Nafnið mitt, gott veður og fiskur á hvolfi.

Já það er sól og blíða hér á Ísafirði, en ekkert rosalega mikil mengun sem betur fer.  Hér ættu allir að geta labbað heim úr vinnunni án þess að eiga á hættu að detta niður dauðir. 

En ég notaði tækifærið og tók mynd af legsteininum hans afa míns, liður í að reyna að fá nafnið mitt leiðrétt.  Með þessari mynd ætla ég að senda Hagtofunni bréf og fá leiðréttingu á þessari fáránlegu stafsetningu. 

'Eg er með heilmiklar áhyggjur af einum fiskinum mínum, hann er búin að vera veikur lengi.  Ég setti hann í bala og læt hann hafa heitt vatn a.m.k. tvisvar á dag.  Honum finnst gott að fara í hlýjuna og syndir alltaf þangað sem ég helli heita vatninu niður í balan hans.  En þessi elska syndir á hvolfi.  Ég veit ekki hvað ég á að gera.  Þetta er Koj hann er með sár á síðunni, en hann var orðin veikur áður en hann fékk sárið.  Slasaðist þegar verið var að ná honum upp úr fiskatjörninni.  Er einhver hér sem getur ráðlagt mér hvað er best að gera.  Þeir hafa dáið nokkrir í vetur.  Sumir segja að þeir séu einfaldlega of gamlir, en aðrir segja mér að koj geti orðið nokkra tugi ára gamlir.  Þeir eru sennilega um 10 ára þessir.  Þá datt mér í hug að af einhverjum orsökum hefði Permasect komist í vatnið, en þá hefðu þeir allir átt að deyja.  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm vona það Arna mín hehehe.

Cesilíus er náttúrulega alflottast sko frænka mín.

Ég ætla að fá hvort hann er með kamb fiskurinn.  En annars gæti hann líka verið hippi, en ég vona að honum batni.  Ætla allavega að vera honum góð, meðan hann er veikur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 19:37

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ litli fiskur fer með fiskabænina fyrir hann!

Já Cesilíus er rosalega flott nafn. Séra Cesil prestur er hann úr ættinni ykkar?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 21:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Held ekki mín elskuleg, enda held ég að hann heiti Cecil. En endilega farðu með fiskabænina fyrir mig og fiskinn.  Ég þarf sennilega að skíra hann skemmri skírn.  Er einhver með nafn við hæfi.   Óska eftir nafni á gripinn.  Það þarf náttúrulega helst að vera öfugt eins og hann hehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 23:01

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fín vetrarmyndin þín, skýin koma svo fallega út.

Vona að fiskinum þínum batni en væri ekki fínt að kalla hann botnfisk?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2007 kl. 11:23

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk ég er rosalega hrifin af skýjamyndum.  Tek slíkar í grið og erg, líka svona litabrigði eins og á myndinni hér við hliðina.

En Jamm Botnfiskur er bara gott nafn.  Og svo get ég bara kallað hann Botta.  Takk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 11:39

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ásthildur, hefur þú athugað að afi þinn er skrifaður Sesselíus í Íslendingabók?  Veit ekki til að sr. Cecil sé neitt mikið skyldur okkur, áttunda/níunda lið eitthvað svoleiðis.  Kveðjur vestur,

Sigríður Jósefsdóttir, 27.2.2007 kl. 14:25

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Á legsteininum hans stendur Cesilíus, ef þú skoðar myndina.  Þannig að ég trúi því frekar að hans nánustu hafi vitað hvernig nafnið hans er skrifað.  Ef þú skoðar myndina hér að ofan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 15:54

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir kveðjurnar mín kæra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 15:55

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Skemmtileg færsla Ásthildur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.2.2007 kl. 19:33

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Anna mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2023478

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband