29.1.2014 | 18:12
ferðasaga framh.Salzburg - Steinbrunn.
Já það var notalegt að koma til sonar okkar í Njarðvík og slaka á eftir langa bílferð.
Þetta er hann Davíð Elías, hann er myndarstrákur og afar athafnarsamur, en alveg þrælklár.
Eins og sjá má er aðalatriðið tölvuleikir hjá börnum í dag, enda eru tölvur og IPad framtíðin. Og nú er amma loksins komin frá Serbíu til að hjálpa mömmu með drengina sína
Litla skottið að fara í svefninn.
Sá stóri fær að vaka aðeins lengur.
Bjössi rétt eins og allir synir okkar er frábær kokkur, og hefur virkilega gaman af að elda. En nú liggur leiðin með WOW air til Salzburg.
Systursonur minn og vinur hans komu með, þeir eru að fara í ævintýraferð að vinna á hestabúgarði Báru minnar og Bjarka.
Hreinn og Halli, myndar piltar.
Við bíðum eftir að Bára komi og sæki okkur á flugvöllinn.
Austurríkismenn eru ekki mikið fyrir beinar línur, heldur er arkitektin hjá þeim mjúkur eins og fjöllinn.
Svo var ágæt hugmynd að fá sér í gogginn meðan beðið var.
Svo erum við lögð af stað, áfangastaðurinn er Steinbrunn.
Það var ágætis veður, en ekkert svo sem betra en á Íslandi á þessum tíma.
Og hér eru svo elsku stelpurnar mínar í Austurríki, og voru svo glaðar að hitta ömmu og afa, og við ekki síður að hitta þær.
Og litli ærslabelgurinn, krullustrákurinn okkar.
Það var ævintýri að leika sér í heyinu, þar var klifrað og leikið sér.
Sá reyndar ekki betur en allir krakkar í nágrenninu væru að koma og leika þarna.
Er hún ekki orðin stór hún nafna mín Ásthildur Cesil.
Nú eða Hanna Sólin, börnin vaxa svo hratt og þess vegna er nauðsynlegt að hlú vel að þeim, meðan þau ennþá eru börn
Afastubbur.
Það er ósköp gott að fá sér epli eða aðra ávexti.
Snemma beygist krókurinn, þessi ungi maður er alveg til í að elda matinn, það er líka hægt að segja sama um Davíð Elías, Sólveig Huldu og Símon Dag.
Já það þarf að hræra í pottunum og svoleiðis.
Svo þarf að læra heima. Börn í Austurríki þurfa að læra mikið heima, og stundum getur það verið bras, ekki með Ásthildi samt, hún elskar að læra heima, en stubbur þarf auðvitað að læra líka.
Svo getur verið notalegt að kúra upp á þurrkaranum því þar er bæði hlýtt og svo ruggar hann svo vel.
Afi er skemmtilegur svo er hann bæði stríðin og segir skemmtilegar sögur.
Jóni Ella finnst líka gaman að leika við afa.
Strákarnir þurfa að deila herbergi, þar sem íbúðin er lítil, en þeim finnst það ekkert mál.
Það getur ýmislegt gerst, og nú sagaði Hreinn í puttan á sér, og þá var nú aldeilis gott að hafa (Dýra)lækni á staðnum.
Afi og Ásthildur gera gólfæfingar.
Sem er nú aldeilis flott.
Og strákarnir fara ekki varhluta af ærslagangi En þeir eru báðir svo ljúfir.
Og hér er Halli að hjálpa Hönnu Sól með reikninginn, hann gerði nú dálítið grín að sjálfum sér í því efni, en þetta gekk bara vel hjá þeim.
Og fyrst var nú komið teppi á gólfið, þá var um að gera að nota það vel.
Gaman gaman...
Já það var svo sannarlega fjör á Obere Hauptstrasse 85.
Litli fallegi krullukollurinn hann JónElli.
Og yndislega dóttir mín.
Hér er svo hann Hreinn Þórir Jónsson systursonur minn myndarpiltur.
Strákarnir voru sérlega góðir við börnin, sem skiptir ekki svo litlu máli, þegar allir eru þræluppteknir.
Við erum svo rík með allar þessar elskur við afi.
Fölskvalaus kærleikur hvað er yndislegra en það?
Grallarinn hún nafna mín.
Þetta er svona meira í áttina
Það er líka notalegt að gera heimaverkefnin á mottunni góðu.
Nú eða bara horfa á mynd í símanum hennar mömmu.
Mamma hans segir nú samt að þetta sé dæmigerð mynd af JónElla.
Hann hefur afskaplega gaman af að teikna, en bara stundum teiknar hann á blöð, oftast verða veggirnir fyrir valinu.
Fyrirmyndarnemandinn Ásthildur Cesil.
Knúsírófa.
Amma var að elda snitsel og allir vildu hjálpa, stubburinn fékk að berja kjötið, bamm bamm, og allir hjálpuðust að.
Og sumir fá bara aldeilis brilliant hugmyndir.
FJölskyldan að borða.
Það er líka gott að vera hjá pabba, þegar hann er heima.
Og Trölli karlinn er duglegur við að hjálpa strákunum að reka hestana á sinn stað.
Hér erum við komin í Eisenstad sem er höfuðborginn í Burgenland. Á leiðinni út á flugvöll til að fara til Oslóar, förum með Norwegan og það kostar innan við 10.000 kall miðinn. En meira um það seinna.
Eigið góðan dag, hér fyrir neðan er mynd sem ég setti inn, en gerði einhverja vitleysu svo ég gat hvorki tekið hana út eða sett hana á sinn stað. Svo hún fylgir hér með. s
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hvað er gott að sjá að þið hafið notið dvalarinnar elsku Ásthildur :) Hlakka til að fá meiri ferðasögu ;) Njótið dvalarinnar hvort hún sé í Austurríki eða í Noregi :)
Kveðja úr Trékyllisvíkinni.
Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 03:56
Takk elskuleg mín <3
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2014 kl. 13:41
Takk Ásthildur mín fyrir þessar skemmtilegu myndir og ferðasögu. Frétti af þér og Ella og vissi að þá myndu nú piltarnir komast á réttan stað:)
Katrín, 31.1.2014 kl. 14:56
Mín er ánægjan Katrín mín, já strákarnir eru svo sannarlega flottir og duglegir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2014 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.