2.7.2013 | 23:17
Söfnum undirskriftum til að veita Snowden hæli á Íslandi.
Þetta mál Snowden hefur sýnt heiminum að Bandaríki norður Ameríku eru á level við Norður Kóreu, Kína og Rússland. Og þetta mál hefur líka sýnt fjandans sleikjuhátt ríkja við BNA. Í stað þess að þakka Snowden fyrir það sem hann gerði, lunkast forystumenn ríkja og neita að skipta sér af. En almenningur er á línu Snowdens og þessu máli mun ekki ljúka þó bandaríkjamenn nái að drepa hann, þetta er nefnilega miklu stærra mál en svo að þeir komist upp með það. Og mikið hefur Obama hrapað í mínu áliti, hann er nákvæmlega eins og allir hinir hræsnararnir sem eru með fallegu orðin í kjaftinum en falsið í hjartanu.
Hvað er eiginlega að verða um mannkynið? Ég er alvarlega að spá í hvernig heiminum er stjórnað í dag og hverjir raunverulega ráða..... Ég vil ekki einu sinni vita svarið.
En það er alveg víst að þetta fólk sem þannig hagar sér mun þurfa að borga sínar skuldir á efsta degi, rétt eins og þeir ætlast til af Snowden að hann æxli sínar, nema hann reyndi að sýna heiminum fram á það á hvaða level Bandaríkin eru í dag.
Og ég er yfir mig hneyksluð á innanríkisráðherra okkar, sem ætlar sér að hunsa manninn, bara af sleikjuhætti við Bandaríkin.
Það er samt eitt sem við getum gert, og það er að safna undirskriftum um að hann fái hér hæli sem pólitískur flóttamaður. Ég bið einhverja sem kunna þetta að fara af stað og safna undirskriftum, sennilega ætti að senda það til forsetans okkar um að við viljum veita honum skjól.
Ég ætlaði að gefa þessum stjórnvöldum sjens, rétt eins og þeim sem hér voru síðast. En Guð minn góður hvað ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum, ég kaus ekki þetta fólk, en vonaði að þau myndu allavega standa við stærstu loforðin, en það er að koma í ljós að þau eru að slá fyrri ríkisstjórn við og er þá mikið sagt. Hanna Birna svarar öllu rétt eins og hún sé í fýlu eða reið. Hún á ekki eftir að verða vinsæll ráðherra svo ekki sé tekið dýpra í árinni.
Ég hélt sannarlega að ekki væri hægt að komast lengra í óvinsældum en fráfarandi ríkisstjórn, en ég held að við séum að horfa fram á nýjar hæðir í slíku. Og ágætu kjósendur.... þetta erum við sjálf sem sköpum þetta ástand, því við viljum ekki breyta neinu, eða gefa nýju fólki tækifæri til að breyta. Nei við erum föst í sama frasanum, rétt eins og mynd sem ég sá einhverntímann um mann sem var fastur í tímanum og lifði bara einn dag aftur og aftur og aftur......
Í þannig sporum erum við núna og verðum þangað til við þorum að treysta öðru fólki, okkar fólki til að leiða okkur inn í betri tíma.
Segja Snowden vera föðurlandsvin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022151
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir flest hér.
hilmar jónsson, 2.7.2013 kl. 23:46
Hilmar mér er hreinlega algjörlega ofboðið, get svo svarið það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2013 kl. 23:57
Já rétt hjá þér Ásthildur
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 00:00
Takk Þorsteinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2013 kl. 00:40
Þetta er eiginlega alveg óþolandi, þegar fólk stendur upp og vinnur í almanna þágu, þá er það hundelt eins og glæpamenn af viðkomandi stjórnvöldum og allir hinir dansa með, hvaða skilaboð erum við eiginlega að gefa? Að það borgi sig ekki að rugga bátnum og segja sannleikan, því spillinginn blífur út yfir gröf og dauða? Þetta er ógeðslegt af öllum sem þannig haga sér segi og skrifa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2013 kl. 01:14
Enn og aftur kvitta ég undir hvert orð hjá þér. Þú hittir alltaf naglann á höfuðið og rammar þetta betur inn en ég gæti gert. Ég er 100% sammála færslu þinni.
Jens Guð, 3.7.2013 kl. 01:29
Takk Jens minn gott að heyra þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2013 kl. 01:35
Snowden þarf að komast um borð í fiskibát frá Murmansk til Narvik þaðan sem hann getur flogið í tveggja hreyfla Dornier vél til Grímseyjar þar sem er ágætisflugvöllur.
Um leið og hann stígur fæti á íslenska jörð getur hann löglega sótt um hæli hér á landi. Þetta er það sem þarf að gerast. Ég hef lokið máli mínu.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2013 kl. 02:04
Ég hef megnustu skömm á þessum manni.Nær öll ríki heimsins halda úti njósnaneti,svo það sé tíundað hér.Engir eiga eins mikið undir og BNA. þar sem milljónir manna búa án kennitölu. Eiga þá Bandaríkjamenn að fórna frelsinu,til að þjónkast yfir-njósnurum á almennings-veraldarvefnum,Norðurlöndum og ESB.-ríkjum, með falska rosabauga á höfði sér. Hvað halda menn að BNA.segðu um njósnir Norðurlanda.Ég vitna í skrif Gunnars Rögnvaldssonar,því ég er honum algerlega sammála. Trúi ekki að ,,snatinn,, komi hingað,við getum líka mótmælt,sýnist við hafa nóg með að verja okkur fyrir yfirþóðlega apparatinu í Evrópu.
Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2013 kl. 03:16
Ég vildi gjarnan hvetja Snowden til að leita hælis hér á landi en get það ekki samvisku vegna, ég held að möguleikar hans á að fá álíka hæli og Bobby Fisher (sem dó hér útaf ekki meðhöndluðum sjúkdóm að eigin ósk) séu ekki líklegir afþví nú er hér við stjórn flokkar sem samþykktu að taka undir það með ríkistjórn Bandaríjanna að það að ráðast inn í landið Írak væri nauðsyn afþví þar væri svo mikið af gjöreyðingarvopnum.
Þór Fjalar Hallgrímsson (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 03:45
Verð eiginlega að vera sammála Þór hér. Ég vildi gjarnan fá hann til landsins, en ég hef enga trú á að núverandi ríkisstjórn væru reiðubúin að standa í BNA og held að Suður-Ameríka sé mun skynsamlegri staður ef litið er til máls Assange.
Þó ég geti sagt margt slæmt um seinustu ríkisstjórn efast ég samt ekki um að þeir flokkar myndu gefa honum hæli.
Gunnar T. (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 06:06
Takk fyrir innlitið. Helga mín þú tekur þetta algjörlega rangt. Snowden verður lengi minnst sem manni sem þorði að upplýsa alþjóðir um hvernig Bandaríkin eru orðin því miður. Hið "frjálsa" land er ekkert annað en eitt af lokuðustu löndum heims, hræðsla þeirra er orðin ógnvænleg og þegar græðgin bætist þar ofan á, þá er ekki von á góðu.
Ég hugsa að þið hafið báðir rétt fyrir ykkur Gunnar og Þór.
Og Guðmundur hugmyndin er góð. Nema ég held að hann sé ekki lengur í Rússlandi, held að hann sé einhversstaðar á öruggari stað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2013 kl. 09:42
Ástþór Magnússon hefur stofnað undirskriftalista til stuðnings Snowden; http://austurvollur.is/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2013 kl. 12:44
Ásthildur, ég hef ekki getað myndað mér skoðun eða afstöðu í þessu Snowden máli. Þessar uppljóstranir hans virðast eingöngu vera innanríkismál hjá USA og varði búsetta þarlendis en ekki sérstaklega erlenda ríkisborgara eða erlend ríki.
Hvað það snertir sé ég ekki betur en að farsælast væri að réttað yrði yfir Snowden heima fyrir og allt baktjaldamakk ríkisvaldsins þar með dregið upp á yfirborðið. Vestra er almenningur vakandi fyrir hvers lags brotum af hálfu hins opinbera og líklegur til þess að láta sig þetta mál varða.
Hafi Snowden hins vegar hagnast á því að selja þessar upplýsingar, þá er hann örugglega í verri málum.
Kolbrún Hilmars, 3.7.2013 kl. 15:47
Kolbrún þetta er ekki bara einkamál BNA því til dæmis eru viðræður ESB settar á ís vegna þessa máls, og það logar allstaðar vegna þessa máls. Bandaríkjamenn eru í skítamálum og þrá ekkert heitar en að komast yfir Snowden og refsa honum með dauða eða þaðan af verra. Það sýnir það sem gerðist í Austurríki þegar Spánverjar neyddu flugvél forseta eins suður Ameríkuríkis til að lenda og það var leitað í vélinni. Það eru öll meðul notuð til að koma honum til helvítis. Sjálfur telur hann að dagar hans séu taldir, og hann neitaði vægð í Rússlandi, til að fá það hæli, með því skilyrði að hann hætti að birta skjöl. Þetta er maður sem er með prinsipp, með lífið að veði. Fólk verður að reyna að setja sig í þau spor.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2013 kl. 20:20
Mér þykir þú, Ásthildur, fara heldur betur yfir strikið núna. Þú hvetur til ólöglegra aðgerða og tekur ekki mark á manni eins og Ban Ki-Moon, aðalritara SÞ. Við höfum ekkert með þennan mann að gera frekar en tugir þjóða sem ekkert vilja af honum vita.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 22:22
Nei, Helga skilur þetta nefnilega ekki rangt. Og svo er ég sammála Erni.
Elle_, 3.7.2013 kl. 22:55
Nema ég veit ekki hvort það sem hvatt er til, er ólöglegt eða ekki.
Elle_, 3.7.2013 kl. 22:57
Íslendingar kvarta mikið um það að BNA sletti sér út í það sem þeim kemur ekkert við.
Af hverju eru íslendingar að sletta sér út í það sem íslendingum kemur ekkert við?
Snowden kemur Íslandi ekkert við, frekar en þeir sem sitja í Gitmó (Guantanamobay) eða kanski að íslendigar vilji gefa þeim sem eru í Gitmó íslenzkan Ríkisborgararétt og flitja þá til Íslands?
Kveðja frá London.
Jóhann Kristinsson, 4.7.2013 kl. 06:18
Það kemur öllum heiminum við að Bandaríkjamenn skuli vera með öflugt njósnanet og njósna um alla bæði vini og óvini. Það segir sig alveg sjálft. Þeir hafa nú heldur betur sýnt að þeir veigra sér ekki við að koma hingað á fölskum forsendum til að njósna um fólk hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2013 kl. 12:21
Ég held að okkur sé óhætt að ganga út frá því sem vísu að öll stærstu heimsríkin - og mörg þeirra minni - stundi njósnir.
Hvernig og hvort NSA (National Security Agency) tengist The Patriot Act, veit ég ekki en CIA sér um útlöndin. Snowden starfaði sem verktaki hjá NSA - ekki CIA.
Það er eðlismunur á Manning og Snowden. Manning var í hernum og yfir honum verður réttað í herrétti. Snowden verður sendur fyrir almennan dómstól - þegar og ef. Og margir þekkja dæmi þess að þar sleppi menn billlega líkt og hér, s.s. Capone, Simpson ofl. Að ekki sé nú talað um ef ríkisvaldið verður hankað á misbeitingu.
Kolbrún Hilmars, 4.7.2013 kl. 14:23
Ásthildur, þú segir: >Bandaríkjamenn - - - þrá ekkert heitar en að komast yfir Snowden og refsa honum með dauða eða þaðan af verra.< Hvar kom það fram? Það er alls ekki dauðarefsing í öllu landinu. Líka, þú fullyrðir að maðurinn hafi samvisku. Enginn getur verið viss um hvað vakti fyrir honum. Kannski ekkert, kannski heimsfrægð, kannski föðurlandssvik? Og almenningur stendur ekki endilega með honum.
Elle_, 4.7.2013 kl. 14:58
Snowden væri velkominn til Íslands af minni hálfu til að bjarga lífi sínu, sé lífi hans ógnað eins og valdalausum hermanni og þeirra fórnarlömbum, víðsvegar um heiminn.
þ.e.a.s. ég myndi bjóða hann velkominn, ef ég réði einhverju um lögin og valdið, sem vernda hann hér. Það er mikilvægt að fylgja orðum sínum og gjörðum eftir.
Ég myndi líka bjóða alla aðra (mikilvæga og "ó-mikilvæga") velkomna frá óréttlætinu, ef ég réði við það.
Þá er spurning hvort allir hinir eru sammála mér um hverjir eru mikilvægir, og hverjir ekki? Í þeirri skilgreiningu felst vandinn kannski.
Ég veit alla vega fyrir víst, að það er mjög ó-eðlilegt að beita fólk þrýstingi, til að hafa áhrif á skoðanir, verk og málflutning þeirra. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort landið heitir Ísland, eða eitthvað annað, þegar álitsgjafar eru beittir þrýstingi í stjórnmála-umfjöllunum.
Lýðræði verður að vera frjálst, og um fram allt vel upplýst af ópólitískum heiðarleika ríkisfjölmiðla, ef útkoman á með réttu að teljast lýðræðisleg.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.7.2013 kl. 21:35
Eins og þetta sé einhver nýbóla Ásthildur að lönd eru með njósnir og hvað þjóð er ekki með njósnir?
Wow og hvað ættli að sé svo mikilvægt sem að BNA eru að njósna um á Íslandi? Að það eigi aðbora göng einhversstaðar? Að það eigi að lækka skatta á veiðileyfi?
Getur þú sagt mér eitthvað sem BNA er að njósna um á Íslandi Ásthildur?
Kveðja frá London.
Jóhann Kristinsson, 4.7.2013 kl. 23:58
Takk öll fyrir innlitið. Jóhann það kom upp mál hér nýlega, þar sem fulltrúar FBI komu hingað á fölskum forsendum til að hitta uppljóstrara íslenskan sem hafði njósnað um Vikileaks og fólk hér. Sem betur fer rak Ögmundur Jónasson þá úr landinu með skömm, hafði kjark til þess. Þeir eru allstaðar og njósnatækin þeirra eru fullkomin. Auðvitað njósna allir meira og minna. Munurinn á BNA og öðrum er að þeir njósna um alla vini Og óvini. Heimsyfirráð eða dauði.
Ég veit ekki hvað kom yfir þessa þjóð sem virtist vera opin og allir hefðu tækifæri. Það hafa komið upp mörg mál þar sem fólk hefur verið hundelt vegna skoðana sinna og uppljóstrana um misbeitingu valds. Man eftir kvikmyndagerðarmanni sem gerði myndir um slíkt og hlaut bágt fyrir. Búin að gleyma nafninu hans. En frelsið í Bandaríkjunum er brothætt ef þú vilt hafa skoðanir og berjast fyrir réttlæti sem gengur þvert á klíkurnar í hvítahúsinu og Nasa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2013 kl. 10:38
Hvaða fólk var hundelt þar fyrir skoðanir þar? Og hversu ábyrgur var fréttaflutningurinn? Ef hann var eins og í pistlinum að ofan, gef ég ekkert fyrir hann.
Elle_, 5.7.2013 kl. 11:10
Vertu nú ekki að jafna mér við það fólk sem er að reyna að segja sannleikann í sínu heimalandi. Hvurslags málflutningur er þetta eiginlega Elli?
Þú verður bara að bíta í það súra að ég hef þessa skoðun og tjái um um hana hér. Þú hefur þína skoðun og ég læt hana í friði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2013 kl. 13:40
Elle fyrirgefðu ætlaði ekki að fara rangt með nafnið þitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2013 kl. 13:40
Það fara nú tvennar sögur um það til hvers FBI var beðin eða leift að koma til landsins og til havers og ekki ættla ég að fara deila um það hér.
Að nota Ögmund Jónasson sem einhvern áreiðanlegan heimildarmann sem gat ekki staðið við eitt eða neitt af því sem hann lofaði fyrir kosningar 2009 er nátúrulega alveg út í hött Ásthildur mín. Það gengur það sama um Ögmund eins og SJS hvernig vitum þegar þessir félagar eru að ljúga, jú við sjáum varir þeirra hreyfast.
En aðal ástæðan sem kemur mér til að svara þér er að í athugasemdini #25 þá ert þú að brígzla National Aeronautics and Space Administration (NASA) um einhvern klíku skap svipaðar og eru í hvítahúsinu.
Þetta eru stórar fréttir, fékkst þú þetta frá Birgittu Jónsdóttir wikileak foringja á Íslandi sem vissi ekkert um njósnatölvu wikileak á skrifstofum Alþingis?
Kveðja frá London.
Jóhann Kristinsson, 5.7.2013 kl. 14:10
Nei ég bara sé hvað er að gerast í kring um mig Jóhann, ólíkt sumum sem sjá bara svart og hvítt, og trúa öllu sem þeir hvítu segja og engu sem svörtu segja, það er einfaldlega bilun og þannig fer sannleikurinn forgörðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2013 kl. 18:27
Elle_ (#26), hvernig hefur það farið framhjá þér að fjölmennur hópur hefur verið og er hundeltur vegna skoðana sinna í Bannríkjum Norður-Ameríku? Allskonar starfsmenn ríkisins hafa haft fulla atvinnu af því að njósna um þegna landsins og bregða fyrir þá fæti - ef skoðanir þeirra eru ekki samstíga embættismönnum ríkisins. Þeir sem aðhyllast tjáningafresli og skoðanafrelsi og friðhelgi einkalífs kalla þannig ofsóknir McCarthyisma, í höfuðið á ríkisstarfsmanninum Jóa McCarthy. Hann og hans menn gengu mjög langt í því að hundelta og ofsækja fólk vegna meintra skoðana þess. Fjöldi skemmtikrafta var settur á svartan lista. Sá sem átti viðskipti við fólk á svarta listanum var umsvifalaust sömuleiðis settur á listann.
Sumir voru hundeltir það sem þeir áttu eftir. Fengu engin verkefni og dóu fátækir.
FBI hefur í gegnum tíðina haldið uppi umfangsmiklum njósnum um einstaklinga og reynt eftir megni að sparka undan þeim fótum þegar þurfa þykir. Góðu fréttirnar eru þær að í Bandaríkjunum er aflétt leynd af skjölum FBI - að mig minnir - 30 ár (fremur en 35?). Þar hefur margt komið í ljós. Til að mynda njósnir skráðar á hundruð blaðsíðna um fólk eins og Marilyn Monroe (sem meints kommúnista vegna baráttu hennar gegn kynþáttamisrétti) og Janis Joplin (sem meinst kommúnista vegna aðdáunar hennar á blökkumannablús).
Ný dæmi um ofsóknir eru mýmörg. Eitt það stærsta var þegar vinsælast kántrýhljómsveit Bandaríkjanna, kventríóið Dixie Chicks, baðst á hljómleikum í Bretlandi velvirðingar á því að vera frá Texas eins og Bush. Eða hvort það var orðað þannig að þær báðust velvirðingar á því að Bush væri frá þeirra heimaríki.
Stór maskína fór í gang undir forystu Fox. Dixie Chicks tríóið var hundelt þvers og kruss. 4000 útvarpsstöðvar settu Dixie Chicks á bannlista (þrátt fyrir ofurvinsældir ýmissa laga þeirra). Í Suðurríkjunum voru skipulagðar plötubrennur. Allar hljómleikahallir í Suðurríkjunum afboðuðu fyrirhugaða hljómleika með þessari vinsælustu kántrýhljómsveit heims. Og svo framvegis. Og svo framvegis.
Ég get talið upp fleiri dæmi - ef á þarf að halda.
Jens Guð, 5.7.2013 kl. 21:58
Skil ekki alveg hvað málið kemur hvítum og svörtum við. Gæti það þýtt að við Jóhann höfum nú verið stimpluð kynþáttahatarar með máli undir rós? Get ekki svarað spurningunni þinni, Jens. Og var aldrei svarað spurningunni minni í no. 5 að ofan. Eða í no. 22 að ofan.
Nákvæmlega ekkert segir að Bandaríkjamenn vilji drepa Snowden eða þaðan af verra. Og ekki einu sinni Manning. Hann er að sjálfsögðu með verjanda/verjendur og ríkissaksóknari fór ekki fram á dauðadóm yfir honum. Snowden fær líka verjendur.
Elle_, 5.7.2013 kl. 22:31
Takk fyrir þetta innlegg Jens, svo sannarlega eru Bandaríkjamenn engir englar í frelsishugmyndum, þvert á móti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2013 kl. 22:32
Það hefur margoft komið fram bæði í máli Birgittu Jónsdóttur og Ögmundar og fleiri að Snowden geti átt yfir sér dauðarefsingu fyrir uppljóstranir sínar. Og þetta með flugbannið segir sína sögu. En sumt fólk vill ekki hlusta á það sem er að gerast, ef það hentar ekki þeirra heimsýn. Því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2013 kl. 22:34
Vill ekki hlusta? Meinarðu af því við vorum ósammála og líkaði ekki málflutningur þinn? Varst þú að hlusta? Málið frá minni hálfu snýst bara ekkert um heimsýn heldur lygar og rógburð. Ekki sagði ég að Bandaríkjastjórn væri neinir englar, aldrei, en okkar síðasta ríkisstjórn var ekki neinir englar heldur mannvonskan gegnglær.
Elle_, 5.7.2013 kl. 22:50
NASA hefur einhverja klíkustarfsemi, hverskonar klíkustarfsemi er nú það Ásthildur mín?
Þú veizt nátúrulega hvað NASA skammstöfun stendur fyrir, svarið er í athugasemd #29.
Hver hefur farið fram á dauðadóm yfir Snowden, Birgittu Jónsdóttur og Ögmundi Jónassyni sem getur ekki sagt sannleikan?
Í fyrsta lagi þá eru ekki til neinir englar það er bara villimannatrú sem heldur að englar séu til.
í öðrulagi, þá hef ég aldrei haldið því fram að BNA menn væru einhverjir góðgerðamenn og ég get séð það.
En að búa eitthvað til um einhvern eða eitthvað eins og NASA sem hefur ekkert með pólitík eða njósnir að gera, er alveg út í hött.
NASA er stofnun sem hefur leitt margt gott af sér í ýmiskonar ransóknum og þá sérstaklega í lækna og geimvísendum og ég bara næ ekki þessari klíkustarfsemi innan NASA sem þú ert að tala um Ásthildur mín?
Ég læt nú þetta duga í bili en ég held að þú hafir ekki gert að nota NASA fyrir þínar ásakanir, skoðaðu hlutina. Bara googla NASA.
Kveðja frá London.
Jóhann Kristinsson, 5.7.2013 kl. 23:30
Fyrir mér er þetta allt sami hluturinn, stjórnað af skuggastjórnendum, sem verja sig og sína. Ef til vill hef ég horft á of marga þrillera um spillingu í BNA. En samt sem áður þá tala verkin sínu máli ég fer ekki ofan af því. En sumir sjá bara það sem þeir vilja sjá, og trúa bara þeim sem þeir vilja trúa. En það er hættulegt fyrir lýðræði og réttlæti, því með því fer öll réttmæt gagnrýni framhjá garði og menn komast upp með allar vitleysurnar, því fólk vill ekki vita af þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2013 kl. 00:43
Elle_, ég svaraði þinni spurningu: "Hvaða fólk hefur verið hundelt." Ég benti á dæmi. Ég get bent á fleiri dæmi. En duga þessi dæmi sem ég hef nefnt ekki um ofsóknir á hendur bandarískra þegna vegna skoðana þeirra? Af nógu er að taka ef þig vantar fleiri dæmi.
Málið er þetta: Friðhelgi einkalífs. Þetta hefur ekkert með svarta eða hvíta að gera. Dæmin með FBI eru bara svo fyndið og fráleit vegna viðhorfa MM og JJ til músíkur. Þau dæmi afhjúpa fáranleika FBI. Af minni hálfu hefur þetta ekkert að gera með kynþátt að. Ríkisstarfsmenn lög'u hinsvegar mikla vinnu í að bulla út frá því dæmi. Hnýsni og njósnir um einstaklinga eru gróft brot á friðhelgi einkalífs. Vel að merkja óháð kynþætti. Ég er alveg fylgjandi því að dómstólar geti undir rökstuddum tilfellum fengið heimild hjá dómara til símahlerunar. Aftur á móti hefur aldrei komið upp sú staða að fræg (hundelt) poppstjarna eða leikari hafi ógnað Bannríkjum Norður-Ameríku.
Jens Guð, 6.7.2013 kl. 00:44
Jens, ég spurði þig ekki spurninga 5 og 22 eða um hvíta og svarta. Hinsvegar mátt þú svara öllum fullyrðingum annarra sem þú vilt. Kannski þú getir líka svarað spurningum okkar Jóhanns um hvaða Bandaríkjamenn vilji drepa Snowden og þaðan af verra og hvaða Bandaríkjamenn hafi farið fram á dauðadóm yfir honum?
Elle_, 6.7.2013 kl. 01:03
En sumir sjá bara það sem þeir vilja sjá, og trúa bara þeim sem þeir vilja trúa. En sumt fólk vill ekki hlusta - - - Hvað þýðir þetta, Ásthildur, og meinarðu þig?
Elle_, 6.7.2013 kl. 01:19
Ég held að Ásthildur sé að missa sig Elle mín getur ekki gert greinamun á National Security Agency (NSA) sem er njósna klíka hvítahúsins hennar og NASA sem sér um geimvísindi..
Svo það er ekkert hægt að rökræða við fólk sem býr eitthvað til, eða tekur við öllu sem Birgitta matar þau. Enda hafa þau ekki getað vísað á einn eða neinn sem ættlar að ásaka þessa menn og biðja um dauðadóm, það sýnir bara heimildarleysið.
En svo er annað mál hvað þessi Snowden gerði sem auðvitað enginn okkar veit neitt um með fullri vissu, það er svo annað mál. En það verður enginn dauðadómur settur á hann.
Það getur vel verið að það sem Snowden gerði að hann verði sýknaður ef það verður svo dæmt í því að það sem Obama var að gera að safna síma og tölvugögn ríkisborgara BNA verði dæmt ólöglegt af hæstarétti BNA þá verður Snowden hetja, og ég er á þvi að ef ekkert annað var uppljóstrað að svo verði.
En eins og ég sagði; við vitum ekkert um hvað Snowden gerði í raun og veru.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 6.7.2013 kl. 06:57
I rest my case.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2013 kl. 09:51
Elle_ (#39), ég hef ekki haldið því fram að Bannríkjamenn vilji drepa Snowden. Samt hef ég lesið komment á fésbók og víðar þar sem áhugi er fyrir því. Embættismenn ríkisins eru tæplega með það á prjónum. Engu að síður er ekkert óalgengt í Bannríkjum Norður-Ameríku að menn séu drepnir: Jimmy Hoffa, John F. Kennedy, Robert Kennedy, Martein Luther King, Malcolm X... Líklega Marilyn Monroe...
Það er engin vist á 5 stjörnu hóteli að lenda í fangelsi Bannríkja Norður-Ameríku. Við höfum dæmi úr fangelsum Bannríkjanna í Írak, Pakistan, Afganistan, Guantanamo, Texas og svo framvegis. Bradley Manning hefur fengið að kynnast því að vera í einangrunarvist í fangelsi Bannríkjanna.
Burt séð frá öllu þessu þá ræðst afstaða til Snowdens af viðhorfum til tjáningarfrelsils, friðhelgi einkalífs og einstaklingsfrelsins án njósna ríkisstofnana.
Jens Guð, 7.7.2013 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.