11.7.2013 | 23:50
Dionne Warwick.
Ég verð að segja að ég hef ekki verið mikið hér með gleðiefni. Hef verið full af sjálfsvorkunn vegna þess sem er að gerast í kring um mig og ekki haft orku til að gleðja lesendur mína með myndum af barnabörnum eða öðru skemmtiefni. En ég ætla að láta verða breytingu þar á. Ég á svo margar myndir af skemmtilegu efni núna í meira en meira en einn og hálfan mánuð. En það sem hefur bjargað minni geðheilsu eru blessuð barnabörnin mín, þau hafa verið hér hjá mér fullt af þeim allan þennan tíma, ég væri sennilega komin á spítala ef það væri ekki fyrir glaðværa yndislega krakka sem lífga tilveruna alla daga og eru ömmu sinni óendanleg uppspretta gleði og - vinnu. Því það fer mikið fyrir börnum sem fá að vera frjáls í ævintýraheimi kúlunnar og ömmu sinnar. En þær myndir munu koma núna á færibandi.
Ég er svona að átta mig á því að við ráðum sjálf hvernig við lifum lífinu, og hvernig við tökumst á við tilveruna, og það er undir okkur sjálfum komið að komast áfram þrátt fyrir erfiðleika og það sem okkur finnst óréttlæti heimsins. Þegar við tökum lífinu þannig, þá gengur allt betur. 'Eg er reyndar alveg harðákveðin í því að fara leið Don Kikotes og berjast við vindmyllur bæjarins og ofanflóðasjóðs til síðasta blóðdropa. En ég ætla ekki að láta fólk sem ekki veit betur, drepa mig niður í endalausa vorkunn, þeir munu fá sinn dóm á endanum og sjá villu síns vegar. Það er þeirra vandamál ekki mitt.
En ég varð fyrir einstakri upplifun í gær. Þannig var að ég hafði séð auglýsta tónleika með Dionnu Warwick undanfarið, ég hugsaði mikið um hvað það væri yndælt að skreppa á tónleika, en hugsaði svo að NEi, ég hef ekki tíma til þess núna.
Málið er að þegar ég var yngri átti ég tvær uppáhaldssöngkonur sem ég hlustaði mikið á, sérstaklega eftir að hafa verið að spila með hljómsveitum, eða uppvarta á slíkum, sem við Elli gerðum mikið af í þá daga, þegar við vorum að koma upp húsnæði yfir okkur og börnin. Þá var svo yndælt þegar ég kom heim að setja á fónin þessar tvær vinkonur mínar sem ég hafði svo mikið álit á. En þetta voru Dionne Warwick og Cleo Lain. Reyndar má segja að þarna hafi líka verið hljómsveit sem hét Moodi blues, sérstaklega hlustaði ég á spólu frá þeim sem heitir Creation, frábær músikk.
Ég fór á tónleika með Cleo Lain á Broadway minnir mig, sem voru alveg dásamlegir.
Þar sem ég var að gróðursetja plöntur í garðinum mínum í fyrradag, hringir dóttir mín í mig og spyr mig hvort ég vilji ekki koma á tónleika með Dionne, á morgun. Mamma ég veit að Þú elskaðir þessa söngkonu, og mig langar svo til að bjóða þér á tónleika með henni, það eru tvö sæti laus, svo þú verður að ákveða þig strax.
Og ég gat ekkert sagt annað en Já. Og sætin voru á besta stað get ég sagt og höfðu losnað rétt si sona á síðustu stundu.
Þá þurfti að tékka á flugi og panta það. Og allt gekk upp. Að vísu var sagt í tölvunni að ekkert sæti væri laust í flugi, svo ég fór inn á flugvöll og jú, það var sæti laust bæði suður með fyrri vél daginn eftir og seinni vél daginn eftir.
Dóttir mín náði svo í mig og við ókum svo beinustu leið á Hellu þar sem hún er nú, hitti elskulegu barnabörnin mín og átti góða stund.
Hún sótti ömmu á flugvöllinn.
Ég hreinlega elska þessi barnabörn öll alveg rosalega mikið
Og þá er að koma sér austur á Hellu.
Og auðvitað þurfti aðeins að koma við í ríkinu á Hellu af gefnu tilefni heheheh.
Og auðvitað erum við komin í eldhúsið hjá dóttur minni, stelpurnar mínar og hér er Jóhanna, komin alla leið frá Austurríki til að vera með Báru, hún er alveg fullkomlega ástfanginn af Íslandi.
Leir er spennandi, sérstaklega þegar svona flott tæki er til að búa til allskonar flott form. Enda var leikið með þetta vel og mikið.
Hér er Jón Elli komin heim af leikskólanum, og Jóhanna hin austurríska, flott stelpa. Þessi er spes fyrir Kay kærastan hennar í Austurríki. Hi Samuel, Heidi, Kay og Miriam
Þetta var ævintýraferð algjörlega óvænt, sem er ólíkt mér að stökkva svona, en hvað er hægt annað en að segja já þegar fallega er boðið.
Og þá var tími komin til að bregða sér af bæ og við dóttir mín lögðum upp í ævintýr í Hörpu.
Þetta eru flöskur fylltar af allskonar vökva og sent upp á spegill sem sýnir þessa mynd, sannarlega flott.
Við skoðuðum okkur um og vorum hrifnar af því sem fyrir augu bar. Þó ég hafi verið á móti þessari byggingu, verð ég auðvitað að hrósa því sem hrósa ber.
Við ákváðum að fá okkur súpu fyrir showið, hún smakkaðist vel. Margir höfðu reyndar fengið sömu hugmynd, þannig að það var örtröð og biðröð en starfsfólkið tók þessu með ró og var elskulegt, þó mátti sjá svita boga af þeim við öll ósköpin.
Svo fór fólk að streyma að, allskonar fólk, frægt og ófrægt allir eftirvæntingarfullir að sjá þessa dívu, sem svo sannarlega er enginn venjuleg manneskja. Þetta er fallega dóttirin mín.
Hér við inngang Eldborgar.
Já hér erum við, hún fædd 1940 og ég 1944, báðar sætar.. eða þannig
Hún er nú samt flottari.
Sviðið og eftirvæntingin leyndi sér ekki meðal gesta.
Það var bannað að taka myndir og að sjálfsögðu ber að virða það. En þessi kona geislaði á sviðinu, og hún hefur sko engu gleymt. Hún er ekki bara glæsileg heldur er hún fyndinn og skemmtilegur skemmtikraftur líka.
Hún lék á alla okkar strengi, fram og til baka og alltaf þegar við héldum að hún ætti ekki meira eftir, þá skaut hún með ennþá meiri krafti. 'Otrúleg og yndisleg kona. Ég er svo hreykin af því að hafa skilið hve stór hún er þegar ég var bara ung kona í Glasgow, þegar hún var að byrja sinn feril.
En ég tók þó mynd af hljóðmönnunum, þeir eru örugglega rosalega góðir og flottir
En skilaboðin hennar Dionnu eru skínið og brosið, smile and shine, og til að kóróna kvöldið kynnti hún til leiks barnabarnið sitt, unga stúlku 18 ára, sem hefur verið að syngja með henni lengi, og þvílíka rödd sem stúlkan hafði, enda greinilegt að amman var hreykin af henni.
Við fórum allavega út ég og dóttir mín með gleði í hjarta og bros, skinum eins og tvær stjörnur alla leið á Hellu.
Takk fallega kona fyrir að fá að upplifa yndisleik þinn og sál. Þú ert ein af þessum englum sem lýsa upp heimin og það er dásamlegt að fá að upplifa smá geisla af því gliti. Takk líka elsku Bára mín fyrir að gefa mömmu þinni svona ævintýri alveg óvænt.
En eins og ég sagði þá hefur kúlan verið full af yndislegum barnabörnum, sem ég á eftir að sýna ykkur á næstunni, núna þegar ég hef komist upp úr drunganum.
Eigið góða nótt mínir kæru bloggvinir.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fá að fylgjast með svona ævintýri í máli og myndum - þó að Dionne sé ekki mitt pönkrokk. En ég átta mig alveg á því hvað það er í hennar söng og lögum sem hrífur svo marga. Sjálfur fer ég á hljómleika Eivarar á Gauknum annað kvöld. Og hlakka til. Að vísu verður hún ekki með pönkrokk. Hún hefur samt alveg átt það til að fara út í smá pönk og þungarokk þegar sá gállinn er á henni. Hún hefur meira að segja öskrað Led Zeppelin krákur (cover songs). En oftast er hún á ljúfu nótunum eins og á morgun (föstudagskvöld).
Jens Guð, 12.7.2013 kl. 00:44
Takk Jens minn, já ég vildi gjarnan vera á tónleikum með Eivör, hún er frábær söngkona og frábær karakter, einstaklega ljúf, rétt eins og Dionne. Hún verður örugglega jafn djúp og sú gamla komin á hennar aldur, hún hefur allt það til að bera. Óska þér góðrar skemmtunnar annað kvöld.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2013 kl. 01:17
Ég var á dansleik með Hljómum eða Trúbrot man ekki hvort í Bolungarvík, þegar ég var und, með þeim var söngdívan Shady Ovens, hún söng mikið af lögum frá Dionne og Burt Baccarach, ég spurði hana milli laga hvort hún væri aðdáandi Dionne, og hún svaraði mér því að Já hún væri sérstakur aðdáandi hennar, þá var Dionne ekki mikið þekkt hér á landi, en átti svo sannarlega eftir að vekja athygli landans fyrir frábæran söng og yndisleg lög eftir þennan fræga mann og aðra góða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2013 kl. 02:59
Yndislegt að þú skyldir komast. Það er svo gott að komast upp úr holunni og komast í eitthvað allt öðruvísi þegar erfitt er í kringum mann
. Sé þig vonandi í næstu viku elsku vinkona
.
Dísa (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 10:11
Einmitt Dísa mín, það gerir manni afskaplega gott. Hlakka til að sjá þig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2013 kl. 11:01
Hvað er meira gefandi enn gott og innihaldsríkt móment.
Fyrir mér eru þannig móment ekki síst að finna í einhveju kreatívu eins og góðum tónleikum.
hilmar jónsson, 14.7.2013 kl. 00:01
Einmitt Hilmar, og þessi kona geislar af kærleika og fyndni og bara öllu því besta sem ég hef séð á sviði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2013 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.