Botti lifir enn.

Hann er samt enn á hvolfi, en það er ótrúleg seigla í þessu litla dýri.  Vildi að ég gæti gert eitthvað meira fyrir hann.  En svona er lífið. 

Litli stubburinn minn fór í morgu suður í heimsókn til mömmu sinnar, hann er á leiðinni heim aftur í flugi og tvísýnt um hvort vélin getur lent vegna lélegt skyggnis.  En hún er farin af stað.  Leiðinlegt að vita af litlum pjakki í óvissu hátt uppi í himninum.  En vonandi tekst þeim að lenda, það eru góðir flugmenn sem fljúga hér innanlands.  Miklar hetjur og klárir bæði kven og karlflugmenn. 

Enda er æfingarprófið þeirra að lenda og taka upp af Ísafjarðarflugvelli.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já vonandi lagast skyggnið eða flugmönnunum tekst bara að lenda með glæsibrag með litla kút.

Knusaðu Botta litla.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 17:50

2 Smámynd: Katrín

Sá að vélin væri lent og kútur kominn til ömmu.  Flottir flugmenn

Katrín, 1.3.2007 kl. 18:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei hún lenti ekki, nema ef til vill í huga einhvers. Hún sveimaði næstum klukkutíma í Djúpinu og fór við svo búið suður aftur.  Svo litli kútur verður að gista hjá hinni ömmu sinni í nótt.   Sá hlýtur að vera orðin þreyttur. 

Ég skal knúsa Botta, verst ef hann heldur að ég ætli að taka hann á land hehehe....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 19:13

4 Smámynd: Katrín

gat nú verið. Sá á bb.is að vélin væri lent í Reykjavík:(  útsýnisflug vestur...ætti að auglýsa sérstaklega svo litlir kútar verði ekki ringlaðir á öllu ruglinu  Litlar líkur á flugi á morgunþ.e. áætlunarflugi með lendingu á Ísafirði.

Botti karlinn hressist örugglega enda í góðum höndum ..  en ef illa skyldi fara áttu þá kvóta???

Katrín, 1.3.2007 kl. 20:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Neeei ég á eiginlega ekki kvóta, en ætli maður meðhöndli Botta littla ekki bara sem brottkast ef illa fer

Það er einmitt það sem ég óttast að það verði ekki flogið á morgunn.  Og litli kúturinn minn verði að dúsa í Reykjavík.  Hann vill helst vera hér heima hjá sér.  Það besta sennilega sem hann veit í stöðunni er að hann er löglega afsakaður að mæta ekki í skólann i fyrramálið hehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 20:23

6 Smámynd: Katrín

Hann er nú alveg frábær, hann litli kútur þinn.   Brottkast---auðvitað

Katrín, 1.3.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband