Ekki fara alltaf saman orð og gjörðir.

Framsóknarflokkur vill læra af rangri ákvörðun um Írak

Framsóknarflokkurinn vill afnema stimpilgjöld

Framsóknarmenn vilja stjórnarskrárákvæði um auðlindir landsins

 Framsóknarmenn lofa milljarði í fíkniefnavarnir.  Nei það var fyrir mörgum árum.  En svei mér þá ef það komst nokkurntíma á blað.  Fíkniefnadjöfullinn hlær sem aldrei fyrr.  Aldrei hafa stjórnvöld verið fjarri því að ná böndum á skelfirinn. 
Það var líka talað um fíkniefnalaust land árið 2000.  En það er víst líka liðin tíð.
 Framsóknarflokkurinn nefnilega vill.................. allaf mjög vel fyrir kosningar.  En loforðin vilja svo fjúka og gleymast.  Því það er svo mikil fyrirhöfn að þurfa að efna öll þessi loforð.  Og svo vill stóri bróðir náttúrulega ekkert með þau hafa, og ekki má styggja höndina sem fæðir mann og klæðir.   Ég ætla rétt að vona að fólk láti ekki glepjast enn eina ferðina af innantómum loforðalista flokksins, þessum sem færði nokkrum vinum sínum banka að gjöf,  og öðrum fullar hendur fjár af gjafakvóta.  Það er notalegt við kjötkatlana.  Flokkur sem hefur lengi farið með félagsmálaráðuneytið og heilbrigðismálin og við getum séð marg þar sem vert er að skoða.  Eins og fleiri mánaða bið fyrir ungt fólk með geðraskanir á BUGL.  Lokun dagvistar fyrir fötluð börn, lokun meðferðarheimila og svo má skoða aðbúnað öryrkja og aldraðra.  Lokun endurhæfingardeildar á Landspítala fyrir fólk með geðraskanir. Langir biðlistar á sjúkrastofnunum og sumum hreinlega lokað tímabundið vegna fjárskorts.  Og svo er alltaf verið að skoða málin, eða þau eru í mótun eða það átti einmitt að fara að ræða þessi mál.  Maður kemur ekki að tómum kofanum þar.  En það er svo skrýtið að það bara gerist ekki neitt.    Ég held að fólk ætti aðeins að staldra við núna í aðdraganda kosninga og skoða gjörðir og samþykktir stjórnarflokkana, áður en menn fara inn í kjörklefann.  Það er nefnilega ekki sama orð og gjörðir.  Það er hægt að lofa öllu fögru, en það er stundum þannig að menn telja sig ekki þurfa að standa við slíkt eftir kosningar.  Þá er líka hægt að ypta öxlum og segja við réðum þessu ekki.......en við gerum þetta eftir næstu kosningar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Það hefur verið sagt að margt sé líkt með ánamöðkum og framsóknarmönnum.  Ef maður slítur einn ánamaðk í tvennt verða til tveir nýjir framsóknarmenn....afsakið ánamaðkar.  Og þeir muna náttúrlega ekkert af því lífi sem þeir lifðu áður

Katrín, 1.3.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 19:14

3 Smámynd: Jens Guð

  Í dag stendur Framsóknaróværan ekki fyrir neitt annað en spillingu og kvótabrask. Í gamla daga var Framsóknarflokkurinn stjórnmáladeild Sambandsins og kaupfélaga.  Á einhverjum tímapunkti var framsóknarflokkurinn framfaraflokkur fyrir fátæka bændur.  Síðar breyttust kaupfélögin og Sambandið í andstæðu sína. Urðu lamandi bákn líkt og kommúnistaríki austantjalds.

  Eftir á að hyggja var Steingrímur Hermannsson góður stjórnmálamaður til samanburðar við arftakana.  Halldór Ásgrímsson er varla skilgreindur öðruvísi en sem drusla Davíðs Oddssonar og fulltrúi kvótakónga og spillingar úr og suður.  Er sjálfur kvótaprinsess og ómerkilegur lygari, samanber söluna á Búnaðarbankanum og bullið í kringum þátttöku Íslands í kolólögregli innrás í Írak, byggðri á fölsuðum gögnum um kjánalega kenningu um gereyðingavopnabúr Íraka og aðild að hryðjuverkunum 9/11.

  Jón Sigurðsson klórar í bakkann.  Hann er betur gefinn en Halldór (er Halldór þó ekki heimskur.  Bara ósvífinn eiginhagsmunaseggur og hrokafullur).  Jón er hrokafullur eins og Halldór en hefur ekki sama bakland og Halldór (Austfirðina).

  Mínkenning og von er sú að Jón nái ekki kjöri sem þingmaður.  Þó vegur salt að kvótabraskararnir munu setja 600 milljónir í kosningasjóð Framsóknarflokksins.  Það telur.  Sjálfur er ég menntaður auglýsingahönnuður (graphic designer) og veit að auðvelt er að hræra í fávísum.

  Undanfarin ár hefur Framsóknarflokkurinn telft fram mjög vel hannaðri kosningabaráttu.  Betri en nokkur annar flokkur.  Þannig hefur þeim alltaf tekist betur upp á lokaspretti kosningabaráttu en öðrum.    

Jens Guð, 2.3.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband