6.11.2013 | 21:32
Hvers á móðir jörð að gjalda?
snjóflóðagarður sem enginn íbúi óskaði eftir.
Já ég sem sagt vinn upp í gróðurhúsinu mínu með drynjandi vélagný í eyrunum, gröfur, ýtur og búkollur. Það er ekki bara ég sem er á móti þessu, heldur hef ég ekki hitt einn einasta ísfirðing sem kallar á þessar aðgerðir. Ekki hitt neinn sem er sammála því að þetta þurfi. Og svo þegar komið er allt til alls, þá stendur í skýrslunni að þetta sé tímabundinn vinna verktaka sem sé í farvatninu, þetta sömdu Steingrímur og Jóhanna um við valdhafa hér. Ætli þau geti eitthvað um það í nýju fínu bókunum sínum?. Æ nei ég held ekki, það skiptir ekki máli hvað við almúgin hugsum og vonum. Við erum bara peð og leiksoppar, og auðvitað fengu svo Íslenskir Aðalverktakar verkið, ekki einhverjir aular úr heimabyggð. Og hvað skyldu þeir nú skilja eftir í sveitafélaginu?
En gröfurnar þeirra vinna sín verk, ekki í kyrrþey heldur með gnístrandi látum og tilheyrandi djöfulgangi.
Svo skemmtilegt að upplifa, þegar verið er að bryðja niður og eyðileggja þrjátíu ára vinnu okkar hjóna.
Sem betur fer gat ég aðvarað verurnar sem hér búa, svo þau gátu "vonandi" forðað sér tímabundið, því ég vil endilega að þau komi aftur.
Vildi að ég væri Barbapabbi og gæti hent þessu rusli langt í burtu, svo þau kæmu aldrei aftur.
Já, þetta er bara óþolandi, segi og skrifa. Og þetta verður ekki þakkað af íbúum bæjarins ætla ég rétt að vona.
Ætla svo að setja inn aftur vísurnar mínar, því þær stóðu svo stutt síðast.
Nú er mér ógnþrungin harmur í huga,
að hlusta á vélanna gný.
Þær skrapa og klóra svo hvergi er smuga,
að krjúpa og fela sig í.
Allt skal nú víkja og gróð´reitir grænir,
Nú gapandi andstyggðar sár.
Sárt er að vita og svefni mig rænir,
og sindra á hvarminum tár.
Náttúran þjáist og varnarlaus vitnar,
Um veröld sem ekk´er hér enn.
Á álfum og náttúru börnum svo bitnar,
Sú bölvun sem skapa hér menn.
Hver gaf ykkur leyfi að rútta og ryðja,
Og raska hér öllu sem var?
ég er reið, ég er vond og í bræði að biðja,
að birtið mér fullkomið svar.
Vonandi fá þær manneskjur sem ganga um náttúru og hulduverur eins og fílar í postulínsbúð, með peningagræðgi eina að vopni sín maklegu málagjöld, og vonandi áður en allt um þrýtur nái að skilja hvað þeir hafa gert og iðrast gjörða sinna áður en allt er um seinan. Sennilega borin von.
En hvað er eiginlega að í samfélagi manna að horfa ekki til allra átta, og reyna að skynja alvöruna og ábyrgðina sem á okkur er lagt þegar við tókum okkur þetta alræðisvald yfir örlögum jarðarinnar, og höfum gengið um hana þannig að hún er að gefast upp á því sem mannshöndinn gerir.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, þetta er skelfilegt. Við Siggi "ginseng" ræddum saman í síma í kvöld og uppgötvuðum að við værum samstíga í vaxandi afstöðu okkar með ósnertri náttúru. Það hefur blossað upp hjá okkur báðum löngun til varnar huldubyggðum og sáttum við náttúruna hvar sem hún á undir högg að sækja.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 03:06
Hvað eru þeir að verja;? Minnir að hafa séð að þarna verða aldrei snjó flóð. Hvernig skildu þeir meta það. Ég sé hvað þetta tekur á þig/ykkur,sérstaklega þar sem þið gróðursettu þetta með mikilli vinnu og líklega ærnum kostnaði. En það er orðið áliðið,en lít samt aðeins inn,því gamall samhugur í mikilvægum málum krefst þess að hlaupa ekki þegjandi frá og hundsa. En Óli lokbrá sækir líka gamla heim,sem velkominn vinur. Kíki á morgun,góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2013 kl. 05:38
Jens það þykja mér góðar fréttir, það er fengur að hverri manneskju sem uppgötvar að það er meira líf á jörðinni en margir gera sér grein fyrir, og að við hvorki eigum né megum vaða yfir allt og alla með offorsi og yfirgangi.
Helga það kemur fram í skýrslunni skýrt og greinilega: tímabundinn vinna verktaka, og auðvitað er það uppáhaldsverktakinn - að sunnan- sem fékk verkið.
Ef til vill er ég óréttlát, en ég er bara svo reið yfir þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2013 kl. 11:17
Ásthildur mín ég samhryggist þér ,að þú skulir verða neydd til að horfa upp ruddaleg og siðlaus fjöldamorð á fósturbörnum þínum sem þú hefur hlúð að og komið á legg gegnum árin.
Ég hef hingað til haft það álit á vestfirðingum að þeir væru sjálfstætt og stolt fólk sem ekki léti vaða yfir sig eða ganga á sinn hlut.
Og hafa staðið af sér margar tilraunir til að leggja þá beinlínis niður með stjórnvaldsaðgerðum.
Og hafa gert það með stæl að snúa vörn í sókn og sækja sífellt betur fram með því að skapa sjálfir ný atvinnutækifæri þegar önnur hafa verið tekin af þeim.
Eg hef orðið fyrir vonbrigðum að fylgjast með því hvernig græðgisöflin hafa nú fengið óáreitt að rífa niður gífurleg verðmæti ísfirðinga allra án þess að menn tækju til sinna ráða
þarna en kjósa að leggja niður skottið og líta undan.
Eiginlega eru vestfirðingar ekki að standa undir nafni þarna að mínu mati.
Ekki hfði eg trúað því að þeir mundu lenda á hnér í svona máli
Og ekki er það líklegt að bæjarfélagið muni græða peninga eða annað á þessu sláturverki eða eru það fyrirtæki og mannskapur frá Ísafirði sem fá vinnu við þetta ?
Það hefur orðið algengara að fjárveitingar frá ríkinu sem veittar hafa verið til framkvæmda úti á landi hafa síðan runnið í vasa utanaðkomandi aðila
og peningarnir farið út af svæðinu.
Ásthildur þú getur allavega borið höfuðið hátt og verið stolt af þínum hlut í því að græða og klæða landið okkar
.
Mér finnst þú alltaf vera fjallkonan okkar hin eina og sanna :)
Sólrún (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 18:47
Takk fyrir þessi orð mín kæra Sólrún. Ég mun halda áfram að klæða landið mitt um leið og þessu er aflétt, ég læt ekki stoppa mig, meðan ég hef heilsu til. Og ég ætla að vinna gegn því með öllu móti að vera rekin að heiman úr húsinu mínu. Það verður næsta stríð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2013 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.