15.7.2013 | 22:10
Einmitt Björvin.
Björgvin minn, já það er bara alveg ljóst að það þarf að trappa niður fíkla í mikilli neyslu þegar þeir eru handteknir. En það þarf að gera læknum það ljóst sumum hverjum, því það er afar hættulegt, ég lenti nefnilega í því með minn son, sem var handtekinn í mikilli neyslu og var vistaður á Hverfisgötunni, var síðan kallaðu heim og var þar í varðhaldi, en fékk ekki þau lyf sem þurfti. Hann hafði samband við mig og var með miklar áhyggjur, hafði reynt að hafa samband við lækni sem hann treysti, en sá lét ekki ná í sig. Ég reyndi sjálf að hafa samband, en það var engin skilningur á alvöruleika málsins. Ég og systir mín höfðum samband við varðstjórana á Hverfisgötunni og þeir urðu mjög hissa á þessu, og sögðu að það væri afar hættulegt að drengurinn fengi ekki lyfin sem hann var á þar. Loks tókst okkur að fá því framgegnt að hann fengi lyf, en þá var einungis um að ræða helmings þess sem hann hafði verið á þar.
Við kærðum málið til þar til gerðra yfirvalda, það sem þau aftur á móti gerðu var að senda kæruna beint til yfirlæknis heilbrigðisstofnunar hér til að vera dómarar í eigin sök.
Það er nákvæmlega enginn skilningur á málefnum fíkla, hvorki meðal lögreglu, dómara eða lækna, því er von að málin séu í þvílíku skelfilegu ástandi sem það er í dag.
Fíklar eru bara ekki fólk að áliti þessara aðila. Það er vandamálið. Og þess vegna geta óprúttnir glæpamenn gert það sem þeir vilja við börnin okkar út og suður með að því er virðist fullu leyfi ykkar allra.
Pældu í því Björgvin
![]() |
Fíklar trappaðir niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað hefur almenningur engan skilning á þessu, eða hversu mikilvægt það er að þegar fíklar eru teknir inn í fangelsi í mismunandi ástandi að þetta getur skipt sköpum, því þessir einstaklingar eru jú "glæpamenn" og eiga engan rétt til eins eða neins. Minn drengur var aldrei ofbeldisfullur, hann gerði aldrei flugu mein, og var alla tíð kærleiksríkur, sem fullt af fólki getur vitnað um. En hann var harkalega dæmdur af kerfinu alla tíð, og það varð hreinlega til þess að hann dó. Þessi góða sál sem engum vildi ill, var uppáhaldsfrændi og pabbi, átti aldrei sjens af hálfu kerfisins.
Og það er nefnilega þannig að þarna úti eru fullt af ungu fólki eins og sonur minn, strákum og stelpum sem fá aldrei sjens, af því að þau fá ekki tækifæri, ég átti líka tengdadóttur sem var sama sagan með. Þegar ég kynntist henni, var hún skemmd fyrst og fremst af kerfinu. Þau eru bæði dáin og ef til vill á ég eftir að segja söguna þeirra, ég hef haldið eftir ýmsum gögnum og skrifað gegnum tíðina, það er bara svo sárt að fara í gegnum þetta ein, þannig að ef einhver er þarna úti sem hefur dug og þor til að ganga í gegnum þessa með mér, á á ég ýmsa pappíra sem segja meira en nokkur orð. En ég vara við sagan er ljót. En börnin mín ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2013 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.