Hversu lengi ætlum við að berja höfðinu við steininn um að fíklar eru líka fólk?

Ógæfa þessarar ungu stúlku slær mann alveg í gagnum hjartað.  Ég hugsa til hennar sjálfrar, foreldra og annara skyldmenna.  Það er svo sorglegt að upplifa manns eigin minningar, gegnum annað ungmenni, og þau eru mörg sem þurfa á hjálp að halda.

Kerfið hefur algjörlega brugðist þessu unga fólki.  Það  þarf hjálp en ekki fordæmingu heldur hjálp og traust.  Lokuð meðferðarstofnun er eina úrræðið sem dugir þegar fíknin hefur algjörlega tekið yfir og þau ráða ekki lengur við kröfur líkans um fikn.  

Ég hef ekki kynnt mér nægilega vel  Tillögur stjórnvalda um aðhaldsaðgerðir í áfengis og fíkniefnamálum, en það slær mig að þegar talar er um að fá bestu upplýsingar um skilvirkni og hagkvæmni, þá sé ég hvergi minnst á að rætt hafi verið við fólkið sem mest og best þekkir til um hvar skóinn kreppir, en það eru aðstandendur fíkla, og jafnvel fíklarnir sjálfir.  

Það er nefnilega svo með svo margt að það er alltaf leitað til "sérfræðinga" og doktora allskonar sem hafa "lært" um þessi mál í bókum, en hafa ef til vill aldrei upplifað á sínu eigin skinni hvað þetta er í raun og veru erfitt.  Aðstandendur fíkla þekka þetta út og inn, og gætu örugglega lagt heilmikið til málanna, væri reynt að hafa samband og leyft þeim að fylgjast með og gefa ráð.

Kristján Þór sagði einhversstaðar að hann myndi geta hugsað sér að "afglæpavæða" fíkla ef nægur rökstuðningur kæmi fram.  

Það er ekkert lát á góðum rökum fyrir því að gefa léttari fíkniefni frjáls.  Fyrir það fyrsta myndi sparast heilmikill kostnaður við að hundelta fólk sem ekkert hefur gert af sér annað en að neyta kannabis eða sambærilegra efna og gera það fólk að glæpamönnum,  svo að það kemst aldrei almennilega inn í samfélagið aftur.  Með því að ríkið tæki yfir sölu á þessum efnum, rétt eins og alkóhóli og sigarettum, myndi mikið af svörtum peningum koma inn í opinbera peningakerfið úr höndunum á þeim sem nú hala inn milljónir á milljónir ofan af blóðpeningum sem eyðileggur margt ungt fólk til lífstíðar.  

Eitt er líka að um leið og foreldrar skynja að börn þeirra eru farin að fikta við svokölluð eiturlyf, sem sum eru ekkert verri en áfengi, nema vegna ótta fólks við þau, þá eru foreldrar varnarlaus, þau geta ekki leitað til lögreglunnar, því um leið og þau gera það, þá eru börnin þar með kominn á svartan lista hjá yfirvöldum. Meira að segja stundum þannig að þeim er eftir það kennt um allt sem miður fer í litlu samfélagi.  Þar með er tekið helsta vopn foreldranna tekið, til að grípa inn í neysluna.  

Hvað halda menn að kosti samfélagið mikið öll eltingin við þessa krakka, dæming í fangelsi, niðurbrot þeirra og aðstandenda, afbrot þegar lengra er komið í neyslunni, og áhrif þeirra á líf annars fólks sem verður fyrir þjófnaði eða líkamsárásum? Hvað ætli margir foreldrar séu á róandi lyfjum, blóðþrýstingslyfjum og öðrum slíkum, sem afleiðing af því að barnið er komið á götuna?

Hvað um öll sjálfsvígin sem eru framin þegar fíkillinn sér enga aðra leið út úr neyslunni?

Og hvað með stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til að fá að lifa mannsæmandi lífi?

Ég hef bent á laust í mörg ár, en það er lokuð meðferðarstofnun fyrir fíkla, þegar fíknin hefur tekið öll völd og fólk ræður ekki neitt við neitt.  Þar þarf að vera öll meðferðarúrræði fyrir fólk sem komið er út úr hinnu mannlega samfélagi, bæði líkamlega og andlega, endurhæfing út í samfélagið og síðan langtíma aðstoð, þangað til þetta blessaða fólk nær að lifa sjálfstæðu lífi og taka þátt í samfélaginu.  

Það þýðir bara ekkert að segja að þetta kosti svo og svo mikið, og það séu ekki til peningar, þegar allt virðist fljóta í peningum til alls annars en að hlú að þeim sem minnst mega sín.  Alþingismenn og ráðherrar hafa hingað til haft skammarlega litlar áhyggur af þessum ummennum, og ef miðað er við margar lögregluaðgerðir, segi ekki alla, þá mætti halda að það sé litið á fiklana okkar sem úrkast, sem ekki þurfi að gæta mannréttinda, og þau vita það.  Þess vegna láta þau allt yfir sig ganga, gagnvart löggæslunni, því þau vita að það er ekki hlustað á þau.   

Nú þarf að bretta upp ermar og hjálpa okkar öðruvísi börnum til betra lífs, koma þeim úr klóm eiturlyfjabarónanna og afglæpavæða þau, ekki seinna en strax.  


mbl.is Brynja Mist enn týnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég kvitta undir hvert orð.  Til viðbótar spyr ég:  Hver er eða hefur verið ávinningur af glæpavæðingu vímuneytenda annarra en þeirra sem drekka áfenga drykki?  Hver er reynsla Portúgala af afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu?

Jens Guð, 27.1.2014 kl. 22:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góðar spurningar Jens.  Ávinningurinn hefur ekki verið neinn fyrir þjóðina og landið, en þvert á móti mikill skaði, því allt þetta fé sem þarna rennur fram er svart og sykurlaust.  Hef ekki heyrt neitt um vandræði í Portúgal með fíkniefni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2014 kl. 10:56

3 identicon

Ég kvitta líka undir hvert orð... mér sýnist að ný stefna í áfengis-og vímuvörnum sé alls ekkert ný heldur bara sama gamla sullið með nýjum dagsetningum... það er ótrúlega mikið tabú að ræða þessi mál og fáránlegt að viðurkenna ekki að sú stefna sem hefur verið í gangi í áratugi gerir ekki neitt fyrir neinn... :-/

Það verður að breyta um takt.....

http://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf

Kolbrún Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 11:06

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þitt innlegg Kolbrún, já því miður eru menn algjörlega fastir í sama vefnum og kerfinu hvað varðar þessi mál. Hvað þarf til að menn átti sig?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2014 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2021230

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband