Ferðin mín. Frá Vín til Oslóar.

Austurríki skiptist í níu fylki.  Þau skiptast þannig; Burgenland höfuðborgin þar er Eisenstadt, Efra Austurríki, þar er höfuðborgin Linz, Kärnten, höfuðborg Klagenfurt, Neðra Austurríki, Sankt Pölten er þar höfuðborg. Salzburg, og höfuðborgin ber sama nafn. Steiermark og þar er Graz höfuðborg, þar býr Leó Jóhannsson og Erica, frændfólk mitt. Tírol og þar er Innsbruck höfuðborgin. Vorarlberg með höfuðborg sem ber nafnið Bregenz, síðan er það Vín.

Bára mín býr í Steinbrunn en það er staðsett í Burgenland.  Burgenland er mesta vínræktar hérað Austurríkis.  

IMG_4417

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áður en við fórum út á flugvöll skruppum við aðeins inn í höfuðborg Burgenlands, Eisenstadt, falleg borg.  Þar er safn um Hayden.  

IMG_4423

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við ætlum í miðbæinn, sem er við hliðina á höllinni.

IMG_4424

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er frekar óvenjulegt árferði þarna núna, því það er bara Janúar, en jasmínan er farin að blómstra og einnig kirsuberjatrén.  Reyndar sá ég að það var komin snjór eftir að við fórum þaðan.

IMG_4425

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kirsuber í fullum skrúða.

IMG_4426

 

 

 

 

 

 

IMG_4429

 

 

 

 

Bílastæðið við höllina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá er að labba upp heimreiðina, við vorum búin að kveðja stelpurnar okkar, því þær þurftu að fara í skólann.

IMG_4430

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gott fyrir stutta fætur að hvíla sig.

IMG_4431

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var hlaupið af stað.

IMG_4432

 

IMG_4432

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Á grasflötinni má svo sjá afrakstur dýrs sem við erum alveg laus við ennþá, en það eru moldvörpurnar.  Mér þykir leitt að þessi mynd skyldi fara svona inn, en ég bara get ekki tekið hana út það er eitthvað í kerfinu sem er ekki rétt.

IMG_4434

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Austurríki er stjúpan vetrarblóm, hún er sett niður á haustinn, og svo taka önnur blóm við þegar fer að vora.

IMG_4435

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Héðan er stutt í mörg lönd, Sópron er í Ungverjalandi afskaplega vinaleg og skemmtileg borg. Og Ódýr.

IMG_4436

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Amma náði honum akkúrat þegar hann brá sér til hliðar til að gera B LoL

IMG_4438

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er aðalgatan í Eisenstadt.

IMG_4439

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér voru útsölurnar alveg á fullu, allt upp í 70% afslátt.  

IMG_4440

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér var útimarkaður, þar sem Bændur og húsmæður stóðu fyrir. 

IMG_4441

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar kenndi margra grasa, kökur sælgæti, matur ávextir og allskonar.

IMG_4442

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Epli og allskonar mauk, en Bára í keypti kökur af frúnni.

IMG_4443

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér var hægt að kaupa allskonar sauerkraut og slíkt.  Allt auðvitað heimagert.

IMG_4444

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var greinilega í fríi, svo ekki veit ég hvað hann geymdi í þessum tunnum.

IMG_4445

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reffilegur hr. Skaftason.

IMG_4446

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta heillaði samt litla manninn mest.  Flugvél sem fór upp og niður.

IMG_4447

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta var gaman.

IMG_4449

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arkitektúr þeirra finnst mér frábær og svo einnig skreytingar á húsum, þetta er reyndar ráðhúsið þeirra.

IMG_4450

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við höfðum nægan tíma svo við ákváðum að setjast inn á kaffihús. sss

IMG_4452

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaffihúsið virtist vera einskonar samastaður eldriborgara, hér koma þeir og sitja og fá sér bjór, vín eða kaffi.

IMG_4454

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sá stutti er alltaf glaður og aldrei neitt vesen með hann.

IMG_4455

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já við sómdum okkur vel á þessum stað .

IMG_4457

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þá var komin tími til að drífa sig út á flugvöll.

IMG_4459

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á leiðinni hittum við þennan ágæta bíflugnabónda, sem var að selja hunang af öllum stærðum og gerðum, hann var einnig með sælgætismola og áburð úr þessu eðalefni.  Hann sagði okkur að hann gerði mikið af allskonar smyrslum og olíum en hann mætti ekki selja það sjálfur, heldur þyrfti að vera með til sölu slíkt frá stórum fyrirtækjum frá Þýskalandi.  

IMG_4461

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ætli einhverjar konur hefðu ekki viljað vera hér að versla allt upp í 70% afsláttur af allskonar vetrarfötum.

IMG_4463

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er þessi flotta höll í öllu sínu veldi.  Rétt hér hjá er Haydnhúsið.

IMG_4466

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Versta við heimsóknir er að það er erfitt að kveðja.

IMG_4469

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við erum á leið til Osló til að hitta börnin þar.

IMG_4472

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Elsku litli JónElli minn Heart

IMG_4475

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hugsa alltaf þegar ég ek fram hjá þessari illu þefjandi olíuhreinsunarstöð, hvað við vorum heppinn að ekki náðist samstaða um að byggja svona skrýmsli í Dýrafirðinum.

IMG_4476

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo óendanlega ljótt, tröllslegt og illa lyktandi.

IMG_4477

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá var bara eftir að kveðja og heilsa nýjum fjölskyldumeðlimum Heart

Vona að þið hafið haft gaman að þessu, meira næst.  Eigið góðan dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband