26.11.2013 | 14:35
Ég ætla að bjóða ykkur í ævintýraferð um Ísafjarðardjúp.
Eins og sumir vita fór ég til Reykjavíkur núna í síðustu viku til að vera við jarðarför elskulegrar vinkonu minnar, skólasystur og sálufélaga.
Ferðin gekk vel þó það væri brunhált allt djúpið og alveg niður í Borgarfjörð, en við fórum dalina. Ég tók nokkrar skemmtilegar vetrarmyndir í Djúpinu, líka svona til heiðurs minni vinkonu, hún bjó um tíma þar, uns þau hjón urðu að fara suður vegna slyss sem eiginmaður hennar varð fyrir, og sýndu þau bæði mikið þrekvirki þar. Hann varð undir jeppa sem han ók, og gat kraflað sig undan honum, með brotinn fót, hann skreið svo þannig á sig komin langan veg en konan hans hún Dísa mín sótti hann svo á sleða það sem eftir var leiðarinnar. Hann missti fótinn og því var búskapurinn fyrir bí.
Það var gaman að sjá að töluverður fjöldi skólasystkina okkar kom og sýndi henni hinstu virðingu. Ég reyndi að finna þau og fá þau til að sitja öll saman. Við erum ótrúlega náinn hópur, eins og við vorum nú alltaf þvers og kruss þegar við vorum í skóla. En svo er sagt að oft verði gæðingur út göldnum fola og við þessir villingar og dúxar hver á sinn hátt höfum náð að þroskast til góðrar vináttu og virðingar.
Elskurnar það var virkilega gaman að hitta ykkur svona mörg, ég veit að Dísu hefði þótt vænt um það, því það var henni mikils virði að hitta sem flest fermingarsystkinin.
Athöfnin var afskaplega falleg, presturinn þekkti Dísu úr safnaðarstarfi kirkjunnar og fór hlýlegum persónulegum orðum um hana, enda var Dísa einhver sú yndælasta manneskja sem ég þekki.
Rúnar Þór spilaði svo fallega lagið sitt fyrir hana, hann sagðist hafa samið það inn í Svansvík, þar sem hann var í sveit hjá þeim hjónum. Það vöknaði mörgum um augun að hlusta á þennan töffara fara svo fallega með, og sýna Dísu svo mikin kærleika. það sýnir bara hve góður drengur hann er.
Ég fékk að vera við kistulagninguna, því ég mér var bara ómögulegt að trúa því að hún væri farin. Og ég er þakklát fyrir að fá að kveðja hana á þann hátt.
Og nú hef ég setið við með handrit sem hún hafði farið yfir fyrir mig, og leiðrétt mínar villur, það er frekar ótrúleg upplifun að vera með í höndunum útskýringar og leiðréttingar og hlýleg orð frá konu sem ég veit að er farin annað.
En ég sem alltaf ævintýri fyrir barnabörnin mín, það er af því að ég á svo mörg og það er ódýrara að semja sögu og láta prenta hana en að kaupa misskemmtilegar gjafir fyrir 23 börn.
Þau hafa líka gaman af þessum ævintýrum og bíða eftir að fá að lesa um ævintýri sem þau lenda sjálf í.
Nema undanfarin ár hefur Dísa mín leiðrétt handritin. Það vildi hún gera líka núna. Og var ég búin að senda henni söguna mína.
Dísa hafði veikst í haust, en var á góðum batavegi, og sagði mér sjálf að nú væri þetta allt að koma, hún ætlaði ekki að gefast upp. Svo kom reiðarslagið bróðir hennar hringdi í mig og sagði mér að hún væri dáinn. Ég ætlaði ekki að trúa þessu.
Svo þegar ég hitti fólkið hennar fyrir sunnan, sögðu þau mér að hún væri búin að leiðrétta bókina. Miðað við tímann sem hún hafði, taldi ég að það væri útilokað að hún hefði getað gert það.
En nei, búnkann fékk ég í hendur leiðréttan og með hlýlegum orðum eins og hún var vön.
Takk enn og aftu elsku Dísa mín. Og bestu óskir og þakkir til ykkar allra skólasystkina minna sem ég hitti þarna. Þar voru, Erla, Iðunn, Margrét, Kristín, Anna, Ebba, Rósa, Auður, Nanna, Hildur, Þyrí, Addi, Gísli og Þórir. Vona að ég hafi engum gleymt. Þá er bara að minna á sig.
En ég sagði að ég hefði tekið myndir á leiðinni suður.
Séð út á Snæfjallaströndina, það er orðið sólarlítið hér fyrir vestan þessa dagana.
Vestfirsku fjöllin eru alltaf glæsileg, sérstaklega í skammdegisbirtu.
Svarthamar, örugglega inngangur trölla eða annara stórra vætta.
Það er eins og rjúki úr fjallinu, en það er snjór en ekki reykur. Nema tröllin séu að grilla.
Svo sannarlega hefur þessi árstíð sinn sjarma og fegurð. Hér má sjá stökkvandi tigrisdýr.
Ég elska þetta fjall, það bíður upp á ævintýri og dulúð, hvernig sem viðrar.
Kallast hér á við Hestinn.
Elli minn varð þyrstur og þurfti að príla niður að næsta læk, en það var hægara sagt en gert, því allt djúpið var hálagler.
En upp komst hann samt alla leið aftur.
Þetta er eins og að ferðast um ævintýraheim. Við sjáum hér í ytraskarð á Snæfjallaströnd. En það er varla hægt að sjá hvar fjallið er og hvenær skýin taka við.
Hestfjörðurinn.
Hér sjáum við fjallið ennþá betur.
Sjáið ljósblettinn hér fyrir ofan, ég var að býsnast yfir því að sólin glampaði svona og skemmdi myndina...
Þegar ég áttaði mig á því að hér var enginn sól og engir geislar. Þetta er því bara einhver vatnavera að passa upp á fossinn sinn í klakaböndum.
Sólin glampar nefnilega ekki lengur á þessum tíma, heldur roðar skýin svo fallega.
En verurnar eru þarna og passa upp á sitt.
Svona getur himnagalleríið verið fagurt.
Og svona, þetta eru ský.
Ævintýri á Steingrími.
Það er ekki hægt annað en að elska þetta land og ævitýralegan ljóma þess. Hér liggur vegurinn eins og dökkt band á hvítum Steingrími.
Og það má láta sig dreyma um aðra veröld handan hins áþreyfanlega.
Leyfa sér að detta inn í ævintýrið og njóta augnabliksins, því þessi sýn kemur aldrei aftur bara önnur öðruvísi.
Það má spyrja hvar endar raunveruleikinn og draumurinn hefst?
Kæru skólasystkin og bloggvinir, vona að þið hafi ánægju af þessum myndum og því sem þær innibera, því það er svakalega ódýr ánægja svona mitt í ölllu auglýsingaflóðinu og peningastreyminu sem er í gangi þessa dagana.
Leyfið frekar því sem er næst ykkur að njóta sín, svona upplifun er algjör sálarhreinsun.
Eigið góðan dag elskurnar mínar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir útsýnistúrinn. Frábærar myndir. Góð skemmtun að skoða þær. Ég náði að stækka þær um fjórðung með því að smella á þær.
Jens Guð, 26.11.2013 kl. 20:24
Takk Jens minn, já mikið rett, með því að tvismella og svo aftur þá getur maður stækkað þær um helming.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2013 kl. 21:16
Ég vissi ekki þetta með tvísmellinn. Takk fyrir ábendinguna. Vá hvað myndirnar eru stórfenglegar og frábærar í þessari stærð. Gott að vita af þessu með tvísmellinn. Ég er algjör sælkeri fyrir svona stórbrotnum og fallegum landslagsmyndum. Nú sit ég dolfallinn af hrifningu yfir þessum myndum og nýt útsýnisins í botn.
Jens Guð, 26.11.2013 kl. 22:30
Gott mál minn kæri
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2013 kl. 22:58
Þegar maður fjórsmellir á foss búann sést að hann hefur ákveðna mannslögun með höfuð og alles. Þetta er frekar merkileg mynd þó ég segi sjalf frá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2013 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.