Sitt lítið af hverju undir svefninn.

Þessi frábæra mynd er tekin frá systur minni, þetta eru barnabörnin hennar, algjörar dúllur.

1393650_1424513851095010_157473845_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo flott þessar elskur. Heart

Annars tókum við systur slátur í haust, það var virkilega gaman.

IMG_3897

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við komum okkur vel við bændur á svæðinu og fengum vélundu, sem okkur systrum finnst mesta hnossgæti.

IMG_3901

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Síðan var það blóðmör og lyfrapylsa.

IMG_3903

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var að sauma keppina, ég svældi út alvöru vambir, ekki amalegt það.

IMG_3905

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Blóðugar upp fyrir axlir.. eða þannig.

IMG_3906

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vambirnar voru nýttar til hins ítrasta, systir mín sagði að þetta væri örugglega minnsti keppur í heimi.

IMG_3908

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fæ svo stundum litla gaura í heimsókn, og svei mér þá, það er eins og þeir hafi fæðst með ipad milli fingranna.

IMG_3911

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kúlan mín, hún er að koma í þriðju bókina sem skrifuð er um hús á Íslandi og á Ísafirði. 

IMG_3914

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir utan vínber, þá fæ ég bæði perur og ferskjur, tómata, kirsuber og jarðarber.

IMG_3924

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta hér er mitt gálgahraun, hér var fullt af trjám í sumar.

IMG_3925

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er heldur ekkert verið að fara pent í hlutina, hér frekar en þar, enda sömu verktakar.

IMG_3926

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sorglegt hvað gróður er oft lítils metin, þegar peningar eru í spilinu.

IMG_3927

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sker í eyrun að heyra í þessum ofurtækjum skröltandi innan um gróðurinn.

IMG_3928

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svona er lífið.  Ég ætla ekki að láta beygja mig, og ekki að missa heilsuna vegna þessa.

IMG_3929

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var vetrarfrí, og þá fékk ég fleiri barnabörn í heimsókn. það er alltaf gaman þegar þau koma.

IMG_3931

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og það er auðvitað afi sem er að fíflast í þeim.

IMG_3934

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og vetur konungur er að koma í öllu sínu veldi, hann kom í dag.

IMG_3935

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má.

IMG_3939

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þessa dagana eru Vetrarnætur haldnar hátíðlegar hér á Ísafirði, með allskonar skemmtilegum uppákomum.  Hér er Lúðrasveit Tónlistaskólans að halda tónleika í Neista, sem er okkar kringla.

IMG_3940

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Virkilega gaman, Matis stjórnandinn og útsetjarinn er frá Eistlandi, en hann og hans fjölskylda er eiginlega orðin Ísfirðingar, og hann og fleiri hafa aukið tónlistarlífið hér mikið.  Mikil búbót við tónlistina hér að fá hingað kennara frá öðrum löndum, til að auka fjölbreytnina, því með nýju fólki koma nýjir siðir og ný viðhorf. 

IMG_3942

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og það komu margir til að hlusta og njóta.

IMG_3946

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mamma þessarar litlu dömu er að spila með hljómsveitinni, svo hún lét fara vel um sig á gólfinu.

IMG_3948

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Sófus hélt sig við eina austurlenska LoL

IMG_3949

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lúðrasveit Tónlistarskólans deilist í þrjá aldursflokka, það eru þeir "gömlu", sem sumir eru ekkert gamlir, svo mið sveitin sem eru unglingar lengra komnir og svo þessi litlu.  En allt er þetta í harmoný og ótrúlega dugleg þessir krakkar.

IMG_3952

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sum standa varla út úr hnefa. 

IMG_3954

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reyndar er þetta góður tími til að gera sér daga mun, erill sumarsins á enda og bara eftir að njóta þess sem menningin hefur upp á að bjóða, og þar ef af nógu að taka hér á Ísafirði.

IMG_3956

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þessir tveir heiðursmenn ætla að gista hjá ömmu í kúlu, Emil er að gista í fyrsta sinn utan heimilis hjá mömmu og ömmu, svo er að sjá hvort hann fer alla leið. 

En við erum að borða folaldasnitsel, með kartöflu mús, og sá litli át heilmikið. 

En þetta er nú bara svona smá lítið af öllu. 

Vona að þið hafið gaman af.  Og þá er bara eftir að segja góða nótt. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ooo, man alltaf eftir vélindunum sem mamma dró kjöt úr huppum gegnum og voru svo góð, bæði nýsoðin og súr, hef ekki bragðað þau í áratugi .

Dísa (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 23:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú þarft að koma í heimsókn um sláturtíðina, svo eru þau bara búin rétt si sona.  hahaha

En litli Emil og Sigurjón eru sofnaðir, og ekkert vandamál á ferðinni þar.  Flottur í fyrsta skipti að sofa annarsstaðar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2013 kl. 00:30

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Líf og fjör kringum Kúlusukk, en er þetta ekki einhvers konar rassber sem þú ræktar?

Djöfulsins valdníðsla og óþverraháttur er þessi vegalagning yfir ævistarf þitt. Íslendingar elska malbik meira en gróður og ég vona að það geti komið með í bækurnar um húsið ykkar. Takið góðar myndir af eyðileggingunni og sýnið hinn "íslenska anda".

FORNLEIFUR, 27.10.2013 kl. 04:24

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Fornleifur.  Við systur vorum einmitt að hlæja að þessum ágæta ávexti, jú hann er dálítið svona "rasslegur"

Já ég treysti mér sjálf ekki þarna uppeftir til að skoða eyðileggingarnar, en maðurinn minn hefur verið duglegur við að taka myndir.  Þetta er svo skelfilega rangar áherslur sem þarna birtast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2013 kl. 11:03

5 identicon

Þau eru falleg fjöllin og firðirnir fyrir vestan!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 14:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Rafn fyrir innlitið.  Já þau eru falleg og hafa líka mikla orku.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2013 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband