9.5.2013 | 10:08
Karlakórsferð.
Jæja þá er næstsíðasta færsla frásagnarinnar af þessari skemmtilegu Karlakórsferð norður í land. Nú liggur leiðin gegnum Dalvík, í Ólafsfjörð, þar sem kórinn ætlar að halda tónleika kl. 17.00, en fara síðan á Siglufjörð og skoða síldarminjasafnið og fá gúllassúpu í Rauðku.
Einhvernveginn kemur fiskisúpa upp í hugan á þessum slóðum. En hér er mikill snjór í sveitum.
Allstaðar skaflar í byggð, en í sveitunum stóðu bláendar af girðingum upp úr snjósköflunum, blessaðir bændurnir eiga ekki sjö dagan sæla í svona snjóakistu.
En áfram var haldið.
Vonandi fer sumarið að koma, hér eru Múlagöng sem hefur verið mikil samgöngubót, og batnaði enn þá meira með tilkomu Héðinsfjarðarganga.
Hér er verið að koma söngpöllunum fyrir í Tjarnarborg. Hér hittust kunningjar og vinir, sem og á flestum þessara staða.
Það var smávesen með flygilinn, því kórinn og flygilinn komust einfaldlega ekki fyrir báðir á sviðinu. Svo var ákveðið að setja hann niður á gólf, svo karlarnir kæmust nú fyrir.
Eftir að búið var að stilla upp og koma sér fyrir í Tjarnarborg var lagt af stað áleiðis á Siglufjörð, hér má sjá stökkpallinn góða í Ólafsfirði og glæsilega sundlaug.
Héðinsfjarðargöng skiptast eiginlega í tvö göng, en eru mikil samgöngubót milli Ólafsvíkur og Siglufjarðar. Karlakór Siglufjarðar tók á móti okkur og bauð okkur velkomin.
Það var ansi fróðlegt að heyra sögu Siglufjarðar sem er bæði merk og löng, bæði ris, niðurlæging og uppris aftur sem betur fer.
Hér er Rauðka, sem Róbert nokkur athafnamaður hefur gert upp af miklum myndarskap. Hann var hér með rækjuverksmiðju, en fór út í heim og kom aftur heim og er að byggja hér upp ferðaþjónustu, sem allt byggðarfélagið nýtur góðs af.
Hér er sannarlega ekki tjaldað til einnar næstur, því allt er hér hið vandaðasta, stólarnir vöktu athygli okkar, þeir eru engir tveir eins og allir sérsmíðaðir út timbri.
Virkilega flott, karlakórinn tók svo lagið, með þeim siglfirsku kórsmönnum sem voru á staðnum. Gúllassúpan var líka góð, og ekki síðra var nýbakað heitt brauð.
Upp á lofti er svo þessi stórglæsilega koníaksstofa, sem okkar menn voru ekki lengi að hreiðra sig vel í.
Sumir stólanna eru hreint listaverk.
Skemmtileg handlaug á salerninu. Ég mæli með því að fara þarna að sumri til og njóta sín í þessu fallega umhverfi.
Þá er nú komið að því sem ég beið spenntust eftir, en það er síldarminjasafnið, gamli Ísfirðingabragginn eða brakkinn eins og þessir voru kallaðir í gamla daga.
Gamlir snurvoðsbátar hafa fengið nýtt og skemmtilegt hlutverk.
Það var virkilega skemmtilegt að skoða þetta safn, minnti mig svo mikið á ákveðið tímabil í mínu lífi, áhöldin voru eins og ég man eftir í mínu uppeldi, og gömlu álnestirboxin og kaffiumbúðirnar. Ég tók mynd af þessari mynd, því ég er næstum sannfærð að stúlkan hér til vinstri er Lóa frænka mín, hún er svo lík dóttur sinni að það fer varla milli mála.
Það var allt eins og fólki hefði bara skroppið frá.
Dásamlegt, kaffibætir og brúsar.
Þegar ég var krakki fóru afi og amma á hverju sumri hingað í síldarsöltun. Og svo fékk ég alltaf eitthvað skemmtilegt þegar þau komu til baka.
Já, en ég var samt að leita að einu ákveðnu rúmi. Ég var þarna nefnilega sumarið 1965, þegar pabbi tók braggan á leigu og fór þangað með alla fjölskylduna. Ég var þarna um sumarið og naut mín vel, en ég held að það hafi ekki verið mikið um síld.
Með aðstoð ferðafélaga minna fann ég svo kojuna sem ég svaf í.
Og ég hafði meira að segja merkt hana.
Reyndar var mér sagt að við hefðum verið síðustu íbúar braggans, því þar gisti enginn meir, en minningarnar lifa svo sannarlega.
Ég mæli algjörlega með því að skoða þetta skemmtilega safn. ÉG hef yfirleitt ekki gaman af að skoða söfn, en þarna gleymdi ég mér algjörlega.
Glæsilegt hús. Takk fyrir mig.
En það var ekki allt búið, því í "Bátahúsinu" ætluðu strákarnir að taka lagið.
Sjóari sem situr á pollanum tilbúinn í róður
Og hér eru skipinn geymd.
Hér tóku þeir nokkur lög upp í bátnum. En hér voru dekkuð borð, því þetta kvöld átti að vera veisla hér á vegum Kíwanis minnir mig. Hér er hægt að halda veislur í þessu skemmtilega umhverfi.
Og bjórinn var búinn, svo það var brugðið á það ráð að fá vínbúðina til að koma til okkar, þar sem við komumst ekki í vínbúðina.
Við stelpurnar fórum svo sumar hverjar aftur í Sveinbjarnargerði til að sjæna okkur og hvíla aðeins, því það átti að vera konsert í Hrafnagili um kvöldið, ásamt karlakór Eyjafjarðar.
Svo var haldið á vit gleðinnar inn í Eyjafirði.
Þarna var okkur tekið með kostum og kynjum, virkilega flottir þessir karlar og ekki síður frúrnar.
Okkar menn komnir í smalagallana flottir og fínir.
Beðið eftir að taka lagið.
Karlakór Eyjafjarðar einsöngvari með þeim var Óskar Pétursson stórsöngvari frá Álftagerði.
Stjórnandinn þeirra heitir Petra Björk Pálsdóttir, lögin voru mörg skemmtileg og óhefðbundinn. Einnig kom fram hljómsveit með kórnum. M.a. tóku þau Laddalagið Ó Guðfinna, sem Pétur söng af innlifun og lék með, svo fólkið í salnum veltist um af hlátri. Wild thinnng, Louie Louie og Twist and shout voru líka á prógramminu.
Ó Guðfinna!!!
Okka menn voru svo ekki síðri. Frábærir eins og alltaf.
Broshýrar karlakórskonur.
Og það var ekki á kot vísað eftir konsertinn, algjörlega ótrúlega flott, því ekki var fámennið hér tveir fjölmennir karlakórar og eiginkonur. Myndaskapurinn algjör.
Nammi namm.
Elías minn að ræða við kórstjórann.
Já svo sannarlega gerðum við okkur gott af þessum frábæru veitingum.
Minn í góðum gír
Sannarlega bara að njóta.
Og kominn var galsi í mannskapinn
Og okkur var líka boðið upp á rauðvín og hvítvín, og svo kaffisopa.
Gestfjafarnir skemmtu sér líka vel. Við segjum bara innilega takk fyrir okkur og dásamlega stund hjá ykkur
Þessir ráðsettu í Eyjafjarðarkórnum.
Þennana pilt ættu margir Ísfirðingar að kannast við.
Aðeins pústað í eldhúsinu.
Og ýmislegt spjallað svona milli kóra.
Flottir ekki satt?
Píanistinn okkar hún Margrét Gunnars.
Gaman gaman...
Hér er Viðar aðstoðarstjórnandinn okkar að stjórna kórnum í laginu sívinsæla "veifa túttum vilta Rósa"
Hér má sjá tilþrifin. En ég lýk þessu hér í dag. Á morgun verður lagt af stað heim á leið og komið við í Kalda bruggverksmiðju sem er að gera það gott.
En það verður sagt frá því seinna.
Eigið góðan dag elskurnar
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásthildur.
Flott ferðamyndasaga. Og svo veistu örugglega að hann Róbert á Siglufirði á ísfirska konu - Diddu dóttur Árna og Gunnhildar í Ásbyrgi.
Mbk,
IÞÞ
Ingibjörg (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 16:32
Takk Ingibjörg mín, nei ég vissi það reyndar ekki. Hún er þá systir Sigga Sverris sem var góður vinur Júlla míns. Hve heimurinn er lítill. kveðja á móti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2013 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.