14.11.2013 | 21:57
Hvers á Tómas Halldór Pajdak að gjalda?
Ég algjörlega mótmæli þessari aðför að Tómasi Halldóri Paidak. Mér er alveg sama af hvaða hvötum hann er látinn fara á þennan hátt, það er komið nóg af þessum skrípaleik, og þeir sem ábyrgðina bera eru Þröstur forstjóri Heilbrigðisstofununarinnar og landlæknir.
Ég sem sjúklingur þessa manns krefst þess að hann fái að vinna út sinn tíma til áramóta. Málið er að það hefur fjórum læknum verið úthýst af þessari heilbrigðisstofnun sem ég hef verið hjá. Fyrst var það Fjölnir, síðan Finnbogi, svo Sólveig og núna Tómas. Allir þessir læknar eiga það sameiginlegt að hafa verið vinsælir og mikið sóttir af fólki hér í bænum og nágrenni, hef líka í huga Lýð Árnason, þó ég viti ekki endilega um hann sem slíkan, en vinsæll var hann. Þessir menn hafa allir verið látnir fara. Oftar en ekki án útskýringa.
Ég krefst þess að Þröstur útskýri hversvegna Tómasi er fyrirvaralaust vikið út starfi, og fái ekki að vinna út tímann sinn, og enginn skýring gefinn.
þetta er bara ólíðandi og ég krefst þess að farið verði ofan í saumana á þessu ástandi. Viðkvæmt ástand segir Landlæknir, gerðu þá eitthvað af viti herra landlæknir, en ekki draga þessi mál, af því að þau eru svo óþægileg, það er búið að draga þetta mál von úr viti, og við sem hér erum vitum ekki hver verða næstu skref.
Og ég geri mér alveg grein fyrir því með að segja þetta mun ég ekki geta reitt mig á að fara á Fjórðungssjúkrahús Ísafjarðar, því mér yrði sennilega bara hent út, ef miðað er við ástandið.
Ég geri mér líka grein fyrir því að um leið og einver læknir eða kandidat kemur hingað til vinnu og verður vinsæll meðal sjúklinga, mun honum verða bolað burt, miðað við það sem átt hefur sér stað.
Ég er ekki að ásaka lækna og hjúkrunarfólk. Ég krefst þess að forstjórinn Þröstur og landlæknir stoppi þessa vitleysu og hafi manndóm í sér til að hugsa um hag okkar fólksins í bænum, en ekki einhvern vinskap, klíku eða vorkunnarsjónarmið. Hér er miklu stærri vandamál um að ræða en svo að þau leysist með að henda einum enn lækninum út með offorsi.
Það er einfaldlega komið nóg.
En stundum getur maður ekki gert annað en að rísa upp og mótmæla,fjandinn hafi það.
Tómasi lækni sagt upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ákvarðanafælni og sleifarlag er aðalsmerki landlæknis.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2013 kl. 22:25
Enda hefur enginn læknir sótt um starf á þessu sjúkrahúsi frá því í maí. Það er eitthvað mikið að, en lyktar dálítið íslenskt hátterni,"Látin fara fyrirvaralaust".
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 00:25
Hér þarf virkilega að skoða málin, og sammála um að Landlæknir er ekki með þor til að gera það sem gera þarf, segi og skrifa á mína eigin ábyrgð að hér er komið nóg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2013 kl. 00:31
Ég vil bara réttlægi og öryggi fólks hér, hvernig sem það verður leyst, og mig svíður að þeir læknar sem mest hafa notið hylli almennings hér hafa allir farið á einn eða annan hátt, veri flæmdir burt, sagt upp eða horfið á annan óútskýranlegan hátt. Og landlæknir og forstjórinn ypta bara öxlum og vísa málum frá eins og það komi okkur ekkert við að allir læknar sem við viljum hafa, fara á einn eða annan hátt. Ég vil bara neita þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2013 kl. 00:57
Og þar með hef ég sjálfsagt fyrirgert mínum rétti á meðhöndlun ef eitthvað kemur uppá hjá mér. Eða hvað erum við hrædd við?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2013 kl. 00:58
Ég fylgist með úr fjarlægð og þetta er svo fyrir neðan allar allar hellur Ásthildur. Fólk verður að rísa upp gegn þessu gerræði.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2013 kl. 12:10
Takk Jenný mín, mér finnst þetta algjörlega óþolandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2013 kl. 13:02
Áshildur mín. Það kemur mér ekki á óvart að landlæknir skilji ekki heilbrigðis og velferðarmál almennings. Ég hef áður sagt mína skoðun á þeim einstaklingi hér í bloggheimum. Lægra getur varla nokkur læknir í siðmenntuðu og þróuðu ríki lagst, heldur en hann hefur gert.
Það væri réttast að biðja fyrir guðlausum landlækni, því það er víst varla í mannlegu valdi einu saman að hjálpa honum frá sínum lækna-eiðsvörnu svikum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 18:08
Satt er það Anna mín að það hefur dregist út hófi fram að klára þetta mál, þó er það bara þannig að við viljum heilbrigða heilbrigðisþjónstu, ef það er ekki í lagi, þá er ekkert annað í lagi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2013 kl. 19:13
landlæknisembættið er óhæft almenningi sérhagsmunaklíka og valdníð landlæknisembættið er sérhagsmunastofnun fyrir sig og sína
Elsabet Sigurðardóttir, 15.11.2013 kl. 19:40
Held að þú hafir að mörgu leyti rétt fyrir þér Elsabet.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2013 kl. 20:11
Áshildur mín. Heilbrigð og siðferðislega viðurkennd heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar byggist ekki á siðferðisbrenglun landlæknis, sem hundsaði kærur til landlæknisembættis um heilsuskaðlega og ESB-votta-Frakklands-framleidda brjóstapúða.
Frakklands-stjórnsýsla er á mjög siðferðisbrenglaðri hernaðarbraut í heimsmálunum. Hún reynir meira að segja að kenna Þýskalands-stjórnsýslu um svikin! Sekur bendir á saklausan! Þýskaland er búið að borga fyrir syndir feðranna. Nú er nóg komið af þessu heimsveldis-svikaleikriti frá píramída-svikatoppum heimsveldis-djöflanna.
Við þurfum vist öll að biðjast fyrirgefningar á stórum og smáum mistökum á lífsins brautinni okkar, bæði fyrr og nú.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 21:58
Óskaplega hefur þetta breyst síðan Hulda Einars vinkona mín var þarna kanditatsárið og eftir það einn vetur,en það eru nú nokkur ár síðan.
Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2013 kl. 01:29
Takak Anna Sigríður mín.
Já það hefur örugglega margt breyst í tímans rás Helga mín, því miður oft til hins verra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2013 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.