24.11.2013 | 23:28
Ágæti frændi
Já frændi sæll, þú ert sem sagt jafnréttissinni, það kemur mér á óvart. Ég sem hélt alltaf að þú værir að aðstoða mig og hjálpa með minn son, en komst svo að því að þú varst það ekki. Fíklar eru sem sagt ekki menn sem eiga að sitja við sama borð og aðrir, er það jafnrétti?
Mér hefur sjaldan verið meira brugðið, eftir að hafa leitað til þín um að hjálpa syni mínum, og fengið góð orð og hlýju, þegar sonur minn sagði mér að þú hefði sagt við hann: Ég skal sjá til þess að þú komist aldrei upp úr þessu.
Sonur minn laug aldrei að mér um svona. Ég sem treysti þér algjörlega og kom oft og baðst hjálpar, og allan tíman varstu að brosa framan í mig og plotta á bak við mig.
Ekki tala um jafnrétti, meðan þú viðurkennir ekki að fólk sem á við fíkn að stríða er ekki í þínum augum mannlegar verur heldur óþjóðalýður sem á ekki að arða upp á.
Ólafur Helgi, svo sannarlega hefur þú gjörsamlega brugðist móðurinni í mér, og ég mun alla tíð sjá eftir að hafa treyst þér betur en syni mínum. Hafðu skömm fyrir.
Enda náði hann sér ekki upp á strik, fyrr en þú varst farin héðan og fluttur burt og annar sýslumaður tekin við sem gerði það sem þurfti til að bjarga honum. Blessuð sé hún.
Þannig að nú hef ég áhyggjur af öllum Júllum sem eru í þínu umdæmi, því þitt jafnrétti er svona álíka og þegar sagt er, með svona vini, þurfum við ekki óvini.
Já kæri frændi minn ég er reið, alveg ofsalega reið yfir að hafa treyst þér, það þarft þú að lifa við en ekki ég. Ég nefnilega missti drenginn minn, honum hefði getað verið bjargað ef ekki hefði verið fyrir menn eins og þig sem núna tala um jafnrétti.
Ástandið vonandi tímabundið | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég er reið. Vegna þess að meðan það fólk sem þarf að sýna skilning og uppörfun er fullt af fordómum og elskar að fara í Rambóleik með fólk sem minna má sín, og þykist geta deilt og drottnað, hefur þau völd að geta það, þá versna endalaust lífsmöguleikar á okkar börnum sem lent hafa utanvegar. Þau eru ekki manneskjur í augum þessa skynhelga fólks, sem er með jesú og Guð í orðinu en fordómana endalaust í huganum.
Foreldrar, ef þið komist í þessa aðstöðu, þá endilega standið með börnunum ykkar. Látið þau finna að þið elskið þau og berjist gegn þessum fordómum. Vegna þess að þeir sem ánetjast eru fórnarlömb en ekki glæpamenn. Glæpamennirnir eru þarna á bak við, og það er EKKERT eða sáralítið gert til að ná þeim. Það er bara hugsað um að hatast við hina sjúku sem eiga sér enga undankomu, nema að við bregðumst við og veitum þeim það back up sem þau þarfnast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2013 kl. 00:09
Hann hefur sýnt það sýslumaðurinn sá, að undarleg er hans réttlætiskennd. Slæmt er hans ranglæti, en verra er hans réttlæti.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.11.2013 kl. 00:37
Já Axel, málið er bara þannig vaxið að ég hef stundum hugsað honum þegjandi þörfina, eftir að við sonur minn ræddum saman um hans mál, og ég gerði ekki neitt, af því að ég treysti þessum manni. Ég vona að sonur minn hafi fyrirgefið mér það, og ég óska engu foreldri að upplifa það, að treysta svona fólki fram yfir börnin sín, af því að þeir hafa titla og skjól hjá hinu opinbera. Og ekki bara hann, heldur var þetta ítrekað við mig af vinum hans eftir að hann dó. Staðfest að hann var að segja mér sannleikann. Því vísa ég ábyrginni yfir á sýslumanninn og segi hans er vansinn en ekki minn, ég treysti yfirvaldinu, sem brást illþyrmislega. Og mér þykir gott að geta komið þessu á framfæri af gefnu tilefni, því þetta hefur legið á mér eins og mara lengi. Vona þess vegna að þessi mistök mín megi gagnast öðrum foreldrum til að standa betri vörð um börnin sin. Ég hef gert mitt til að opna þessa umræðu, og eiginlega sett son minn sem beitu til að ná því. En ég veit að hann vildi það sjálfur, vegna þess að hann er einmitt að vinna á þeim vettvangi eftir að hann fór héðan.
Það virkilega þarf að taka þessa umræðu frá A til Ö og fara yfir málin, hverjir eru sökudólgar og hverjir eru sakamenn. Fíklarnir okkar eru EKKI sakamenn, heldur þeir sem komu þeim í þennan fasa, og það eru glæpamenn sem eiga digra sjóði og eru sennilega háttsettir í samfélaginu, og svo þeir sem hundelta þessi börn okkar og gera þá að glæpamönnum, vegna fíknar sinnar. Meira að segja er ég orðin svo forhert að ég segi, hvað eru menn að gera með að uppræta kannabisræktun hér á landi, meðan slíkt flæðir inn í landið með tilheyrandi gjaldreyrisaustri? Væri ekki nær að sjá í gegnum fingur við slíka ræktun sem er þó hreinræktuð?
Ég er viss um að það er bara tímaspursmál hvenær fólk áttar sig á því að með því að fara með þessi mál af slíku offorsti, þá er verið að viðhalda neðanjarðarhagkerfi rétt eins og vændi og mansali. Er ekki komið nóg af þessum andskota?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2013 kl. 01:17
Ég samhryggist þér innilega með son þinn Ásthildur mín, en mundu að það er nauðsynlegt að romsa hlutum út úr sér og síðan verður maður að fyrirgefa í sálu þinni því reiðin fer illa með mann sjálfan. Um að gera að tala um hlutina og ef þig vantar einhvern að ræða við um þessi mál þá veistu að það er margir tilbúnir að ræða við þig og ég er alltaf til taks ef þú telur að það geti hjálpað.
Það er kannski kominn tími til að fara að gera eitthvað róttækt í þessum málum og breyta þeirri stefnu sem er núna við líði í fíkniefnamálum. En við þurfum að koma að stað umræðu um málið, kannski er hægt að stofna opna grúbbu á facebook þar sem hægt er að koma með tillögur. Ég kannski opna eina slíka og við gerum þetta að allsherjar umræðuhóp þar sem fólk getur sagt sína sögu og komið með tillögur hvað hefðir hjálpað þeim betur.
Brynjólfur Tómasson, 25.11.2013 kl. 08:44
Takk Brynjólfur minn. Ég veit að það er ekki gott að bera reiði í brjósti. Það er bara þannig að þegar menn eru að skreyta sig með fjöðrum sem þeir eiga ekki til, þá ofbýður mér. Þetta er bara eitt af ljótu dæmunum af veru þessa manns hér, gagnvart syni mínum. Ég vil leyfa neyslu kannabiss og slíkra efna. Svo misvitrir þjónar valdsins geti ekki gert börnin okkar að glæpamönnum, þegar þau leiðast út í neyslu. Meðan það ekki er litið á slíkt sem sjúkdóm og fíkla fórnarlömb og aðaláherslan lögð á að finna núll komma eitthvað gramm í vasa fíkils en að rannsaka hvaðan efnið kemur.
Lýst vel á facebókarsíðu um þessi mál. Það virðist alltaf rjúka upp umræða, sem svo dalar niður og gleymist, sem er sárt, því það verður að ræða þessi mál, þau hafa alltof lengi verið óþægileg fyrir stjórnvöld og því lítil framþróun í þeim málum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2013 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.