Hræsni af fyrstu gráðu°

Það sem mér finnst athyglisverðast í öllu þessu njósnamáli er einmitt, að þegar Snowden þurfti á því að halda að fá hæli þá vildi enginn taka við honum, ekki nema... af öllum gamla Sovét, Pútin.  En svo eru þetta fólk úttútið af vandlætingu, og er að nota þær upplýsingar sem hann gaf til að verða brjálað út í BNA. 

Ekki vildi þetta vestræna pakk heldur taka við Assagne, nú eða leggja nokkuð af mörkum til að styðja við málstað Mannings.

Hvað vill þetta fólk svo upp á dekk í vandlætingu, þegar það notar sér upplýsingar þessara manna?

Er þetta ekki hámark hræsninnar?

Vei þessu liði, sem vill gleypa allt en ekki leggja neitt af mörkum til að styðja við það fólk sem fórnar öllu til að upplýsa heimin um myrkraverk Bandarískra stjórnvalda, sem eru á hraðferð í að verða nútíma Sovét. 


mbl.is Merkel er alltaf í símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Lýðræðissinnar gagnrýndu réttilega Stasí,  leyniþjónustu A-Þýskalands,  og KGB,  leyniþjónustu Sovétríkjanna fyrir njósnir.  Enginn var óhultur fyrir freklegum njósnum þessara stofnana.  Hvorki innanlands né utan.  Friðhelgi einkalífs og friðhelgi heimilisins var virt að vettugi.  Njósnirnar skiluðu því að fólk var ofsótt vegna skoðana sinna.  Það var hrakið úr vinnu og útilokað frá frama,  langskólanámi og svo framvegis.  Tjáningarfrelsi var fótum troðið.  Ritfrelsi var ekkert.  

  Bandarísk stjórnvöld hafa löngum einkennst af tvískinnungi.  McCarty-ofsóknirnar voru í gróflegri andstöðu við það sem vestrænt lýðræði á að standa fyrir.  Lygamörðurinn útúrdópaði,  Nixon,  hrökklaðist úr forsetastóli með skömm eftir að hafa reynt að hylma yfir innbrot í höfuðsstöðvar Demókrataflokksins.  Innbrot sem var framið til að koma þar fyrir njósnabúnaði.

  Obama og ríkisstjórn hans hafa gefið í varðandi njósnir um vinaþjóðir Bandaríkjanna.  

  Af langri reynslu áttu allir,  Merkel líka,  að vita að Bandaríkin njósna um allt og alla.  Snjallast er hjá þessu fólki,  sem njósnað er um,  að gera grín.  Bulla heilu ósköpin í sína opinberu síma og rugla njósnarana í ríminu og afvegaleiða þá út og suður.  Þetta fólk er hinsvegar svo húmorslaust að það hefur ekki rænu á neinu slíku. 

Jens Guð, 27.10.2013 kl. 22:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei þeir hafa engan húmor.  En það er að sjá að Bandarísk yfirvöldu eru að verða mesta meinsemd í alþjóðlegu samhengi.  Telja sig hafna yfir allar reglur og almennt siðgæði.  Þau eru ekkert betri en gamla Sovét, Kína, norður Kórea og slík lönd.  Nema þegar komúnistar bera fyrir sig alríkið, þá bera þessir vesalingar fyrir sig jésú krist.  Skömm að þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2013 kl. 23:18

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég er sammála þér, Ásthildur,  þetta er hámark hræsninnar. 

Þeir eru ennþá við sama heygarðshornið og salla niður saklaust fólk með fjarstýrðum flugvélum, víðs vegar um heiminn. Það getur enginn stöðvað þetta, því "might makes right". 

Hörður Þórðarson, 28.10.2013 kl. 06:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bandaríkin virðist halda að þau komist upp með hvað sem er, og virðist ætla að takast það, því aðrar þjóðir horfa á þeirra aðgerðir með blinda auganu og þykjast ekki sjá neitt rangt.  Þó hafa bandaríkjamenn sennilega brotið mest gegn mannkyni og hagað sér eins og ribbaldar m.a. með að setja börn í fangelsi, leggja tvær borgir í rúst með kjarnorku, eru með fangelsi þar sem mönnum er haldið í mörg ár án dóms og laga eins og Guantanamo og fljúga með fanga um heimin til að pynda þá.  Þessi saga er löng og ógeðfeld. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2013 kl. 11:39

5 identicon

Leggja tvær borhir í rústir með kjarnorku? Já, - eða hvað? Það var tvennt í stöðunni, - reyna á það eða halda áfram stríðsrekstri í svona 1 ár með áætluðu mannfalli upp á svona 6-8 milljónir.
Þetta var erfitt val, en kaldar eru staðreyndirnar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 12:30

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er EKKERT sem afsakar það að drepa milljónir saklausra borgara á þennan hryllilega hátt Jón Logi.  EKKERT.  Ég vona að þeir sem að því stóðu hafi lifað í martröð það sem eftir var ævi sinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2013 kl. 13:56

7 identicon

Þú ert með þetta á hvolfi Ásthildur. Smá bútur úr sögunni sem of fáir þekkja.
Hiroshima & Nagasaki voru með mannfall upp á kannski 1/30 af því sem annars hefði orðið, ef stríðið hefði haldið áfram sína leið.
Þessi hryllingur dugði til að valda ákveðinni keðjuverkun, - Japanski Keisarinn skarst í leikinn og skoraði á þjóð sína að leggja niður vopn. Það gerði hann í útvarpsávarpi.
Færri vita, að japanska herráðið hugðist berjast til síðasta blóðdropa, og reyndi með valdi að stöðva útsendinguna úr keisarahöllinni. Þar kom til skotbardaga þar sem lífverðir keisarans vörðust inngrip til að stöðva stríðið.
Það er EKKERT sem afsakar þær gerðir sem þar voru ætlaðar, og hefðu kostað milljónir manna, aðallega Japana (áætlað mannfall bandamanna var 1.5, og 6 + ? hinum megin), og megi þeir aular hafa lifað í martröð. Tojo var þó hengdur held ég.
Menn fleyta kertum út af Hiroshima, en enginn fleytir kertum út af Manilla (Japanir drápu þar 100.000-120.000 óbreytta borgara, aðallega með sveðjum). Fleyta menn kertum út af Varsjá? (Verst farna borg síðarri heimsstyrjaldar)??? Fleyta menn kertum út af Tókýó (100.000+, - hefðbundin loftárás)??? Fleyta menn kertum út af 15.000.000 föllnum Kínverjum? Nanking?
Þessir slátrarar hafa vonandi lifað í martröð, en væntanlega ekki.
Staðreyndin stendur. Leiðinlegt "thesis", EN, það vildi svo til að "bomban" batt endi á Seinni heimsstyrjöldina með hroðalegum hætti, en, - þyrmdi þar með lífi milljóna saklausra borgara.
Mér finnst alltaf leiðinlegt að Bandaríkjamönnum er nuddað upp úr þessu án þess að allt samhengið sé skoðað.

Jon Logi (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 11:59

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta innlegg þitt Jón Logi, skelfileg lesning reyndar.  Málið er að sagan er alltaf skrifuð eftir á og þá oftast eru það sigurvegararnir sem fegra sinn hlut. 

Ég hefði samt vilja sjá inn í hugarheim þeirra manna sem vörpuðu þessum sprengjum.  Vitandi að þeir voru að eyða lífi fjölda manna, kvenna og barna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2013 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2021764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband