Bloggvinir og gestabók.

Ég er algjör nýgræðingur i þessari veröld.  Og á auðvitað margt eftir að læra.  En mér líður ljómandi vel hérna.  Margt gott fólk sem vill vera vinir mínir, og gleðja mig.  Mannskepnan er þannig, hún þarf alltaf hlýju og góðar hugsanir til að líða vel.  Það er líka þess vegna sem ég reyni að gefa slíkt frá sjálfri mér eins og ég get og er manneskja til.  Það er svo óendanlega mikils virði.  En kostar ekki neitt. 

Ég var að kíkja í gestabókina mína og þar eru nokkrir vinir mínir sem hafa kíkt við og sagt falleg orð.  Ég kann ekki alveg að svara til baka, svo ég segir bara mín elskuleg, orð ykkar glöddu mig og ég mun bera þau innra með mér í allan dag og örugglega lengur, og þau munu bera mig á vængjum léttleikans í dag.  Og ég ætla að bera þau áfram með því að brosa og vera góð við alla sem ég mæti.

Takk fyrir að hugsa til mín og gefa mér perlur, Perlur hjartans fölna ekki, detta ekki af, eða týnast, þær fara alveg inn í hjartað og hugann og geymast þar, og gefa manni jákvæða áru og hvetja til að vera góð manneskja. 

Langar að deila með ykkur smáljóði.

Ég hugsa oft er herðir frost,

hel dimm nóttin nálgast oss

Með skammdegi og skugga

Er skylda okkar að hugga.

Þann sem ekki á neinn að.

einskis barn, við skiljum það

að þá er þörfin brýna

að þekkja vitjun sína.

Með kærleikann sem leiðarljós

Lifir best vor sálarrós.

það blómið blítt sem dafnar

og birtu andans safnar.

Allt sem innra áttu nú

elsku þína og von og trú

vert er gaum að gefa

grát og sorgir sefa.

 

Dreyfðu ást um byggð og ból

Þá bestu áttu gleði jól.

Gott er lífið sitt á því að byggja.

Að sá sem gefur öðrum, allt mun þiggja.

Eigiði góðan dag öll. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2023478

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband