Undir svefninn.

Svona smá hugleiðing fyrir svefninn.  Það stendur einhversstaðar í riti sem sumir fylgja algjörlega og trúa af af bókstafnum einum saman, að allir séu jafnir fyrir guði.  Það stendur líka í flestum stjórnarskrám lýðræðisríkja.  En hvernig er það þegar til kastanna kemur?

Hefur guði eitthvað skjöplast í sköpun sinni, því auðvitað er þettað allt frá guði komið ekki satt?

Það er ekki bara manneskjan sem hefur goggunarröð.

Hænur eru frægar fyrir sína goggunarröð, og það er skipulag á hlutunum hjá þeim, þar kemst enginn upp á efsta prik nema að hafa unnið sér það inn.  Ekki spyrja mig hvernig.

Það eru forystukýr, sem hafa þann tilgang að leiða sína undirsáta rétta leið.  Sumstaðar hafa þær bjöllur.

Kindur er líka þannig hver hefur ekki heyrt um forystusauðinn, sem allar hinar kindurnar fylgja, sama er um geitur, og sú sem þar er í forsvari er gjarnan með bjöllu. 

Við erum nákvæmlega þannig líka, hvort sem við viðurkennum það eða ekki.  Við áköllum ekki bara guð, jesúm og heilagan anda, heldur tilbiðjum við gjarnan páfa, kónga, drottningar, rokkstjörnur, kvikmyndastjörnur og svo framvegis. 

Sumu fólki er fyrirmunað að lifa sjálfstæðu lífi, með sjálft sig í hásætinu, flestir þurfa einhverja fígúru til að líta upp til, og dásama.  Hvernig byrjaði þetta allt saman?  Af hverju í ósköpunum létum við líf okkar og framavonir í hendurnar á einhverjum öðrum til að deila og drottna?

Hvað er það í frumsálinni sem gerir þetta að verkum?  Og má þá ekki spyrja um leið, hvort guði hafi nú ekki förlast eitthvað í sköpuninni, þegar sál getur ekki verið sjálfri sér nóg og með fulla sjálfsvirðingu, en þarf að reiða sig á einhverja aðra til að gera að leiðtoga lífs síns?

Þetta er nefnilega það sem gerir okkur svo viðkvæm og ósjálfstæð, og gerir það að við látum svo margt  á okkur ganga, án þess að bregðast við.  Við erum eins og þrælarnir sem láta allt yfir sig ganga, þar sem þeir eru þegar búnir að gefast upp.  Og þegar einhverjir standa upp og segja hingað og ekki lengra, þá er þögn og sárafáir rísa upp og standa með þeim, jafnvel þó sálartetrið okkar æpi á réttlæti. Hvað er eiginlega að okkur? er þetta fæðingar galli? Ákvað guð í upphafi það það yrðu fáir útvaldir og hinir þrælar.  Það eiginlega lítu út fyrir það, þegar maður lítur yfir akurinn og skoðar hvað er í gangi. 

Nema auðvitað að það sé enginn fullkomin guð sem hefur skapað okkur, enginn heilagur andi sem svífur yfir okkur, og að Jesú hafi bara verið andlega sinnaður kærleiksríkur maður, sem reyndi að koma okkur á rétta braut, eins og svo margir hafa reynt í fótspor hans?

Ég hef gert mér grein fyrir því að fólk sem er ofan á í samfélaginu, kvikmyndastjörnur og aðrar slíkar, stjörnur þetta og stjörnur hitt, eru bara venjulegt fólk eins og þú og ég, sem af einhverjum ástæðum hefur orðið ofan á í samfélagi manna.  Sumir eru raunverulegar hetjur, eins og Mandela, Ghandi, móðir Theresa, Manning, Assange, Snowden og svo margir sem hafa af réttlætiskennd þorað að ganga fram fyrir sköldu til heilla mannkyni.  Það er bara sorglegt að sjá viðbrögð fyrst og fremst ráðamanna á hvaða tíma sem er, og svo líka fólks sem getur fordæmt þetta fólk, án þess að hafa til þess nokkra þekkingu né gera sér grein fyrir því hvað er verið að gera í þágu mannkyns, að vinna gegn spillingu, gerræðislegri forræðishyggju og klíkuskap þeirra sem valdið hafa. Fylgja bara forystusauðunum í blindni. Þetta mun aldrei hætta, nema að við förum að hugsa sjálfstætt og þora að standa með okkur sjálfum og mannkyninu öllu.  Ekki bara sleikja rassa og þjóna peningum og valdi.

Eg vildi óska að við myndum þroskast upp úr þessum afglapahætti guðs og fara að taka ábyrgð á okkur sjálfum og umhverfi okkar, en ekki endilega bara verja peninga og völd, kónga, stjörnur og svokallaða forráðamenn.

Málið er að það hefur engum verið gefið leyfi til að setja sig á háan hest yfir aðra, og þeir myndu aldrei geta það, nema af því að við sjálf höfum gefið þeim leyfi til þess, og það er einmitt það allra sorglegasta í öllu dæminu.

Viljum vera menn eða mýs?  Eða ættum við að taka okkur ketti til fyrirmyndar?

Ég á trú, ég trúi á ljós, frið og kærleika, ég trúi því að það sé alheimsljós sem verndar okkur og við getum leitað til, en það ljós og kærleikur fer ekki í manngreiningarálit, fer ekki eftir litarhætti, stöðu, né kynferði hvað þá kynhneigð.  Sá kærleikur er allt um lykjandi og elskar alla jafnt. 

angel

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Trúi líka á engla, framliðna, góða vætti og illa líka.  Álfa, huldfólk og aðra jarðarverur, sem lifa með okkur hér á þessari jörð.

Góða nótt Heart 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Veistu! mín kæra ég var búin að rita 3 heilar línur,nákvæmlega eins og ég myndi svara,værir þú hér og segðir þetta allt upphátt. En ég þurrkaði það út,vegna þess að tala saman er svo allt öðruvísi en ritun og það er bévítans glens í mér,eiginlegur svefngalsi.-- Ég skil það þannig að við séum jöfn fyrir guði,hvernig og hvaða ljótleika við frömdum,einungis að við biðjum fyrirgefningar og trúum á upprisuna þá hljótum við náð guðs.Ég er ekki rétta manneskjan til að vitna í Biblíuna,en vildi svo oft geta trúað svona staðfastlega,en ég spyr oft trúaða spurninga,en fæ ekki svör sem rýma við umhverfið sem við böðlumst í. Fyri mér er guð, minn guð,ég get alveg deilt honum með öðrum,fagna því að eiga trúsystkin.Lengra kemst ég ekki því geispa eins og Blogger vandlætingur,við þekkjum hann. Bíð góða nótt

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2013 kl. 03:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona að þú hafir sofið rótt Helga mín.  Ég hef þá trú að Guð sé ljósið í okkur öllum. Það ljós sem skín skært þegar við bregðumst rétt við, en daprast þegar við höfum rangt við.  Og við finnum það í sálinni, bæði þegar við breytum rétt og rangt.  Það er innbyggt í okkur, þangað til við hættum að finna til, þá er voðin vís, og menn breytast úr manneskju í óargadýr sem er stórhættulegt sjálfum sér og öðrum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2013 kl. 09:21

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ásthildur mín ég trúi á allt sem þú telur upp.
Það er satt eð engin hefur gefið okkur vald til að setja okkur á háan hest yfir öðrum, en sumir gera það samt og ættu að skammast sín fyrir.
Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2013 kl. 18:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín og knús á móti,  Það er einmitt málið, það hefur enginn leyfi til að vaða yfir aðra.  Við eigum öll sama rétt, það er meira að segja bókfest í okkar stjórnarskrá og held ég í flestum slíkum í heiminum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2013 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband