Rosemary frá Kenya í Samkaupum á Ísafirði bara í dag.

Rosemary er komin í bæinn.  Hún er eins og áður að selja fallega muni frá Kenya, með því er hún að safna fyrir barnaskóla í Kenya.  Þau eru búin að opna leikskólann, og nú er byrjað á að byggja barnaskóla.  Það er margt fallegt hjá henni Rosemary, og einmitt gaman að kaupa jólagjafirnar hjá henni, og styrkja um leið gott málefni.

IMG_6909

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hún þessi elska, með sitt bjarta bros, og allur ágóði af sölunni rennur beint til að byggja skólann í Kenýa.

IMG_3741

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margar skemmtilegar gjafir sem hægt er að velja um.

IMG_3739

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvet alla til að skreppa og kíkja í Samkaup, hún verður þarna allavega til kkl. 6.  Fyrir sunnan er hún svo stundum í Mjóddinni og eins í Kolaportinu. Þau hjón eru virkilega að vinna gott starf fyrir börnin í Kenýa, þau voru sjálf bláfátæk og þekkja vel skort og fátækt, þess vegna leggja þau sig öll fram við að skapa betra líf fyrir börn og einstæðar mæður í heimalandi sínu.

 

Úlfur tók þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna í gær, Alejandra reyndar líka.  Flottur strákurinn minn.  https://www.youtube.com/watch?v=uJBb6hvBWqU

Úlfur trommari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Hér er hann á Aldrei fór ég suður. 

 Eigið gott kvöld. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband