Að versla í heimabyggð.

Þetta er reyndar gömul saga og ný.  Auðvitað leggja sum fyrirtæki meira á en önnur, svo varan verður það dýr að fólk vill fara annað.  

En það er ekki heildarmyndin, heldur kaupendur, sem ekki versla í heimabyggð, þó þeir geti fengið sambærilega vöru fyrir sambærilegt verð.  Margir fara erlendis í verslunarleiðangra og kaupa jafnvel drasl í ódýrum verslunum.  Sérlega erfitt er fyrir sveitafélög í nágrenni Reykjavíkur, til dæmis er ekki hægt að halda úti bíóhúsum vegna þess að fólk fer bara til Reykjavíkur að sjá myndir.

Ef við viljum halda verslunum í heimabyggð, þá verðum við að versla þar eins mikið og hægt er.  Þó það sé eitthvað dýrara, þá þarf að huga að benzínkostnaði og tímaeyðslu við að aka lengri leið til að ná í herlegheitin.  Sérlega ógeðfellt finnst mér að heyra að fólk verslar í stórum stíl tól og tæki frá Kína, ódýr, en standast engan samanburð og eru jafnvel framleidd í þrælabúðum jafnvel af börnum.  

Þessi atriði ættum við að hafa í huga þegar við pöntum föt frá útlöndum í stað þess að skoða hvað er í boði heima hjá okkur.   


mbl.is Of margir um hituna á litlum markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Alveg rétt vinkona. Við hér í Túninu verslum t.d. eingöngu Örnu mjólk og jógúrtið er alveg frábært hjá þeim. Segir sig sjálft ef við verzlum ekki í heimbyggð þá verður líklega engin byggð.

Elfar Logi Hannesson, 25.1.2014 kl. 11:49

2 identicon

Innilega sammála.

Verslunarmenn verða þó að gæta hófs í verðum á vörum sem auðvelt er að panta gegnum netið, annaðhvort frá aðilum innanlands eða að utan.

Hef heyrt dæmi um að fólk hafa sparað 40 % á vörum sem kosta um 25-30 þús. (tölvuíhlutir) Það er allt of mikill munur til að réttlæta að fólk versli í heimabyggð.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 13:42

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er að mörgu leiti rétt hjá þér Ásthildur. En sumstaðar eru ekki lágvöruverslanir, og þar er víða vöruverð svo hátt að mörgu  láglaunafólki er um megn að versla þar. og fer þá kannski og verslar fyrir vikuna í nágrannabyggð sem hefur svoleiðis verslun. Það væri ekki að því ef það þyrfti þess ekki. Eg get bent á hvolsvöll þar er fólk að gefast upp á uppsprengdu verði, þar sem útlendingar einir geta verslað. Fólk í þeim bæ er að reina að opna eigin verslun. Því ofbíður vöruverðið í heimabyggð.  Og ekki er allt gull sem glóir, það er nánast sama hvar verslað er með föt, megnið eru merkt Meide in Kína. En ég mæli eindregið með því að fólk versli það í heimabyggð eins og hægt er! Meira að segja virtar verslanir eru að selja Amerískar hitakönnur Thermos, mframleiddar í kín.! Fólk þarf að halda utanum aurana sína sem á ekki fyrir mat þrátt fyrir að skyla  fullri vinnu. Og ég held að það sé ekki þetta fólk sem fer erlendis í vörukaup.

Eyjólfur G Svavarsson, 25.1.2014 kl. 14:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Elvar Logi, sumum finnst Örnu mjólkin ekki góð, þar sem verkunin á henni gerir hana sæta, en það er sama í Austurríki með Lactosfría mjólk, svo ég er ákveðin í að halda áfram að kaupa Örnu mjólk, svo er jógúrtin alveg frábær hjá þeim.

Eyjólfur takk fyrir innlitið, já ég tæpti einmitt á því þegar kaupmenn sprengja svo upp verðið hjá sér að það er ekki nokkur leið að versla þar.  Það er sjálfskaparvíti sem á ekki að líða.

Mér skilst að svona sé þetta líka á Patreksfirði, svo fólk kemur til Ísafjarðar á sumrin til að versla í Bónus, og á eftir að koma oftar þegar heilsársvegur verður loksins að veruleika.

Ég reyni að versla öll mín föt á Ísafirði í fataverslun þar sem hefur allar stærðir til sölu og yfirleitt mjög falleg föt.  Og alls ekkert dýrara en gerist og gengur.

Við eigum að hugsa aðeins út fyrir kassan og skilja að með því að hlú að verslun heima, þá erum við að viðhalda þjónustunni sem við viljum hafa. 

Skil vel að sumir eigi ekki fyrir mat, og þá þarf að vanda innkaupinn, en um leið og þetta sama fólk reykir pakka á dag, þá má segja að forgangsröðunin sé eitthvað brengluð.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2014 kl. 17:43

5 identicon

Ef fólk vill halda í þjónustufyrirtæki á Íslandi, verður fólk að sjálfsögðu að versla á Íslandi. Það er keðjuverkandi, ef verslanð er við sitt eigið land. Við höldum störfum hjá fólki. Ég versla allt hér á landi og það er ódýrara en Erlendis, bara að fylgjast með.

Ég á baranbörn í Svíþjóð og kaup á þau hér og sendi út. Keypti fyrir jól 2.st.buxur, 5.st boli, 2st. peysujakka og greiddi kr. 18.900,- fyrir þetta og kr. 5.000,- sendingarkostnaður til Svíþjóðar. Samtals kr. 23.500,- Ég fengi þetta alldrei á þessu verði í Svíþjóð. Úlpa frá Regatta í Skeifu, innan við kr. 9.000,- Sama úlpa á útsölu í Svíþjóð kr. 45.000,-. Ég verslaði matvörur í ódýrustu verslun í Stokhólmi. Geymdi verðmiðan og bar hann saman við sambærilega verslun hér Bónus, Krónan. Það er sko dýrt í Svíþjóð. Öllum er velkomið að skoða hann og bera saman. Að halda að allt sé ódýrara erlendis, á ekki við lengur. Höldum störfum á Íslandi. Þegar þú verslar Erlendis fyrir gjaldeyri, ertu að flytja stöfrin út. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir þessu. Vinna fyrir okkar fólk.Tak.

Lovísa Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 22:12

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér með þetta Lovísa.

Fyrirgefðu Birgir sá ekki innleggið þitt áðan, en Það er mikið rétt að kaupmenn verða að gæta hóft í álagningu. Annars gengur dæmið ekki upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2014 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2021821

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband