Meira um ofanflóðavarnir í Gleiðarhjalla.

Hér eru forsendur þess að setja mig og nágranna minn út á guð og gaddinn.

http://snerpill.isafjordur.is/skipulagsskrar/skra/459/

 

http://snerpill.isafjordur.is/skipulagsskrar/skra/470/

http://www.isafjordur.is/ofanflodavarnir_i_gleidarhjalla/

Athugasemdir mínar.

 

Bls. 11.  Stór snjóflóð hafa aldrei fallið úr hlíðinni neðan Gleiðarhjalla svo vitað sé. 

Aldrei hefur húsið mitt verið rýmt í þau tæp 30 ár sem ég hef búið þar. 

Hvað hefur breyst frá því 1984 – 5, þegar bærinn úthlutaði mér landið til byggingar húss , garðplöntustöðvar og svæði til skógræktar þar fyrir ofan?

Að mínu mati ekkert.

Bls. 13.

Hlíðin fyrir ofan Gleiðarhjalla hreinsast jafnóðum og snjór kemur í hana.  Snjóflóð á því svæði eru því lítil og ná að öllu jöfnu ekki fram af hjallanum.  ....

Já samt á að kaupa upp húsið mitt, en leyfa mér náðarsamlegast að vera í því frá 15 apríl til 15. desember, einmitt þegar skriðuhættann er mest.  Enginn ótti um Snjóflóð???

2.2.2. Talsverð hætta er á grjóthruni úr Gleiðarhjalla. Aurskriður falla reglulega í rigningum og leysingum þó ekki .....

 fyrir ofan mig hefur aldrei fallið aurskriða svo vitað sé.  Og grjót sem fellur stöðvast alltaf ofarlega í hlíðinni, þar sem hlíðin er blaut og mikið af grjóti sem stoppar slíkt af.

Hver er reynslan af skerun sem fyrirhuguð er í Eyrarhlíðinni, td. Frá Siglufirði, mér er sagt að húsin þar skríði fram af meiri hraða eftir að slitið var á jarðlög  í hlíðinni.

 

Bls. 19.  Núllkostur.  Núllkostur felur í sér núverandi ástand......

Ég er alveg til í að hlýta rýmingu á húsinu ef talin er þörf á því.  Slíkt hefur reyndar aldrei gerst  síðan 1987 þegar við fluttum inn í húsið og aldrei fallið þar flóð sem elstu menn muna, það er hægt að spyrja fólkið sem bjó í húsinu innan við mig, en þar bjuggu m.a. Ásgeir Svanbergsson garðyrkjumaður og Gísli Svanbergsson Erla Svanbergsdóttir, Inga Svanbergs og Þorbjörg,  þau geta vitnað um þetta, ásamt öllu þvi góða fólki sem bjó mörg ár í kring um mig á þessum stað.

Bls. 20.  Um áhrif á samfélagið.  Þar kemur skýrt fram að þessi framkvæmd er einungis til þess að skapa tímabundna vinnu í samfélaginu.  Sjá hér að neðan.

Bls. 23.  Garður 3.

Þörf á áíka varnargörðum og vestar, auk þess veitir þétt skógrækt ofan byggðar fullnægjandi vörn gagnvart grjóthruni.

Hvað með okkar skógrækt síðastliðinn tæp 30 ár, eða frá árinu 1986.

 

Samkvæmt  teikningum á að taka helming af uppeldissvæði Garðplöntustöðvarinnar undir vinnslusvæði, sem eyðileggur möguleika mína á að selja eða leigja aðstöðuna.  Þar eru auk þess há tré allt að4 - 6 metrar sem á þá að taka burtu.

 

Ég vil mótmæla þessari aðför að lífi mínu, bæði atvinnu sem átti að skapast nú eftir að ég er komin á eftirlaun.  Þessi tæp 30 ár sem við höfum eytt í gróðursetningu ofar í hlíðinni og að hrekja mig út úr því húsi sem ég ætlaði mér aldrei að fara úr.   Við erum þriggja manna fjölskylda sem ætlum að fá að vera hér áfram..

Húsið mitt er þar að auki orðið tákn fyrir Ísafjörð og hefur verið skrifað mikið um það til dæmis í erlendum blöðum ein greinin mun birtast næsta vor í þýsku blaði Geo, búið að taka upp viðtal og myndir. 

Einnig vil ég mótmæla því að hafa þurft að lesa alla framkvæmd málsins í blöðunum.  Fyrst í Bæjarins besta um að kaupa ætti húsið mitt upp með flennimynd.  Sem varð til þess að ég fékk taugaáfall og þurfti að leita læknis og fá geðlyf.  Síðan aftur núna að lesa um þessa frummatsskýrslu sem var ekki kynnt okkur áður en hún var birt, það varð annað niðurfall hjá mér, leita læknis og er nú  aftur á róandi lyfjum.  Eg veit að mat sem þeir létu gera á húsinu mínu liggur fyrir en þeir hafa heldur ekki haft samband um það við okkur. 

Ég vil fyrst og fremst fá að búa áfram í húsinu mínu, helst að sleppa við allt þetta rútt sem hefur ollið mér gífurlegu hugarangri og þjáningum.   Því þetta er meira en bara hús, þetta er lifistandard þar sem barnabörnin mín hittast og gista. 

Þetta sem ég set fram eru einungis helstu áherslu punkar, ég sendi hér með skýrsluna og tel að það sé alls enginn þörf á þessu, þar sem ég bý innst á þessu, stað aðeins eitt hús fyrir innan mig, sem hvort sem er á bara að koma leiðigarður.  Ekkert íbúðarhús fyrir neðan mig eða ofan.  Og ég er eins og ég sagði tilbúin til að rýma húsið ef þess er talin þörf, sem aldrei hefur gerst.  Fyrr en í vetur, þar sem við þurftum að rýma, og var ekkert mál, en að mínu mati pr stuff upp á það sem koma skyldi.

Enn úr skýrslunni.

 

Í dag er skógrækt á nánast öllu framkvæmdasvæðinu. Ef framkvæmdir við varnargarða væru ekki fyrirhugaðar, myndi vaxa upp allþéttur skógur ofan við alla efri byggðina. Framkvæmdir munu spilla töluverðu af yngri skógi. Skógræktarsvæðið innan við Stórurð verður þó ekki skert, nema hugsanlega örfá tré í neðsta horninu næst Stórurð. Skógræktarsvæði ofan Hjallavegar munu skerðast lítillega vegna breikkunar á flóðarásinni.“

 

Væri nú ekki skynsamlegra að leyfa skóginum að vaxa og auka gróðursetningu og spara sér nokkur hundruð millur, á þessum erfiðu tímum?

 

„6.2.2 Skóg- og trjárækt

Eins og áður getur er gert ráð fyrir skóg- og trjárækt á og við fyrirhugaða varnargarða. Í hlíðinni ofan við garðana er gert ráð fyrir að áfram verði ræktaður blandaður útivistarskógur, en sú ræktun verður á ábyrgð landeiganda, sem eftirfylgni framkvæmdarinnar. Hlémegin við garðana er einnig gert ráð fyrir skóg- og trjárækt, einkum í dældum í neðrihluta þeirra og neðan við garðana. Mikilvægt er að skógræktin nái út fyrir röskuð svæði, þannig að mörkin verði minna sýnileg. Þetta á sérstaklega við í hlíðum ofan við garðana.“

Já rífa það sem fyrir er og hefur vaxið í allt að 30 ár, og byrja upp á nýtt með bakkaplöntur? .... Eða hvað?

 

6.4 Almennur frágangur

Töluverð skógrækt er í hlíðinni ofan við bæinn, en þónokkur hluti þeirra þarf að víkja fyrir

framkvæmdum. Áhersla er lögð á að lífvænlegar plöntur verði fluttar til og nýttar aftur innan bæjarins.

Til að trjáplöntur lifi flutning af, þarf að planta þeim strax á nýjan stað. Forðast ber flutning í sól og

miklum þurrkum. Ekki er líklegt að trjáplönturnar nýtist til uppgræðslu á röskuðum svæðum nema um

áfangaskipta framkvæmd verði að ræða. Þó er mögulegt að færa plönturnar út fyrir

framkvæmdasvæðið þar sem það á við. Einnig er mögulegt að jarðslá (jarðleggja) yngri plöntur og

geyma þannig til nota síðar í framkvæmdinni. Þá er einnig hægt að taka stiklinga (græðlinga) plöntum á

svæðinu og nýta til uppgræðslunnar. Flutningur, jarðsláttur, útplöntun og önnur meðferð plantna ætti

alltaf að vera undir leiðsögn garðyrkjufræðings.

Til hvers allt þetta rútt? og bæði ég og minn maður erum garðyrkjufræðingar.

„Lögð er áhersla á að röskuðum svæðum verði haldið í lágmarki og að trjágróðri verði hlíft eins og kostur er. Þetta á sérstaklega við um stærri tré og runna sem eru í góðu ástandi. Við upphaf framkvæmda skal vinnusvæðið afmarkað með flagglínu. Utan þeirrar línu verður ekki heimilt að raska neinu eða nýta á annan hátt fyrir framkvæmdir. Stærri tré eða annar gróður sem talinn eru mikilvægur og er á jaðri vinnusvæðisins skal merktur þannig að þeim verði hlíft eins og mögulegt er.“

Já já það hefur sýnt sig hér fyrir ofan þar sem byrjað er að vinna við vatnslögn, og stórvirkar vinnuvélar notaðar og fleiri trjám rutt úr vegi, þó ég hafi sem betur fer getað bjargað nokkrum, en þar eru fleiri sem hafa farið forgörðum, því svo virðist vera að enginn virðing sé borin fyrir gróðri á okkar gróðursnauða landi.

 

„Ísafjarðarkaupstaður stendur að stærstum hluta undir Eyrarfjalli í Skutulsfirði. Í Eyrarfjalli er áberandi stallur sem nefnist Gleiðarhjalli, en neðan hans kallast hlíðin Eyrarhlíð. Stallurinn er í um 400-450 metra hæð yfir sjávarmáli og ver byggðina fyrir snjóflóðum úr hlíðinni ofan við hjallann. ( Ha?? til hvers þá allar þessa milljónir til snjóflóðavarna?Fyrir ofan Gleiðarhjalla er klettabelti sem nær að brún fjallsins, í rúmlega 700 metra hæð yfir sjó. Hlíðin neðan hjallans er brött, efstu húsin standa mörg í um 10° halla og brattinn eykst hratt upp frá þeim. Neðri hluti hlíðarinnar er frekar einsleitur en ofar einkennist hún af klettum og litlum giljaskorum. Tveir áberandi hryggir skera hlíðina, en ofan þeirra eru litlar skálar. Eystri hryggurinn kallast Stórurð og sá vestari Stakkaneshryggur.

Stór snjóflóð hafa aldrei fallið úr hlíðinni neðan Gleiðarhjalla svo vitað sé. Eftir að snjóathugunarmaður tók til starfa hafa fimm lítil flóð verið skráð á svæðinu en þrjú þeirra eru innan við framkvæmdarsvæðið. Eitt snjóflóð féll eftir Stakkaneshrygg og stöðvaðist um 100 m ofan við efstu hús en annað féll sunnan við Stakkaneshrygg og stöðvaðist í um 110 metra hæð yfir sjávarmáli. Einnig eru til óljósar heimildir um flóð sem féll í kringum 1950 á svæði þar sem byggð stendur núna en var þá óbyggt.“

„2.2.1 Snjóflóð og snjósöfnun neðan Gleiðarhjalla

Stór snjóflóð hafa aldrei fallið úr hlíðinni neðan Gleiðarhjalla svo vitað sé. Eftir að snjóathugunarmaður tók til starfa hafa fimm lítil flóð verið skráð á svæðinu en þrjú þeirra eru innan við framkvæmdarsvæðið. Eitt snjóflóð féll eftir Stakkaneshrygg og stöðvaðist um 100 m ofan við efstu hús en annað féll sunnan við Stakkaneshrygg og stöðvaðist í um 110 metra hæð“

„Hlíðin fyrir ofan Gleiðarhjalla hreinsast jafnóðum og snjór kemur í hana [41]. Snjóflóð á því svæði eru því lítil og ná að öllu jöfnu ekki fram af hjallanum. Hjallinn getur aftur á móti safnað í sig snjó vegna skafrennings af hásléttunni fyrir ofan sem dregur úr snjósöfnun í hlíðinni neðan hjallans [37, 43]. Skafrenningur af hjallanum gæti aftur á móti skapað aðstæður til snjósöfnunar neðan hjallans. Samt sem áður eru fá þekkt snjóflóð neðan hjallans og er t.d. aðeins ein óljós skráning um snjóflóð ofan Stórurðar. Ástæðan er líklega að snjósöfnun er lítil en einnig er yfirborð hrjúft vegna stórgrýtis en það eykur stöðuleika snjóþekjunnar. Ríkjandi vindátt að vetrarlagi er NA-átt sem hreinsar upptakasvæðin af snjó [37, 41, 43].

Athugun var gerð á snjósöfnun við skurði, aurvarnagarða og fyrirhugaðar ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. Athugunin fór fram 16.-17. mars 2009. Helstu niðurstöður voru að snjósöfnun var almennt meiri við íbúðarhús en í hlíðinni fyrir ofan. Töluverð snjósöfnun var í þröngum skurðum en lítil í breiðum skurðum. Einnig var snjósöfnun við misfellur í landslagi og skörp form eins og t.d. hlémegin, miðað við ríkjandi vindátt, við hryggi og lækjarfarvegi. Þessar athuganir gefa til kynna að það megi koma í veg fyrir aukna snjósöfnun með því að hafa skurði víða og fella þá mjúklega að landinu [41].“

„3.1 Tilgangur og markmið

Með byggingu snjóflóðavarnanna eru kröfur laga nr. 49/1997, um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, uppfylltar og reglugerð nr. 505/2000, um hættumat vegna ofanflóða, fylgt. Í 22. grein reglugerðar nr. 505/2000 og breytingu á henni í 11. grein reglugerðar nr. 495/2007 segir að við hönnun varnarvirkja skuli leitast við að auka öryggi íbúa þannig að eftir byggingu varnarvirkisins sé staðaráhætta fólks neðan þeirra aldrei meiri en 3,0 af 10.000 á ári. Við hönnun ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla er miðað við þessar öryggiskröfur.

Eins og áður var tekið fram, og kemur fram í hættumati fyrir Ísafjörð, er erfitt að meta snjóflóðahættu undir Gleiðarhjalla, þar sem snjóflóð eru þar sjaldgæf. Hætta á aurflóðum og grjóthruni er hins vegar töluverð og hættumatslínur á hættumatskorti lýsa samanlagðri hættu vegna snjóflóða, aurskriða og grjóthruns.“

 

Og hér er svo ástæðan fyrir öllu þessu brölti:

„3.3.1 Áhrif á samfélagið

Ríkisstjórnin ákvað á þessu ári að til margþættra aðgerða á Vestfjörðum væri þörf og um einn þáttinn segir: „I. Aðgerðir vegna efnahagslegs samdráttar og efling innviða. Markmið aðgerðanna er að hafa jákvæð skammtímaáhrif með tímabundinni fjölgun starfa auk áhrifa af umsvifum verktaka, en jafnframt jákvæð langtímaáhrif með bættum samkeppnisskilyrðum efnahagslífs og samfélaga á Vestfjörðum” [48]. Gerð ofanflóðavarna undir Gleiðarhjalla mun skapa störf tímabundið og skapar öruggari skilyrði til búsetu á því svæði.“

Mínir kæru ísfirðingar erum við tilbúin til alls þessa rútts, til að skapa tímabundin verkefni fyrir verktaka?  Sér í lagi þar sem flestir þeirra sem hér hafa starfað eru farnir á hausinn, nema eitt fyrirtæki, og einmitt það fyrirtæki hefur sótt um verkefnið.  Það verður fróðlegt að sjá hvort það fyrirtæki fái verkefnið, eða hvort fyrirtæki að sunnan fái fjármagnið og "tímabundna vinnu".  Við skulum fylgjast vel með.

Og ágætu fyrrverandi félagar í stjórn Ísafjarðarbæjar, eruð þið virkilega tilbúin að fara að rusla mér burt af heimili mínu, með ekki sterkari rök en þau sem hér hafa komið fram?

Ég er búin að fá nóg. Ég er búin að lifa í óöryggi og stressi, allt þetta hefur haft mikil og neikvæð áhrif á líf mitt, alveg frá því að ég þurfti að lesa í Bæjarins besta að þið ætluðuð að kaupa upp húsið mitt að mér forspurðri, það gleymdist nefnilega að ræða við mig um málið.  Rétt eins og mér hefur ekki ennþá verið tjáð að þið ætlið að leggja búkollubraut gegnum trjáræktina mína, og hún á einmitt að fara þar sem elstu trén eru og þar af leiðandi þau stærstu. 

Ég ætla ekki að standa í vegi fyrir þessari veglögn, en ég vil fá fund og fá að ræða málið, og ég vil færa veginn ofar í hlíðina þar sem trén eru minni og færanlegri. 

En er ekki lágmark að funda með mér og segja mér það sem er í farvatninu, svo ég þurfi ekki að fá upplýsingarnar annað hvort í Bæjarins besta eða frá mönnum sem eru að vinna í málunum.

Ég er nefnilega alveg búin að fá nóg.  Fólk hefur verið að segja við mig að ég ætti að fá fólkið í bænum með mér í málið.  Og ef til vill mun ég biðla til þeirra um einhverskonar samstöðu. 

Það væri mjög gott fyrir sálina mína.  En ég veit að margir gera sér ekki grein fyrir hvernig þetta mál allt saman hefur verið rekið af hálfu ofanflóðasjóðs og ráðamanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er örugglega ekki að gera sjálfri mér neinn greiða með þessu innslagi, ég veit það vel.  En við höfum a.m.k. tjáningarfrelsi þó það sé í orði en ekki á borði. 

En svona hljóðar hið boðaða orð stjórnarskrárinnar: 

 73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2013 kl. 00:29

2 Smámynd: Kidda

Þú getur ekki annað en gert sjálfri þér greiða með því að segja allt sem þarf.

Ég vil biðla til allra sómakærra Ísfirðinga um að það verði hafin undirskriftasöfnun strax til þess að stoppa þetta níðingsverk.

Ég neita að trúa því að Ísfirðingum sé sama um skóginn og hvernig komið er fram við konuna sem sá til þess að bærinn ykkar breyttist í fallegan bæ, túlípanabæinn.

Risaknús handa þér elsku vinkona <3

Kidda, 8.7.2013 kl. 09:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2013 kl. 10:28

4 Smámynd: Magnfreð Ingi Ottesen

Hvar er þessi undirskriftarsöfnun? Er meira en til að skrifa undir. Ásthildur, ég stend með þér í þessari baráttu. Ekki bara skógurinn þarna fyrir ofan húsið, heldur er húsið sjálft hið eina einstaka eintak bæjarins þó víða væri leitað. Ásthildur, gangi þér vel í baráttuni.

Magnfreð Ingi Ottesen, 9.7.2013 kl. 09:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Magnfreð minn, það er enginn undirskriftiasöfnun í gangi, hvað sem síðar verður.  En það er svo gott að vita af því að fólk hugsar til manns og skilur hvað er í gangi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2013 kl. 10:24

6 identicon

Hvurslags bull er þetta eiginlega!? Valdníðsla á hæsta stigi og ekkert hlustað á röksemdir eða mótbárur....?? Vona svo sannarlega að ekki verði af þessum útburði á þér Ásthildur og sendi baráttukveðjur til þín!! Kv, María

María Úlfarsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 00:36

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk María mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2013 kl. 21:19

8 identicon

Þetta eru alveg skelfilegar fréttir.

Ég hnaut sérstaklega um eftirfarandi: Ríkisstjórnin ákvað á þessu ári að til margþættra aðgerða á Vestfjörðum væri þörf og um einn þáttinn segir: &#132;I. Aðgerðir vegna efnahagslegs samdráttar og efling innviða. Markmið aðgerðanna er að hafa jákvæð skammtímaáhrif með tímabundinni fjölgun starfa auk áhrifa af umsvifum verktaka, en jafnframt jákvæð langtímaáhrif með bættum samkeppnisskilyrðum efnahagslífs og samfélaga á Vestfjörðum&#148; [48]. Gerð ofanflóðavarna undir Gleiðarhjalla mun skapa störf tímabundið og skapar öruggari skilyrði til búsetu á því svæði.&#147;

Á virkilega að gera ævistarf þitt að engu til þess að sjá verktökum fyrir verkefnum. Það væri nær að senda þá í langþráða vegavinnu annars staðar á Vestfjörðum

Ég hef haft það á sumarfrísáætlun lengi að heimsækja þig í kúluna, mér sýnist að það takist ekki í ár, en ég vona svo sannarlega að það heppnist hjá mér á næsta ári.

Undirskriftarsöfnun, ég skrifa undir hikstalaust.

Gangi ykkur vel.

Sigrun Adansteinsdottir (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband