9.6.2013 | 01:44
Stundum er bara komið nóg.
Ég hef ekki verið mikið hér undanfarið. Það er einfaldlega vegna þess að ég hef verið í ákveðnu sorgarferli út af því sem er að gerast hjá mér vegna þessa fjandans skjólveggs, svokallaðs hér fyrir ofan mig. Það er búið að eyðileggja fullt af trjám og í dag vorum við Elli minn að merkja trá sem þurfti að færa og svo þau sem ekki yrði bjargað, til að hægt sé að grafa skurð til að leggja vatn yfir svæðið, c..a. 10 metra breiðan sem fer yfir það svæði sem ég fékk sem útplöntunarsvæði fyrur tæpum 3o árum. Ég er með myndir sem ég mun setja inn síðar, en þetta tekur á og sálarlífið mitt er í botni algjörlega. Það virðist vera að maður sé algjörlega réttlaus þegar kemur að ægivaldi kerfisins, en þó verð ég að segja að þeir sem að þessu standa séu að gera það sem hægt er til að gera mér lífið léttara. Það er bara einfaldlega erfitt, því ég tek þetta ótrúlega nærri mér.
Ég og Elli minn þurftum að ganga í gegnum svæðið í dag til að setja merki á plöntur hvað mætti færa og hvað ætti að drepa og það var einfaldlega eitt það versta sem fyrir mig gat komið. Það er búið að vera ákveðin aðdragandi að þessu sem hefur lamað mig og gert það að verkjum að allt það skemmtilega og góða sem ég ætlaði að miðla ykkur svo sem eins og konsert lúðrasveitar tónlistarskólans, fermingar barnabarnanna minna og heimsókn á Hellu að hitta elsuleg barnabörnin mín, hefur einfaldlega bara ekki komið fram. Í því er ég lömuð, og svo öll vinnan í að koma sölunni á koppinn fyrir kúnnana mína, sem vilja bara versla hjá mér sín sumarblóm og koma hér og hlaða mig orku og gleði.
En ég segi það alveg satt mín elskuleg, ég á eiginlega ekki mikla orku eftir, því það versta við þetta er að þar er við að eiga apparat sem lýtur engum lögmálum nema einhverri óskiljanlegri þörf fyrir að "vernda" þar sem engrar verndar er þörf, og einungis peningasjónarmið ráða för, og allt það sem við Elli minn höfum verið að vinna s.l. tæp 30 ár er lítils metið, af því að fyrrverandi stjórnvöld ákváðu að koma hér til uppbyggingar á svæðinu og það sem kom út úr því var snjóflóðavarnargarður al a Siglufjörður og Bolungarvík með eitt markmið, að mínu mati og það er; tímabundinn verkefni verkaka, nema sorrý það eru engir verktakar eftir á Ísafirði, þannig að sú tímabundna vinna fer til annarra. En ég mun fjalla um það síðar með myndum.
En þetta hefur vomað yfir mér núna lengi og dregið mig niður, og stundum bara er ekkert eftir.
Mér finnst einhvern veginn þegar maður er að verða sjötugur að það sem maður hefur gert gegnum tíðina ætti að vera manni til friðar. Og að það ætti frekar að virða það sem hefur verið gert, en ekki bara draga það niður og eyðileggja.
En ég mun skrifa betur um þetta á morgun eða hinn, þegar ég finn smá orku til að segja frá, ég hef hana ekki núna, er með sorg í hjarta því sem garðyrkjumaðuð veit ég að stærstu og flottustu trén munu ekki lifa af flutning, þó það verði reynt, eins og tildæmis stórar og fallegar furur.
Einungis tíminn mun leiða í ljós hvaða tré lifa flutningin af. Og svo er eftir að meta þau tré sem deyja, og svo auðvitað allan sársaukan sem þetta er búið að valda mér, með tilheyrandi róandi lyfjum og innilegum innri sársauka.
Og þar með vona ég að öll sagan sé sögð, þó mig gruni að svo sé ekki. En nóg um það síðar.
Er einhver þarna úti sem vill stofna hollvinafélag kúlunnar og hjálpa mér að berjast við þetta kerfi, því ég er um það bil að fá nóg.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 2022842
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sendi þér kærleika elsku kona! Þetta er örugglega ferlega erfitt og algerlega óskljanlegt!
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.6.2013 kl. 09:58
Takk Steinunn mín
Sem betur fer hef ég getað fengið aðstoð fyrir huldufólkið mitt sem er á þessu svæði. Þau voru hrædd, en hafa fengið tíma til að forða sér allavega tímabundið.
Þetta er bara svo tilgangslaus aðgerð, því hér hefur aldrei fallið snjóflóð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2013 kl. 10:17
Og vonandi á aldrei eftir að falla þarna snjóflóð eða neins staðar í byggð. Ég varð áþreifanlega var við hörmungarnar í Súðavík og það var einhver ömurlegasta og erfiðasta stund lífsins, þegar við fluttum eftirlifendur frá Súðavík til Ísafjarðar, allir meira og minna í sjokki og ekki bætti sjóveikin úr skák. En vonandi fer allt saman vel Ásthildur mín.
Jóhann Elíasson, 9.6.2013 kl. 11:26
Ágæta vinkona mín Ásthildur þú att alla mína hjálp með með þínar áhyggjur af framkvæmdum þarna,ég er meða þeirra sem hef lesið flesta þina frábæru pisla um svo margt,þó við séum ekki alltaf samála í pólitík er ég náttúruunandi eins og þú og ferðasögur og myndir hafa heillað mig og marga, það sýnir talan á síðum þínum,nei það er oft að hið opinbera hefur ekki brjóstvit nema ,síður sé,en vona að þeir sjái að sér!!kær kveðja og samstaða!!!!!
Haraldur Haraldsson, 9.6.2013 kl. 12:38
Heil og sæl Ásthildur æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !
Ásthildur mín !
Stend algjörlega; með ykkur hjónum, í þessum raunum öllum, þó fremur sé ég velunnari berangursins, en grænna Skóga, verandi eyðimerkurrefur að upplagi, austan frá Góbí; að þá finnst mér þetta óviðunandi ósvinna, af hálfu þessarra reglustriku leiðinda skipuleggjara, hjá ykkur vestra - líkast til, forhertum af collegum sínum, suður í Reykjavík, í allri sinni smámsygli, eins og flest það annað, sem þaðan kemur.
Hvernig er það; er Bæjarmeistari ykkar (Bæjarstjóri), algjör gunga, eða sama skrifræðis kenjan, og þorri collega sinna, á landsbyggðinni ?
Hnipptu í mig Ásthildur mín; þurfið þið Elías frekara liðsinni, til þess að tala hann til, Daníel Jakobsson, eða hvað hann heitir, sem er í forsvari Ísafjarðar og nágrennis, misminni mig ekki, að ég fari rétt með nafnið.
Með baráttukveðjum; snörpum vestur, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 13:48
Jóhann það var erfiður tími bæði snjóflóðið á Flateyri og Súðavík. Ég var með unglingavinnunna þá og við fórum og tókum til smærri hluti sem höfðu týnst, ég lagði mikla á herslu á að við yrðum að vara vel með allt sem við fyndum og skila því, því þó það þætti ef til vill ekki merkileglt fyrir Pétur og Pál gæti slíkt verið dýrgripir fyrir eftirlifendur.
Takk Elsku Haraldur minn, já við erum ekki alltaf sammála í pólitík, en vinskapur er meira virði en slíkar skoðanir.
Takk Óskar Helgi minn, já ég þakka þér stuðninginn og hef samband ef og þegar annað þrýtur.
Takk öll fyrir innlitið og góðan hug. Ég þarf svona frekar á því að halda þessa dagana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2013 kl. 13:19
Stórt knús bara .á engin orð ,en finn til eins og þú <3 < 3 <3
rhansen, 10.6.2013 kl. 16:22
Takk Rhansen mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2013 kl. 18:31
Sendi ykkur kærleik elsku Ásthildur mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2013 kl. 15:16
Takk elsku Milla mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2013 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.