Nú mega jólin koma fyrir mér.

Nú sit ég hér í rólegheitum, búin að sjóða hangikjötið, er að vinna í hamborgarahryggnum, og er meira að segja byrjuð að sjóða kartöflurnar ef rafmagnið skyldi fara.  Ætla fljótlega að byrja á Waldorfsaladinu.

Elli minn situr hér á móti mér líka í tölvunni, strákurinn okkar upp í sínu herbergi örugglega í tölvunni líka.

En þessi tími er einhvernveginn tími tilfinninganna, ég er búin að vera með kökk í hálsinum í marga daga núna yfir öllu því sem gott er og vel gert.  En um leið er hugur minn líka með þeim sem eiga um sárt að binda, fólksins sem á ekki fyrir jólunum, heimilislaust eða fátækt, til þeirra sem hafa misst sína nánustu nú í aðdraganda jólanna, eða fyrir nokkru, því þessi tími rifjar endalaust upp þann tíma sem við höfum átt með okkar nánustu ættingjum, og það gerir sorgina ennþá stærri.  

 Í ár verðum við sennilega í fyrsta skipti bara þrjú hér í kvöld, þó það sé yndislegt að hafa fjölskylduna í kring um sig, þá er líka afar friðsælt og notalegt að vera bara þrjú saman.  

Þessi tími hefur alltaf verið þannig að við höfum verið á haus við að ljúka við undirbúning, en núna þá er allt í rólegheitum, við erum bara að njóta þess að vera til. Ég meira að segja vaxin upp úr barnamyndunum sem sýndar eru á þessum tíma.  

Við erum búin að fara inn í kirkjugarð og tendra jólaljósin hjá syni mínum, signa yfir pabba og mömmu.

IMG_4145

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reyndar veit ég vel að hann og þau er ekki þarna innfrá, það er bara svona táknrænt að fara þangað í heimsókn, hann er svo miklu nær mér en það.  

Hænurnar hafa verið heimsóttar og séð til að þær hafi vatn og mat.  Fuglar himinsins fengu brauð og haframjöl, vegna þess að ekki fékkst fuglamatur.  Krummi fékk lax frá því í gær.  Kisa á líka von á góðum mat, hún læðist um húsið og er hrifnust af jólatrénu, svona fyrir utan þegar hún nær í mús og kemur með hana inn til að leika sér og éta....

IMG_4147
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jólatréð var skeytt í gær, og farið með pakkana sem ekki þurfti að senda.  Börnin mín í Noregi búin að fá pakkann með sögunni, og sennilega hafa þau fengið að taka hann upp í hádeginu til að geta lesið söguna hennar ömmu.  Vonandi líka börnin í Austurríki.  Hef samt grun um að þau hafi glaðst mest yfir harðfisknum hehehe.. 
Atli frændi búin að hringja með áhyggur af okkur út af sögum af óveðri hér á Ísafirði, sem fæstir hafa fundið fyrir hér.  Meira svona í fjölmiðlum þetta veður.   
 
Sem sagt nú mega jólin koma.  Jólin eru hátið ekki bara kristinna, því þau eru líka hátíð ljóss og friðar. Við ásatrúarmenn vitum að þetta er í raun og veru tími ljóssins, því nú byrjar að birta aftur. 
Gleðileg jól elskurnar og eigið gott og friðsælt kvöld í vændum.  Sendist héðan úr sælunni í Kúlu.  Sendi öllum sem þetta lesa kærleika, frið og rósemi.  Vildi setja inn hjörtu og allskonar, en það er eitthvað að hjá mér.  Svo hjörtun eru bara þarna einhversstaðar til að taka á móti.
Og þarna fór ég alveg með það, við að reyna að senda hjarta, því ég get hvorki tekið það út, né copy peistað þessu.  Svo hér er í boði mínu, risahjarta og líka stórt knús.
Jólakerti
 
Heart
 
  

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona að þetta risahjarta gleðji ykkur, get svo svarið það að hér er eitthvað að stríða mér, en bara svona Gleðíleg jól öll saman og takk fyrir öll ykkar innlegg stuðning og áskoranir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2013 kl. 16:53

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir hlýlega færslu. Megi góðar vættir og hvítakristur vaka yfir þér og þínum.

Guðjón E. Hreinberg, 24.12.2013 kl. 20:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðjón minn sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2013 kl. 22:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleðilegra jóla óska ég þér og þínum kæra bloggvinkona, takk fyrir yndislegar bloggfærslur á árinu sem er að líða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.12.2013 kl. 12:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Axel minn og sömuleiðis, megi allt ganga þér í haginn á nýju ári, 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2013 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband