Grænir puttar og heitar hendur.

Jæja þá er best að koma sér upp í gróðurhús og halda áfram að sá og fjölga plöntunum mínum.  Ég hef svolitlar áhyggjur af honum Botta mínum, hef verið að spá í hvernig ég geti komið honum á réttan kjöl þó ekki væri annað.  Hef reynt að láta mér detta eitthvað í hug, patentlausn svo sem eins og einhverskonar grindur til að styðja við hann, en þá gæti hann illa synt en snéri þó rétt.  Ég er mikið að spá í hvort ég geti læknað hann með hugarorku eða handaryfirlagningu.  Ætla að prófa.  Veit samt ekki hvort svoleiðis dugir á litla fiska.  En það sakar engann að reyna.

Veðrið er hið ágætasta.  það er verið að plana að fara í ferðalag inn í Reykjanes á helginni.  Kajakklúbburinn og hafa það notalegt þar.  Við hjónin ætlum með og höfum auðvitað stubbinn okkar með líka.  Reykjanes er algjör paradís.  Allt þetta heitavatn og friður ríkir. 

Sum sé nú er um að gera að grufla svolitið í mold og plöntum.  Það er rosalega gott fyrir sálina. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Drífðu þig á bókasafniðÁsthildur, þar er hægt að leigja "what the bleep do we know" a 200 kr í 2 sólarhringa!  Þú ert að gera hluti sem eru útskýrðir þar

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.2.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já og svo skal ég senda þér leyndóið ef þú vilt. Auðvitað virkar hugarorkan..enn ekki hvað? Voðalega trúi ég að litlum fiskum, blómum og barnabörnum finnist gott að eiga þig að!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 17:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar, og Anna ég lofa að fara "bráðum" á bókasafnið

En vitið hvað ég setti steinana mína hjá Botta litla.  Þessa sem eru kven og karl og maður talar við.  Búin að biðja þá um að hjálpa honum.   

Flottur broskall Jóhanna ég ætla að fá þennan lánaðan.  Sendi ykkur öllum knús. Gardening

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það er gott að hafa eitthvað annað en daglegt amstur stundum til að sýsla við og hverfa til. Endurnærir sálina.

Ragnar Bjarnason, 28.2.2007 kl. 18:40

5 Smámynd: Katrín

Hugarorka þín virkar örugglega á Botta..góðar hugsanir gera gæfumuninn

Katrín, 28.2.2007 kl. 20:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er eiginlega lífsnauðsyn Ragnar minn fyrir mig að grufla í mold á vorin. 
Ég vona það Katrín mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2007 kl. 21:07

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góða ferð og passaðu þig nú að hvolfa ekki. Sjórinn er kaldur.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2007 kl. 22:38

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir góð ráð.  En ætli ég hætti mér nokkuð á kajak.  Ég ætla pottþétt að halda mig í lauginni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2023478

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband