13.5.2013 | 10:39
Vorblómin ljúfu.
Það fer að koma að hvíldatíma hjá mér, það er erfitt að vera í kappi við tímann svona á vorið, og jafnvel missa af vorlestinni. En svona er þetta bara, við getum ekki gert meira en við getum
Þessi tími er langflottastur í garðskálanum mínum.
Þó veðrið hafi verið fallegt undanfarið þá er ennþá mikill snjór hér hjá mér. En hann fer hratt.
Það er komin 12 maí og ennþá svona mikill snjór.
Ég er samt ekkert að skammast yfir snjónum, hann hlífir plöntunum en fyrst og fremst seinkar hann skemmdarverkum ofar á lóðinni þar sem verið er að grafa allt í sundur, þeir hafa ekki mína blessun á að vaða yfir allan gróður sem ég hef verið að vinna við í 30 ár.
Að vísu er hætt við að eitthvað af trjám og runnum brotni undan þunganum, en það eru náttúrulegar skemmtir en ekki mannanna verk.
En þetta er leiðin sem þarf að krækja til að komst upp í gróðurhúsið mitt.
Sem betur fer hef ég fengið góða hjálp við vinnuna, annars hefði þetta sennilega ekki gengið.
En svo er rosalega notalegt að slaka á við að grilla.
Þessa sælu á nú að reyna að taka frá mér með valdboði, það er sárt.
Nú vantar mig hollvinasamtök fyrir kúluna til að ég fái að vera hér áfram.
En það er erfitt að tala um þessi mál, ég er að reyna að halda sönsum og velta mér ekki upp úr þessari nauðgun.
Hér er yfirgrillarinn minn. Gott að geta kælt bjórinn á svona náttúrulegan hátt.
Og inni er allt í blóma. Fiskarnir að vakna upp eftir veturinn.
Sópurinn minn aldrei fallegri.
Nektarínan mín. Það vantar samt ennþá býflugurnar, þær eru sennilega ennþá á bólakafi í snjó.
Kirsuberin og perurnar.
Kamelíufrúin mín.
Já þetta er paradísin mín, og ég mun gera allt sem ég get til að berjast fyrir henni.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að sjá myndirnar hjá þér, vona að ég komist til þín í sumar og fái að skoða alminnilega :) bið að heilsa öllum.
kv.Þóra Stína
Þóra Stína (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 13:24
Alltaf getur maður gleymt sér við að skoða myndirnar þínar. Ég get ekki hælt þér nógu og mikið fyrir þær.................
Jóhann Elíasson, 13.5.2013 kl. 13:32
Takk frænka mín, skila því. Það væri gaman að hittast í sumar.
Jóhann minn takk fyri rmig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2013 kl. 14:00
Leiðinlegt að sjá hve mikill snjór er ennþá hjá þér. Og enn verra að heyra að eyðileggingaáætlunin sé enn til staðar.
Ég mun ganga í Hollvinasamtök kúlunnar um leið og þau verða stofnuð, það má bara ekki ske að þið verðið flæmd úr kúlunni ykkar.
Annars hefur verið eins og venjulega yndislegt að skoða myndirnar þínar, sérstaklega úr skálanum sem ég hreinlega elska þó svo að ég hafi aldrei komið þar inn.
Knús í kúlu <3
Kidda, 13.5.2013 kl. 16:07
Kidda mín komstu ekki í garðskálan þegar þú komst í heimsókn? við verðum að bæta úr því næst þegar þú lætur sjá þig hér elskan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2013 kl. 17:28
Þú ert fránær í myndum og pistlum vinkona,við l´tum eeki pólitík spilla okkar vinattu ,þakka allan fróðleikin og myndir,kær kveðja og baráttu samseöðu með húsið!!!
Haraldur Haraldsson, 13.5.2013 kl. 20:08
Halló takk fyrir hringinguna um daginn.Leitt að vera ekki á landinu þegar ísfirðingar komu norður!
Hefði verið svo gaman að sjá ykkur sérstaklega þig og Siggu Lúllu frænku.
Vona að gangi þér í haginn.......fallegar myndirnar þínar.
Kveðja Erla Sv
Erla Sv (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 20:23
Haraldur vinur minn, það er svo fjærri mér að láta pólitík spilla vináttu. Manneskjan sjálf skiptir mestu máli burt séð frá hvaða skoðun hún hefur á lífinu. Takk fyrir mig.
Erla mín, já það hefði sannarlega verið ánægjulegt að hitta þig, Sigga Lúlla hefði örugglega líka skemmt sér vel. En elskan mín það er alltaf næst....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2013 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.