Pirruð dreyfbýlistútta.

Jón Gnarr, ætli flestir sem eru að "þvælast" um borgina þína á nagladekkjum, sé ekki fólk utan af landi, þú veist þessir sem ennþá hanga þarna út í rass**** og þurfa að fara yfir fjöll og firnindi til að komast í höfuðborgina.  Það vill nefnilega svo til að þetta er höfuðborg allra landsmanna, þó þú virðist ekki gera þér grein fyrir því. 

Það eru ennþá snjóþungar heiðar og fjallvegir sem ekki er hægt að aka um á sumardekkjum.  Þó þú virðist ekki gera þér grein fyrir því.  Hefurðu nokkuð heyrt setninguna; af hverju borða menn ekki bara kökur?  Þetta er svona í svipuðum dúr. 

Þú vilt ef til vill koma á fót aðstöðu fyrir landann svo hann geti skipt um dekk meðan hann er í borginni og svissað til baka þegar þeir fara Bara spurning um hver á að borga fyrir slíkt.  Það er þannig núna að síðasta ríkisstjórn hefur hækka svo allar álögur og ekki síst eldsneyti á bíla, svo það er nógu dýrt að borga benzín og olíur á bílana til að komast í borgina, að við erum ekki aflögufær lengur.

En þetta er ekki bara one way road, og reykvíkingar þurfa líka að fara út á land, og þó heilsársdekk séu auðvitað langbest, þá er það einfaldlega bara þannig að stundum duga þau illa við þær aðstæður sem geta skapast á fjallvegum. 

Þú ættir ef til vill að leggja land undir fót og kanna aðstæður hér fyrir vestan og norðan, gætir notast við geimskip, en ég mæli ekki með því, því það myndi ekki upplýsa þig mikið um þá hættulegu vegi sem eru víða í fámenninu. 


    mbl.is Nagladekk pirra borgarstjórann
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Athugasemdir

    1 identicon

    Ég held að flestir sem eru að þvælas um borgina séu bara reykvíkingar sem eru ekkert á leiðinni út á land og þeir ættu að sjá sóma sinn í því að skipta yfir á sumardekk, hinsvegar sé ég ekkert að því að vestfirsku dreifbýlistútturnar séu ennþá á nöglum þar sem að það bólar ekkert á sumrinu hjá þeim og þeir eru velkomnir mín vegna á nöglunum hingað suður þótt svo að þeir segi gjarnan "Aldrei fór ég suður."

    kveðjur úr Vesturbænum.

    Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 12:24

    2 identicon

    Ég spyr hvers vegna Jón Gnarr þykist ennþá vera borgarstjóri. Er einhver ástæða fyrir því eða er honum einfaldlega sama um skaðann sem hann veldur? Vona ekki.

    Á minni reglulegu morgungöngu í morgun varð ég soldið pirraður að heyra að Jón Gnarr væri ennþá að kalla sig borgarstjóra og fengi borgarstjóralaun, þótt aðrir væru að gera vinnuna hans því að hann eyðir öllum sínum tíma í einhverjar einskisverðar uppákomur og að fá fáránlegar hugdettur, borgarbúum til mikils ama.

    Pétur D. (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 12:32

    3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

    Takk Rafn minn, hehehe.. já ég er einmitt að koma suður næstu helgi, svo það er gott að vita að ég má....

    Pétur já sumir virðast halda að það sé bara hægt að nálgast launin sín.

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2013 kl. 12:49

    4 identicon

    Mikið er ég nú sammála þér Ásthildur

    Ekki bý ég í höfuðborginni og átti þar erindi sl. helgi að nóttu til og það kom mikil ísing hefði nu ekki verið gaman að vera búin að skipta um og vera farin á sumardekkin.

    Skil ekki hvað hann er að röfla yfir þessu því jú þetta getur verið öryggisatriði að vera á nagladekkjum, jú þau spæna upp malbik og valda rykmengun en hvað er það miðað við að geta verið öruggur að keyra um borgina og út fyrir hana án þess að lenda í vandræðum.

    Samkvæmt lögreglunni má fólk vera á nöglum til 15. mai eftir það fær fólk sekt svo ég reikna nú með að veðurfar fari nú hlýnandi og fólk fari að skipta yfir á sumardekkin.

    Þóra Stína (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 12:53

    5 identicon

    Sæl.

    Mikið væri nú óskandi að þessi gengdarlausa eyðsla opinbers fjár og skuldasöfnun borgarsjóðs færu jafn mikið í taugarnar á borgarstjóranum okkar og nagladekkin :-(

    Helgi (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 13:14

    6 identicon

    Sammála þér Ásthildur. Ég bý í Reykjavík en á oft erindi út á land. Alveg er þessi umræða oft óþolandi , Jón Gnarr býr í vesturbænum þar sem ekki langt er fyrir hann að fara til sinnar vinnu , hann röflar yfir þvi af hverju allir borgarbúar hugsi ekki eins og hann. Af hverju allir fari ekki umm hjólandi osfr,stöðumælagjölin verið hækkuð um mörghundruð prósend osf. Ég hjóla mikið þegar aðstæður leyfa til þess, Ég geng mikið og vildi óska þess að geta nýtt almenningssamgöngurnar hér meira og hvíla meira einkabílinn, en það er ekki svona einfalt eins og fólk hefur margoft bent á. Ég bý í einu af úthverfi Reykjavíkur og er t.d samgöngumátinn hér alls ekki fullnægjandi fyrir utan skipulagsmálin hér, engar lágvöruverslanir, engin sundlaug, ekkert bókasafn, engin íþróttamiðstöð af neinu tagi, ekkert pósthús.. en jú það er skemmtistaður ( Hverfispöbb) inni miðju íbúðarhverfi með tilheyrandi ónæði næstum alla vikuna langt fram á nótt. Strætisvagnakerfið er ömurlegt , það tók mig eina helgina um klukkustund að komast áleiðis úr Grafarholtinu þar sem ég bý og niðrá Seltjarnanes með strætó. Strætisvagnagjöld hafa eru sífellt að hækka og í engu takti við annað og þá á ég við þá sem ekki taka strætó daglega. Ég vil ekki sjá svona stjórn í Borginni minni meir , ég kaus þetta yfir mig þvi ég vildi eins og margir breytingar til góðs, en þetta voru stór mistök þvi miður og þá sérstaklega fyrir aðra borgarbúa fyrir utan 101 og 107 Rvk

    guðrún (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 13:35

    7 identicon

    Þóra Stína.

    Ættir aðeins að skoða lögin um nagladekk betur:

    Keðjur og neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.

    Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 13:46

    8 identicon

    Guðrún.

    Held að Reykjavíkurborg hafi nú ekkert að gera með hvar lágvöruverslanir eru staðsettar. Það er alfarið eigendur þeirra sem ákveða það.

    Gannsi (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 15:08

    9 identicon

    Ætli það fari ekkert í taugarnar á Jóni Borgarstjóra að hvergi bólar neitt á þeim 2000 miljónum sem Stætó fékk afhentar fá borginni fyrir tveimur árum síðan til þess að bæta stætókleiðarkerfið sem eins og allir vita hér að er ekki einu sinni FYNDIÐ.

    HÉR MEÐ AUGLÝSI EG EFTIR ÞESSUM 2 MILJÖRÐUM

    SEM HURFU SPORLAUST AÐ ÞVÍ ER VIRÐIST.

    fYRIR TVEIM ÁRUM.

    Og vona að nú fari Jón í að upplýsa um það hvað varð um þá skattpeninga úr því að hann er svo röggsamur orðinn við það að virkilega taka á málunum.....

    Sólrún (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 16:14

    10 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

    Birgir Guðjónsson, "Ættir aðeins að skoða lögin um nagladekk betur: Keðjur og neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. "

    Hvað kallar þú þegar vegir eru ófærir vegna snjóalaga, hefur þú ekki séð fréttir  td frá dalvík, vestfjörðum eða fljótum? Allavega dytti þér ekki í hug að láta svona frá þér Birgir ef þú hefðir farið undanfarið út fyrir ártúnsbrekkuna.

    Þar fyrir utan legg ég til með að ófærð ártúnsbrekku verði rannsökuð til hlítar, en sú staðreynd að mesti afdalur á Íslandi er dreifbýli Reykjavíkur 101 en íbúar þess svæðis virðast ekki komast þar í gegn undir neinum kringumstæðum og engar fréttir virðist berast til eyrna íbúa 101 af svæðinu sem er austur af 101 og því dreg ég þá ályktun að ártúnsbrekkan hljóti að vera einhver svakalegasti farartálmi Íslands og verða Íslendingar að koma 101 afdalasveitalubbum til bjargar

    Brynjar Þór Guðmundsson, 11.5.2013 kl. 17:56

    11 identicon

    Þar fyrir utan held ég að þessi svokallaði borgarstjóri (sem réði skrifstofustjóra borgarinnar til að gegna daglegum störfum sínum) ætti að pirra sig meira á því að nota handónýtt efni í malbikin í götunni. Eftir því sem ég hef frekast frétt þá er notkun á nagladekkjum í Svíþjóð á svipaðri breiddargráðu vera svipuð og hér, nema hvað umferð þar er margfalt meiri. Samt sem áður er slit á götum margfallt minna en hér á landi bara vegna þess að þeir nota almennilegt efni í malbikið og eru ekki að spara eyrinn og henda krónunni líkt og hér á landi.

    Það er ekki bara nagladekkin sem slíta. Þannig hafa rannsóknir sýnt það að slit á götum er fimmfallt meiri með nöglum en naglalausum dekkjum. Hins vegar ef göturnar eru blautar þá er slitð 10 fallt meira. Og hvenær eru göturnar í Reykjavík blautar, Jú þegar borgin er búin að dreifa saltinu á göturnar til þess að þeir þurfi ekki að kaupa almennilegan dekkjabúnað undir strætisvagnana og geti látið þá halda áfram að keyra á sléttum túttum eins og um mitt sumar. Það sem borgarstjóri þarf því að huga betur að er í fyrsta lagi að göturnar séu úr almennilegu efni, í örðu lagi að hætta þessum eilífa saltmokstri til að hindra bleytu á götunum og síðan setja strætó á almennileg dekk.

    Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 19:34

    12 Smámynd: Daníel Sigurðsson

    Hér eru sumir stórlega að misskilja hlutina eða hreinlega að snúa út úr þeim. Það er enginn að skikka neinn til að fara á sumardekk (hvað þá gatslitin) þó hann láti af þeim ósið að aka um á negldum dekkjum eftir 15. apríl. Fólki býðst nefnilega að fara á ónegld vetrardekk og þar með fylgja í fótspor um helmings þjóðarinnar sem hafnar nagladekkjum. Það er ekkert nema barnaleg mýta að ekki sé þorandi að aka úti á landi nema á negldum dekkjum. Í raun eru þetta orðin trúarbrögð hjá flestum sem aka á negldum dekkjum. Miklar framfarir hafa orðið í gerð ónegldra vetradekkja og standa þau negldum dekkjum að flestu leyti framar nema á blautum ís en þá er líka bara að aka aðeins hægar. Íslendingar ættu að taka Þjóðverja sér til fyrirmyndar og banna alfarið þennan ósóma sem nagladekkin eru. Í þýskalandi eru vetur að öllu jöfnu mun harðari en hér á landi en það þekki ég af eign reynslu enda búið í Þýskalandi í meira en 7 ár samtals. Fólk ætti að spyrja sig áður en það situr negld dekk undir bílinn næst hvernig á því standi að um helmingur allra bílstjóra sem þurfa að aka utan höfuðborgarsvæðisis treystir sér til að aka á ónegldum dekkjum allan ársins hring. Svarið er ekki flókið og í raun áhættulaust: Enfaldlega með því að aka á góðum ónegldum vetradekkjum nema yfir hásumarið.

    Borgarstjóri á heiður skilinn fyrir þetta óvænta andóf og vona ég að hann gangi enn lengra og komi því í kring að notkun nagladekkja verði alfarið bönnuð á Íslandi.

    Daníel Sigurðsson, 12.5.2013 kl. 00:26

    13 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

    Það er svolítið þröngsýnt að bera saman akstur að vetri til hvort sem er á Miklubraut eða á A1 í Þýskalandi við t.d. Kleifaheiði eða Hellisheiði eystri, fyrrnefndu vegirnir eru ruddir og saltaðir oft á dag ef þurfa þykir, það er ekki svo með fjallvegina okkar víða á norðanverðu landinu.  Ætli mesti snjórinn sé ekki bráðnaður af Luneborgarheiðinni? Svolítið furðulegur samanburður svo ekki sé meira sagt.

    Akstur á svellalögðum íslenskum fjallvegum án negldra hjólbarða er eitthvað sem Lattelepjandi íbúar 101 og 107 ættu að  reyna svona einn vetur, þar skiptir ekki máli hversu ný eða af hvaða tegund dekkin eru, það eina sem virkar til að bílar séu stjórnhæfir eru naglar og þeir af stærri gerðinni.

    Kjartan Sigurgeirsson, 12.5.2013 kl. 09:01

    14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

    Takk öll fyrir innlitið og innlegginn.  Það er nú málið Kjartan, þeir sem ekki þurfa að fara yfir erfiða fjallvegi vetur vor og haust í ótryggum veðrum og færð, gera sér enga grein fyrir þeim erfiðleikum sem geta verið við slíkar aðstæður. 

    Upp á háheiðum í hálku er ekki kræsilegt að aka niður, í beygjum og sveigjum sem eru á flestum íslenskum vegum á ónegldum dekkjum. 

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2013 kl. 09:24

    15 Smámynd: Daníel Sigurðsson

    Það er útúrsnúningur hjá Kjartan hér að ofan að láta að því liggja að ég hafi verið bera saman A1 í Þýskalandi og vegi á norðanverðu Íslandi í bloggi mínu hér. Fjallvegir í Þýskalandi liggja margir hverjir miklu hærra en hæstu fjallvegir á Íslandi og má þar nefna Alpana i því sambandi. Eigi að síður sjá Þjóðverjar enga ástæðu til a leyfa akstur nagladekkja. Það ber vott um algert þrot í málefnalegri hugsun hjá Kjartani að flokka alla sem treysta sér til að aka á ónegldum dekkjum úti á landi, við þær slæmu aðstæður sem Kjartan lýsir, undir "Lattelepjandi íbúar 101 og 107". Það er spurning hvað hann hafi sjálfur verið að lepja áður en hann ritaði sinn pistil. Ég þekki af egin raun alla þessa vegi sem Kjartan nefnir og miklu fleiri sem ég hefi margoft ekið um í vetrarfærð á ónegldum vetrarddekkjum á venjulegum fólksbíl án erfiðleika. Kjartan og fleir ættu að prófa sjálfir nútíma gerðir af ónegldum vetrardekkjum áður en þeir vaða fram á ritvöllinn mið sínar staðlausu fullyrðingar. Rétt er að taka fram að þegar ég tala um ónegld vetrardekk þá er ég ekki að tala um heilsársdekk sem jafnast engan veginn á við þau dekk sem skilgreind eru sem ónegld vetrardekk og merkt sem slík.

    Daníel Sigurðsson, 12.5.2013 kl. 15:20

    16 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

    Það má vel vera að ég hafi ekki gott vit á vetrarakstri í útlöndum, ég hef hinsvegar nokkuð þokkalegt vit á akstri á Íslandi, hef ferðast um landið á öllum árstímum, verið nokkuð hætt kominn vegna þess að ég bý í næsta nágrenni við 101 og get því komist upp með að aka um á hvort sem er heilsársdekkjum eða ónegldum snjódekkjum, en hef lent í því eins og fram er komið að eig leið um ísilagða fjallvegi  í 0°hita , jafnvel með örlitlum rigningarúða með, þannig að það var hvorki hjólbörðum né hæfileikum mínum að þakka að ekki fór illa. 

    Ég hef því fullan skilning á þörf "dreifbýlistútta" til að hugsa um eigið öryggi og vera á negldum dekkju og tel að við Reykvíkingar eigum frekar að þakka þeim fyrir heimsóknirnar en að vera með skæting út í það að þeir vilja koma heilir heim  

    Kjartan Sigurgeirsson, 12.5.2013 kl. 15:54

    17 identicon

    Þarna er ég svo innilega sammála þér.  Varð frekar pirruð þegar ég las þetta hjá manninum!

    Ætli hann viti ekki að stundum keyri aðrir en borgarbúar um göturnar.

    Sigþrúður Elínardóttir (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 22:34

    18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

    Takk fyrir þitt svar Kjartan, og innlitið Davíð.

    Sigþrúður, ég held að maðurinn hafi bara ekki hugsað út fyrir borgarmörkin, það gerist frekar oft því miður og ekki bara hjá honum

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2013 kl. 09:05

    19 identicon

    Daníel Sigurðsson. Ég hlustaði einu sinni á mann eins og þig og uppskar ekkert nema vesen. Vetrardekkin mín snarspóluðu í stæðum, þegar var bara smá halli og síðan klessti ég í glerhálum botnlanga sem ekki var búið að salta. Fólk á nöglum ók þarna um eins og ekkert væri, en glænýju vetrardekkin mín náðu engu gripi. Hættu að predika þessa vitleysu, Þú ert augljóslega að selja ónegld dekk, bættu bara nagladekkjum á söluskránna þína og hættu að spila með heilsu fólks.

    Matti (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 14:17

    20 Smámynd: Daníel Sigurðsson

    Það er augljóst að þú treystir þér ekki í málefnalega umræðu Matti enda hefurðu afskaplega veikan málstað að verja. Ég er ekki að selja ónegld dekk eða dekk yfir höfuð og hef enga hagsmuni af ónegldum dekkjum aðra en þá sem varða heilsuna. Það er líklegt að ónegldu dekkinn sem þú varst með undir bílnum hjá þér hafi verið í lélegum gæðaflokki enda því miður nóg af slíku á markaðunum. Þegar maður verslar vetrardekk undir bílinn hjá sér er ráðlegast að velja þau dekk sem skora hátt í árlegum gæðaprófunum þýsku bílaklubbana sem fara fram í norður Finnlandi árlega og er hægt að nálgast niðurstöðurnar á netinu og einnig hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda FÍB. Mér þykir reyndar líklegast að þú hafir verið á heilsársdekkjum en ekki eiginlegu vetrardekkjum þegar þú lentir í óhappinu sem þú nefndir. Allt of margir freistast til að reyna að slá tvær flugur í einu höggi með því að kaupa heilsársdekk sem allar prófanir sýna að standa eiginlegum ónegldum vetrardekkjum engan veginn á sporði.

    Óhapp þitt breytir engu um frábærar niðurstöður prófana bestu ónegldu vetrardekkjana sem hér er vísað til. Þið sem predikið fagnaðarerindi negldra dekkja og kallið það skæting þó ykkur sé bent á að almennt skuli menn vera komnir af nöglunum eftir 15. apríl, eruð að kasta steinum úr glerhúsi. Það verður auðvitað ekki liðið öllu lengur að loka þurfi börn inni á barnaheimilum og leikskólum mörgu sinnum á ári út af svifryki þeirra sem aka um á negldum dekkjum. Þetta er eins og með reykingarnar við sem ökum um á ónegldum dekkjum sættum okkur ekki við að þurfa að anda að okkur menguninni frá ykkur hinum. Það er auðvitað bara tímaspursmál hvenær þessum vágesti verður útrýmt með lögum eins og með tóbaksreykingarnar. Íslendingar munu fyrr en síðar feta í fótspor þjóðverja og banna alfarið þennan ósóma. Og hver skyldi fórnarkostnaðurinn vera: Jú, bara að aka aðeins hægar á blautum ís!

    Daníel Sigurðsson, 13.5.2013 kl. 18:53

    21 identicon

    Ég sá að hitamælirinn í Fossvogsdal fór í dag í 13 gráður á celcius er ég keyrði þar framhjá sötrandi lattelepjuna mína og svo var líka sól og blíða er ein dreifbýlistúttan brunaði framúr mér á glamrandi nöglunum, hugsaði sem svo að sennilega væri hún að flýta sér vetrarríkið vestur á firði til dempa glamrið í nöglunum. :-)

    Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 19:46

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Um bloggið

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir

    Höfundur

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir
    Ásthildur Cesil Þórðardóttir

    Tónlistarspilari

    Ásthildur Cesil - Dagdraumar
    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Nýjustu myndir

    • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
    • engill-angel
    • jolatre
    • 20171002 121526
    • gasometers-vienna-7[5]

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (22.11.): 6
    • Sl. sólarhring: 6
    • Sl. viku: 26
    • Frá upphafi: 2022150

    Annað

    • Innlit í dag: 6
    • Innlit sl. viku: 24
    • Gestir í dag: 6
    • IP-tölur í dag: 2

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband