Ferðin mín, nú á leiðinni til Osló.

Eins og komið hefur fram hér þá er mikil náttúrufegurð í Noregi, að ferðast með rútu gegnum landið er upplifelsi út af fyrir sig.  Það er margt að sjá.

IMG_4570

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fyrir utan að hitta elsku barnabörnin mín, var ferðin líka næring fyrir skynfærin.

3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11

 

 

Rétt eins og hjá okkur sést sólin ekki á þessu svæði í tvo mánuði.  Við hér fyrir vestan þekkjum alveg þá tilfinningu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli brá sér í göngutúr upp á eina hæðina og þar var geitahús, sem bændurnir áttu í sameiningu, en Andrés vinur Inga Þórs er að endurnýja geitastofn sinn, norðmenn eru að útrýma sýkingu úr geitastofni sínum, og ef menn vilja breyta eða stækka stofn og húsnæði, fá þeir enga fyrirgreiðslu nema að fara í gegnum þann prósess, þurfa að fá nýjar geitur sem hafa verið hreinsaðar af öllum sjukdómum.  

Þessir kofar eru í eigu bændanna, það hafa þeir aðstöðu þegar þeir vitja geitanna.  Andrés er að stækka sitt geitahús sem er í við bæ hans.

IMG_4575

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrstu geislar sólarinnar þetta vorið.

IMG_4573

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýja geitahúsið hans Andrésar.  

12

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er ekki djúp gróðurþekjan í Noregi, stundum sér maður trén vaxa beint út úr klettunum, og fara verður vel með þann jarðveg sem fyrir er, þess vegna liggja vegir kringum tún bændanna en ekki þvert í gegn.  Þegar við erum að tala um grjóthrúgu hér, þá má segja að það eigi miklu betur við í Noregi.

IMG_4583

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er máni gamli hálfur, milli hrikalega hárra fjallanna.  

IMG_4585

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og kvöldin eru falleg, þegar sólin lýsir skýin.

IMG_4586

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér á sjá dýpsta vatn Noregs.   Horningdalsvatn, en það er við bæinn Gråtos.

IMG_4591

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér kúrir þorp undir hrikalegum fjöllum.

IMG_4599

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöllin okkar blikna við þessa risa, og þeir ná langt niður, ég held að það séu sárafáar fjörur hér í Noregi.

IMG_4602

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum byrjuð að klifra upp á Strynfjallið á heimleið.

En áður en við leggjum aftur á fjallið, ætla ég að minnast á Ivar Aasen,  Málvísindamann og málýskufræðing, hann bjó til nýnosku, ferðaðist um öll byggðarlög og samræmdi málýskur sem voru ólíkar.  

portrett_Lars-Osa_utsnitt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er stytta af honum í miðbæ Örsta.  Tónleikastaður og menningarhús í hans nafni.

img_9229_1193929

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki  mjög góð mynd.   

IMG_4603

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við erum sem sagt að klifra upp á Strynefjallið, það er um 1500 metra hátt og er aðalskíðasvæði Noregs yfir sumartímann, þar eru ótal hyttur sem norðmenn eiga og nota þegar þeir fara á skíði yfir sumartímann.

IMG_4604

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vegurinn upp á fjallið Strynmegin er hrikalegur og brattur.  

IMG_4605

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Liggur allur í bogum og beygjum.  

IMG_4608

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef satt að segja engan áhuga á að fara gamlaveginn, gruna að hann sé ennþá brattari og mjórri.

IMG_4609

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Engir smá risar hér.

IMG_4610

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer er efstihluti vegarins í göngum.

IMG_4611

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við komin upp á fjallið og hér má sjá hyttur norðmanna, en þessar hyttur eru örugglega fleiri hundruð eða jafnvel þúsund.

IMG_4614

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og við erum komin upp fyrir skógarmörk, gæti þess vegna verið Steingrímsfjarðarheiði.

IMG_4615

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Strynefjall, takið eftir stikunum hve háar þær eru, segir dálítið um snjóhæðina sem getur verið hér.

IMG_4617

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin niður af fjallinu, hér er greinilega mikið um ferðamenn og bæði hótel og hyttur. 

IMG_4618

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá tekur skógurinn við.  

IMG_4624

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað er Statoil allstaðar í hverjum krók og kima.

IMG_4632

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum komin til Lom, en þar er elsta stafkirkja Noregs.  Gríðarlega falleg bygging.

 Lom stafkirkja liggur í miðju bæjarins Lom, hún er talin hafa verið byggð 1198.

Nokkrar rúnir og áletranir má ennþá sjá í kirkjunni.  Og loft hennar er magnað listaverk.  Í henni eru fjölmörg listaverk frá 17 og 18 öld. Mörg þeirra voru máluð af listamanni í nágrenninu Eggert Munch, fjarskyldum ættingja Edvard Munsh.

in-der-stabkirche-lom-9b0ae376-7f2e-4680-8592-b2d12531f2a6

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

LOM

 

 

 

Fann þessa mynd á netinu, hér sést kirkjan að innan. Ef ég fer á eigin vegum um þetta svæði, sem ég á eflaust eftir að gera, mun ég skoða þessa kirkju nánar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lom er mikill ferðamannastaður.  Og við erum komin í Guðbrandsdalinn.  

En þaðan er líka Knut Hamsun.  Hann fæddist í Guðbrandsdalnum 4. ágúst 1859.  Hann var fæddur Knut

Pedersen, og lést 19. febrúar 1959.  Hann var einn frægasti rithöfundur norðmanna og var sæmdur Nóbelsverðlaunum í bókmenntum árið 1920.  Við ókum fram hjá bæ þar sem var safn um hann, man bara ekki hvað sá bær heitir.  En það er gaman að upplifa söguna svona.  

IMG_4639

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bærinn Otta, og þá nálgumst við bæinn sem við munum stoppa og fá okkur að borða á veitingastað sem heitir Sinclair.

IMG_4641

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Otta.

IMG_4642

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dæmigert norskt hús.  

IMG_4643

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og dæmigerur norskur vegur.  Ég er hrædd  um að við myndum æpa yfir vegum hér ef þeir væru eins þröngir og hlykkjóttir og í Noregi, hraðinn mest 80, en oftast 60 eða 70 km. per.klst, og stundum jafnvel 50 km.

IMG_4645

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá erum við komin á söguslóðir Péturs Gynt, þeirra Ibsen og Edvards Grieg.  

Leikhús við Grålåvatn.  

 

IMG_4650

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum farin að nálgast Lillehammer.

IMG_4651

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húsin kúra upp um allar hlíðar, og ég sé enga vegi að þeim mörgum hverjum, var að hugsa hvort þeir færu um á snjósleðum eða þrúgum.

IMG_4652

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðbærinn í Lillehammer.

IMG_4653

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér voru vetrarólympíuleikarnir haldnir 1994. Og við erum ennþá í Guðbrandsdalnum. 

IMG_4654

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá skíðabrekkurnar.

IMG_4656
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og áfram skal haldið.  það er farið að dimma, klukkan orðin fjögur. 
IMG_4657
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta svæði sem við erum á er greinilega mikil ferðamannaparadís, hér eru eins og ég sagði hótel og hyttur, en líka allskonar til viðverðu, svo sem eins og rafting, veitt gegnum ís og svo framvegis, í Noregi eru margar ár og vötn.  

IMG_4658

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Biri er einn af þessum ferðamannastöðum.

IMG_4659

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú læt ég staðar numið að sinni.  Eigið góðan dag elskurnar. Smile 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji elsku Ásthildur,,, það er svo gaman að ferðast með þér útum allt !!! Takk fyrir að lofa okkur að fylgjast með :)

Hlýjar kveðjur til þín og þinna úr Trékyllisvíkinni.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 04:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Jóhanna mín bestu kveðjur til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2014 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband