Allt það góða sem þú vilt að aðrir gjöri þér.

Hafið þið lent í því að vera nákvæmlega sá aðili sem hefur það í hendi sér að laga allt og gera gott úr öllu í kring um ykkur. 

Og þegar sú aðstaða kemur upp, að þið vitið að þið eruð nákvæmlega rétta manneskjan á rétta staðnum, sem getur bjargað málunum.  En það krefst þess að þið takið rétta ákvörðun, og standið sterk og þurfið að sannfæra fullt af fólki um að þetta sér rétta ákvörðunin.  En vitið jafnframt að allt getur brugðist til beggja vona.

Og finna svo að allt hefur farið á þann besta veg sem til er. 

Þannig hafa tveir síðustu dagarnir verið hjá mér.  Mér líður vel inn í mér, því þannig fór það núna hjá mér. 

En ég nýtti mér líka andlega leiðsögn.  Kallaði fram allt það góða og virkjaði það afl sem okkur býðst, ef við bara viljum biðja um það, og leyfa því að hjálpa okkur.

Þess vegna líður mér vel nákvæmlega núna.  Ég stend uppi sem sigurvegari, fyrir mér sjálfri, og sennilega flestum sem hlut eiga að máli.  Ég er stolt af sjálfri mér og finn að ég gerði það eina rétta, og það sem mér bar. 

Vonandi kemur eitthvað gott út úr því.  Og já örugglega.  Það er þessi tilfinnig um að hafa breytt rétt, og þessi yndislega tilfinnig inn í mér að það virkaði allt saman rétt.  Kærleikurinn og réttlæti náðu fram að ganga og nú sit ég og mér líður svo vel, af því að allt það góða sem maður gerir kemur til manns tífalt til baka. 

Við erum stundum skrýtnar manneskjurnar.  Harðasti töffari getur verið viðkvæmasta blómið, en töffaragangurinn er vörnin hans.  Og svo er það,  að sá sem maður heldur að sé viðkvæmastur reynist þegar allt kemur til alls, sá sterkasti í hópnum.   Þannig komum við sjálfum okkur og öðrum sífellt á óvart.  Þegar við náum að virkja þann kraft sem í okkur býr.  Og þorum líka að tala um hann og deila honum með öðrum.  Í dag var ég sigurvegari, og þegar ég fer í holuna mína(rúmið), þá er það með gleði í hjartanu og sálinni.  Gleði þess sem veit að hann hefur með æðri hjálp og samvinnu góðs fólks gert eitthvað gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl og blessuð.

Já þessi tilfinningu þekki ég líka og gott ef maður hefur ekki verið að upplifa eitthvað álíka undanfarið einnig á hinum ýmsu sviðum mannlegrar ákvarðanatöku.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.2.2007 kl. 02:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk´stúlkur mínar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 09:33

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er gjörð sem innifelur styrk og gæsku. Þegar það tvennt fer saman getur ekkert stöðvað förina.  Cesil mín þú ert búin að fara miklu lengra en bara 700 kílómetrana....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 10:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Þú ert engill með kerti í eyrunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 10:19

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sennilega Arna mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 15:56

6 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Ég kannast við þetta.  Þú kemst að því að þú ert lifandi, hjartað slær svo þungt að það dunkar í eyrunum á þér.  Eftirá líður þér vel, reyndar frábærlega.
Stattu þig stelpa.

Birna Mjöll Atladóttir, 26.2.2007 kl. 18:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Birna mín.  Ég lofa að standa mig vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2023478

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband