Hver er réttur einstaklinga á Íslandi árið 2013?

Ég frétti það á skotspónum alveg óvart að það ætti að ráðast í vegagerð gegnum ræktunarlandið mitt í þessari viku.  Það var af tilviljun sem maðurinn minn fór í göngutúr til að skoða eyðileggingu sem gerð var á svæðinu eftir vatnslögn, sem þó var reynt að forða eins mikið og hægt var á skemmdum.  Maðurinn sagði mér að undir þennan highway færi svona 70 - 90 % af ræktuninni. tæplega 30 ára starf til einskis. 

Það var þess vegna sem ég fór og ræddi við sýslumanninn, hann sagði mér að fara og tala við bæjarstjórann um málið, var reyndar afar vinsamlegur og vildi ráða mér heilt. 

Svo ég fór og ræddi málið við bæjarstjórann okkar, sem er hinn vænsti maður og einn af okkar íþróttahetjum.  Ég sagði honum hreint út að ég væri ekki ánægð með þessar framkvæmdir, sérstaklega af því að það hafði nefnilega gleymst að segja mér frá þeim, rétt eins og öðru sem þeir ætla sér að framkvæma. 

Hann tók mér ljúfmannlega og eftir að hafa hlustað á mig tala um hve illa þeir hefðu staðið að þessum málum, og þar sem það væri bókfest að hann hefði sagt að hann hefði verið að hugsa um að hlífa gróðurreitnum mínum með því að stytta varnarvegginn og að ég væri afar óhress, bauð hann mér að við skyldum hittast í dag mánudag og ræða málin með verktaka, verkstjóra og yfirmanni tæknideildar.

Ég féllst á það og nú hef ég setið við símann í allan dag, og ekki vikið út úr húsi, ef hann skyldi hringja í mig og boða komu sína.

Ég hef það eftir yfirmanni tæknideildar að leyfið sem ég fékk til útplöntunar hafi gilt til 20 ára.  Og þar sem ég fékk það 1986, þá rann það út árið 2006.  Þess vegna telur yfirmaður tæknideildar að hann þurfi ekkert að hafa neitt samráð við mig, og geti gert hvað sem hann vill við svæðið.

En ég vil benda þessari elsku á að trén eru mín persónulega eign, og ég bendi enn og aftur á stjórnarskrána þ.e. 72 greinina, þar sem stendur að eign manna sé heilög og hana megi ekki þvinga menn til að láta af hendi, nema að fullar bætur komi fyrir og að undangengnum dómi.  Stjórnarskráin er eins og við vitum lögin sem eru ofar öllum lögum, og þó hafi verið vísað í allskonar reglugerðir til staðfestingar þeim gjörðum bæjaryfirgvalda, þá gildir stjórnarskráin.  Enda hef ég vitni að því að yfirmaður tæknideildarinnar sagði mér að ég fengi öll tré bætt sem yrðu eyðilögð.  Og við erum að ræða um tæplega 30 ára ræktunarstarf eins og ég sagði áðan.

Ég veit líka að það er ekki hægt að gera úttekt á trjám sem búið er að fara yfir með stórtækum vinnuvélum, eftir á.  Þess vegna geri ég þá kröfu að ef þetta verður framkvæmt, og þið getið sýnt fram á að það þjóni almannahagsmunum, þá verður ekki hróflað við neinu fyrr en fengnir hafa verið til þar til kvaddir matsmenn, skógrækarmenn sem meta trén.

Það var líka haft eftir verktakanum, þegar maðurinn minn sagði að hann vissi að eigandi trjánna yrði ekki ánægður, að þá sagði hann: Það skiptir engu máli, það er búið að gefa út verkleyfi.

En málið er þetta, þegar ég ræddi við bæjarstjórann, þá sagðist hann ekkert vita um málið.... svo hver gaf þá út leyfið, og á hvaða forsendum, áður en nokkuð hefur verið rætt við mig, og ég gat ekki einu sinni lesið það í Bæjarins besta, því fréttinn barst ekki heldur þangað.

Mér þykir vænt um þennan bæ, mér þykir ennþá vænna um fólkið sem hér býr, og ég er þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið frá svo mörgum íbúum bæjarins og alla þá velvild sem þeir sýna mér. Þess vegna skil ég ekki af hverju er ekki hægt að koma fram við mig eins og fólk, kalla mig á fund eða þó ekki væri nema senda mér bréf, og a.m.k. leyfa mér að vera með í ferlinu. 

Og nú bíð ég hér eftir þessum fundi.  Vona að þú hafir ekki gleymt mér Daníel minn.  Ég ætla því að bíða á morgun líka, en best væri að þið kæmuð ekki fyrr en á miðvikudaginn, þá skal ég hafa heitt á konnunni og jafnvel kaupa meðlæti.  kl. tvö eða 14. á miðvikudaginn væri bara fínt fyrir mig, en ef það hentar ykkur ekki, þá væri betra að þið létuð mig vita.  Með bestu kveðjum Ásthldur Cesil.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelfilegt að þú fáir aldrei nein svör og að ekki sé hægt að koma heiðarlega fram og viðurkenna hlutina. Það er margt breytt síðan við ólumst upp við það að ef við segðum eitthvað þyrfti að standa við það. Ég ætti ákaflega erfitt með að horfa framan í manneskju sem ég hefði sagt eitthvað ákveðið við og ekki staðið við. Nú er svo auðvelt að láta vita ef eitthvað hindrar og breyta fundatíma. Knús til þín

Dísa (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 12:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Dísa mín, ég vona að þeir komi á morgun og ræði þessi mál við mig.  Það er alltaf betra að hafa samband við fólk þegar þarf að ganga á rétt þess á einhvern hátt.  Þetta er búið að baka mér ótrúlegt sálarstríð og sársauka, því mér þykir vænt um þessi tré sem við höfum plantað og fylgst með vaxa og dafna, vinir mínir, stór kraftmikil og þögul.  Takk fyrir knúsið elskan

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2013 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband