19.2.2014 | 14:43
Afglæpavæðing og að aflétta refsingum.
"Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður á Akranesi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands, segir að umræða um að aflétta refsingum vegna vörslu fíkniefna sé að mörgu leyti óljós. Því sé erfitt fyrir lögreglustjóra að tjá sig um málið á þessu stigi. Það sé t.a.m. óljóst hvort hugmyndirnar snúist um að aflétta refsingum af vörslu allra fíkniefna eða hvort einungis sé átt við vörslur kannabisefna. „Það skiptir máli um hvað er verið að ræða.“
Samhliða umræðu um að aflétta eigi refsingum sé einnig rætt um að efla fíkniefnameðferð. „Og það væri mjög til góða, sérstaklega fyrir unga neytendur.“ Sum fíkniefni hafi eitt sinn verið notuð í lækningaskyni og ekki talin hættuleg. Annað hafi komið í ljós. „Fíkniefni eru alls ekki hættulaus og menn verða að fara varlega í umræðunni og vanda sig.“"
Ef það er svona erfitt fyrir lögregluyfirvöld að skilja málið, hvernig væri þá að kynna sér þau, með að leita upplýsinga til þeirra sem málið varðara, til dæmis aðstandendur og fíkla?
Ég hef marg sagt að það þurfi að halda ráðstefnu um fíkniefnavána, þar eiga að hafa sæti allir sem koma nálægt þessum málum, fíklar, aðstandendur, lögreglan, dómarar, lögfræðingar, og allskonar sérfræðingar, meðferðarfulltrúar, sálfræðingar og geðlæknar. Þessi mál þarf að ræða af alvöru og festu.
Ef eins margir hefðu dáið gegnum árin af völdum annarra mála, þá væri löngu búið að bregðast við.
En fíklar eru réttlaust fólki íokkar samfélagi.
Og svona til upplýsingar þá fer afskaplega vel saman forvarnarstarf og aflétta refsingum. M.A. að fá fíkla í lið með sér til að ræða við ungmenni í skólum.
Það hefur ENGIN sagt að fíkniefni séu hættulaus, þau eru það ekki, en miklu hættulegra er það niðurbrot sem á sér stað á ungu fólki af kerfinu, ef það finnst með einhver slíka á sér, þó það sé til eigin notkunar.
Þið ættuð að einbeita ykkur að því að finna svarið, en ekki bíða eftir að einhverjir komi og segi ykkur það.
Því það þarf alla til, ykkur líka til að vinna saman að þessu stóra verkefni.
Birtist á sakavottorði í þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þér það ekkert vera tvíeggjað sverð að nota fíkla til forvarna?
Einhverjir óharðnaðir sem hlusta á skrautlegar lýsingarnar gætu hugsað, „fyrst hann/hún kom heill/heil út úr sukkinu þá get ég það líka. Ég ætla að dópa í tvö þrjú ár, fara í meðferð og hætta.“ Ólafur Skorrdal skrifaði magnaða grein um nákvæmlega þetta viðhorf 2004. Hann byggði hana á eigin reynslu og þar kom líka fram að fangelsin voru besti staðurinn til að læra og ná sér í sambönd og meðferðin var bara til að taka óvelkomna pásu, byggja upp þol og geta svo byrjað aftur af fullum krafti.
Þannig að ég held að það þurfi að fara mjög varlega í að nota fíkla eða fyrrverandi fíkla til forvarna. En þetta er vandmeðfarið mál. Fangelsi eru hinsvegar alls ekki staðurinn fyrir neytendur. Mundi halda að sálfræðingur væri betri. :-)
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 15:00
Það getur auðvitað verið beggja handa egg, að fá fíkla til að ræða við unglinga. En ég held að það geti samt verið fyrirbyggjandi að slíkir ræði reynslu sína, auðvitað þarf að fylgjast með því sem fram fer. En ég þekki þennan heim frá nokkrum hliðum, og ég veit að enginn fíkill sem ég þekki eða þekkti munu mæla með neyslu. Þeir hafa flestir brennt sig illilega á því, bæði í sambandi við glæpamenn og eins kerfið.
Fangelsi eru EKKI besti staðurinn fyrir unga fíkla, það er bara alrangt. Þaðan koma þeir út með allskonar sambönd og oft fullir af hatri út í kerfið. Það sem þarf er lokuð meðferðarstofnun þar sem sérfræðingar vinna með unga fólkinu að koma sér á rétt ról. Oft þegar fíklar hafa lokið afplánun og koma út, er dílerinn sá sem bíður handan við hornið með ný verkefni og peninga. Oft eru þeir búnir að útiloka sig frá fjölskyldu og kerfið fordæmir þá, fá ekki vinnu, né eignast vini, því oft eru þeir útskúfaðir og ef einhver ætlar að vingast við þá, grípa forsjármenn oftar en ekki í taumana, af ótta við einstaklinginn. Þeim eru því flestar bjargir bannaðar í samfélaginu. Það er mergurinn málsins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2014 kl. 17:10
Allir. Ég held að ALLIR geti verið sammála um að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Háleit markmið á borð við "Fíkniefnalaust Ísland árið 2000" var bull og óraunhæf í alla staði. Heimsóknir edrú fyrrum dópista í skóla virkaði ekki. Dómar og dvöl í fangelsi virkaði ekki. Hinn dæmigerði vímuefnafíkill er veikur. Það þarf að hugsa dæmið upp á nýtt. Lausnin er að afglæpavæða sjúkdóminn og komast að rót vandans. Þetta er ekkert hókus-pókus og allt verður gott. Engin ein aðferð er góð lausn.
Í dag getum við horft til Portúgals og Hollands. Þar hefur gefist vel - en ekki fullkomlega - að afglæpavæða dópista. Í Portúgal hefur nýliðun ungra dópista fækkað. Eldri dópistum hefur fjölgað lítillega en ekki umfram þróun í nágrannalöndum. Glæpum tengdum dópi hefur fækkað.
Vandamálið er stórt, hvernig sem það er skilgreint. Ég hallast að því í dag að draga megi úr skaðanum með því að afglæpavæða vægustu fíkniefni á borð við hass, marijuana og eitthvað slíkt.
Sjálfur hef ég aldrei haft áhuga á neinum vímuefnum öðrum en áfengi. En vitaskuld þekki ég marga sem nota önnur vímuefni. Suma mér nákomna. Það er út frá því meðal annars sem ég hallast að afglæpavæðingu hins almenna vímuefnaneytanda.
Jens Guð, 20.2.2014 kl. 00:45
Tek undir hvert orð hjá þér Jens hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2014 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.