sinnar. 74% vilja klára viðræðurnar, meðan aðeins um 30% eru hlynnt ESB-aðild, ef ég man tölurnar rétt.
Mín skrif snerust heldur ekkert um ESB eða ekki ESB, heldur það hvort loforð hafi verið svikin. Það er kristaltært að svo var, a.m.k. ef stuðst er við hvað hin ýmsu islensku orð þýða samkvæmt orðabók Háskóla Íslands.
Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn þurfa að fara að drífa í að gefa út sína eigin orðabók, því hugtök og orðasambönd virðast þýða eitthvað allt annað en viðtekin venja er. Strax þýðir aldrei og á kjörtímabilinu þýðir eftir 15-20 ár.
Theódór Norðkvist, 24.2.2014 kl. 16:50
Sammála því Kristján ef Bjarni hefur sagt þetta á fundi, þá er það afskaplega vanhugsað, og sennilega eins og þú bendir á til að gera sig til við samfylkingarsjallanna, sem er auðvitað ekki gott.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 16:54
Það verður að teljast dálítið sérstakt hvað síðuhaldari seilist langt í vörn þessa vonda máls, sem er svo vont að sumir af hörðustu stuningsmönnum sjálftæðisflokksins á þessum miðli hafa hafnað því, enda prinsippmenn.
En skilaboðin sem alvarlegust eru koma frá atvinnulífinu og almenningi og þau eru einföld: Verið er að ganga bak orða sinna. Í yfirlýsingu sem stjórn atvinnurekenda sendir frá sér segir m.a."Stjórn FA tekur undir það sjónarmið að aðildarviðræður eigi að hafa sinn gang, enda er það eina leiðin til að fá á borðið upplýsingar til að greiða atkvæði um á málefnalegum grunni. Um endanlegan samning við ESB á þjóðin að sjálfsögðu að greiða atkvæði. Þannig getur hún ráðið úrslitum - af eða á."
Sorglegast af öllu í málflutningi síðuhöfundar þykir mér þó sú niðurstaða hennar að loforð séu markleysa.
Haraldur Rafn Ingvason, 24.2.2014 kl. 18:40
Síðuhöfundur bendir einungis á þá einföldu staðreynd að það er ekki alltaf að marka kosningaloforð stjórnmálaflokka, aðallega þeirra gömlu og rótgrónu. Það hefur marg oft komið í ljós, eða hvað finnst þér um loforð Vinstri grænna í síðustu kosningum? Steingrímur sem nú talar um svik aldarinnar, hverju lofaði hann?
Og svo má lengi telja. Ég hef oft talað um það að menn ættu ekki að hlusta á kosningaloforð manna, heldur fara eftir orðum og efndum.
En af því að þetta mál hentar ekki þínum væntingum þá ferðu í manninn en ekki boltan. En það gerist þegar menn verða rökþrota.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 20:29
Sæl Ásthildur
Þú hefur svo gjörsamlega á réttu að standa, en talandi um Steingrím ræfilinn, sem talar um svik aldarinnar.
Á hann ekki í raun og veru best heima í tugthúsi?
Jónatan Karlsson, 24.2.2014 kl. 21:41
Það má margt segja um þetta mál, hvernig það varð til og af hverju það er statt þar sem það er. Eitt er þó alveg klárt að um eiginlegar viðræður er ekki um að ræða, við erum að taka upp regluverk EU skv. aðlögunarferli sambandsins. Við vorum aldrei spurð um þessa vegferð og þ.a.l. þarf varla að spyrja okkur neitt frekar þegar henni er slitið.
Víst hefði verið mun heppilegra að kjósa beint um hvort við viljum fara inn í EU en með góðum rökum að baki þá hefði átt að gera það strax, ekki 4 árum seinna.
Svik og ekki svik. Ef það að slíta þessu eru svik þá veit ég ekki hvaða orðskrípi á að nota varðandi tilurð og upphaf þess að "kíkja í pakkann".
Sindri Karl Sigurðsson, 24.2.2014 kl. 21:57
Sammála ykkur Jónatan og Sindri. Ég er á því að Steingrímur, Jóhanna og Össur eigi allavega að fá á sig rannsókn vegna þessa máls. Ekkert síður en Hanna Birna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 22:09
Lenti í einum ESB- sinnanum í dag.
Hann þusaði í einar fimmtán mínútur um svik XD til kjósenda sinna.
Þegar ég var orðin ansi þreyttur á þusinu sneri ég mér að honum og sagði við hann að hann yrði að muna næst, að kjósa ekki XD.
Maðurinn gapti, skipti litum og augun skutu gneystum ( eldheitur Samfylkingarmaður ) en hann upphóf raust sína á ný á nýjum kafla mér til meiri skelfingar.
Mér er það til efs að margir eldheitir ESB-sinnar hafi kosið XD eða XB enda stefna þeirra skýr varðandi ESB og ef einhverjir KJÓSENDUR hafi verið raunverulega sviknir, þá eru það raunverulegir kjósendur VG á kosningar árinu 2009 og svikin halda áfram.
Á þeim árum sem ESB byrjaði að íhuga myntbandalag, komust nokkrir hagfræðingar að orði um að slíkt myntbandalag væri dauðadæmt, NEMA ef ESB væri Sambandsríki.
Mér sýnist þróunin vera í þá átt og plottið sé að ganga upp og mig hryllir við því að ganga slíkt læv/fasískt Evrópskt Svika Bandalag (ESB)
L.T.D. (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 23:03
Já ég er sammála þér í því L.T.D. þokkalegur asskoti atarna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 23:14
Bjarni Benediktsson viðurkenndi að hafa svikið loforð sitt og flokksins um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, í Kastljósinu í gær. Við getum hætt að þrasa um það.
http://ruv.is/sarpurinn/kastljos/24022014
Theódór Norðkvist, 25.2.2014 kl. 11:45
Gott hjá honum. ALltaf gott þegar menn sjá að sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 11:59
Aðildarumsóknin 2009 var skrifleg.
Það vantar skriflegt stopp.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2014 kl. 14:50
Ef við gefum okkur það að Bjarni og Sigmundur hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og sumir halda fram, er það þá ekki loforð sem gefið er þeim sem kjósa þá? Varla geta þeir, sem ekki kusu þá, gert einhverja kröfu um að þeir standi við loforðið, er það? Voru þeir að "lofa" þessu fyrir hönd annarra frambjóðenda? Ég geri ekki ráð fyrir að allir þeir sem þessa dagana eru að hrauna yfir ríkisstjórnina hafi kosið Bjarna og Sigmund í síðustu Alþingiskosningum, eða hvað?
Margrét Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 10:10
Satt Anna Sigríður.
Margrét, góður punktur hjá þér, þetta er einmitt málið, þeir sem eru reiðastir og hafa hæst hafa örugglega EKKI kosið ríkisstjórnarflokkana og eiga því engar kröfur á þá um slíkar efndir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2014 kl. 11:35
Þingmenn VG ljúga enn um ESB-ferlið (segja bara þann helming sannleikans sem hentar þeim sjálfum). ESB-sinninn Árni Þór Sigurðsson staðhæfir í viðtali við RÚV um meðferð tillögunnar um afturköllun umsóknarinnar í nefnd, að þegar sótt var á sínum tíma um aðild hafi það verið með þeim fyrirvara að eftir "samninga"viðræðurnar færi aðildin í þjóðaratkvæði. En Árni minnist ekkert á það, að þáverandi stjórn hafnaði BINDANDI þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildana. Og óbindandi þjóðaratkvæðagreiðsla er einskis virði. Það er bara skoðanakönnun.
.
Þar eð það er 0% möguleiki á því að ÓRG synji staðfestingu laga um afturköllun, þá er það eina sem ESB-sinnarnir í VG (flestallir þingmenn flokksins) geta vonazt eftir, er ... öh ... Nei, annars, mér dettur ekkert í hug.
Pétur D. (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 12:38
Það sem fer mest í taugarnar má mér er þessi feluleikur og hálfsannleikur sem aðildarsinnar og mest forystumenn þeirra viðhafa. Ekkert hreint eða slétt og þeir hafna öllum rökum, sem lygi, segha skýrslu Hagfræðingana samda í Skagafirði og í l.Í.Ú. hjá þessu fólki helgar tilgangurinn meðalið. Hefur reyndar alltaf gert.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2014 kl. 13:59
Það er ekkert skrýtið, Ásthildur. Forystumenn aðildarsinna vita, að ef þeir byrja að segja sannleikann umbúðalaust, þá myndu jafnvel sauðirnir sem hafa fylgt þeim hverfa frá. Eftir stæðu einungis hardcore innlimunarsinnar (þ.m.t. íslenzka embættismannaklíkan), sem eru kannski 5% af þjóðinni.
.
Það sem mér þætti skynsamlegt væri að kanna svör almennings með þessum spurningum:
1. Ertu hlynnt(ur) aðild að ESB?
2. Ef svo er, myndirðu styðja aðild ef öll stjórn á íslenzkum auðlindum (þ.m.t. fiskveiðistjórn á Íslandsmiðum) færi alfarið til Brussel (t.d. að öll ríki fengju óhindrað að veiða á Íslandsmiðum)?"
.
Þá kæmi í ljós hvaða einnar-tölu prósenta styddi innlimun vitandi vits hvað það innibæri.
Pétur D. (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 15:15
Það ræðir enginn um Stjórnarskrárbrot Össurar og Jóhönnu þegar þau gleyma að láta Forseta vor skrifa undir stjórnarerindisbréfið sem sent var til Brussels.
Það er nokkuð skýrt í 19. grein Stjórnarskráarinnar.
Vegna þessa brots er aðildarumsókn ekki gild og því ber að slíta þessum viðræðum strax og hefja rannsókn á þessu broti.
Eggert Guðmundsson, 26.2.2014 kl. 16:38
Reyndar er það skýrara í 18 greininni sem styður 19. greinina með ágætum.
" 18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta."
Hér má sjá undirskrift Össurar og Jóhönnu http://www.mbl.is/media/79/1579.pdf
Svo má velta fyrir sér stjórnarskrábroti með ráðningu í embætti Seðlabankastjóra 27. febrúar 2009 þegar að Svein Harald Øygard var ráðin.
" 20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.
Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni. "
Hér ríkir lögleysa á meðan þjóðin sættir sig við að grunnstoðir laga eru meðhöndluð eins og hver annar skeinipappír.
L.T.D. (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.