22.12.2013 | 01:26
Önnur jólasaga til gamans frá Málverjalandi.
Hér er enn ein Málverja sagan, vegna óska málverja sjálfra, sagan var reyndar sett á myndform og hljóðútsetningu en það hefur glatast, nema að einhver málverji eigi þá upptöku, þá væri gaman að fá hana aftur.
Jólaoratoría.
Það var mikið um að vera á Japansbar. Það hafði verið ákveðið að halda jólin þar með pompi og prakt.
Margir voru að undirbúa aðalsalinn undir veisluna, þau af stjórnmálaþræðinum höfðu tekið það verkefni að sér.
Missin var í eldhúsinu að stússast viðað baka og undirbúa veisluréttina. Einn rétturinn myndi vera grillaðar kanínur, sem henni hafði áskotnast. Hrafnhetta hafði beðið um rjúpur, en það var ekki nokkur leið að fá nægilega margar til að allir gætu fengið bita, svo ákveðið hafði verið að fá Pólinn til að koma með kanínur. Cctop aðstoðaði Missina í eldhúsinu. Ekki veitti af, því þetta átti að vera veisla ársins, jólahlaðborð, með glöggi og tilheyrandi. Enda enginn betri til þess en einmitt hún.
Einnig hafði málverjum hugkvæmst að hafa beljuket á boðstólum. En Búkollu leist ekki á það, og hótaði af vera að heiman um jólin, ef slíkt yrði gert. Svo það var hætt við slík áform.
Nokkrir málverjar voru að æfa leikrit. Þetta var nýmóðins útgáfa af jólasögu Dickens, um hr. Scrooge.
Andrésína krafðist þess að vera leikstjóri, það vildi Lazy Flower líka, þær rifust góða stund um þetta, að lokum varð samkomulag um að þær yrðu báðar leikstjórar. Þó vissar efasemdir væru uppi meðal hinna málverjanna.
Íbenholt var sjálfkjörin ljósa- og tæknimaður. Og Mathilda fékk það hlutverk að sjá um sviðsmyndina.
Halkatla fékk að vera aðstoðarleikstjóri. Það lenti því á henni, að stilla til friðar þegar leikstjórarnir tóku dramaköst. Og jafnvel elta þær heim og dekstra til að koma aftur. Þetta var ekki auðveldasta hlutverk sem Halkatla hafði tekið að sér, en frekar lærdómsríkt og gefandi.
Radar, Skellibjalla, Hjólastelpa og Jazz æfðu fjórsöng. Bæði áttu þau að syngja í byrjun hátíðarinnar, og líka í leikritinu. Þau voru þegar byrjuð að æfa sig, Fálki hafði tekið að sér, að stjórna þeim, og útsetja sálmana sem þau áttu að syngja.
Póllinn hafði verið valinn til að leika hr. Skrögg, og Búkolla, Minna og Moody áttu að leika anda fortíðar, komandi og núverandi jóla. (Future Past og -present.)
Mustrum var sjálfkjörinn í hr. Bob Chratchit, og MissM í eiginkonu hans, Litli Ópelinn fékk að leika Tomma litla ( Tiny Tom)og var hann heldur betur montinn. Gerpin hennar Lazy fengu hlutverk hinna barnanna, Mörtu, Belindu og Peter.
Glitnir var fenginn til að leika frændann Fred, og Óradís konu hans.
Fu2 hafði fengið hlutverk Marleys gamla viðskiptafélaga Ebenezer Scrooge.
Þau æfðu áhverju kvöldi, og allt gekk að óskum.
Það var líka verið að æfa skrautsýningu, þar voru Jenar, sem lék Jósef, Sibylle sem lék Maríu mey, Vísir var píndur í að leika jesúbarnið. Ég er alltof stór, mótmælti hann. Það gerir bara ekkert til, sagði Lazy, þú verður jesú og ekkert múður, annars færðu bara ekkert að vera með.
Vitringarnir þrír voru Mattý Groves, Malla og Human.
En við erum allar stelpur, sagði Mattý. Og................. spurði Lazy hvað með það ??
Æ sagði Mattý voru vitringarnir ekki karlar.
Allaf kemur þetta kjaftæði um karla og konur, sagði Lazy ergileg. Af hverju geta vitringarnir ekki alveg eins verið konur?
Jú svo sem.. alveg ... sagði Mattý.
Já og hættu þá þessu væli kona, sagði Lazy.
Mattý sagði ekki meira.
Ég ætla að koma með leikritið um Hans og Grétu, sagði Pallas Aþena, útgáfu sem ég hef gert sjálf, svona skólavæna útgáfu. Ég hef fengið Hnakkus og Möddu til að leika Hans og Grétu. Glitnir á að leika galdranornina.
Hvað áttu við með skólavæna útgáfu ? spurði Dimmalimm.
Jú mér finnst til dæmis alls ekki traustvekjandi, þegar vonda stjúpan er búin að hrekja Hans og Grétu í langa útlegð, ekki einu sinni heldur þrisvar, að þá fatti sauðurinn faðir þeirra ekki neitt. Það þýðir bara að hann er ekki fær um að ala upp börnin. Þess vegna breyti ég sögunni svolítið. Þannig að galdranornin ætlar ekki að éta börnin, heldur tekur hún þau að sér, og sér um þau. Miklu skynsamlegri lausn. Maður talar stundum um að einhver sé svo sætur að maður geti étið hann. Þetta táknar svona tilfinningar um eitthvað gott.
Þess vegna eru börnin auðvitað miklu betur kominn hjá hinni tilfinningaríku norn, en kaldlyndu stjúpmóður og algjörlega utanveltu föður.
Ó sagði Dimmalinn en
. æ nei annars. Þetta er sjálfsagt alveg rétt hjá þér.
En hvað eigum við að gera ? spurði Ananda, sem sagt Harrý, Óradís, Roxanne, Hrafnhetta, Skortur og Dimmalimm, Kjarkaður, Dælt er heima hvað og Angel. Fáum við ekkert hlutverk ?
Og hvað með mig ? spurði Don Kikode fæ ég ekki einu sinni að vera með ?
Jú þið fáið öll eitthvert hlutverk, sagði Andrésína. Bíðið bara róleg, þangað til við finnum eitthvað handa ykkur.
Ég vil vera hetja, sagði Harrý. Ég vil ekki vera einhver Jósef eða Jesú, né draugur.
Nei ég veit, enda er búið að ráða í þær stöður, sagði Andrésína.
Ef það er enginn hetja, þá get ég ekki verið með, sagði Harrý snúðugt.
Þú gjörir svo vel að vera með, sagði Andrésína skipandi. Heyrirðu það kjáninn þinn addna. Ekkert svona sko. Það vantar kindur, og hunda og hirðsveina, þið getið leikið einhverja svoleiðis.
En ég vil ekki vera kind eða hirðir, sagði Ananda, hvar er Kibba, getur hún ekki leikið kind ?
Þið eruð nú meiri asnarnir, sagði Andrésína. Þið verðið bara það sem ég segi til um, það geta ekki allir leikið aðalhlutverkin.
Já en af hverju þau frekar en við ? Spurði Ananda, við erum búin að vera með jafnlengi. Svo vil ég ekkert vera asni heldur, bætti hún snúðugt við.
Ég get svo sem alveg verið asni, sagði Don Kikode, maður er ekki með neinar væntingar um stórar rullur í svona jólapartýjum. Það sem gildir er að vera með.
Ég get teiknað sagði Skortur.
Við erum búin að fá Mathildu til að teikna sviðsmyndina, en þú getur hjálpað henni Skortur, sagði Andrésína.
Mér finnst við vera útundan, sagði Roxanne.
Já af hverju fáum við ekki einhver hlutverk líka ? spurði Ananda.
Af því bara, sagði Andrésína snúðugt.
Meðan á æfingum stóð, voru Alex, Langbrók, Auður og Lax, að slást við strákana úti.
Þær voru búnar að koma sér upp virki, dágóðan spöl utan við Japanabar, og höfðu hnoðað fullt af snjóboltum.
Þrasi, Rubinstein og Grettir voru mestu dónarnir, og svo Feu. Þeir réðust mep offorsi á stelpurnar, og reyndu að gera allt sem þeir gátu til að vinna þær, án árangurs.
Þarna voru líka Ibenholt, Rage og fleiri, sem reyndu að tala við stelpurnar og fá þær á sitt band. En það var til lítils. Stelpurnar vissu alveg hvernig þær áttu að tækla strákana. Og léku sér að þeim.
Þetta fór rosalega í taugarna á strákunum, og hugsuðu þeim þegjandi þörfina.
Við náum þeim, og setjum einhversstaðar í fangelsi, sagði Þrasi, þær eiga ekkert betra skilið, þessar fjandans feministastelpur. Við lokum þær inni og losnum þannig við þær um stund, það ætti að hræða þær.
Góð hugmynd, sagði Grettir. Þetta er óþolandi, þær eyðileggja allt jafnrétti hér, og gera okkur erfitt fyrir.
Halló, kallaði Andrésína, andar jólanna, hvar eruð þið eiginlega ? þið gleymið ykkur alltaf að koma inn á réttum tíma.
Ég veit ekkert hvenær ég á að koma inn, sagði Moody.
Það er af því að þú gleymir alltaf stikkorðinu þínu, sagði Andrésína pirruð.
Og svo á andi liðinna jóla að koma fyrstur inn, en ekki andi komandi jóla.
Já ég veit, en Moody er aldrei klár til að fara inn, sagði Búkolla, svo ég hoppa inn í staðinn.
Já og þú heldur að það sé bara hægt að svissa svona yfir.
Það er að minnsta kosti betra en að allir bíði eftir jóla andanum, sagði Búkolla.
Iss og ég á svo ekkert að komast að sagði Minna. Annars langar mig miklu frekar til að vera andi framtíðar jóla, það er svo flott, sagði Minna, ég vil vera svona draugaleg, og benda ofan í opna gröfina, og svo get ég rekið upp illgirnislegan hlátur líka. Búkolla kann ekkert að hlæja svoleiðis.
Jú ég kann það víst, sagði Búkolla.
Af hverju hlærðu þá ekki svoleiðis ? spurði Minna.
Af því að mér hefur ekkert verið sagt að hlæja svoleiðis, sagði Búkolla móðguð.
Ég væri náttúrlega bestur í þennan drauga anda sagði Moody, ég hef þannig útlit sko.
Það hafði snjóað mikið, og þegar göturna voru mokaðar, staflaðist snjór upp í háa skafla með fram akbrautunum, og á gangstéttunum.
Eins og stráka er háttur, þá klifruðu þeir upp á binginn, og þá vildi svo til, að þeir sáu stelpurnar þar sem þær stóðu og biðu þeirra, og voru búnar að búa til marga snjóbolta. Þær bjuggust við þeim úr annari átt, svo þær snéru baki í piltana.
Eigum við ekki að loka þær einhvers staðar inni, spurði Þrasi.
Jú sagði Grettir, við skulum koma þeim að óvörum og kefla þær.
Ég veit hvað við getum lokað þær inni sagði Feu.
Já komum okkur, sagði Þrasi. Gerum árás!!!
Þeir ætluðu auðvitað ekki að loka stelpurnar inni lengi, bara rétt að hræða, en þeir vissu ekki að það myndi gerast, sem svo kom á daginn.
Þeir höfðu dröslað stelpunum ofan í gamlan ónýtan kjallara, langt frá alfaraleið, og fóru síðan að renna sér í einum skaflinum við aðalgötuna. Áður en þeir áttuðu sig á hvað var að gerast kom stór trukkur, þeir renndu sér í veg fyrir hann, og bílstjórinn gat ekki stoppað.
Það var mikið slys, og sjúkrabílar og læknar voru kallaðir til.
Drengirnir voru allir lagðir meðvitundarlausir inn á spítalann, á gjörgæslu.
Enginn þeirra hafðó þó hlotið lífshættulega áverka, nema Þrasi. En það munaði þó ekki miklu með hina. Og bílstjórinn var í sjokki.
Á Japansbar var æfingum stíft haldið áfram. Við verðum að reyna betur, sagði Lazy, þetta er alls ekki orðið nógu gott hjá okkur. Til dæmis situr María mey ekki svona útglennt, með hælana út og upp í loftið.
Ég sit ekkert svoleiðis, sagði Sibylle móðguð, ég er bara aðeins að hvíla mig, það er ekkert auðvelt að sitja svona grafkyrr, og Vísir er rosalega þungur.
Ég er ekkert þungur, sagði Vísir, ég held í mér andanum til að vera léttari.
Og Jósef, á ekki að standa eins og gamall heypoki, hélt Lazy áfram. Þú átt að vera háreistur.
Ég er viss um að Jósef var bæði gamall og þreyttur, sagði Jenar. En ekki einhver riddari. Megum við annars ekki hvíla okkur aðeins, maður er orðin þreyttur á þessari uppstillingu.
Það er víst best að taka pásu, sagði Lazy, við getum skoðað hvort þær eru búnar að sauma búningana, þær Dimmalimm, Frekjuskass, Roxanne og Hrafnhetta.
Þær höfðu verið fengnar í saumaskapinn, ekki voru þær neitt sérlega hrifnar af því, en einhver varð að gera það.
Harrý harðneitaði að sauma. Ég skal vera veiðimaður í fjárhúsinu, sagði hann.
Það er enginn fjandans veiðimaður þar, sagði Lazy.
En voru ekki ljón og svoleiðis skepnur þarna í Betlihem, spurði Harrý.
Nei það voru fé og fjárhirðar asninn þinn. Ég veit ekki hvernig þér dettur í hug að það sé hægt að pota einhverri veiðmannsdruslu þangað inn. Og svo heitir það ekki Betlihem, heldur Betlehem.
Alveg er Harrý sama hvað þetta heitir, sagði Harrý. Jæja ég fer þá bara bætti hann við. Fyrst þið hafið ekkert fyrir mig að gera. En Harrý sauma sko ekki.
Mattý, Malla og Human voru ekki heldur ánægðar með hlutverkin. Það voru frekar önugir vitringar sem komu í fjárhúsið. Lazy stappaði niður fætinum. Þetta gengur ekki lengur, þið eruð komnir langt að til að fagna jesúbarninu, og þegar þig loksins finnið það, þá eruð þið í algjörri fýlu.
Nei við erum bara svona þreyttir eftir langa gönguferð, sagði Mattý.
Já við erum örþreyttir, sagði Malla.
Já okkur liggur við aðsvifi af eintómri þreytu, bætti Human við.
Þið eruð alveg ómögulegar, sagði Lazy, og við skulum taka pásu.
Fálka gekk lítið betur með að æfa kvartettinn. Þetta er allt falskt sagði hann, og svo eruð þið ekki einu sinni í takt.
Já en það er ekkert auðvelt að syngja svona hver sitt lagið, sagði Radar.
Þetta eru milliraddir, sagði Fálki. Söngurinn á að stemma vel saman, og hver rödd þarf að vera hrein, svo þetta verði ekki falskt.
En getum við ekki bara sungið með einni rödd, sagði Hjólastelpa. Hitt er svo erfitt. Ég gleymi alltaf minni rödd, og fer að syngja eins og Skellibjalla.
Þá er það einbeitingin, sagði Fálki. Það þarf að einbeita sér að sinni rödd.
Ég hef aldrei sungið þessi lög áður, sagði Jazz, svo það er dálítið erfitt.
Þá er að læra þá rödd sem þú syngur, utanað, sagði Fálki. Ég held að ég verði að taka hvert og eitt ykkar í einkatíma, til að fá þetta fallegt á hátíðinni.
Svo var það stóra sviðið, aðalleikritið. Póllinn var fínn í Skrögg gamla. Hann var að vísu frekar eins og mafíósi, en Andrésína lét það eiga sig. Hann var svo ánægður með þessa túlkun sína. Og af hverju ætti Skröggur ekki að geta verið hálfgerður mafíósi, hugsaði hún. Hann hafði að vísu viljað fá að hafa byssu, og draga hana upp, þegar rukkararnir komu, en Andrésína hafði bannað það. Ekki til að tala um, sagði hún, Skröggur var ekki með byssu. Þetta er barnaævintýri, en ekki amerísk hasarmynd.
Það var erfiðara að fá Mustrum og MissM, til að leika saman.
Hún er alltaf að horfa á lærin á mér, nöldraði Mustrum.
En ekki hvað, sagði MissM.
Og þá verð ég svo slæmur á taugum, gleymi textanum og svoleiðis, sagði Mustrum við Andrésínu.. Ég veit ekkert hvað henni dettur í hug, ef þú skilur okkur eftir ein. Hann skotraði augunum í áttina að Missinni.
Það hnussaði í henni, og hún hnykkti til höfðinu.
Þú getur nú alveg reynt að vera svolítið góð við hann, sagði Andrésína. Þetta er ekki alveg að virka.
Góð við þetta græna slepjudýr, sagði Missinn. Hann fékk þetta hlutverk bara af því að hann er froskur. Ég er viss um það. Hann kann ekkert að leika. Munur eða Moi, sem er útlærð leikkona.
Jæja hvar lærðir þú að leika ? vogaði Mustrum sér að spyrja.
Í leikskóla lífsins, sagði Missin. Ég þarf sko ekkert að læra þetta, það er innbyggt í mig.
Látum það nú vera, tautaði Mustrum, prímadonnustælar er allt sem þú kannt.
Hvað varstu að segja Mussi ? sagði MissM.
Ekkert ekkert, sagði Mustrum, flóttalega.
Krakkarnir eru öll svo dugleg, sagði Andrésína, miklu duglegri en þið, búin að læra allann textan sinn, og Tommi litli er alveg frábær, líka Martha, Belinda og Peter. Ópelin og gerpin ljómuðu af stolti.
Þetta er að verða ágætt, sagði Pallas við Hnakkus og Möddu. Þið eruð nokkuð góð. En Glitnir minn, þú verður að muna að galdranorninn ætlar ekki að éta Hans og Grétu, heldur taka þau að sér, og vernda þau fyrir vondu stjúpunni.
Já en
.. sagði Glitnir, hvernig á maður að muna það ? Alla mína barnæsku, hlustaði ég á Hans og Grétu, þar sem nornin var vond, og ætlaði að éta þau, og þeim tókst að hrinda henni sjálfri í ofninn.
Já ég veit sagði Pallas, en það eru aðrir tímar núna. Við sendum annan boðskap til barnanna okkar. Við segjum við þau, að þegar foreldrarnir eru svona hugsunarlausir og fattlausir, þá er betra fyrir þau að eiga gamla galdranorn að.
Ég vildi heldur hafa þetta upp á gamla mátann, sagði Glitnir, en hvað veit ég svo sem, ekki er ég leikstjórinn, eða höfundurinn.
Alex, Langbrók, Lax og Auður voru týndar. Þetta barst eins og eldur í sinu um Málverjabæ. Þær höfðu ekki sést síðan í gær, höfðu ekki komið heim til sín um kvöldið.
Þetta er alvarlegt, sagði Fálki. Strákarnir lentu í alvarlegu bílslysi, og nú eru stelpurnar týndar. Við verðum að fara og leita að þeim.
Ertu eitthvað verri, sagði Andrésína, við erum í miðju kafi að æfa fyrir hátíðina.
Já en við getum ekki látið það eiga sig að stelpurnar séu týndar, sagði Fálki. Okkur ber að leita að þeim.
Hvert hafa þær svo sem farið, spurði Lazy. Þær hljóta að hafa skroppið til Raunheima Örugglega og gleymt að láta vita, sagði MissM.
Ég ætla allavega að leita að þeim sagði Harrý. Þar er þó þörf fyrir mig, bætti hann við, og leit ásakandi á Andrésínu og Lazy.
Heyrðu ég ætla að koma með þér, sagði Don Kikode. Ég er ekkert að gera í augnablikinu, svo ég hef tíma til að leita líka.
Fréttin um hvarf stúlknanna sló málverja út af laginu. Mitt í jólaönninni og undirbúningi jólaskemmtunarinnar, voru fjórar málverjur horfnar sporlaust.
Gonewiththewind, hafði farið og kannað allar leiðir til Raunheima, og staðhæfði að þær hefðu ekki farið neina þekkta leið þangað.
Eftir tvo daga, þar sem málverjar leituðu í dyrum og dyngjum, var sett á stofn leitasveit.
Grandvar var nýkominn heim úr löngum leiðangri, hann var fenginn til að stjórna leitinni. Frekjuskarð meldaði sig strax inn.
Ég vil endilega hjálpa til við að leita, sagði hún.
Roxanne og Ibenholt komu saman til að gefa sig fram. Ég hef fengið mig lausan úr æfingum, sagði Ibenholt. Þetta er þýðingarmeira en allt annað. Enda hef ég að mestu leyti lokið fagvinnunni með ljósin og effektana.
Með þeim komu Óradís og Skortur. Ég er að hugsa um að gefa mig fram núna, sagði Skortur, Óradís taldi mig á að koma með sér.
Ég frétti að einhverra væri saknað, sagði Hrafnhetta, ég vil endilega leggja mitt af mörkum.
Ég vona að hér sé þörf fyrir mig, sagði Harrý. Ég býð mig því fram hér með.
Og hér er ég líka sagði Don Kikode.
Gott mál sagði Grandvar. Við erum komin með góðan hóp. Við þurfum að skipuleggja leitina vel. Hér getur skipt sköpum að við finnum málverjurnar sem fyrst. Ég vona að þær séu ekki í einhverskonar sjálfsheldu, þar sem þær komast ekki í vatn. Nú þegar eru liðnir tveir dagar, það hefur verið nístandi kuldi á næturnar.
Við þurfum að finna út, hvar þær voru síðast, og reyna að rekja ferðir þeirra þaðan.
Grettir, Feu og Rubinstein voru að hressast, en ástand Þrasa var ennþá slæmt. Hann hafði hlotið þungt höfuðhögg, og var haldið sofandi í öndunarvél. Ópel Safíra hafði verið beðin um að búa til seyði þeim til handa. Það hafði komið þeim þremur til góða. Það virtist samt hrjá þá tímabundið minnisleysi. Þeir mundu allt sem gerst hafði fyrir atburðin, eða svo héldu þeir, en lítið sem hafði gerst eftir á.
Þeir mundu samt óljóst eftir einhverju snjóboltakasti við stelpurnar. En það var allt í þoku.
Það er svo, sagði læknirinn, að stundum gleyma menn einhverju sem þeim þykir óþægilegt að muna, þegar þeir verða fyrir áfalli. Það er mjög algengt. En Grettir, Rúbinstein og Feu fá bráðum leyfi til að fara heim til sín.
Grandvar hafði fengið að yfirheyra þá. Ekki hafði komið neitt meira út úr því viðtali.
Þeim fanns leiðinlegt að geta ekki hjálpað til.
Andrésína gaf ekkert eftir við æfingarnar. Hún herti á þeim ef eitthvað var.
Við þurfum að hafa þetta allt saman fínt og fágað, sagði hún. Leitin að málverjunum er í höndum góðra manna, og við getum ekkert gert til að hjálpa til, svo það er eins gott að vinna að því sem við erum að gera.
Er þetta ekki bara að verða of æft, vogaði Mustrum sér að spyrja. Ég las einhverstaðar
..
Mussi, hættu þessari vitleysu strax, sagði Andrésína höstug.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér núna, sagði Mathilda, Íbenholt er farinn í leitarsveitina, og við vorum í mikilli samvinnu.
Geturðu ekki teiknað þó Ibbi sé ekki hjá þér ? spurði Andrésína.
Jú en
Haltu þá áfram að teikna, andarkjáni, sagði Andrésína. Fáðu Skort til að hjálpa þér.
Þú getur sjálf verið andarkjáni tautaði Mathilda, en gætti þess vel að Andrésína heyrði ekki í henni.
Á þriðja degi hélt Grandvar fund með leitarflokknum. Þau fóru yfir leitarsvæðið, og Skortur teiknaði upp staðina sem þau höfðu farið yfir. Leitinn hafði engann árangur borið.
Ég hef grun um að strákarnir viti eitthvað, sagði Grandvar. Ég þarf einhvernveginn að fá þá Feu, Rúbba og Grettir til að koma með mér, og reyna að rifja upp það sem henti þá. Þeir eru að vísu ennþá svolítið eftir sig, en fá að fara heim í dag eða á morgun. En við erum að brenna út á tíma.
Ég sá staðinn þar sem þeir lentu í slysinu, sagði Harrý, ég skoðaði hann vel. Og þar nálægt sá ég hrúgu af snjóboltum. Ég veit ekki hvort það hefur einhverja merkingu eða ekki.
Það gæti verið merki um einhver átök milli þessara aðila, sagði Skortur. Við ættum að fara þangað og skoða verksummerki.
Já sagði Frekjuskass. Ef til vill segja þessir snjóboltar okkur, það sem vantar upp á sögu strákanna.
Já við skulum drífa okkur á staðinn, sagði Óradís, og Roxanne tók undir það.
Ég ætla að vita hvort Feu Rúbbi og Grettir eru ferðafærir, sagði Grandvar. Ef til vill fæ ég að taka þá með mér.
Er nokkuð of seint að vera með ? spurði Keli, þau Agný komu inn á Japansbar, með þeim var JónFr. Við erum búin að æfa smá atriði, sem við viljum gjarnan sýna.
Nei auðvitað eruð þið ekkert of sein, sagði Lazy. Bara gaman að þið skylduð koma.
Megum við fá að sjá hvað það er ?
Ég orti smá jólaljóð, sagði Agný og Keli samdi lag, Við flytjum það svo öll saman. En JónFr. hljóðsetur með tölvunni.
Já ég hafði nú gítarinn með líka sagði Keli.
Þetta verður örugglega flott, sagði Lazy hlýlega. Komið bara inn, og finni ykkur pláss til að æfa ykkur.
Þið komið ekkert fram án mín, þrumaði Móri, sem hafði lætt sér á eftir þeim. Ég ætlaði að reyna að fresta þessari sögu, til að refsa þessum frekjulegu málverjum.
Æ Móri sagði Agný, hættur þessu þrasi, og komdu þér í jólaskapið.
Fálki stóð sig að því að vera utangátta á æfingunum. Hann var hættur að hlusta á raddirnar, en lét þau syngja aftur og aftur.
Fálki, sagði Skellibjalla í þriðja sinn. Var þetta allt í lagi ?
Hann heyrir ekkert í okkur lengur, sagði Hjólastelpa.
Kannski erum við svona ömurleg, sagði Jazz áhyggjur fullur.
Getur verið sagði Radar. Hann er allavega mjög svo annars hugar.
Afsakið mig, sagði Fálki. En ég hef miklar áhyggjur af stelpunum, sem eru týndar, þeim Alex, Lax, Langbrók og Auði . Það eru nú þegar liðnir tveir dagar, og sá þriðji runninn upp. Ef til vill þurfum við hætta við skemmtunina. Ef við finnum þær ekki, verður enginn jólahátíð í Málverjabæ.
Ég veit ekki hvort það er ráðlegt að leyfa sjúklingunum að fara út, sagði læknirinn. Þeir eru ennþá of veikburða.
Málið er, sagði Grandvar, að það getur verið að þeir geti gefið okkur upplýsingar sem hjálpa okkur að finna nokkra einstaklinga sem eru týndir.
Ég skal fara með og gæta þeirra, sagði Ópel Safíra.
Þá ætti það að vera í lagi, sagði læknirinn. En þú verður að gæta þeirra vel.
Ástand Þrasa var ennþá mjög alvarlegt. Hann hafði ekki komist til meðvitundar enn. Nokkrir málverjar voru komnir á sjúkrahúsið til að vera þar til staðar ef hann vaknaði. Aðallega voru þetta vinir hans og skoðanabræður, eins og 410150, Rage, Nastý og Karl44. Þeir vildu sýna strákunum samstöðu.
Hjálparsveitinn var öll með í för, þegar Grettir, Rúbínstein og Feu voru leiddir á staðinn, þar sem Harrý hafði fundið snjóboltana. Nokkur þeirra stóðu þarna þögul og fylgdust með. En Óradís, Hrafnhetta, Roxanne og Frekjuskarð voru ekki í sjónmáli.
Þeir litu yfir svæðið. Svo hristi Grettir höfuðið. Þetta rifjar ekkert upp fyrir mér, því miður sagði hann.
Við skulum koma hér upp á hraukinn, sagði Grandvar, og skoða niður hinu meginn.
Þau skriðu upp á hraukinn, þar fyrir neðan við hlið snjóboltanna, voru stelpurnar fjórar búnar að stilla sér upp. Þær snéru baki í þau sem uppi voru.
Allt í einu tók Feu viðbragð. Hann leit á Gretti. Ég hef séð þessa sjón áður, sagði hann æstur. Ég man það vel.
En manstu eitthvað meira, sagði Grandvar. Manstu hvað gerðist svo ?
Nei því miður, sagði Feu, ég get bara ekki munað meira. Því miður.
Ég er kominn með alveg hræðilegan höfuðverk, stundi Grettir.
Já við verðum að fara með þá til baka, sagði Ópel Safíra.
þá vitum við að minnsta kosti, að hér hefur eitthvað gerst. Stelpurnar hurfu héðan, sagði Ibenholt.
Við verðum að leita hér um allt nágrennið aftur, sagði Harrý. Við verðum að slæða alla kjallara og húsarústir.
Grandvar var orðinn verulega áhyggjufullur.
Vitiði að þetta gengur ekki lengur sagði Malla, á einni æfingunni. Við erum ekkert að hugsa um það sem við erum að gera. Við skulum bara segja hlutina eins og þeir eru, við erum að hugsa um málverjurnar sem eru týndar, og þá sem eru veikir á spítalanum.
Það er sennilega alveg rétt hjá þér, sagði Lazy en hvað er til ráða ?
Ég veit að margir hlæja að fyrirbænum, og andlegum málefnum, sagði Malla. En mér er hreinlega alveg sama. Ég vil að við förum öll niður á sjúkrahús og biðjum fyrir þeim öllum. Bæði stelpunum og strákunum.
Það varð þögn í hópnum. Æfingin hafði gengið mjög illa, þetta átti að vera generalprufa, en flestir höfðu gleymt því hvað þeir áttu að segja, og sumir voru gráti nær.
Jólin eru að koma, sagði Halkatla, og við höfum áhyggjur af félögum okkar. Það er ekkert sem við getum gert, nema að biðja fyrir þeim öllum.
Okkur líður þá ef til vill sjálfum betur, sagði Hjólastelpa. Þó ekki væri annað.
Ókey Malla, ég gefst upp, sagði Andrésína. Æfingin er hvort sem er í molum.
Þau fóru öll í einni halarrófu niður á spítala. Það var varla pláss fyrir allt þetta fólk, en þeim tókst að troða sér inn í móttökuna og á gangana.
Ætlar þú að leiða bænina Malla ? spurði Fálki.
Ég ætlast eiginlega til að við biðjum hver með sínu nefi. En mikið væri nú samt gott ef þú vildir spila fyrir okkur á orgelið sem stendur þarna á ganginum, hún benti á gamalt orgel sem þar stóð. Og mér þætti ekki verra, ef Jenar væri hér við hliðina á mér.
Ekkert mál, sagði Jenar.
Þetta er að vísu eitthvað gamalt hljóðfæri, sem ég er ekki vanur að fást við sagði Fálki, en ef það hjálpar, skal ekki standa á mér.
Hann gekk að hljóðfærinu, og brátt ómaði jólasálmurinn "Guðs í Kristni" í hans eigin útsetningu um sjúkrahúsið.
Og upp frá hverju brjósti steig hljóð bæn. Þau báðu Guð um að vernda og hjálpa málverjunum bæði þeim sem voru týndir og þeim sem voru veikir. Þessi hljóða bæn, sem steig upp frá hverju brjósti liðaðist upp í himinhvolfið, sameinaðist þar og varð að sterkum titrandi kór, með undirspili Stefáns Guðs í Kristni. Enginn var ósnortinn á þessari hátíðarstundu. Meira að segja hörðustu jaxlarnir fundu viðkæman sting í brjóstinu.
Svo gerðist það bara allt í einu. Enginn hefur útskýrt hversvegna, en það bara gerðist, Þrasi reis allt í einu upp af sjúkrabeðnum, hann virtist vera alheill, og heimtaði að fá að fara fram úr. Grettir, Rúbinstein og Feu komu líka, og þeir í sameiningu, gátu púslað saman hvað hafði átt sér stað fyrir slysið.
Boð voru sent til Grandvars, með lýsingu á staðnum þar sem stelpurnar höfðu verið settar.
Við ætluðum alls ekki að láta þær dúsa þarna lengi, sagði Feu. Við ætluðum bara að hræða þær aðeins.
Já og svo gerðist þetta, sagði Grettir. Það er skelfilegt að vita til að þær séu búnar að dúsa þarna næstum því í fjóra sólarhringa.
Ég vona að það sé allt í lagi með þær sagði Þrasi. Þetta kennir manni víst, að við vitum aldrei hvað gerist. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.
Ef þetta er ekki kraftaverk þá veit ég ekki hvað sagði Jenar. Svo sannarlega hefur hér gerst eitthvað sem ekki verður útskýrt nema á þann hátt að hér höfum við upplifað kraftaverk.
Þrasi leit á Jenar. Jenar ég bið þig að fyrirgefa mér þessi orð um Jesúbullara og biblíusauð.
Jenar hló, no hard feelings gamli minn. Ég tók þetta ekkert nærri mér.
Ef til vill ekki, sagði Þrasi, en þessi orð voru mér til skammar.
Og fleira sem ég hef látið út úr mér, ég ætla að gæta mín betur í framtíðinni um hvernig ég tjái mig.
Það mættu víst fleiri gera, sagði Glitnir. Við höfum öll misst okkur einhverntímann.
Já ég veit að ég er illmenni og fól, sagði þrasi, það er nú bara svo.
Þess meiri er dýrð drottins, sagði Jón Arnarr, hann fer ekki í manngreiningarálit við kraftaverk sín.
Svo kom hjálparliðið með stúlkurnar. Þær voru að vísu orðnar mjög kaldar, og hraktar, svangar en aðallega þyrstar. Þær voru lagðar inn á sjúkrahúsið til aðhlynningar.
Þær verða að öllum líkindum komnar í stand fyrir hátíðina, sagði Ópel Safíra. Ég skal sjá til þess.
Japansbar var fallega skreyttur. Málverjarnir voru allir samankomnir þar. Skemmtunin var um það bil að hefjast. Bak við tjöldinn á sviðinu stóðu skemmtikraftarnir, taugaóstyrkir og alveg á nálum.
Ég er búin að gleyma öllum setningunum mínum stundi Póllinn. Eina sem ég man er; grilluð Kanína, og ég á ekki einu sinni að segja svoleiðis.
Þetta kemur þegar þú ferð á sviðið, sagði Jenar hughreistandi. Ég hef allavega heyrt að maður gleymi svona áður en maður fer inn, en svo muni maður rulluna, þegar maður kemur á sviðið. Þetta kallast sviðskrekkur.
Þú getur trútt um talað, sagði Póllinn, þú þarft ekkert að tala í þessari Skrautsýningu.
Svo byrjaði sýningin. Hún hófst með undirspili Fálkans við jólalagið Í dag er glatt í döprum hjörtum og allir sem einn stóðu Málverjarnir upp og sungu hástöfum. Söngurinn kom frá þeirra innstu hjartans rótum. Þetta var hinn eini sanni jólaandi, sem ómaði frá auðsveipum hjörtum, hátt hátt upp í himininn. Alla jólanóttina mátti sjá þetta ljósblik. Eins og óþekkta stjörnu sem enginn vissi nein deili á. Og vísindamenn eru enn þann dag í dag að reyna að finna út, hvaðan hún kom og hvert hún fór. En þeir sem skópu hana, vissu ekki af henni. Og fá víst ekki að vita um hana héðan af. Enda eru þeir ennþá að rífast og hæða hvorn annann. Þó tónninn í þeim sé góðlátlegri, og orðavalið kurteisara en fyrr.
Undir laginu;
Kæru málverjar nær og fjær. Megi heillastjarna lýsa yfir ykkur og vekja gleði og hamingju yfir jólahátíðina.
Við skulum muna að það er betra að gefa en þiggja.
Og gjöfin þarf ekki að vera stór.
Hrós getur gert ótrúlega mikið fyrir þann sem er ekki viss um sjálfan sig.
Bros getur bjargað deginum fyrir þeim sem er dapur.
Umbun fyrir vel unnið verk, gerir kraftaverk.
Snerting gefur gleði.
Hlý orð, veikum von.
Besta gjöfin er kærleikurinn. Hann skulum við aldrei spara, því hann er óþrjótandi uppspretta.
Lind sem aldrei þornar.
GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR !
Þess óska ykkur Cesil, Mathilda Mc Duck og Fálki og Ibenholt.
Cesil uppeldirráðherra Málverja. Virðist alltaf í góðu skapi, en getur orðið skaðræðisgripur, ef hún reiðist.Skipuð talsmaður Málefnanna af Falkoni fyrsta. Verndari villihestafélgsins og Núllarafélagsins.
Ef þú verður einhvern tíma strand
og áttavillt í fári stormsins svarta.
Þá máttu þinni fleytu leggja á land
við lygna vík í mínu bljúga hjarta.Grandvar 15.07.05.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er ekki betra að gefa en þyggja ,þvi þú þarft að kunna þyggja til að geta gefið ! það er lögmálið ......GLEÐILEG OG HEILÖG JÓL TIL VESTFJARÐA ...takk fyrir marga góð pistla á árinu <3
rhansen, 22.12.2013 kl. 17:03
Takk sömuleiðis RHansen mín og gleðileg jól og nýtt ár til þín líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2013 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.