31.12.2013 | 17:04
Þegar frúin fór til læknis.
Ég tel mig sæmilega hrausta manneskju, en ég hlusta vel á líkama minn og er svona frekar á móti lyfjum. Þó tókst honum Finnboga blessuðum að greina mig með vélindabakflæði fyrir nokkrum árum og lét mig hafa lyf sem léttu mér mikið þá verki sem ég fékk svona reglulega og hafði reynt að laga með matarsóda. Hann, eins fær og hann er, athugaði líka blóðþrýstingin og komst að því að hann væri of hár. En bæði hann og aðrir læknar höfðu svo ávísað á mig töflum sem áttu að gera mér lífið auðveldara, vegna þess að ég átti erfitt, bæði vegna óreglu sonar míns, síðan erfiðleikum í vinnunni og síðan sonarmissir og síðast hótum um að taka af mér húsið mitt. Ég var svo farin að taka B12, B6, magnesíum og kalk, svo núna síðast að undirlagi annars læknis á fjórðungssjúkrahúsinu sem fékk svo að fjúka í átökum bólgueyðandi lyfi sem snarlagaði á mér bak og hné.
Nú nú nóg um það, fyrir um það bil mánuði taldi ég að nú væri komið nóg af svona lyfjatöku, ákvað að hætta þessu bara.
Það gekk bærilega, en ég fann samt að mér var farið að vera frekar þungt niðri fyrir í andardrætti. En á móti kom að mér fannst ég ekkert afskaplega órótt, ég hafði gert margar tilraunir til að losna við "gleðipillurnar", því ég vil ekki þurfa að hafa of mikið af lyfjum í mínum kroppi, fannst mér bara takast vel upp, þó ég finni að ég er svona frekar pirruð dagsdaglega, meira en verið hefur.
Nú nú, þegar þessi mánuður var liðinn ákvað ég að fara nú til læknis og skoða bæði blóðþrýstinginn og svo andarteppuna.
Það var einn af þessum ágætu læknum sem ennþá eru eftir hér en er á förum, sem ég fékk tíma hjá.
Ég brunaði inn á stofuna til hans, og sagði, það er tvennt sem mig langar til að láta skoða. Það er blóðþrýstingurinn og þessi þyngsli fyrir brjóstinu.
Hann horfði á mig, og hafði sjúkraskýrsluna fyrir framan sig.
Já sagði ég, til útskýringar, ég ákvað að hætta að taka lyfin.
Nú af hverju? spurði hann.
Af því að mér leiðist að taka lyf.
Svo sat ég þarna eins og heypoki og stundi við og við í minni lungnaþembu. Já sagði hann, ég heyri að þú andar þungt og ropar svo, sem er greinilegt merki um magasýruvandamál.
Ég veit að ég greindist með vélindabakflæði sagði ég kotroskinn en þessi þumba var byrjuð áður en ég hætti að taka lyfið.
Það er nú samt mín meining að það sé einmitt vandamálið, sagði hann rólega og ég sá að hann var farin að kíma.
Svo! bætti hann við ég sé að þú hefur verið greind með geðröskunarvanda.
Og hvað er það? spurði ég.
Jú það er þegar þú ert stundum upp í rjáfri og svo niður í kjallara. Og það er frekar óvenjulegt að fólk hætti að taka lyfin þega það er upp á sitt besta. Það væri nær að hreyfa sig eða fara út og hitta fólk og þess háttar.
Ég er nú frekar löt, viðurkenndi ég, og svo hitti ég margt fólk, margir koma í heimsókn og það er ekki vandamál hjá mér.
Hann horfði á mig og sagði, já það á ekki að hætta að taka lyfin, þó manni líðin þannig að allt sé í besta lagi.
Upp á mitt besta? sagði ég, ég sem kemst ekki fram úr rúminu fyrr en næstum hádegi og þarf a.m.k. klukkutíma til að koma mér framúr.
Nú sagði hann og hvað er langt síðan þú hættir að taka lyfið?
Svona mánuður, svaraði ég.
Nú þá ættir þú að vera komin yfir það versta. Svo skulum við skoða blóðþrýstinginn.
Jamm sagði hann svo, hann er alltof hár.
Allt í lagi, ég skal halda áfram að taka lyfin. En þetta með þyngslin fyrir brjóstinu? spurði ég.
Já, sagði hann ég held nú að þetta sé bakflæðið sem er að stríða þér.
En getur þetta verið ofnæmi eða asmi?
Hann hlustaði mig vel og vendilega. Lungun eru alveg hrein, sagði hann, enginn asmi og ekkert ofnæmi að heyra. En segðu mér; af hverju hættirðu að taka lyfin?
Af því sagði ég að ég taldi að ég þyrfti ekki á þeim að halda.
Þetta var nú orðið frekar fyndið. Segi það satt.
Já sagði hann svo, ég held að þú ættir að halda áfram að taka lyfin þín, vil reyndar að þú takir tvær af magalyfinu til að byrja með, og hin reglulega, svo vil ég sjá þig aftur 2. janúar.
Svona eftir á að hyggja, held að það sé ekki algengt að fólk fari svona til læknis til að fá staðfestingu á því að það eigi að halda áfram að taka lyfin sín
En sennilega er bara eðlilegt að við sem erum komin á þennan aldur viðurkennum að við þurfum á einhverju að halda til að viðhalda starfssemi líkamans, rétt eins og gamlar vélar þurfa meiri smurningu og betra eftirlit.
Allavega þá er ég bara svona eins og ég er, og mér dettur ýmislegt í hug, sem sumum kann að finnast fáránlegt.
Segi svo bara gleðilegt nýtt ár mín kæru og takk fyrir árið sem er að líða. Allar góðu stundirnar sem ég hef átt með ykkur og hlýju kveðjurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo sannarlega gleðilegt nýár!
Kveðja frá Erlu stödd í Rvík þessi áramótin.
Erla (IP-tala skráð) 31.12.2013 kl. 17:30
Gleðilegt ár Ásthildur mín! Þakka allt gamalt og gott.
Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2013 kl. 17:36
Gleðilegt nýtt ár til þín og fjölskyldunar elskuleg :)
Kveðja úr rafmagnsleysinu önnur áramótin í röð í Trékyllisvíkinni.
Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2013 kl. 18:06
Flott hjá þér elsku Erla mín að vera í borginni yfir hátíðirnar. Knús til þín líka.
Sömuleiðis Helga mín.
Æ Jóhanna mín, leitt að heyra að þarna hjá þér sé ekki rafmagn. Knús á þig elskan mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2013 kl. 19:04
Þakka þér kærlega fyrir Ásthildur mín og sömuleiis. Ég þakka þér sérstaklega fyrir þessa stórkostlegu síðu og vona að þú verðir jafn dugleg að skrifa á komandi ári.
Jóhann Elíasson, 31.12.2013 kl. 20:22
Takk Jóhann minn, sömuleiðis. Segi nú bara að þegar maður hefur lokið sínu hlutverki í atvinnu, þá virðist svo vera að maður hafi eiginlega meira að gera eftir að vinnudegi líkur, en svo má segja að ef til vill hef ég meiri tíma til að sinna Bloggi og slíku, því ég held að ég hafi fullt að segja, gæti flokkast sem hroki, en er samt ekki. Ég hef fullt að segja og vil endilega fá að tjá mig um það. Gleðilegt ár til þín og þinna minn kæri Jóhann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2013 kl. 21:40
Gleðilegt ár og góðan bata mín kæra.
Laufey B Waage, 1.1.2014 kl. 01:30
Takk elsku Laufey mín, ég er í góðum málum reyndar <3
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2014 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.