3.11.2013 | 13:07
Sunnudagur.
Það er fallegur sunnudagsmorgun. Það besta við hann er að stórvirku vinnuvélarnar þegja í dag. Það er ærandi að hlusta á skrapið í þeim fyrir ofan mig, það nístir inn í merg og bein, þegar stálið nuddast við steina og berg. Blessuð hlíðin mín öll útötuð í drullu og grjóti. Enginn má við margnum og hversu ósátt sem ég er með þetta, þá hef ég nákvæmlega ekkert um það að segja.
Mannskepnan hugsar aldrei lengra en fram fyrir nefið á sér, mammon er guðinn sem blívur, og það er aldrei spáð í að ef til vill sé eitthvað meira á bak við hlutina en það sem augað greinir. Þó segjast menn trúa á guð. En ef guð er til, hvernig ætla menn þá að afneita að það séu til aðrar verur, sem eiga heima meðal okkar? Og hafa verið frá örævi alda, löngu á undan okkur mannskepnunni.
Að tré og gróður séu líka lifandi verur sem þarf að hlú að, og séu jafnvel merkilegri en allt gullið hanns mammons?
Meira að segja reyna að telja okkur trú um að þetta sé gert fyrir okkur.
Það er sunnudagsmorgun, veðrið stillt, og maskínurnar í fríi.
Ég veit ekki hvort þið þekkið þá tilfinningu að ganga með eitthvað í maganum sem þarf að komast út. Það vex og stækkar og brýst svo að lokum út með látum. Það er ef til vill ekkert merkilegt, en samt það er léttir að koma því frá sér.
Mín meðganga braust út í nótt, og hljómar svona;
Nú er mér ógnþrunginn harmur í huga,
Að hlusta á vélanna gný.
Þær skrapa og klóra svo hvergi er smuga,
Að krjúpa og fela sig í.
Allt skal nú víkja og gróðreitir grænir,
gapandi andstyggðar sár.
Sárt er að vita og svefni mig rænir
Og sindra á hvarminum tár.
Náttúran þjáist og varnarlaus vitnar,
Um veröld sem sem ekker þar enn.
Á álfum og náttúru börnum svo bitnar,
sú bölvun sem skapa hér menn.
Hver gaf ykkur leyfi að rútta og ryðja,
Og raska hér öllu sem var.
Ég er reið, ég er vond og í bræði að biðja
að birtið mér fullkomið svar.
Vélarnar arga, skrapa og öskra.
Dettur oft í hug sagan um Barbafjölskylduna þegar þau börðust við jarðtækin sem ætluðu að eyðileggja skóginn, því miður er ég ekki Barbapabbi, annars mættu þessar óvættir vara sig.
Ég vona að þið fáið makleg málagjöld sem standið að þessum hræðilegu aðgerðum.
Mitt Gálgahraun.
Eigið góðan dag
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022151
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finn svo innilega til með þér, fjallinu, lífinu sem er verið að rústa
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.11.2013 kl. 05:54
Takk Steinunn mín, já þetta er bara svo sárt að horfa upp á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2013 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.