11.9.2013 | 16:49
Góður afmælisdagur hjá mér.
Bæjarstjórinn kom í heimsókn, ásamt yfirmanni tæknideildar og umsjónarmanni verkefnisins. Ég bauð þeim kaffi og við ræddum málin. Fórum svo upp í ræktunina og þar voru málin rædd enn frekar.
Þeir lýstu því yfir að þeir vildu gera sem minnst rask í trjálundinum mínum, og ætla að færa veginn þannig að stærstu trjánum verði hlíft. Reynt verði að færa öll trén með stórvirkum tækjum. Og að ég fái að halda lækjunum mínum báðum.
Hér má sjá þær skemmdir sem unnar voru þegar vatnslögnin var lögð, ekki beint upplífgandi.
Bæjarstjórinn og eftirlitsmaðurinn að skoða hvar best er að leggja veginn.
Hér má sjá reisulegar furur og staurinn sem sýnir að hér átti að fara í gegn, en nú hefur vegurinn verið færður.
Yfirmaður tæknideildar og Elli skoða hvar best er að taka veginn í gegn.
Hér endar veggurinn, en trén verða færð inn á eyðimörkina sem varð vegna vagnslagnarinnar.
Já þetta svíður, en ég verð að vera ásátt með að vegurinn fari í gegn, og satt að segja þótti mér vænt um hvað þeir voru allir sammála um að gera þetta eins varlega og hægt væri, og bjarga eins mörgum trjám og mögulegt væri.
Bara svo að hnykkja á því að þessi tvö mál eru aðskilin, þ.e. vegurinn gegnum trjáreitinn minn, og svo húsið mitt. Þar verður stál í stál, svo það sé á hreinu.
En allavega ég átti góðan afmælisdag, og er boðin í mat til minnar elskulegu fjölskyldu frá El Salvador, Pablo og Isobel Díaz. Vona að við fáum babusas sem er einn af mínum uppáhaldsréttum.
Takk svo öll fyrir góðar óskir í dag og fallegar hugsanir til mín, ég met það mikils og það gerir mig líka sterkari að finna slíkan meðbyr á þessum erfiðu tímum. Innilega takk fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þrítugsafmælið Ásthildur
Jósef Smári Ásmundsson, 11.9.2013 kl. 17:37
Til hamingju með afmælið, Ásthildur.
Við sem erum fjarri og þekkjum ekki til staðhátta, skiljum ekki alveg hvað er í gangi þarna á þínum slóðum. Mátt hefur skilja að skógræktin þín og jafnvel húsið þitt séu á stórhættulegu snjóflóðasvæði, en hver eru þá rökin fyrir því að byggja þar veg/samgönguæð?
Kolbrún Hilmars, 11.9.2013 kl. 17:39
Takk fyrir Jósef minn Það er gott að verða þrítugur, ennþá betra að verða fertug, sæla að verða fimmtug og æðislegt að verða sextug og ég get ekki beðið eftir að verða sjötug
Kolbrún mín, þessi vegur er bara til að flytja þungaflutninga í væntanlegan snjóflóðavegg, og svo til að fólk geti dáðst að verkinu að því loknu. Málið er að það kemur fram í skýrslu sem fylgdi þessum framkvæmdum að aðalmálið er: tímabundin vinna verktaka. Það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem kom færandi hendi með atvinnutækifæri í mína heimabyggð, og það eina sem þeim datt í hug var að gera snjóflóðavarnarvegg. Svo var gerð skýrsla og til að hún þjónaði því að þið öll hin þyrftuð að borga með þessu var að það dyggði ekki bara snjóflóðavörn, heldur þurfti að bæta við aurskriðum og grjóthruni. Og málið er að það kemur fram í skýrslunni að hættan á snjóflóðum sé lítil þar sem enginn stór snjóflóð hafa fallið neðan Gleiðarhjalla sem er fallið fyrir ofan mig, aftur á móti sé meiri hætta á aurskriðum og grjóthruni, sem einmitt verða helst á þeim tíma sem ég má vera í húsinu mínu þ.e. frá 15 apríl til 15 desember.
Það er því alveg ljóst að það mun aldrei vera hægt að koma þessu heim og saman að það þjóni almannahagsmunum að taka húsið mitt eignarnámi, né að reka mig út, nema tímabundið þegar snjóalög eru þannig. Og jafnvel þá vil ég taka fram að aldrei fyrr en í fyrravetur og í vetur hefur þótt ástæða til að rýma húsið mitt, þ.e. eftir að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar og bæjarstjórnarinnar kom upp, og hef ég þó búið hér í tæp 30 ár. Svo ég hygg að veðurstofan þurfi líka að gera mér grein fyrir því hvað hefur breyst á þessu tímabili til að rýmingar sé þörf.
En þetta verður barátta upp á líf og dauða það get ég sagt.
Og takk fyrir góðar afmælisóskir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2013 kl. 18:10
tIL HAMINGJU MEÐ DAGINN- ÞÚ STENDUR FYRIR ÞÍNU KJARNORKU KONA !
Erla Magna Alexandersdóttir, 11.9.2013 kl. 20:06
Takk elsku Erla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2013 kl. 22:14
Til hamingju með daginn . Frábært að þeir komu í spjall og stóðu við sín loforð um það. Knús á þig .
Dísa (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 22:48
Takk Dísa mín, já það var aldeilis frábært.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2013 kl. 23:03
Gangi þér vel í baráttunni!
******************
http://hvetjandi.net
******************
Guðni Karl Harðarson, 11.9.2013 kl. 23:22
Takk Guðni minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2013 kl. 23:49
Hjartanlega til hamingju með afmælið þitt elskulega og flotta kona !
Mikið var gott að lesa að bæjarstjórinn og eftirlitsmaðurinn komu og skoðuðu svæðið prívat og persónulega :)
Vonandi nærðu að halda í "Kúluna" þína Ásthildur mín :)
Kær kveðja úr Trékyllisvíkinni.
Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 03:09
Gott að heyra að það skuli vera von um þokkalega lendingu......
Jóhann Elíasson, 12.9.2013 kl. 07:45
Já, ég er auðvitað sorgmædd yfir trjánum mínum, en ég vona að sem flest þeirra lifi af flutning, það á eftir að koma í ljós. En með svona viðhorfi er betra að sætta sig við hlutina, en áður. Batnandi mömmum er best að lifa.a
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2013 kl. 11:37
Framganga embættismanna virðist mér ráðast af yfirgangssemi - þrátt fyrir einhvern vilja til að koma til móts við þig.
Jens Guð, 14.9.2013 kl. 00:16
Það er rétt viðhorf hjá þér bloggvinkona,til hamingju með daginn.
Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2013 kl. 00:54
Já Jens, ég hef dálitlar áhyggjur af þessu. Þess vegna ætla ég að fá minn eigin eftirlitsmann sem gætir minna hagsmuna í málinu. Þetta er mér afar mikið mál.
Takk Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2013 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.